Færsluflokkur: Mannréttindi
Fimmtudagur, 5. janúar 2012
Gagnrýni eða bölbænir? amk. 12 kröfur hér!
Úr fréttinni:
>Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni
Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.
Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.
Þessi orð finnst mér standa upp úr í grein hans.
Ögmundur er hérna að upplýsa vanþekkingu sína á því hvað hefur gengið á út í þjóðfélaginu! Um mótmæli má segja þveröfugt við það sem hann skrifar. Því sjaldan hafa þær verið málefnalegri og skýrari.
Kröfur okkar sem viljum alvöru breytingar eiga almenningi að vera alveg ljósar.
1. Losa burt verðtrygginuna
2. Finna alvöru leiðir fyrir fólk sem á í fjárhagsvanda.
3. Tryggja að fólk séu undir viðmiðunarmörkum, þar að segja að ekki verði eftir í mínus af launum á mánuði, þannig passa upp á að skuldirnar aukist ekki í hverjum mánuði.
4. Að boðið sé upp á samfélagslega bankaþjónustu með samfélagslegum bankalánum, svipað og IAK banki í Svíþjóð. ÞETTA ERU MANNRÉTTINDI!
5. Setja skýrari reglur á bankaumsýslu.
6. Skilja viðskipti með hlutabréf og aðra spákaupmennsku undan vísitölum og setja sér ef ekki er hægt að taka af. Slíkt getur haft afgerandi áhrif á tekjur fólks. Tildæmis eins og viðskipti lífeyrissjóða á hlutabréfamörkuðum osfrv.
7. Lífeyrissjóðir þurfi að fá leyfi hjá sjóðsfélaga til að (og áður en að) fjárfesta í hlutabréfum.
8. Þeir sem borga í lífeyrissjóði geti líka farið fram á að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir sig ef aðstæður þykja til (að pínu litlum hluta þeirra peninga sem þeir borga í lífeyrissjóð).
9. Setja sérstakt bann (búa til kjarna í kringum hvar mætti taka peninga) við því að almenningur í landinu þurfi að greiða fyrir fjárglæframenn (með sköttum og öðrum gjöldum).
10. Setja þarf tryggingu fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki spilað með lífeyrir sjóðsfélaga.
11. Festa tekjur öyrkja og eldriborgara þannig að ekki verði hægt að skerða af þeim eins og vanalega er gert!
12. Og að sjálfsögðu vill ég að við hættum þessu aðlögunarferli inn í ESB og það strax!
Þetta er nú svona sem fljótlega er tekið til og mjög margir sem hafa gagnrýnt ríkistjórnina
Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11. desember 2011
>Guð hjálpi Íslandi
Við erum löngu orðin þreytt á ruglinu.
Það er alveg augljóst mál að ef við kjósum yfir okkur flokka innan sama kerfis þá mun litlu sem engu verða breytt fyrir framtíðina.
Eftir því sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum þá er komið að því að nú fái almenningur að velja sér sína framtíð sjálfur. Miklu frekar en að velja sér einhvern fulltrúa sem segir þér frá loforðum sem lítið gera og marg oft eru brotin.
Nú er komið að okkur að segja hvað við viljum! Við eigum ekki að leita til stjórnmálamanna eða flokka. Heldur eiga þeir að fara eftir kröfum okkar.
Við þurfum að velja okkur þá sem þora að fara eftir sanngjörnum kröfum okkar og setja þær í framkvæmd.
Eitt af því að sem viturlegt væri að gera er að snúa stjórnmálunum alveg við, þannig að almenningur verði miklu, miklu meiri þátttakendur í ákvörðunatöku. Því slíkt er raunverulegt lýðræði, fremur en það sem við búum við núna. Þar sem veljum okkur fulltrúa sem síðan búa til og framkvæma eftir eigin geðþótta fremur en að fara eftir vilja fólksins.
Það er mín von að við íslendingar höfum vit til að velja okkur framtíð þar sem allir þegnar þjóðfélagsins geti búið við fullkomin skilyrði til geta byggt okkur upp sanngjarna framtíð.
Það er mín von að við höfum vit á því að nota okkar eigið hugvit og kraft til að byggja upp nýtt Ísland. Uppbyggingu með dugnaði, umburðarlyndi, manngæsku og hverskonar manngildi að leiðarljósi.
Það er mín von að við íslendingar getum sjálf nýtt okkur gæði landsins okkar sem þætti í því að búa okkur til þessa framtíð. Fá lönd eins og Ísland hafa þannig eins mikil tækifæri til að nýta sér gæði landsins síns. Fá lönd hafa eins miklar auðlindir til þess.
Að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að nýta þessar auðlindir sjálf og byggja upp frá því. Eins og með að selja afurðir verkefnanna. Því sú leið er sú sanngjarnasta vegna þess að þá erum við öll sjálf þátttakendur í þeim framkvæmdum sem leiða til þeirrar framtíðar sem við viljum búa til.
Frekar en að selja auðlindir okkar til erlendra aðila sem mun ekkert annað gera en að mergsjúga landið okkar. Sem og sjúga úr okkur kraft okkar til að taka þátt í þeim framkvæmdum og verkefnum í lífinu sem við viljum byggja upp.
Það er von mín að íslendingar hafi þor til að gera miklar breytingar á stjórnskipun landsins. Það er tildæmis alls ekki nóg að breyta til þess stjórnarskrá Íslands, þó vissulega sé þörfin fyrir hendi. Við þurfum miklu frekar að fókusa á aðalatriðin sem eru að breyta Íslandi með því að byggja landið upp og búa til nýja framtíð. Það er svo mörg mál miklu meira aðkallandi heldur en stjórnarskráin.
Það er sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í uppbyggingu verkefna. Að vera þátttakandi í því að byggja upp sanngjörn lífskjör. Ég hlýt þannig að hafa réttinn til að vera með. Að vera alvöru þátttakandi.
Þannig er miklu mikilvægara að búa til skilyrði fyrir framtíð sem hjálpar okkur að vera með í uppbyggingu nýrra verkefna.
Með því að selja landið okkar til erlendra fyrirtækja þá stendur ekkert eftir nema það að vera háður duttlungum þeirra aðila og hafa lítil sem engin tækifæri til að vera þátttakandi í gangsetningu verkefnanna. Með því að selja auðlindir okkar úr landi missum við úr höndum okkar umráðaréttinn yfir þær og tækifærin til að búa okkur til þátttöku í verðandi verkefnum.
Á sama hátt er það sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í því að byggja upp og halda þeim gjaldmiðli sem Ísland hefur átt, amk. frá stofnun lýðveldisins okkar. Að segja að gjaldmiðill sé ónýtur segir alls ekki að ekki megi laga hann. Heldur frekar að mistekist hafi að vinna með hann. Það gerir ekkert fyrir okkur að velja nýjan gjaldmiðil því við munum eingöngu búa við sömu vandamál sem áður. Að skipta um gjaldmiðil leysir þannig engan vanda. Miklu frekar eigum við að tryggja okkar eigin gjaldmiðil með því að gera hann sjálfbæran. Það mætti tildæmis gera með því að byggja gjaldmiðilinn upp með því að hlutaskipta honum. Eins og það að gera innanlandskrónur sem væru byggðar upp eingöngu frá verðmætum þeim sem við náum fram með framkvæmdum nýrra verkefna með sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Þannig haldast sjálfbærni og verðmæti í hendur til að vera undirlyggjandi á nýrri uppbyggingu á Íslandi.
Ég vil verka þátttakandi í því að búa til nýtt Ísland. En þú?
Leið illa í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 11. desember 2011
Guð hjálpi Íslandi!
Við erum löngu orðin þreytt á ruglinu.
Það er alveg augljóst mál að ef við kjósum yfir okkur flokka innan sama kerfis þá mun litlu sem engu verða breytt fyrir framtíðina.
Eftir því sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum þá er komið að því að nú fái almenningur að velja sér sína framtíð sjálfur. Miklu frekar en að velja sér einhvern fulltrúa sem segir þér frá loforðum sem lítið gera og marg oft eru brotin.
Nú er komið að okkur að segja hvað við viljum! Við eigum ekki að leita til stjórnmálamanna eða flokka. Heldur eiga þeir að fara eftir kröfum okkar.
Við þurfum að velja okkur þá sem þora að fara eftir sanngjörnum kröfum okkar og setja þær í framkvæmd.
Eitt af því að sem viturlegt væri að gera er að snúa stjórnmálunum alveg við, þannig að almenningur verði miklu, miklu meiri þátttakendur í ákvörðunatöku. Því slíkt er raunverulegt lýðræði, fremur en það sem við búum við núna. Þar sem veljum okkur fulltrúa sem síðan búa til og framkvæma eftir eigin geðþótta fremur en að fara eftir vilja fólksins.
Það er mín von að við íslendingar höfum vit til að velja okkur framtíð þar sem allir þegnar þjóðfélagsins geti búið við fullkomin skilyrði til geta byggt okkur upp sanngjarna framtíð.
Það er mín von að við höfum vit á því að nota okkar eigið hugvit og kraft til að byggja upp nýtt Ísland. Uppbyggingu með dugnaði, umburðarlyndi, manngæsku og hverskonar manngildi að leiðarljósi.
Það er mín von að við íslendingar getum sjálf nýtt okkur gæði landsins okkar sem þætti í því að búa okkur til þessa framtíð. Fá lönd eins og Ísland hafa þannig eins mikil tækifæri til að nýta sér gæði landsins síns. Fá lönd hafa eins miklar auðlindir til þess.
Að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að nýta þessar auðlindir sjálf og byggja upp frá því. Eins og með að selja afurðir verkefnanna. Því sú leið er sú sanngjarnasta vegna þess að þá erum við öll sjálf þátttakendur í þeim framkvæmdum sem leiða til þeirrar framtíðar sem við viljum búa til.
Frekar en að selja auðlindir okkar til erlendra aðila sem mun ekkert annað gera en að mergsjúga landið okkar. Sem og sjúga úr okkur kraft okkar til að taka þátt í þeim framkvæmdum og verkefnum í lífinu sem við viljum byggja upp.
Það er von mín að íslendingar hafi þor til að gera miklar breytingar á stjórnskipun landsins. Það er tildæmis alls ekki nóg að breyta til þess stjórnarskrá Íslands, þó vissulega sé þörfin fyrir hendi. Við þurfum miklu frekar að fókusa á aðalatriðin sem eru að breyta Íslandi með því að byggja landið upp og búa til nýja framtíð. Það er svo mörg mál miklu meira aðkallandi heldur en stjórnarskráin.
Það er sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í uppbyggingu verkefna. Að vera þátttakandi í því að byggja upp sanngjörn lífskjör. Ég hlýt þannig að hafa réttinn til að vera með. Að vera alvöru þátttakandi.
Þannig er miklu mikilvægara að búa til skilyrði fyrir framtíð sem hjálpar okkur að vera með í uppbyggingu nýrra verkefna.
Með því að selja landið okkar til erlendra fyrirtækja þá stendur ekkert eftir nema það að vera háður duttlungum þeirra aðila og hafa lítil sem engin tækifæri til að vera þátttakandi í gangsetningu verkefnanna. Með því að selja auðlindir okkar úr landi missum við úr höndum okkar umráðaréttinn yfir þær og tækifærin til að búa okkur til þátttöku í verðandi verkefnum.
Á sama hátt er það sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í því að byggja upp og halda þeim gjaldmiðli sem Ísland hefur átt, amk. frá stofnun lýðveldisins okkar. Að segja að gjaldmiðill sé ónýtur segir alls ekki að ekki megi laga hann. Heldur frekar að mistekist hafi að vinna með hann. Það gerir ekkert fyrir okkur að velja nýjan gjaldmiðil því við munum eingöngu búa við sömu vandamál sem áður. Að skipta um gjaldmiðil leysir þannig engan vanda. Miklu frekar eigum við að tryggja okkar eigin gjaldmiðil með því að gera hann sjálfbæran. Það mætti tildæmis gera með því að byggja gjaldmiðilinn upp með því að hlutaskipta honum. Eins og það að gera innanlandskrónur sem væru byggðar upp eingöngu frá verðmætum þeim sem við náum fram með framkvæmdum nýrra verkefna með sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Þannig haldast sjálfbærni og verðmæti í hendur til að vera undirlyggjandi á nýrri uppbyggingu á Íslandi.
Ég vil verka þátttakandi í því að búa til nýtt Ísland. En þú?
Ekki hefðbundin skattlagning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Reiknum þetta út!
1. Er Jón Bjarnason þessi blóraböggull og það sé vegna ESB en ekki þessara Sjávarútvegsmála hans (eins og Björn Bjarnason segir)?
2. (ég) Ef Jón Bjarnason er líka blóraböggull vegna þess að Sf þurfti að finna eitthvað til vegna ákvörðunar Ögmundar vegna Nubo málsins (vegna hótana Sf um að samstarfi flokkana væri búið og stjórninni slitið).
3. Hvað er það sem Ögmundur hefur þá sem ríkistjórnin þarf virkilega á að halda? Því staða hans hlýtur virkilega að vera traust!
4. Ef Ögmundur styður við Jón Bjarnason eins og hann segir. Geta þá Sf menn ekkert gert til að koma höggi á VG?
5. Það eru ca. 2 mánuðir síðan að tveir þingmenn yfirgáfu VG og gerðust óháðir. Eru þá tveir mánuðir núna þangað til stjórnin fellur?
Er ekki óhætt að segja að mjög stutt sé í að stjórnin falli. Það er jú mjög mikið rifist á stjórnarheimilinu.
Íslensk stjórnmál eru í algjöru rugli og eru að ná toppi í farsakenndum yfirlýsingum. Núna rétt fyrir Jólin.
Ögmundur styður Jón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Alþingi er ekki til fyrirmyndar!
Á Austurvelli fer fram alþingi götunnar þar sem fólk getur komið inn með sínar hugmyndir um hvað megi betur fara í þjóðfélaginu. En alþingi götunnar er tildæmis forvísir að samfélagslegri lýðræðismiðstöð svo dæmi sé tekið.
Í alþingi götunnar þurfa menn ekki að koma með ávirðingar sín á milli. Á alþingi götunnar rífast menn ekki og koma með gífuryrði! Á alþingi götunnar koma menn ekki með ávirðingar á þjóðhöfðingja landsins. Á alþingi götunnar ræður fólk saman á friðsömum nótum. Allt sem kemur fram á alþingi götunnar er til fyrirmyndar! Það er svo sannarlega annað en hægt er að segja um alþingi Íslands og þingmennina þar inni.
Er ekki í lagi með fólk? Hver er ástæðan fyrir því að Occupy-hreyfingin hefur tjaldað á Austurvelli?
Hvað koma mótmæli því við hvort eitthvað sé til prýði? Ég get hvergi séð að það sé nein sérstök óprýði að þessum tjöldum. Hvergi neitt rusl eða þess háttar. Ég held að alþingi verði bara að sætta sig við mótmælin.
Það er jú verið að mótmæla.
Alþingi götunnar er miklu meira til fyrirmyndar heldur en alþingi íslendinga.
Tjöldin ekki til prýði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Hin rómuðu bandaríki
Bandaríkjamenn hafa löngum stært sig af því að vera besta þjóð í heimi og þar væri best og frábærast að búa. /fyrir hina ríku.
Það er auðséð að þessi 1% Elíta ræður öllu í Bandaríkjunum. Skiptir þá engu hvað verður um fólkið sem lifir undir fátæktarmörkum. Kannski henda svona einum og einum brauðmolum í fólkið á hinum ofur spennandi (ekki) fjársöfnunar samkomum Þeirra ofríku.
Því miður munu þeir ekkert læra af mistökum sínum því þar sem margra milljóna samfélag er þá eru nógu margir milljarðamæringar sem vilja halda í sitt og engu breyta. Öllum skuldum sem þeir búa til verður þannig hellt yfir á alla þjóðina. Hreyta bara illum orðum í fólkið sem er að mótmæla á götum úti. Segja bara að það sé óþjóðalýður, róttæklingar og eiturlyfjaneytendur. Sem og önnur ósæmandi orð.
Í Bandaríkjunum er líklega siðblindan í svipuðu hlutfalli við þá ríkustu.
**
Við íslendingar þurfum að taka okkur til og læra af þeim hvernig ekki á að framkvæma hlutina.
Einmitt vegna fámennis okkar þá höfum við tækifærið til að vera rfumkvöðlar að breytingum í heiminum.
16% Bandaríkjamanna undir fátækramörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. október 2011
Við hötum öll IMF - 11 MYNDIR frá mótmælum við Hörpuna
Við fólk sem eru að mótmæla erum langflest á móti IMF og við hötum öll þetta ofur-peningakerfi sem byggist á engu öðru en að ná peningum í vasa örfárra ofurríka einstaklinga af ríkjum heimsins. Þeir sem blóðmjólka samfélögin og láta líta svo út sem þeir séu bjargvættir skuldugra þjóða.
Skrapp aðeins á mótmælin í dag. Hér eru 11 myndir sem ég tók.
Smellið á þennan link hér fyrir neðan:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1200873/
Loðinn og krúttlegur AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. október 2011
Fyrir löngu! - hér eru 11 myndir af mótmælum 15 okt.
Við tökum okkur bara til og breytum sjálf innan kerfisins. En það er alveg hægt!
Hinsvegar var alþjóðlegur samstöðufundur haldinn á Lækjartorgi en Raddir Fólksins var með fund á Austurvelli.
Óhugnanlegur peningaheimur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 15. október 2011
Við viljum alvöru lýðræði!
Tólf mótmælendur deyddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. október 2011
Sendu köttinn á Bavíanann
Nefndur svínið og bavíaninn í nýrri bók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |