Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 16. maí 2011
Velkominn til baka
Velkominn í Val Ingólfur. Það er öruggt að þú færð að spila leiki hjá félaginu en ekki bara hennt út í horn eða grafinn á bekkinn.
Þú mættir nú alveg segja upp umboðsmanni þínum. Ég set spurningarmerki við hann.
Það er vel skiljanlegt að ungir og efnilegir drengir vilji spila sem flesta leiki. Og auðvitað á að gefa ungum drengjum eins og þér tækifæri á að sanna sig.
Ég vona svo sannarlega að við Valsarar fáum að sjá til þín brillera á völlunum í sumar. Eigðu góða leiktíð.
Ingólfur fór úr KR í Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. maí 2011
Bara þetta stutt
Gögn sem þessi eru að dómi embættisins fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi.
Þetta eru lög sem þarf að fara yfir og endurvinna! Að minnsta kosti þegar að búið er að breyta og opna Lýðræðisskipan á Íslandi og gera nýja. Nokkuð sem verið er að vinna að og leggja tillögur til.
Ég er annars í blogg hægagangi vegna vinnu og undirbúnings á mjög sérstöku málefni........................
Afhendir aðeins eitt bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. apríl 2011
Það eru til aðrar leiðir
Afhverju ekki tildæmis að sekta þá sem eru alltaf talandi í farsíma við keyrslu? Mín vegna mætti það alveg vera kr. 50.000 og gera gangskör í því að stöðva fólksbíla þar sem þetta sést?!
Spáið í þetta! Með því að leggja vegtolla er verið að leggja álögur á alla sem keyra um á þessari leið. Sérstaklega líka þá sem þurfa að keyra á milli amk. tvisvar daglega.
Það er til fullt af fólki úti í þjóðfélaginu sem hefur orðið fyrir því að það hefur verið keyrt á það af fólki talandi í farsíma. Meira að segja hlotist slys af. Sjálfur hef ég orðið fyrir þessu.
Afhverju ekki að gera ekki eitthvað fyrirbyggjandi? Sem er nauðsyn þegar lögin sem fyrir eru nægja ekki til að fólk fari eftir þeim?
Ég er bara svona með fullri virðingu þó að benda á þetta!
200 króna veggjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. apríl 2011
Það fer hrollur um mig
Eins og ég hef áður skrifað á bloggi mínu. Alþingi er að kaffæra sjálft sig og en eykst gjáin milli þings og þjóðar.
Hvað verður næst á dagskránni? Það er með ólíkindum að horfa og hlusta upp á þetta rugl allt saman.
Valdabaráttan og fíknin er með ólíkindum. Þeir sem eru vinir í dag geta orðið óvinir á morgun.
Hugsið ykkur hve staðan væri ef Ísland hefði tekið annan pól í hæðina með því tildæmis stjórnmálamenn að ákveða fyrir alvöru að vinna saman að rétta Ísland upp úr vandanum. Í stað þess er hver höndin upp á móti annarri.
Hvernig lytist ykkur á að aldrei þurfi að bera upp vantrausttillögu?
Ég hef skrifað um að stjórnmál eigi að byrja að neðan. Kjósa eingöngu í sveitarstjórn. Það á aldrei að þurfa að kjósa á alþingi því að alþingismenn ættu að koma neðanfrá í hringrásinni, sem væri: sveitarstjórn>svæðisstjórn>alþingi>ríkistjórn.
Þingmenn ættu að vinna saman án stjórnarandstöðu. Og á sama hátt ríkistjórn án stjórnarandsöðu.
Eftir ákveðinn tíma fellur burt þátttaka kosins manns sem fer inn í hringrásina (í enda þingtíma hans) og nýr kosinn í staðinn. Þannig að ef einhver flokkur er kosinn meira en annar getur það að sjálfsögðu breyst með nýrri kosningu. Sama með persónukjör.
Hvað er að gerast hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Nú þarf þjóðin að mæla...............
Hvernig hún gerir það kemur brátt í ljós!
Aðstæður eru fyrir alvöru að aukast þar sem þingið kaffærir sjálft sig, enn frekar. Fáir nema einhverjir flokksbundnir treysta þessu liði.
Almenningur í landinu endar með að taka til sinna ráða. Við sem viljum ekkert af þessu liði og erum búin að fá nóg af ruglinu. Það er fólkið sem ég er að tala við á götunni sem vill fá ALVÖRU breytingar.
Við þurfum að taka okkur til og mynda nýtt manneskjulegt stjórnkerfi á Íslandi! Kerfi þar sem öllum þegnum (fyrir utan fjárglæfra liðinu) er tryggð réttlát framtíð! Það er því miður alveg ljóst að ekki koma breytingarnar frá flokkunum!
Burt með fjórflokkinn sem er versta mein í íslenskum stjórnmálum!
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Maður segir ba, ba, ba, bara
Maður er eiginlega kominn með ógeð af þessu liði öllu. Hvort sem það er Jóhanna og company, steinGrímur og company, Bjarni og company, eða hvaða lið þetta allt er.
Það er þjóðin sem hefur valdið og nú þarf þjóðin að koma sama og ráða ráðum sínum!
Loksins, loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Ó, eru þeir tilbúnir?
Það segir hvergi í þesari frétt hvenær þessi vantrausttillaga verði lögð fram. Sagði hann það? Vænlegra væri að klára frumvarp um persónukjör áður en þetta verður gert.
Flokksvaldið á Íslandi er ekki að átta sig á hversu mikil gjá er á milli þings og þjóðar. Sífellt fleiri munu ekki mæta til að kjósa. Við þurfum alvöru breytingar! Ekki endalaust sama ruglið!
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 11. apríl 2011
Trúverðugt?
Hvernig passar þessi frétt saman við þessa hérna?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/11/hota_ad_standa_i_vegi_adildar_ad_esb/
Ég sé fyrir mér:
Össur hringir út til Stefan í örvæntingu sinni út af fréttinni (linkurinn) og biður hann að koma með yfirlýsingu um þetta vegna þess sem Hagfræðingurinn í Hollandi segir. Gerðu það, gerðu það bjargaðu okkur',',',',',',
Baráttan um Ísland heldur áfram! Það er augljóst að Stjórn Samfylkingar og VG stendur á brauðfótum. Farið hefði fyrr fé betra!
Icesave-kosning hefur ekki áhrif á aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Almenningur er búinn að fá nóg af ruglinu!!!!!!!!!!
Almenningur þarf að koma saman og ráða ráðum sínum. Það er það eina skynsamlega í framhaldinu. Við erum fullt af okkur búin að fá nóg af ruglinu hjá ríkistjórn og alþingi og við eigum okkar rétt að ákveða framtíð okkar.
Allir vita að það voru kröfur ESB að Icesave yrði klárað með samningum við Breta og Hollendinga. Því er það sem hann Steingrímur segir algjört bull.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum og taka ákvörðun um framhaldið! Ég legg því til að við höldum saman almannaþing sem er það eina rétta og það skynsamlegasta í stöðunni.
Ekki tilefni til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Gjá milli þings og þjóðar - þjóðin hefur valdið!
Ef þetta fer svona eins og allt lýtur út fyrir að gera, þá er alveg augljóst að almenningur er að segja algjört nei sem hafnaði þessu. þá á ég ekki bara við NEI við Icesave heldur líka NEI gegn ríkistjórninni sem og sjálfu alþingi því alþingi valdi jú 70% já við Icesave. Það á eftir ennþá betur að koma í ljós á næstu dögum að ríkistjórninni verður ekki stætt að halda áfram. Heldur ekki alþingi vegna þess sem þau kusu í öðru máli sem varðar þjóðina líka.
Það eru sérstaklega uppi tvö mál sem hafa komið upp sem varða framtíð Íslands! Nú á almenningur réttinn til að taka ákvarðanir um framtíðina! Við erum þegar búin að taka ákvarðanir þessar og ógilda bæði málin.
Örlögin eru ráðin! Þjóðin hefur valdið!
Það er ekki bara ríkistjórnin sem á að fara heldur alþingi líka! Í þeirri stöðu sem nú er að koma upp tekur Forsetinn yfir til að byrja með og skipar embættismenn þangað til að gerðar hafa verið tilskildar breytingar.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum!
Ég sting upp á almannaþingi í framhaldinu!
Yfir 58% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)