Færsluflokkur: Fjármál
Miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Þetta væri allt öðruvísi
Og hvað er þessi endurskoðun því langt komin? Það kemur ekki fram í máli hennar hver þeirra eru komin lengra en önnur í endurskoðuninni.
Varðandi almenning í stjórn ("Okkar Ísland"):
Samkvæmt mínum útfæringum í "Okkar Ísland" ættu allir menn/konur í stjórn að hafa sömu laun enda ættu störf einhvers sérstaks forsætisráðherra ekki að vera neitt meiri en aðrir í aðalstjórn landsins. En í þessa aðalstjórn kæmi fólkið utan af svæðum, þ.e. svæðisþingum sem er inni í hringrás valdsins.
Hringrás samanber:
sveitarstjórn>svæðisþing>aðalþing>+ stjórn
Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. október 2009
Hvað gerist svo?
Hvað gerist ef ekki tekst að semja?
Hverjir falla, hverjir halla, hvað verður um þessa kalla...................?
Vonandi er að koma að því að þessi stjórn falli. Hverjir úr ríkisstjórn eru að vinna með aðilum þessara samtaka í málunum frá grunni? Ég bara spyr vegna þess að eins og málin eru alvarleg þá ætti aðili frá ríksstjórn alltaf að vera með heldur en það að samtökin leysi af sér til ríksstjórnar þegar að þeir eru tilbúnir með drög. Mér finnst að það þurfi að haga hlutum dálítið öðruvísi þegar að svona mikilvæg mál eru rædd sem skipta framtíð launafólks svo mikið.
Það er ömurlegt að hugsa til þess hvað lítið kemur út úr svona viðræðum og að launafólk þurfi alltaf að vera háð þessum herrum um kjör sín. Í stað þess mætti búa til öðruvísi aðstæður þar sem allar svona viðræður væru að mestu óþarfar! Einmitt vegna þess að Ísland yrði rekið sem fyrirtæki fyrir alla landsmenn og vinna slíks fyrirtækis yrði fyrir hag fólksins í landinu.
Burt með ruglið og gerum eitthvað fyrir alvöru!
Skoðið "Okkar Ísland" 1.04 og hugmyndir þar. Einnig síðustu bloggfærslu mína á undan þessari.
Ekkert bólar á yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. október 2009
Hættið þessu rugli!
Það þarf að byggja á endirskipulagningu meðalstórra og smárra fyrirtækja úti á svæðum landsins. Nú þarf að hætta þessu rugli og snúa við dæminu. Finna leiðir til að losna við þessi Álverskjaftæði.
Sjá einnig skrif mín um kjaramál hér fyrir neðan því ég hef misst tenginu í fréttirnar.
Veðja á réttan hest? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. október 2009
Stöðvum það þá á næsta stigi!
Eins og ég skrifaði í síðustu bloggfærslu á undan. Við verðum að gera allt til að stöðva framhaldið!
>Fyrsti hluti lánsins var 827 milljónir dala var greiddur út í nóvember á síðasta ári og afgangurinn átti að koma í átta jöfnum greiðslum, 155 milljónir dala hver.
Þetta er því greiðsla númer tvö. En ef hún gengur í gegn þá getum við samt stöðvað að sú næsta þar á eftir komi og neitað framhaldinu?!
reikn.
$ 827.000.000 +
$ 155.000.000 afgreitt í lok mánaðarins
==========
982.000.000 = því klárað
==========
allt:
827.000.000 +
775.000.000
==========
$ 1.602.000.000
==========
$ 775.000.000-
$ 155.000.000
==========
$ 620.000.000 sem á eftir að afgreiða.
==========
Rosaleg tala er þetta sem er verður þá eftir að afgreiða. 122x 620.000.000 = 75640000000 miðað við gengið í dag.
Lán AGS tilbúið í lok október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. október 2009
Burt með AGS lánið
Við þurfum að losna við þetta lán sem allra fyrst og gera allt sem við getum til að fá annað, öðruvísi lán frá öðru landi (fyrst og ef við endilega þurfum lán) eins og tildæmis að leita til Kanada eða austur á bóginn.
Gott væri að þingmenn utan stjórnar hamri á þessu hvar sem þeir geta á næstunni og finni leiðir til að setja ríkisstjórnina í vörn útaf málinu. Eitt af því sem var gott þegar að Framsóknarmennirnir leituðu til Noregs var sú staðreynd að þeir settu Jóhönnu og stjórnina úr jafnvægi og í vörn (heimf. bréf Jóhönnu). Nú þarf að nota tækifærið og setja þau áfram úr jafnvægi og í vörn.
lesið endilega síðustu færslu mína hér á undan (fyrir neðan)
Tilkynningar að vænta frá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2009
Ögmundur hættu bara alveg í þessari stjórn
Af er það sem áður var að vinnubrögðin sem voru viðhöfð voru ekki svona hörð. Ögmundur er meiri og væri enn meiri maður fyrir ef hefði sagt af sér af eigin forsendum sem ráðherra.
Ef honum hefði ekki verið stillt upp við vegg vegna Icesave hefði hann mjög sennilega ekki sagt af sér. Nú á ég bágt með að skilja hversvegna hann vill vinna áfram í stjórn sem notar svona þvingandi aðferðir.
Ég spyr bara! Hvað gerist við þær aðstæður ef fleiri ráðherrar myndu snúast í að fá sömu eða mjög svipaðar skoðanir út af Icesave? Ég sé þau fyrir mér segja fólki upp hverjum af öðrum. Hvað svo með alþingi og alþingismenn í þeirra flokkum?
Mér verður nú hugsað til þess hverju þið vitið blessunin litla, þingmaðurinn úr litlu hreyfingunni varð fyrir þegar að verið var að ræða um ESB. Satt best að segja spurði ég mig þá hvort ég ætti að trúa henni með svarta hárið eða henni með hvíta hárið?
Ögmundur: Var stillt upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. október 2009
Lausin er fundin - nýjar tillögur að "Okkar Ísland" hagkerfis grunnur
Snemma í næstu viku mun ég senda þessar hugmyndir sem koma hér fram á ríkisstjórn,verkalýðsforistu og fjölmiðla. Síðan verður hún við hið fyrsta tækifæri sett inn í "Okkar Ísland" skjalið. Því breytt og sett upp á nýtt sem 1.04
Pælingar um pælingar,,,,,,,,,,,,,,
Þegar að ég nefndi það á fimmtudag hér á bloggi mínu að ég ætlaði að vera hér með efnahagslegar pælingar þá ætlaði ég að fara mjög vandlega yfir þessi fjárlög og skoða hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Og ætlaði að vera með langan og vandlega unninn pistil þar um. En þá fór ég að hugsa málið í einrúmi. Ég tel mig nú hafa fundið aðra leið sem er í tengslum við viðsnúning á Lýðræðinu eins og getið er í "Okkar Ísland" skjalinu.
Ríkisstjórnir og fjárlögin,,,,,,,,,,,,,,
Ég hugsa með hrylling til þess að í hvert einasta sinn sem farið er í fjárlögin og þau stoppuð saman þá þurfi alltaf að grýpa til annaðhvort mikils niðurskurðar eða hækkandi skatta. Aðgerðir sem hafa alltaf svo sérstaklega mikil áhrif á öryrkja, eldri borgara og fólk í lægri tekjuflokkum. Alveg sama þó loforð hafi verið um hið gagnstæða. Nú sérstaklega erfitt vegna þess að álögur á hverja fjölskyldu mun vera yfir kr. 20.000 á mánuði. Nú sérstaklega vegna þess að í þessari kreppu sem er núna hefðu helst allar álögur átt að lenda á þeim settu þjóðina í þessa stöðu eða þá eingöngu sem eru með hæstu tekjurnar, sem lifa í flottum Einbýlishúsum og eiga Jeppa sem kosta yfir tug milljónir króna.
Spariföt Keisarans eða gömlu gatslitnu fötin?,,,,,,,,,,,,,,
Það er alveg ljóst að allur vandi ríkisstjórna að stoppa saman ríkisfjárlögin mun alltaf lenda í því sama aftur og aftur að stoppa í götin sem myndast. Fötin hljóta að eyðast og notast upp með tíð og tíma. Því enginn getur gengið alltaf í óslitnum sömu fötum. Að minnsta kosti ekki í því þjóðfélagi sem við lifum í dag.
Síðan mæta meðlimir þessara ríkisstjórna í sparifötunum í fjölmiðla fyrir alþjóð og reyna að fegra þær aðgerðir sem þær ætla að framkvæma. Eða að minnsta kosti að segja að annað hafi ekki verið hægt að gera. Fá fólk til að trúa á sig.
Það er alveg ljóst að allar ríkisstjórnir, sama með hvaða flokkum þær eru myndaðar hafa alltaf lent í þessum sama vítahring með fjárlögin, ár eftir ár. Á að skera niður? Á að hækka skatta? Á að gera sitt mikið af hverju?
Það er alveg ljóst að það eru engin efni fyrir því að hækka álögur á almenning og draga saman mánaðarlegu afkomu um rúmlega 20.000 krónur. Slíkt á ekki að vera hægt. Samt ætla þau að leyfa sér að gera það.
Nú skal finna aðrar leiðir,,,,,,,,,,,,,,
Hvernig væri nú fyrir alvöru að hugsa málin vandlega og finna aðrar leiðir þar sem hægt væri að losna út úr þessum vítahring? Losna við það að allar álögur lendi á þeim sem minnst mega sín. En er það hægt? Ég tel svo sannarlega vera hægt!
Við sem höfum bloggað hér um að það þurfi að breyta landinu og auka verðmætasköpun höfum lent í því að jafnvel fólk í ríkisstjórn skuli gera grín að okkur. Til þess get ég nefnt dæmi á fundi sem var í Iðnó í sumar þar sem sjálfur Steingrímur gerði grín að hugsuninni um verðmætasköpun og nefndi hana með háði á munn undir lok fundarinns.
Gallinn í þessu er sá að það er eins og kerfið sem við búum við í dag leyfi ekki það að verðmætasköpun geti haft svo mikil áhrif á afkomu landsins okkar. Heldur skuli taka lán og setja í bankana sem eiga svo að halda áfram að búa til þessa gervi peninga sem tíðkaðist hér á landi undanfarin ár. Svo dæmi sé tekið.
Gallinn er sá að stjórnmálamenn hugsa um verðmætasköpun innan þessa kerfis sem við búum við og gera sér alls ekki grein fyrir því að til þess að verðmætasköpunin virki á fullu þarf algjörlega að breyta kerfinutil að gera hana fullvirka.
En nú er kominn tími á að breyta til!
"Okkar Ísland" og efnahagstillögur þar,,,,,,,,,,,,,,
Þegar að ég setti saman skjalið mitt sem ég nefni "Okkar Ísland" þá var hugsun mín um fjármálin í því svo mikið inn í því fjármála og hagkerfi sem við búum við í dag. Ég gerði mér ekki nógu mikið grein fyrir því að í breyttu kerfi þarf algjörlega breyttar forsendur á afkomu Íslands.
"Okkar Ísland" er það stór breyting á stjórnarkerfi landsins að þar þarf að fylgja með nýtt og algjörlega öðruvísi hagkerfi. Ég áttaði mig ekki á þessari staðreynd og hélt að hægt væri að búa til eða setja saman hugmyndir um breytt kerfi með því hagkerfis fyrirkomulagi sem við búum við nú.
Í þá veru mætti nefna þær hugmyndir um efnahagslegar lausnir sem ég setti inn í skjal mitt fjölluðu dálítið um tollaálagningar og flakkarnir með þær á milli flokka á nokkra mánaða fresti. Einnig nefndi ég að hægt væri að leggja á vörugjald á suma flokka til að ná inn peningum í stað þess að setja á virðisaukaskatt. Ef komið er síðan að eins inn á þau mál þá var gallinn sá að ríkisstjórn valdi kolrangan tollflokk til að nota vörugjaldið á, eða þennan svokallaða sykurskatt. Aldrei ætti að ná inn peningum (sama hvort það eru smáaurar eða stórarfjárhæðir) með því að leggja skatta á matvæli. Heldur frekar á ónauðsynjavörur á krepputímum. Einnig nefndi ég í skjalinu að setja í gang ýmsa sjóði.
Þegar að ég fór yfir þessi mál þá sá ég að ég var inni í sömu krýsunni og allar stjórnir lenda í. Margt af því sem ég nefni í skjalinu er spurningarmerki um hversu mikla peninga væri hægt að ná í ríkiskassann. Það miklar spurningar að segja mætti að þó ég nefndi að margt smátt geri stórt, þá getur það tekið dálítinn tíma að ná inn stórum fúlgum til hagstjórnar á ríkisfjármálin. Sem sagt. Það hefði þurft að stoppa í götin eins og í því kerfi sem við búum við núna.
Ég áttaði mig þannig á smá göllum kerfisins og því vöknuðu þessar hugmyndir upp sem ég kem nánar inn á hér fyrir neðan í þessum pistli.
Grunnhugmyndir að nýju Hagkerfi innan "Okkar Ísland"
í "Okkar Ísland" er ekkert ríki í þeim skilningi sem orðið er notað
Í "Okkar Ísland" eru multitasked fyrirtæki innan hvers annars-stórar og smærri einingar
Eftir að hafa hugsað málið mjög vandlega þá sá ég að það þarf að losa sig við þessa hugsun að þurfi að vera þetta venjulega ríki og ríkisbákn. Einmitt vegna þess að það eru þegnanir sem starta hringrás kerfisins og kerfið endar á að fara eftir þörfum þeirra.
Eftir að hafa hugsað málið mjög vandlega þá sá ég einfaldlega að ríkið eru almenningur og fyrirtæki eru líka almenningur. Þannig er hægt að losa sig líka við hugtök eins og frjálshyggja því að í slíku kerfi er ríkið frjálst og þegnar þess líka. Einmitt vegna þess að ákvarðanataka er hafin hjá sjálfum þegnunum.
Tilangur þessa er því að losa sig við þessi hugtök og losa sig út úr öllum hömlum vegna þeirra. Trúa því að það sé almenningur sá sem býr í landinu sé sá sem tekur ákvarðanir vegna eigin hags og hag heildarinnar.
Fjárhagslegs mál innan slíks kerfis þarf að byggja á því allir þegnar þess geti notið afrakstur þess. Þannig er landið ein heild og fólkið innan þess. Þannig funkera og smærri fyrirtækin innan landsins og tengjast inn í allt heila batteríið.
Það sem við gerum - grunnurinn,,,,,,,,,,,,,,
Fyrst þarf því að taka burt það sem heitir, ríki, ríkissjóður og fjárlög. Landið þarf að eiga sjóðinn. Því þarf að reka Ísland sem heildarfyrirtæki með smærri einingum innan þess.
Landssjóður
1. Setja í gang Íslandsfyrirtæki sem rekur Ísland
2. Setja í gang smærri fyrirtæki út um allt land og tengja þau sem og þau sem eru fyrir
3. Setja í gang markvissa verðmætasköpun út um allt land á svæðunum (fjórðungunum í "Okkar Ísland"
4. Smærri fyrirtækin hagnist af þeirri sköpun og einnig almenningur sem vinnur hjá þeim
5. Íslandsfyrirtækið hagnast líka á þeirri verðmætasköpun
1.
Íslandsfyrirtækið hefur sinn eigin heildar Höfuðstól sem byggir á verðmætum jafnt krónuverðmætum sem og önnur fjárverðmætum eins og gjaldmiðlum annara ríkja. Inn í þennan Höfuðstól tengist starfsemi fólksins í landinu og starfsemi smærri fyrirtækja.
a) krónuvermætasköpun
Þegar að erlent fyrirtæki ætlar að kaupa vörur af íslensku fyrirtæki þá leiti það í Landssjóðinn með kaupum á vörunni með því fyrst að kaupa Krónur. Þannig ef erlent fyrirtæki vill kaupa 2000 stykki af Kexi frá íslenskri kexverksmiðju þá kaupir það krónur (það má orða þetta þannig að kaupa verið sé réttinn að vörunni) í stað að þess að kaupa vöruna beint. Fær svo afhenta vöruna af Vöruhóteli Landssjóðs sem fyrirtækið er aðili að.
Inn í Landssjóð koma íslensk fyrirtæki með vörutilboð sín inn í sem einsskonar Vöruhótel sem væri hugsanlega staðsett á öðrum stað en Landssjóður sjálfur. Hvort sem fyrirtækið hafi vöruna á eigin lager eða lager Landssjóðs.
Þannig myndast mjög góð undirstaða undir krónuna og hún styrkist mjög mikið. Þannig er Höfuðstóll Landssjóðs hugsaður að nýta vermætasköpunina meðfram kaupum á krónunni í miklu magni.
2.
Smærri fyrirtækin úti í landsfjórðungunum eru hugsuð sem verðmætaskapandi með því að nýta mannafla (mannauð) og aðrar auðlindir sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Mynda skal samtengsl smærri fyrirtækjanna inn í heildarfyrirtæki landsins sem er Landssjóður. Þannig væri hagnaður Landssjóðs sem (mætti hugsa sér prósentu) partur af hagnaði fyrirtækisins.
3.
Verðmætasköpunin er hugsuð sem auðveldust innan smærri eininga eins og hvern landsfjórðung fyrir sig. Í nálægð við íbúana er auðveldara að búa til og setja í gang tækifæri sem nýtast öllum þegnum fjórðungsins. Hugsunin er sú (eins og er þegar nefnt í "Okkar Ísland" 1.03) að hver fjórðungur haldi utan um og sjái um aukningu verðmæta um 3 til 5% árlega fyrir hagsæld Íslands. Þannig hagnist Landssjóður um 15 til 25% árlega á sölu verðmæta og væri það hægt að nota til að gera Hagvöxt á Íslandi.
4.
Smærri fyrirtækin selji vöru sína erlendis til sem og innanlands. Þeir sem vinni hjá fyrirtækinu njóti hagnaðarins með launum sem og vinnuframlagi. (sjá nánari útfærslu í "Okkar Ísland")
5.
Öll viðskipti smærri fyrirtækjanna vegna sölu erlendis ganga í gegnum Landssjóðinn. Þannig hagnast sjóðurinn af beinum viðskiptum við fyrirtækin frekar enn að skattleggja þau!
Einnig hagnast Landssjóður á gjaldeyrisviðskiptum (sjá hér fyrir neðan).
Kaup á Gjaldeyri,,,,,,,,,,,,,,
Segjum að ég ætli að fara í ferð erlendis, tildæmis til Bandaríkjanna. Ferðin kostar að ég þarf 200.000 krónur í Gjaldeyri. Í stað þess að fara beint í bankann þá fer ég í Landssjóðinn með mínar krónur og kaupi aðgang að krónupappír sem gefur aðgang að Dollurum. Þar að segja, ég kaupi krónur af Landssjóð og fer með pappíra sem ég fæ í sjóðnum þar sem segir til um kaupin, gjaldmiðil og verðmæti kaupanna. Fer með þennan pappír til næsta banka og hann kaupir af mér pappírinn og borgar mér í gjaldmiðli (þessu tilfelli krónur).
Nú á Bankinn verðmæti í krónunum sem hann heldur hjá sér í einhvern tíma vegna þess að krónan hækkar í verði vegna allra annnara viðskipta í Landssjóðnum. Verslar síðan með krónurnar.
Gjaldeyrir - innflutningur á vörum,,,,,,,,,,,,,,
Ég rek fyrirtæki og ætla að flytja inn vörur frá Bandaríkunum. Auðvelt. Ég fer á sama hátt og kaupi krónubréf og fer með í Bankann sem kaupir af mér krónurnar og skiptir í Dollara.
Með þessum aðferðum má stórlega gera krónuna okkar miklu öflugri og það á ekkert svo löngum tíma!
Hér er ég að kom með grunnhugsun á öðruvísi Hagkerfi sem vel væri hægt að úthugsa enn frekar og Hagfræðingar gætu útfært kerfið og búið til raunverlegt kerfi í kringum grunnhugmyndina!
Tilgangurinn með þessu er meðal annars sá að búa til kerfi sem nýtist fólki beint. Þar að segja að snúa þessu við þannig að vinnuaflið í landinu njóti hagnaðar að sífellt stærri Höfuðstóls Landsjóðs. Í stað þess að allar aðgerðir í fjárlögum séu alltaf markandi á þann hátt að hafa mikil tekjutaps áhrif á vinnandi fólki í þessu landi sem og öryrkjum og öldruðum.
Að Fjárlög landins sé landsins fjársjóður (í fjársjóðsmerkingu) sem almenningur hagnist á í stað þess að tapa alltaf stórlega á í hvert sinn að fjárlög eru gerð.
Varðandi Icesave og önnur lán,,,,,,,,,,,,,,
Það sem ríkisstjórn er að gera með taka lán og henda 200 milljörðum í Bankanna er stórhættulegt einmitt vegna þess að í þau stóru götum sem bankarnir eru núna þá er svo mikil hætta á að ekki sé hægt að stoppa í þau göt svo auðveldlega því að þegar að búið er að stoppa í á einhverjum stað í gatinu þá verður bara til slit á hinum enda gatsins.
Ég á við það hversu gjörsamlega óábyrgt það er af ríksstjórn að henda peningum af láni í banka sem ekki er búð að klára endurskipulagningu í. Og einnig sú staðreynd að enn eru stór göt að stoppa í sem mjög erfitt er að framkvæma vegna þess að innan bankana er enn svo mikill gerningur á að búa til fé úr engu. Með allskonar aðgerðum sem verið er að nota. Það er engin trygging gegn því að fyrrum hærra settir starfsmenn sem voru í gömlu bönkunum og voru endurráðnir í þá nýju, noti sér ekki aðstöðu sína til að halda áfram þeim leik sem tíðkaðist í þeim gömlu.
Ég er með þessu að segja að það þarf að passa sig á að þessir peningar hverfi ekki bara og verði að engu vegna þess að einhverjir geti leikið sér með þá.
Hér á landi gengur dálítið sú hugsun að borga lán sé alltaf tapað fé. Það þarf ekki endilega að vera svo! Einmitt vegna þess að það má nýta tíma lánsins til fjármyndunar (gearing) þangað til að komið er að afborgunum af því.
Varðandi Icesave og önnur lán þá mætti hugsa sér að settur væri í gang sérstakur banki þar sem allt lánsfé fer í þangað til að þarf að nota það. Ég er þannig að leggja til að taka öll lán út og færa til hliðar til að búa til tryggingu á að lánin hafi sem minnst áhrif á hið nýja Hagkerfi. Þannig mætti setja allt lánsfé inn í slíkan banka.
Síðan þarf að breyta þeirri hugsun dálítið að öll lán séu tapað fé því vel er hægt að nota sér peninga af láni til að búa til verðmæti með þessum löglegu bankaviðskiptum á mörkuðum sem tíðkast í heiminum. Að gera slíkt á meðan að verið er að bíða eftir því að þurfa að greiða næstu greiðslu af láninu. En slíkar aðgerðir þarf auðvitað sérfræðinga til.
Hækkun þjónustugjalda óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 1. október 2009
Ég mun skrifa
Ég mun verða með efnahagspælingar á bloggi mínu sem verður birt næstu daga. Mun þessi fjárlög verða skoðuð eins og ég get og mun ég koma með hugmyndir og tillögur að breytingum á hagkerfisformi.
Hugmyndir eru skoðanaverðar þó ef ekki væri nema ef vekja til umhugsunar.
******
Lesið einnig smá skondnar Austurvalla fregnir á bloggi mínu.
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Trilljón $ Platpeningar
Daglega fæ ég í net-pósthólfið mitt skilaboð og allskonar upplýsingaefni um fjármál og fjármálamarkaði eins og hlutabréfamarkaði og gengisstöðu töflur með upplýsingum um gengi. Þetta geri ég til að geta fylgst dálítið með þessum málum eins og tildæmis breytingum á gengi milli daga á erlendum Forex mörkuðum osfrv. En ég hef dálitla þekkingu á gengishreyfingum með því að hafa notað Forex gengis simulator um gengishreyfingar eftir línuritum svo dæmi sé tekið.
Í gær fékk ég eitt bréf sem í segir að Bandaríkjamenn ætli sér að fara að dæla (og prenta út?) risastóra summu af gervi dollurum út í Bandaríska fjárkerfið. Við það vöknuðu upp spurningar um hvaða áhrif þetta gæti haft á aðra fjármálamarkaði í heiminum, eins og tildæmis Evrópu svo dæmi sé tekið.
Hér er bréfið sem ég fékk:
Dear Investor,
It's starting to look like the Fed's going to need a skyscraper-full of new printing presses ...
In a statement released Thursday, the Federal Reserve said,
"To provide support to mortgage lending and housing markets, and to improve overall conditions in private credit markets, the Federal Reserve will purchase a total of $1.25 trillion of agency mortgage-backed securities and up to $200 billion of agency debt."
That's a total of $1.45 trillion! Where's the Fed going to get the money? Simple: They'll have to PRINT it -- create it out of thin air!
Plus, even former Fed Chairman Alan Greenspan is beginning to panic about the dollar's decline, warning that total U.S. private and public debt -- now at 84% of GDP and still soaring -- is "very dangerous" and threatens both long-term Treasuries and the dollar.
******Í því framhaldi væri gott að fá bloggara hér inn á blogg mitt til að ræða þessi mál. Gott væri að fá þá sem hefði einhvert vit á þessum málum og kæmi með athugasemdir hvað gæti gerst. Ég hef ýmislegar hugmyndir þar um sem ég hef ekki tíma til að fara nákvæmt í.
Það vakna upp ýmsar spurningar eins og tildæmis: hvort er betra fyrir íslenska ríkið að taka lán eða prenta út peninga tímabundið til að styrkja krónuna og mæta því síðan með öðrum innanlands aðgerðum? Mér finnst þetta spurning um hugsanlega leið sem þarf að svara hvort væri möguleg að hluta til meðfram öðrum aðgerðum á móti (ath. ég er ekki að mæla með þessu heldur aðeins að gera tilraun til að skoða málið frá ýmsum sjónarhornum og fá comment um það). Eftir að vera að lesa greinar í erlendum fjármálablöðum þá hef ég tekið eftir því að ekki er mælt með því að þjóðir séu að prenta út peninga innan stórra samfélaga eins og ESB. Einmitt hversu áhrif það getur haft á síðari tíma með þá 1. þessa tilteknu þjóð og 2. heildar samfélagið.
Í því sambandi velti ég því fyrir mér hvort það sé eins erfitt fyrir smá þjóð að prenta út pínulítið af peningum, einmitt af því að hún er ekki í þessu svokallaða stór samfélagi eins og ESB og stórmarkaðir innan þess, eins og Sænska markaðinn, Þýska og Enska svo dæmi sé tekið.
Þetta eru nú bara svona vangaveltur sem áhugavert væri að fá samskipti um í athugasemdum hér á bloggi mínu.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Vel skiljanlegt
Ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til þátttöku í greiðsluverkfalli. Því ef staðið er saman þá neiðast stjórnvöld og lánastofnanir að koma nú fyrir alvöru koma að borðinu með samtökum Heimilanna til að ræða þessi mál og fá einhverjar alvöru úrlausnir.
Í stað þess að vera alltaf að mótmæla góðu málefni eins og sumir bloggarar gera þá vil ég nota tækifærið og leggja eitthvað til málanna ef ég get.
Það er ýmis mál sem ekki hefur á neinn hátt verið tekið á. Tildæmis er ég að hugsa um þessi aukagjöld á öllu. Nefna má síðan að ef skuldbreyta þarf láni þarf lántakandi að borga bankanum sérstakt gjald fyrir að breyta láni. Best væri að bankar bjóði fólki að skuldbreyta með tilfæringum á lánum milli mánuða eins og breyta höfuðstól. Tildæmis mætti hugsa sér að fólk gæti fengið tækifæri að breyta láni 3 til 5 sinnum í mestu erfiðleikunum á tímabili lánsins.
Ég er síðan dálítið á þeim skoðunum að fólk sem á í erfiðleikum verði að koma til ráðgjafa sem vinnur með því að halda utan um skuldirnar og passa upp á að þær fari ekki í mínus. Ég er að tala um að búa til stöðublað tekna og skulda eins og gert er vanalega, en með annari hugsun að baki eins og þá að fá aðstoð við að halda fjármálunum innan marka þegar að breytingar verða sem hafa áhrif á stöðu mála.
Síðan fólk hugsar sér og þarf að taka lán tildæmis vegna óvæntra aukagjalda eins og dæmi að þvottavél verði ónýt eða bílinn bilar. Í stað þess að mæta beint í búðina eða á verkstæðið og kaupa vélina eða borgar fyrir viðgerð, þá mæta fyrst til ráðgjafa sem gefur ráð um hvað skal gera og til hvaða lánastofnana skuli leita. Og hvernig bregðast eigi við svona aukaútgjöldum. Og jafnvel aðstoðar persónuna við að fá lánið. Þá 1. mætir viðeigandi persóna með stöðublað til ráðgjafans til að meta stöðuna og 2. fer í bankann sinn (eða staðinn sem ráðgjafinn gefur) og sækir um lán, mætir með stöðublað til þess eftir að hafa fengið undirskrifaða ráðgjöf frá persónulegum ráðgjafa þar sem tekið er fram ráðlegging og um hvað málið snýst.
Ég skrifa um þetta vegna þess að þeir sem eiga í erfiðleikum eiga kost á að fara til rágjafastofu heimilanna og fá ráðgjöf. Síðan eftir að búið er að fá þessa ráðgjöf þá lendir fólk alltaf í sömu erfiðleikum áfram með að standa undir þeirri ráðgjöf sem gefin er, einmitt vegna þess að það vantar að taka inn það hversu þjóðfélagið og greiðslustaða fólks breytist ört og gerir fólki alltaf erfiðara að halda utan um mál sín og halda sér innan þeirra marka sem laun þeirra segja til um, að vera ekki í mínus í hverjum mánuði. Mínus sem ört stækkar bara á milli mánaða.
Ég legg til að þeim sem sækjast eftir og eiga í erfiðleikum verði boðið upp á persónulegum ráðgjöfum sem haldi utan um stöðuna og passi upp á fjármálin. Slíkur ráðgjafi yrði ekki ráðgjafi frá banka.
Ég er þá ekki að tala um þetta venjulega stöðumat og það sem er framkvæmt þegar mætt er til ráðgjafa hjá ráðgjafaþjónustu heimilanna.
Það eru alveg fullt af alvöru aðgerðum sem hægt væri að framkvæma til að laga stöðuna.
Ekki hætt við greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)