Færsluflokkur: Mannréttindi

Froskasjónir - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?

* Hugleiðingar um gagnrýni *

Hafið þið tekið eftir því hversu mikið við margir bloggarar notum orðið fyrstu persónu í bloggfærslum okkar? Þegar að ég var ung-unglingur var mér kennt að ef ég væri að skrifa eitthvað þá ætti að nota þriðju persónu. Jafnvel verður maður var við að fréttamenn noti fyrstu persónu í sínum skrifum.

En hversvegna nota ég oft fyrstu persónu? Það er hlýtur að vera í tengslum við það að ég er óánægður með eitthvað. Í tengslum við gagnrýni mína. Það eru síðan svo margar spurningar sem koma upp í hugann varðandi þetta. Eins og tildæmis þessar;

fer ég offari í gagnrýni minni?

er ég óvæginn?

á gagnrýni mín rétt á sér?

hversvegna er ég oft neikvæður?

er ég með stólpakjaft?

nota ég ljótt orðbragð?

beinist gagnrýni mín oft að einhverri sérstakri persónu?

tengist gagnrýni mín oft á málefnum sem ganga úti í þjóðfélaginu?

 

* Mannleg reisn *

Ég hlýt sem hugsandi maður að velta því fyrir mér hversvegna bloggfærslur mínar  snúast mikið um gagnrýni á stjórnmálamenn og þjóðmálin. Hvort hún eigi rétt á sér?

Það er nú svo á undanförnum árum, eða hart nær undantekningalaust koma forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar í ríkistjórn, með lofræður um hvað þau hafi nú gert allt rétt og hversu allt sé nú gott sem þeir hafa gert. Og virðist þá alveg sama hvernig gengið hefur.  Það fer svo lítið fyrir hinu sem hefur mistekist því þeir eiga að vera einhverskonar Guðir í augum almennings. Þannig hefur það tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi hafa yfirleitt upphafið sjálfa sig í hástert og látið í skýna eigið ágæti. Hinsvegar er miklu síður vart við að þeir nefni eigin mistök að eigin frumkvæði. Heldur frekar viðurkennt þau einstaka sinnum með semingi þó ef gengið er á þá með sönnunum.

Nú velti ég því fyrir mér hvort að blogg mitt snúist nær eingöngu um gagnrýni á þessa stjórnmálamenn? Og hvort ég sé þessi neikvæði kaldhæðni fáviti sem sér ljótt við allt sem er gert. Sama hversu gott "eða vont?" það er. Eða getur það verið að ég sé kannski að koma skoðunum mínum á framfæri? Eða geta fávitar beitt fyrir sér kaldhæðni?

Hversvegna er ég þá í bjeskotunum að gagnrýna Jóhönnu og ríkistjórnina? Það hlýtur að vera í eðlana hljóðan að ég sé mikið óánægður með verk þeirra. Kannski er það nú svo að maður eins og ég í lægri stéttar launaflokki hafi það nú ekki svo gott eins og Jóhanna og co. vill vera láta. Eins og staða svo margra annara í þjóðfélaginu er. Þó margir hafi það eflaust verr en ég, eins og ég hef orðið svo ótvírætt var við í tengslum við afskipti mín af þjóðmálum og pólitík og samtölum við hina og þessa sem ég hitti tildæmis á vinnustað mínum.

Ég skil því ekki þetta lofræðufólk sem oft hvergi getur séð hvernig raunverulegt ástandið er í þjóðfélaginu. Mér finnst oft það vera úr tengslum við raunveruleikann. 

Það er nú einu sinni svo að ég sem gagnrýni mikið verk þessar ríkistjórnar, tel mig alveg hafa fulla ástæðu til þess. Kannski spilar líka lífsreynsla sjálfs míns þar inn í, þó ég sé sem sjálfur enginn Engill hafi gert mín mistök eins og sjálfsagt flest annað fólk. Ég er jú bara mannlegur.

Það eru í mínum huga ótal verk sem þessi ríkistjórn hefur mistekist að gera. Gæti ég nefnt þar ótal atriði og fæ hvergi séð að sú gagnrýni mín sé á neinn hátt ómakleg. Ég hef nokkuð mikið nefnt það í bloggfærslum mínum. Eins og tildæmis með öfuga forgangsröðun ríkistjórnarinnar og hvernig staða heimilanna er. Bæði gagnvart íbúðareigendum og skuldastöðu. Sem og þetta sífellda tal um mörg þúsund störf sem maður verður svo ekki var við.  Síðan verður maður oft var við sannar tölur sem berast um ástandið og eru þvert á við lofræðutugguna. Eins og tildæmis um fleiri fjölskyldur sem lenda í gjaldþrota málum. 

Í alvöru talað þá hef ég þá staðföstu skoðun að Jóhanna hafi gleymt því fólki sem hefur það ekki svo gott í þjóðfélaginu. Hún er alls ekki þessi kona sem ég hélt einu sinni að hún væri. Hún og ríkistjórnin beinir sjónum sínum á að bjarga þeim sem eiga enga björgun skilið. Og hafa þau verk yfirleitt gengið fyrir. 

* Froskasjónir *

Ég held að fólk sem vinnur við stjórnmál þurfi dálítið að geta litið í eigin barm. Þeir mættu alveg geta komið að fyrra bragði og sagt að það hafi gert eitthvað ekki rétt og sýna vilja til að vinna með fólki til að leiðrétta mistök sín. Það þarf ekki að vera svo að viðurkenning mistaka sé eingöngu vegna þess að það sé gengið á það.

Augu okkar almennings á stjórnmálamenn eru mjög oft  mjög gagnrýnin á verk þeirra. Og það er mjög oft vegna þess að verk þeirra eru ekki eins og þau sjá það sjálf. Í lang flestum tilfellum á þessi gagnrýni rétt á sér. Sérstaklega vegna þess hvernig fólk í mið og lægri stöðum hefur það. Þó innan um sé fólk sem gagnrýnir stundum eingöngu vegna þess að það er á móti ríkistjórn og persónum þess, eingöngu vegna þess að stjórmálaskoðanir þess passa ekki saman við þeirra eigin. Að því leiti má kannski segja að sú gagnrýni sé stundum ómakleg.

Varðandi mína gagnrýni þá skal það segja að ég tilheyri ekki neinum flokki eða stefnuflokks. Og er því alveg laus við að gagnrýna vegna vinstri-mið eða hægri stefnuskoðana.

Jóhanna er því enginn Engill í mínum augum, né Prinsessa á álögum. Og ég mun því ekki koma til að kissa hana vegna þess mér líkar svo vel við það sem hún gerir. Þó hún kannski haldi að hún sé þessi Prinsessa hafin yfir alla gagnrýni og hafi þessa "Froskasýn"

 

 Er orðið "Froskasjónir" kannski nýyrði?


Bretanir auglýsa fund með tillögur breytinga á Bankakerfi

Sá þessa grein á Internetinu og að samtök um "nýja fjármálastefnu" þar eru að auglýsa fund um bankamál þann 29. okt.

Ég velti því fyrir mér hvort hér séu kannski að hluta til atriði sem væru fyrir okkur íslendinga að skoða?:

A few simple changes to the banking system can stop the banks from blowing up the economy again in the future, and mean that we’ll never have to bail out another toxic bank. We can also remove banks' power to create money, and use that privilege responsibly for the benefit of society and the economy as a whole.

Here are the three changes we urgently need to make:

1. Make banks ask our permission before they gamble with our money

Banks would need to offer two types of account. Firstly, a ‘bombproof’ safe account where you can keep your money. The bank won’t lend this money, so it will be available whenever you need it and can’t ever be lost or gambled away. The other type of account is an ‘Investment Account’, where you actually ask the bank to invest the money so that you can earn some interest. You’ll have to tell them how long you want to invest the money for, and you'd accept that there would be some risk taken with your money. This means that we get the choice of keeping our money 100% safe, or placing it at risk in return for interest. This is a simple change, but the knock-on consequences mean that we would never need to bail out another toxic bank, and the banks would have less money to pump into dangerous bubbles and toxic derivatives, making it less likely that they’ll blow up the economy.

2. Banks should tell us how they'll use our money

Obviously most people don’t want to know every house or business that their money has been invested in, but we should know if the bank will be using our money to invest in something socially useful, or something socially harmful. Then, those of us who don’t want to fund, for example, the arms industry, destruction of the Canadian countryside (thank you, RBS), or who don’t want their money to be used to bet on the prices of food in the third world, driving them up and causing people to starve, can ‘opt out’ of doing so. This again would limit what banks can do with our money, so that they couldn’t take your life savings and gamble them on financial markets unless you’d actually agreed to take some of that risk by putting your money into your banks’ ‘Toxic Derivatives Savings Account’.

3. We should remove the bankers’ licence to ‘print’ money and use any newly-created money for public benefit.

Bankers simply can’t be trusted to control the amount of money in the economy - they always have the incentive (bonuses, commissions, promotion) to create as much new money by lending as possible, with the consequences that we’ve seen over the last few years.

But we can’t trust politicians either, we might all end up with £1000 cheques the day before an election, but this would come at the expense of the damage it would do to our businesses in the economy through the inflation it would cause.

Instead, we need to take this power away from them, and give it to an independent, accountable and transparent body, such as the Monetary Policy Committee at the Bank of England. This body could then create money only as long as prices were stable. If house and food prices started rocketing like they did before the crisis, then they would have to stop creating money until prices had stabilised again. This is the opposite of what happens when the banks control the money supply, and would mean that we could have an extra £30 billion to spend on schools, roads, and hospitals, never have to bail out a bank again, and have a better economy to do business in!

Check out our detailed proposals, designed by ourselves in conjunction with The New Economics Foundation and banking expert Professor Richard Werner of Southampton University.


Höfum náð árangri

Höfum náð árangri í að setja þjófélagið í hræðilega stöðu þar sem heimili eftir heimili lenda í varanlegri skuldastöðu. Þar sem við tókum okkur til að bjarga þeim sem settu allt á hausinn. 

Höfum náð árangri í að fá almenning á móti okkur. 

Höfum náð árangri í að skuldir heimilanna hafa stóraukist og við höfum ekki staðið okkur í að vinna með fólki heldur farið eigin leiðir þar sem svör okkar hafa verið á þann veg,,,,að þetta sé ekki hægt því,,,,,,,,osfrv.

Höfum náð árangri í að færa þeim sem hafa peningavöldin, enn meiri völd á kosnað þeirra sem við hefðum átt að snúa okkur að í að hjálpa.

Höfum náð árangri í að svíkja þjóðina með þing þrýsingi í ESB aðlögunarferli.

Það sem okkur hefur þó ekki tekist er að gera alvöru í því að standa nú við þau þúsundir starfa sem lofuð voru í fyrra og eru aftur lofuð núna í okkar fögrunarpakka.

Það sem við höfum hvorki þor né dug til að endurskoða gjörsamlega fjármálakerfi Íslands, með það fyrir augum að snúa við blaðinu með nýju kerfi því það er svo mikil hætta á að við lendum í sömu stöðu og í byrjun kreppunnar og markaðir í Evrópu sem og annarsstaðar eru mjög áhættusamir. Þar sem augljóst er að áhrif erlendrar fjármálastefnu mun verða stórhættuleg Íslandi vegna falls markaða.

Því miður þurfum við að vera hrædd um enn aðra kreppu og hverja verjum við þá enn og aftur nema vini okkar góða í peningakerfinu.

Þar sem okkur hefur ekki tekist er að vinna fyrir alvöru með því fólki sem á í mestum vanda í þjóðfélaginu. 

Og svo mætti lengi telja..............


mbl.is Höfum náð árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúp en ekki nógu djúp?

Það er nokkuð til í þessu sem Lilja segir. Hinsvegar er alveg gjörsamlega ómögulegt að segja með nokkri vissu hvað gengur á í Baðherbergjum stjórnmálaflokkana. Það má tildæmis spyrja sig hvort orð formanns Sjálfstæðisflokksins hér fyrr í mánuðinum um að það þyrfti að taka til umræðu á alþingi að draga til baka og hætta viðræður um inngöngu hafi líka haft eitthvað að segja um úrsögn Guðmundar og co.? Meðfram því sem er sagt og öllu hinu sem ekki kemur fram.

En alltaf kemur betur og betur í ljós baktjaldamakkið hjá flokkunum, sem er endalaus farsi valdbaráttunnar á Íslandi. Það er bara spurningin hversu mikið þau hafi baðað sig áður en brot af öllu er borið út í fréttir fyrir almenning að sjá.

Aldrei að vita hvað er í gangi akkúrat núna þessa stundina.

Hvernig koma þau undirbúin til þingsetunnar? Vel böðuð?


mbl.is „Lengra er í kosningar en margur hélt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gervivöxtur

Hversvegna er (oft pínulítill) Hagvöxtur þjóða oft í öfugu hlutfalli við skuldir þeirra, þegar að þjóð eða ríki á í erfiðri skuldastöðu?

Það er vegna þess að það er verið að reyna að fjármagna neyslu með lántökum. Að reyna að setja í gang aukna neyslu. Sjáið tildæmis í Bandaríkjunum sem undanfarin ár hafa tekið lán eftir lán til að fjármagna peningakerfið. Sem og setja í það endalausa "blank slate" tékka sem engin verðmæti eru á bakvið né inneign eru fyrir. Má þar tildæmis nefna útgefin ríkisskuldabréf sem seðlabanki þjóða eða ríkja kaupa af ríkissjóði og veita útí hagkerfið. Svipað og Evrópuþjóðinar eru að fara að reyna með skuldabréfaútgáfu sem nefnd hefur verið í fréttum.

Svo gerist það að þessar þjóðir geta ekki lengur aukið skuldirnar vegna þess að þeir hafa ekki efni á að borga meira úr ríkissjóði (vegna allra skuldana). Né efni á að gefa út fleiri skuldabréf. Hvað gerist þá? Þá hrynja markaðir og peningakerfið riðlast. 

Hvaða ráða er þá gripið til? Sumir vilja auka skattana, segjast ætla að gera það með því að hækka skatta á hærri launaflokka. En aðrir vilja auka niðurskurð.

En báðar aðferðirnar munu þó hafa slæm áhrif á hagkerfið og hafa mjög slæm áhrif á kjör þeirra lægri og lægstlaunuðu. Fyrri aðferðin leiðir til hækkunar vöruverðs og ýmissa gjalda. Þannig mun skattur á hærri launaða einstaklinga (sem eru tildæmis í rekstri) í reynd leiða til hækkandi verðlags. Seinni aðferðin mun leiða til þess að venjuleg þjónusta dregst saman og leiðir oft til aukinnar verðálagningar á þjónustuna. Þar að segja að um leið og þjónusta dregst saman eykst gjaldtaka fyrir þjónustuna sem stendur eftir. Ekki öfugt.

Síðan gerist það að þjóð getur ekki lengur fjármagnað það að setja í gang aukna neyslu með því að taka fleiri lán. Þjóðin eða ríkið er í reynd gjaldþrota. Þannig hefur gerst með Ísland og þannig er að gerast með Bandaríkin. 

Allar aðgerðir til að reyna að bjarga hruni markaða og fjármálakerfa mun þannig mistakast, nema að eitthvað kraftaverk gerist. 

 Hverjir hagnast?  Þeir sem eru efnaðastir munu ávallt hagnast. Jafnvel á hruni markaða og vegna þess að þeir taka í reynd við peningum frá þeim þjóðum sem skulda mest. Þetta eru afætur heimsins sem nota sér allar þær aðstæður sem myndast til að hagnast á þeim. Topparnir sem hinir sem stjórna og hafa valdið langar til að vera með og skríða fyrir.

Hvað eiga þjóðir að gera? Auka neyslu? Draga saman?

NEI! Þær eiga að kyppa snarlega Hagkerfinu úr sambandi og byrja upp á nýtt á nýjum forsendum. Þeim sem lægri og miðstéttir geta hagnast á. En sú stefna byggist á deilingu þjóðkerfa niður á smærri einingar og byggja afkomukerfið á framleiðslu þegnana og verðmætasköpun. Ekki aukinni neyslu, eða auknum sköttum, eða draga saman innan sama hagkerfis.

 

 

 


mbl.is Minni hagvöxtur á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það kannski bara þjóðin?

Er það Framsókn? Er það Sjálfstæðisflokkurinn?

Eða er það kannski bara þjóðin?

Að sjálfsögðu hafi átt að vera búið að slíta þessar viðræður fyrir löngu síðan! Þessari aðför Sf að þjóðinni.

Það er þó ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem mun leiða baráttuna gegn aðild, heldur þjóðin sjálf. Þegar að viðræður á þingi munu hefjast í haust um þetta mikilvæga málefni mun þjóðin sjálf hafa sitt að segja hver niðurstaðan verður. Að sjálfögðu verða þeir flokkar á þingi sem vilja slíta viðræður að leita til þjóðarinnar til stuðnings. Að sjálfsögðu mun þjóðin hafa sitt að segja og krefjast þess að fulltrúar þeirra muni taka ákvörðun um framhaldið samkvæmt vilja fólksins en ekki flokka!

Fyrr í sumar gekk einn ágætur andstæðingur ESB úr VG í framsóknarflokkinn. Að sögn m.a. að hann taldi að framsókn muni leiða baráttuna gegn aðild að ESB.

Hverjir hafa rétt fyrir sér þjóðin eða flokkar?

Ég lít svo sterklega á að ef andstæðingar ESB aðildar tökum höndum saman hvar í flokki sem er og án þess að hugsa til flokka þá munum við fá tækifæri til að búa þjóðina undir betri framtíð saman.

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn, eða VG eða hinir eru þjóðin.


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er til fyrirmyndar þá bý ég í helv...

Taka Ísland sér til fyrirmyndar? Hvar hefur þessi maður verið?

Ég veit ekki betur en að eitt það fyrsta sem ríkistjórnin gerði við hrunið var að bjarga bönkunum og voru fljótir að því. En almenningur sem hafði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna hrunsins varð í öðru sæti, þriðja sæti. Og langur tími leið þar til að jafnvel einhverjar umræður við samtök hófust. Þar sem margir hverjir hafa ekki hlotið neinar bætur eða litlar bætur. Þar sem það tók mánuðum saman að búa til einhvern pakka sem gerði lítið gagn. Þar sem ríkistjórn var ekki tilbúin að breyta neinu kerfi, heldur að halda í gamalt og úrelt kerfi. Þar sem ríkistjórnin vellti restinni yfir á hjálparstofnanir.

Nei! Almenningur og heimilin urðu útundan og ef við gerum ekkert þá verður framtíðin því miður mjög erfið.

Síðan lofa bankarnir öllu fögru um að þeir séu nú að breyta sér. Meira að segja auglýsa það í heilsíðu opnum. En staðreindin er allt önnur. Bankarnir taka heilu "óráðs" bull fyrirtækin og afskrifa heilu milljarðana  hjá liðinu sem bjó allt þetta til. Selja svo þessi fyrirtæki aftur til jafnvel sömu aðila. Þar sem byrjað er á öllu sama bullinu aftur. 

Í reind eru mjög fáir aðilar sem hafa verið dæmdir vegna sinnar þátttöku í verðandi hrunsins.

Við sem vitum betur látum ekki segja okkur hvað sem er! Það er á hreinu að við sjáum hvernig hlutirnir eru! 

Hækkanirnar eru þegar farnar að sjást í verslununm. Og síðan bensínverðið. Hvernig á fólk á lágum launum að hafa efni á að reka bíl og ferðast jafnvel?

 

 


mbl.is Íslenska leiðin til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja já, auka sem sagt þingræðið?

>Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra,

Ég tek aðeins þetta út úr það sem ég las í fréttinni. Amk. til að byrja með.......

Það á sem sagt að auka vald alþingismanna (flokkana). Sem er að auka þingræðið. Það á ekkert að gera til að breyta stjórnmálakerfinu sjálfu. 

Að sjálfsögðu hefði almenningur, hinn almenni kjósandi að fá að kjósa sér beint ríkistjórn og velja meðfram því forsætisráðherra. Það hefði verið lágmarkið. Það lýðræðislega rétta!

Svo virðist sem stjórnlagaráðið ætli sér að fara frekar eftir fyrirmælum frá flokkunum en réttlátum tillögum frá almenningi. Því miður................

Ég get lofað því að almenningur á Íslandi mun aldrei samþykkja svona stjórnarskrá! Svona tillögur munu ekkert gera nema að almenningur mun verða enn frákerfur fjórlokknum.

*****

Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til að fara yfir allar tillögur nefndanna. En mun gera það og koma með gagnrýni um þær hér á bloggi mínu. Sérstaklega eftir því sem tillögur stjórnlagaráðs verða fullmótaðar.

 

***********

Vil nota hér tækifærið til að auglýsa síðustu bloggfærslu mína:

Þýski markaðurinn Candlestick greining

 


mbl.is Umræður á Alþingi verði tvær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland mun............

Ísland mun aldrei ganga í þetta Esb samband. Það er til fólk eins og ég sem munum berjast (harkalega ef þarf) gegn því!

Það eru til aðrar leiðir fyrir Ísland sem eru í burðarliðnum!

Sjáið líka bloggpistil minn þann 17. Júní.

 

 


mbl.is Ísland fari á eigin forsendum í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ta damm...............

tunna2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Það kemur að því að staða hans Steingríms losnar ALVEG og allra hinna í ríkistjórninni..............:-) Cool

Það má alveg vera ljóst að ef það verða alvöru breytingar á kerfinu þá kemur það ekki innan frá valdhöfum. Heldur koma þær frá fólkinu. Beint frá almenning í landinu.

 Það styttist í það svo sannarlega!


mbl.is Steingrímur íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband