Ó, eru þeir tilbúnir?

Það segir hvergi í þesari frétt hvenær þessi vantrausttillaga verði lögð fram. Sagði hann það? Vænlegra væri að klára frumvarp um persónukjör áður en þetta verður gert.

Flokksvaldið á Íslandi er ekki að átta sig á hversu mikil gjá er á milli þings og þjóðar. Sífellt fleiri munu ekki mæta til að kjósa. Við þurfum alvöru breytingar! Ekki endalaust sama ruglið!

 


mbl.is Tillaga um vantraust lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eins og staðan er í dag þá verða nýjir að koma að stjórn svo við Íslendingar njótum trúverðugleika.

Hverir það verða verður að koma í ljós og það er alls ekkert víst að það verði Sjálfstæðisflokkurinn...

Málið er að Ríkisstjórnin er rúin trausti og það er ekki hægt að láta hana halda áfram án þess að endurnýja umboð sitt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Hann lagði tillöguna fram áðan. Ég veit ekki hvort hann hafi meirihluta fyrir henni en mikið afskaplega væri það nú gott. Ég er samt nokkuð viss um að ef að nýtt, heilsteypt, hægri framboð býður sig fram þá mun fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynja og er það vel.

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vissulega þurfum við að fá nýja við stjórn. Það er ég sammála þér um Ingibjörg. En, samt það þurfa fleiri breytingar að koma til og þingmenn og flokkar verða þá að sýna fólki að hægt verði að bera traust til þeirra.

Að mínu mati er þjóðin sjálf sem á að ráða. Nú er komið að þjóðinni að endurmeta stöðu sína. Hverjir koma til með að vilja kjósa þá sem stóðu með Icesave samningnum svo dæmi sé tekið? Þar sem 44 af 63 þingmönnum stóð á móti þjóðinni.

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 15:46

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Að minnsta kosti var hún lögð fram sem er þó ákveðið atriði. Ég er ekki sammála þér Pétur um nýja hægri stjórn en samt væri gott að fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi hrynja. Flottast væri að sá flokkur myndi klofna í afstöðu sinni gagnvart ESB!

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 15:49

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Það þyrfti jafnvel ekki að vera hægri framboð. Ég held að fólk sé þreyttara á Sjálfstæðisflokknum en skoðanakannarnir sýna og ég er sammála því það væri gott mál sjá flokkinn klofna.

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 16:06

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það verður þá boðað til Landsfundar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvað gerir Bjani Ben þá?

Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 16:57

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Pétur? Hvað mundir þú segja? Er vor í íslenskri pólitík eða er haust eða vetur enn?

Að mínu mati þá fer smám saman að hylla undir vorið. En til þess að það verði þá verðum við að sporna við þessu liði öllu. 

Þjóðin er valdið!

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 18:36

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vilhjálmur ætlar þú að mæta?

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 18:37

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Kosningar væru virkilega sterkur vorboði en það mun ríkja vetur í íslenskum stjórnmálum á meðan þessi stjórn situr. Nú eru hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fúlir út í Bjarna fyrir að hafa ekki haft samráð við sig út af vantrauststillögunni. Það var svo sem auðvitað að menn geta ekki sett fram vantrauststillögu með mannsæmandi hætti. Hvernig fer maður að því að bera vantrauststillögu á alþingi eins og það leggur sig?

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 18:57

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég reini það Guðni . 

Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 20:03

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já hvernig væri það að þjóðin leggi fram vantraust tillögu á alþingi eins og það leggur sig?

Er það ekki einmitt málið að fá fólk með í lið til að búa til vantrausttillögu á alþingi.

Hinsvegar erum við nýbúin að sýna alþingi að við treystum þeim ekki. Gerðum það með því að segja Nei við Icesave. Helgast það með því að 44 af 63 þingmönnum voru samþykkir frumvarpinu.

Þá vaknar upp sú spurning hvort hægt væri að ná fram vantrausti með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslum, í framtíðinni? 

Guðni Karl Harðarson, 12.4.2011 kl. 21:04

12 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Vantraust á alþingi má bera fram þannig að safnað yrði undirskriftum um að forseti leysi ríkisstjórn frá völdum og boði til kostninga - listinn afhentur forseta með ósk um fljóta afgreiðslu...........

ég man ekki hvað þarf mörg prósent kostningabærra aðila til að forseta sé skylt að gera þetta...........

Eyþór Örn Óskarsson, 13.4.2011 kl. 00:20

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eyþór, er þetta rétt hjá þér?

Getur þú athugað þetta mál sem og athugað hve mörg prósent þarf til að forseta sé skylt að gera þetta. 

Ég man ekki eftir þessu í stjórnarskránni?

Hvar er þetta?

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2011 kl. 01:30

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Því þá geng ég í málið!!!!!!!!!!!

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2011 kl. 01:31

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hinsvegar stendur í 24. gr.

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Svo stendur í 30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.

Samkvæmt þessu hefur Forsetinn fullt leyfi til að leysa Alþingi frá störfum og það stendur hvergi að hann þurfi að gera grein fyrir hversvegna.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2011 kl. 02:01

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og svo má hann eftir það gefa líka út bráðabirgðalög samkvæmt:

28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)

Aths mínar> á þessum sex vikum er mögulegt að það sé búið að kjósa á nýtt alþingi.

Sem sagt hann getur því byrjað á 24. gr. og svo unnið áfram frá 28. gr. og 30. gr. eins og að setja sérstök lög um hvenær kosið yrði.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2011 kl. 02:06

17 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það  væri hægt að búa till grunn á undirskriftalista til að fara með til forseta varðandi þetta. Eins og tildæmis vegna þess að það sé óleysanleg stjórnarkreppa.

Guðni Karl Harðarson, 13.4.2011 kl. 02:08

18 Smámynd: Pétur Harðarson

Alls ekki vitlaus hugmynd.

Pétur Harðarson, 14.4.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband