Velkominn til baka

Velkominn í Val Ingólfur. Það er öruggt að þú færð að spila leiki hjá félaginu en ekki bara hennt út í horn eða grafinn á bekkinn.

Þú mættir nú alveg segja upp umboðsmanni þínum. Ég set spurningarmerki við hann.

Það er vel skiljanlegt að ungir og efnilegir drengir vilji spila sem flesta leiki. Og auðvitað á að gefa ungum drengjum eins og þér tækifæri á að sanna sig.

Ég vona svo sannarlega að við Valsarar fáum að sjá til þín brillera á völlunum í sumar. Eigðu góða leiktíð.

 

 


mbl.is Ingólfur fór úr KR í Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Maður sem svíkur samning sinn (gildir til okt 2011) og talar mjög illa um lið sitt á netinu er ekki alvöru íþróttamaður í mínum huga. 18 ára unglingur getur ekki vænst þess að eiga öruggt sæti í einu af toppliðunum í dag.

Skarfurinn, 16.5.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vellti því fyrir mér hvort ég ætti að svara þér eða að loka á athugasemdir.

Ég veit ekki til þess að hann hafi svikið einn einasta samning! Menn ganga kaupum og sölum á þessum markaði sem var opinn! Og að sjálfsögðu hafa kr-ingar gefið honum leyfi að fara og sett hann á markaðinn því hann var óánægður. Sem og þeir verið óánægðir að hann hafi verið að tjá sig.

Varðandi að tala illa um lið sitt þá er alveg ljóst að hann var að vekja athygli á því að fá ekki að spila. Valdi þessa leið til þess. Hinsvegar mátti honum vera það ljóst að hann fengi ekki að spila meira með kr. eftir þetta. Ég get ekki séð að hann hafi neitt talað illa um félagið heldur varað við því að ungir og efnilegir drengir komi í kr. til að spila því þeir fái ekki að leika heldur sé þeim hent út í valinu. Enda hefur jú kr. á að skipa 2 til 3 mönnum í hverja stöðu.

Það var ekki staðið við þann samning sem hann var búinn að gera. Honum var lofað gulli og grænum skógum. Í stað þess fékk hann ekki að spila og lét það í ljós.

Það er enginn að tala um öruggt sæti. Aðeins að fá að spila og vera með í byrjunarliði. Gefa honum tækifæri eins og það á að gera. 

Gott lið er hæfileg blanda af ungum og efnilegum drengjum og þeim eldri og reyndari.

Svo óska ég ekki eftir fleiri athugasemdir um þetta því ég hef engan áhuga á að fara í rifrildi um þetta mál! Vona ég að það verði virt!

Guðni Karl Harðarson, 16.5.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband