Hið nýja vald þjóðar .....

Ég vil ekki lengur gá í ginn,

gef mér miklu betra,

náum við þá í þetta sinn,

því fótspor góð að feta?

 

Alþingi

 

 21. desember 2012. Gengið hefur verið til atkvæðagreiðslu um Bleiufrumvarp stjórnarandstöðu og það samþykkt. Forsætisráðherra tvístígur við hliðina á ræðupúltinu og heimtar við þingforseta að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin. Skipar henni að hringja bjöllum ótt og títt. Hér er það sko Dóm-hildur sem ræður. Tikk, takk, tikk, takk, klukkan tifar, bjöllur hringja, tikk takk bjöllur hringja, en enginn mætir. Það bara Dóm-hildi grætir, því endurtekin atkvæðagreiðslan fór við það sama. - Hér er sko lýðræðið á alþingi að verki.

Þetta er bara eitt af mýmörgum dæmum því hvernig starfsemin á þessum vinnustað er. Í þetta þarna sinn, sýndi ofurvaldið sig. En að horfa á og fylgjast með þessum stað er nú oft á tíðum alveg með ólíkindum. Allt ofurvald meirihlutans, hver svo sem hann er. Öll óvirðingin, rifrildin, frammíköllin, durtshátturinn og ómálefnalega umræðan sem þar fer fram. Engan skal því undra hversu lítið verður að verkum á þessum óforbetranlega al-sýslu stað.

 

Nú förum við brátt að ganga til kosninga þar sem kjósendur eiga að velja sér nýja fulltrúa á þennan miður háttsetta vinnustað. Flestum okkar ætti að verða orðið það ljóst að engar breytingar þar verða nema að við krefjumst þess sjálf. Enda mun það enn frekar koma í ljós ef ekkert er að gert, hversu fáir mæta á kjörstað til að velja sér þetta yfirvald. Meirihluti á nýju alþingi yrði því byggt á mjög veikum grunni.

En alþingi er alls ekki þó það eina sem þarf að breyta. Þær breytingar sem er sjálfsagt að framkvæma ættu að óma út um allt þjóðfélagið og vera grunnurinn að farsæld framtíðarinnar.

 

Þjóðfélagið

 

Nú hefur eins og við höfum séð gengið mikið á út í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem sitt sýnist hverjum. Þar sem fólk myndar sér sínar skoðanir á þeim grunni sem það telur best ætla til árangurs. En eins og við vitum sem fylgjumst vel með þá hafa verið mjög skiptar skoðanir hvaða leiðir þjóðin á að velja sér.

 

Það er nú samt alveg orðið ljóst að þjóðin þarf að finna sér sameiginlegan grunn inn í framtíðina. Því ef ekkert er að gert þá munum við hafa búið börnum okkar upp á þá miklu erfiðleika sem við sjálf höfum ekki getað leyst. En ekki viljum við að börnin okkar þurfi að leysa úr þeim mikla vanda sem við hinir fullorðnu bjuggum til. Sama hverjir gerðu það.

En nú er úr miklu að velja og hafna. Hvað sjálfan mig snertir þá hef ég alveg myndað mér eigin skoðanir á því.

 

Að velja og hafna

 

Í mínum huga þurfum við að búa til nýjan grunn sem byggir á mannúð. Kjarninn er sá að við þurfum að taka okkur fyrir alvöru á, í því hvað við viljum og hvað ekki. Fyrir það fyrsta þurfum við að verka jákvæð og hætta þessum endalausu ávirðingum á hvort annað og byggja samræður okkar á fyrir alvöru að leysa málin. Því ekki eru þeir fjömörgu sem eru að mótmæla að gera það út af engu.

Eitt af því sem stjórnvöld þurfa að gera er að viðurkenna að vandinn sé fyrir hendi. Að sýna vilja til þess að vinna með fólki að því að leysa málin. Í stað þess að tala allt upp og lofgera sín eigin verk sem kannski eru ekki byggð á raunveruleikanum. Enda vitum við að orð standa gegn orði. Þetta endalausa hjal þeirrar ríkistjórnar sem ræður, um að allt sé svo gott og fínt, því þau hafi verið svo dugleg við að leysa málin. Sama hvort það sé rétt eða ekki. Sama þá hverjir eru við stjórn. Raunveruleikinn er jú sá sem við finnum fyrir en ekki sá sem okkur er sagður að sé.

 

Margt er það sem við þurfum að huga að. Eins og tilæmis þau atriði sem við viljum og viljum ekki.

Tökum dæmi:

Það væri alveg sjálfsagt að vilja


virðingu í stað óvirðingu

 

heiðarleika í stað óheiðarleika

 

sannleika í stað lyginnar

 

rætt sé saman á friðsamlegum grunni í stað rifrildis sem elur jú á ósamkomulaginu

 

jákvæðni í stað neikvæðni

 

einlagni í stað vafasemi og tvöfeldni

 

að hlusta og taka á móti skoðunum fólks á jafnréttisgrundvelli og meðtaka þær, melta og byggja út frá þeim, í stað þess að neita öllu og hugsa bara um að ráða öllu og byggja eingöngu á eigin skoðunum

 

alvöru réttlæti sem nær til allra jafnt hvar svo sem í þjóðfélagsstiganum sem fólk í stað óréttlætis sem bara byggir á sundrungu og því að halda í háværar raddir fólks sem í alvöru finnst að það sé brotið á því

 

Að byggja upp alvöru Traust í stað þess að ala á vantrausti með gjörðum sínum

 

Að vinna út frá Kærleika því hann er jú með í öllu saman og á að ná jafnt út um allt þjóðfélagið og er að grunninum til að við getum unnið betur saman

 

Kæru lesendur. Leggjum út frá því að byrja nýja árið 2013 á grundvelli friðseminnar og vonumst eftir að við náum saman um öll þau góðu málefni sem við þurfum að vinna að. Setjum okkur raunveruleg markmið og byggjum á því að efla hugsun manngildana og samtvinna hana þannig að hún tóni saman út um allt þjóðfélagið.


Höldum í vonina því hún hvetur okkur til dáða að góðum verkum.

 

Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár
mbl.is Segir orð forsetans ekki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband