Höfum náð árangri

Höfum náð árangri í að setja þjófélagið í hræðilega stöðu þar sem heimili eftir heimili lenda í varanlegri skuldastöðu. Þar sem við tókum okkur til að bjarga þeim sem settu allt á hausinn. 

Höfum náð árangri í að fá almenning á móti okkur. 

Höfum náð árangri í að skuldir heimilanna hafa stóraukist og við höfum ekki staðið okkur í að vinna með fólki heldur farið eigin leiðir þar sem svör okkar hafa verið á þann veg,,,,að þetta sé ekki hægt því,,,,,,,,osfrv.

Höfum náð árangri í að færa þeim sem hafa peningavöldin, enn meiri völd á kosnað þeirra sem við hefðum átt að snúa okkur að í að hjálpa.

Höfum náð árangri í að svíkja þjóðina með þing þrýsingi í ESB aðlögunarferli.

Það sem okkur hefur þó ekki tekist er að gera alvöru í því að standa nú við þau þúsundir starfa sem lofuð voru í fyrra og eru aftur lofuð núna í okkar fögrunarpakka.

Það sem við höfum hvorki þor né dug til að endurskoða gjörsamlega fjármálakerfi Íslands, með það fyrir augum að snúa við blaðinu með nýju kerfi því það er svo mikil hætta á að við lendum í sömu stöðu og í byrjun kreppunnar og markaðir í Evrópu sem og annarsstaðar eru mjög áhættusamir. Þar sem augljóst er að áhrif erlendrar fjármálastefnu mun verða stórhættuleg Íslandi vegna falls markaða.

Því miður þurfum við að vera hrædd um enn aðra kreppu og hverja verjum við þá enn og aftur nema vini okkar góða í peningakerfinu.

Þar sem okkur hefur ekki tekist er að vinna fyrir alvöru með því fólki sem á í mestum vanda í þjóðfélaginu. 

Og svo mætti lengi telja..............


mbl.is Höfum náð árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband