Færsluflokkur: Mannréttindi
Sunnudagur, 2. október 2011
Hér eru myndir sem ég tók af mótmælafundi í gær
Hér eru 23 myndir sem ég tók af mótmælafundi í gær.
Smellið á þennan link:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1195216/
Boða mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. október 2011
Myndir af mótmælafundi í gær
Skoðið færslu:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1195216/
Þar sem ég setti inn 23 myndir frá mótmælum í gær 1. Október 2011.
Verið að þjarma að almenningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. október 2011
Jæja já?
En á að hækka Bensínverðið á almenning. Það fer að verða svo að láglaunafólk hafi alls ekki tök á að eiga og reka Bifreið.
Miklil eru álög á almenning í landinu. Álög vegna fjármálakerfisins sem á að lenda endalaust á fólki. Þetta ætlar engan endi að taka. Við erum svo gjörsamlega búin að fá nóg að allt mun líta út fyrir að þetta endi bara með algjörri byltingu.
Nú þurfum við gott fólk að taka okkur saman og leggja blessuð höfuðin í bleyti og koma með hugmyndir og ráð gegn liðinu. Sjálfur er ég á fullu að skoða minn hug!
Ég tek þó fram að ég er ekki fylgjandi ofbeldi!
Hækka skatta á bensín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 1. október 2011
Okkar Ísland - fólksins
Ég hef lengi sagt það! Ísland er "Okkar fólksins" en ekki bankanna, né lífeyrissjóðana, né alþingis, né alþingismanna, né ríkistjórnar.
Eggjum kastað í þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. september 2011
Og svo, og svo?
Þó karlanir hafi búið þetta til þá tóku konunar þegjandi þátt í því!
Og við ætlum ekkert að læra af því.
Ég spyr mig, hversvegna? Og fæ þau svör meðal annars að það hljóti bara að vera að stjórnmálamenn tóku þátt í bólunni og GERA ÞAÐ ENN! Virðist svo vera að það skipti engu máli úr hvaða flokki fjórflokksins þetta fólk kemur.
Eins og við vitum þá byggjast allar aðgerðir ríkistjórnar á að bjarga gjörónýtu fjármálakerfi. Í stað þess að byggja á getu almennings í landinu til að reisa landið úr öskustónni sem þetta lið hefur komið okkur í.
Stjórnmálamenn halda áfram að berja hausnum í steininn. Og þora ekki að taka á málum öðruvísi.
Áfram íslendingar! Segjum stjórnmálamönnum á Íslandi upp störfum. Mætum öll á laugardaginn og látum skoðanir okkar hressilega í ljós!
Bankahrunið skapað af körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 21. september 2011
Verkastuðningur
>en lítið sé gert til að bæta framleiðni og samkeppnishæfni, tryggja sjálfbæra notkun auðlinda eða hjálpa bændum að takast á við áhættu.
Það er fyrir alvöru kominn tími til að setja í gang nýjar leiðir á sjálfbæra þróun! Við eigum fullt af auðlindum og mannauð til að nýta þær. Hjá okkur íslendingum sjálfum eru kraftanir að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag. Það lyggur í gegnum undirbúningi að sjálfbærni þar sem mannvitið og verksvitið yrði notað til að setja í gang eflingu á annari notkun af auðlindum okkar en orku og virkjanir. En með aðkomu að slíkum verkum þarf að koma fólk sem vill vinna að framgangi án þeirrar hugsunar að allt sem setja þurfi í gang þurfi að græða á og gangsetningin fari í vasa fárra afætna þjóðfélagsins.
Svo er fyrir alvöru kominnn tími til að snúa þróuninni við varðandi fækkunum undanfarinna ára af bóndabæjunum.
Það væri vel hægt að setja í gang sérstök atriði þar um. Þess má geta að ég sjálfur er fullur af hugmyndum í þessa veru.
Stuðningur við landbúnað minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. september 2011
Hver eru skilaboðin?
Ef skoðað er þá sést að aðeins 1% munur er á þeim eru óánægð með störf ríkistjórnar og þeim sem eru óánægðir með störf stjórnarandstöðunnar. 64,1 % á móti 63,1 %.
Eru ekki skilaboðin þau að þjóðin er almennt óánægt með stjórnmálamenn á Íslandi? Svo eru tillögur stjórnlagaráðsins að auka þingræðið. Sem eru greinilega út úr korti við þau skilaboð sem almenningur er að gefa.
En hvað er það sem almenningur er óánægður með störf ríkistjórnar?
Það skín út að það er megn óánægja með að ríkistjórn skuli hafa kosið að bjarga bönkunum og fjármálamönnunum í ónýtu fjármálakerfi. Í stað þess að forgangsraða í það að takast á við vanda heimilanna.
Það skín í gegn að svo virðist sem enginn stjórnmálamaður hafi þor í að takast á við kröfur þjóðarinnar að taka verðtrygginguna í burt.
Það skín í gegn að staða margra heimila er þannig að mjög margir eiga í miklum vanda með að borga af fasteignalánum og mjög margir hafa þurft hvað eftir annað að leita aðstoðar sem svo gagnast ekki vegna þess að engu á að breyta í þessu stórgallaða fasteignakerfi.
Svo mætti áfram telja.
En hvað vill stjórnarandstaðan ef hún kæmist til valda? Eins og við almenningur höfum heyrt á öldum ljósvakans þá tala þeir um að það þurfi að setja í gang ný atvinnutækifæri út um allt land. En við þau verkefni myndu fjármálamennir og bankanir spila með og reyna að græða á framkvæmdum þeirra.
Ég sé ekki fyrir mér að neinu verði breytt í kerfinu. Því miður er það hrein staðreind að algjört getuleysi stjórnmálamanna er við að takast á við vanda og gera gangskör í að breyta kerfinu.
Já því miður. Langflest okkar eru orðin langþreytt á stjórnmálamönnum á Íslandi og erum að kalla eftir einhverju algjörlega nýju!
Ég sé það fyrir mér að heimurinn muni breytast mikið á næstu árum og ég vonast svo sannarlega eftir því að mannfólkið hafi vit á að losa sig við afætur þjóðfélagana. Það er augljóst að það er mikil vakning meðal fólks út um allan heim eins og sést hefur undanfarna daga af mótmælum víðast hvar.
Það er vitundarvakning í gangi og við íslendingar þurfum að taka okkur saman að vera amk. meðal þeirra fyrstu sem þora að breyta fyrir alvöru!
Megn óánægja með stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. september 2011
Sem sagt
Algjörlega veruleikafirrtur.
Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn á Íslandi gætu gengið um á meðal fólks og spjallað við það, svona venjulega. Og það án þess að verið sé að afla atkvæða í framboði til þingsins.
Já veltið því fyrir ykkur hvað þarf miklu að breyta til að stjórnmál geti orðið mannúðlegri og almennri.
Að sjálfur fjármálaráðherra Íslands skuli detta í hug að segja þessi orð við kjósendur sína er nú alveg með ólíkindum. Því hann í reynd er segja að kjósendur skipti engu máli. Hann áttar sig ekki á því. Ég velti því fyrir mér hversu margir kjósendur almennt hafi snúið baki við Steingrím og hans fólk. Sem og hversu neikvætt þetta verður fyrir hann þegar að hann ætlar að bjóða sig fram í næstu kosningum. Nema að þessi orð séu kannski leynd skilaboð um að hann ætli ekki að bjóða sig fram næst?
Ég tek það þó hér fram að gagnrýni mín snýst ekki um VG sem slíka, því sama staða hefði komið upp ef aðrir flokkar hefðu stjórnað landinu. Það er staðreind.
Lítið fylgi hefur ekki áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. september 2011
Sammála!
Ég er sammála henni. Meðal annars að þetta skemmir fyrir ef við íslendingar viljum sjálfir setju upp séríslenskt tækifæri. Síðan er þetta alveg rosalega stórt landsflæmi sem hann vill kaupa.
Vitið þið að það er svo sannarlega fyrir alvöru hægt að setja verk í gang ef viljinn er fyrir hendi.
Vil síðan nota tækifærið og benda á þessa bloggfærslu mína:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Sem er skrifað vegna viðtals á Rás 2 í Útvarpi í morgun um meinta óvægna gagnrýni á Jóhönnu.
Óforsvaranlegt að veita undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. september 2011
Mikið er þessi mynd geggjuð alveg + sérstök grein um stjórnmálalega gagnrýni
Ég vil nota tækifærið og vísa hér á bloggpistil minn:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Tilefnið er viðtal um meinta ómaklega gagnrýni á Jóhönnu í útvarpinu í morgun.
Ríkisstjórnarfundir teknir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |