Færsluflokkur: Mannréttindi
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Fall ríkisstjórnar?
Nú hefur ríkisstjórnin lagt svo mikla áherslu á þetta AGS lán að ef hún fær ekki framhald lánsins þá er raunhæft að þessi stjórn eigi að hætta. Sjáið tildæmis pistil minn í gær þar sem ég var að beina sjónum að því að fall stjórnarinnar væri í spilunum og átti ég tildæmis við þetta AGS mál, sem og aðrar ofríkis tilraunir hennar gagnvart almenningi á Íslandi.
NEI við AGS!
NEI við Icesave!
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. mars 2010
Ísland og framtíðin
Nú fer að líða að því að þessi óstjórn hætti og fari burt. Það er þegar farið að sjá það í spjöldunum. En hvað tekur við? Eitthvað betra? Hvenig á að skapa framtíð Íslands og hverjir taka þátt í þeirri mótun?
Á undanförnum mánuðum hefur landið okkar verið smám saman að hreinsast af spillingunni þó mikið verk sé eftir ennþá. Þó á leiðinni sé listi sem kemur út í byrjun Apríl þá er það alveg ljóst að í þeim lista verði aðeins brot af því sem hefur verið í gangi og mun halda áfram að vera í gangi ef ekki verður sérstök vöktun sett af stað.
Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með allri umræðunni um stjórnmálin. Það eru mjög sérkennilegar yfirlýsingar sem koma út frá þeim flokkum sem eru í stjórn. Þegar að maður er farinn að fylgjast miklu betur með stjórnmálum lærir maður miklu betur að lesa í og hlusta á hvað er sagt. Tildæmis verður miklu auðveldara að sjá og heyra hvort að ríkisstjórn sé í vörn eða í sókn. Það er greinilegt af ræðu Jóhönnu að stjórnin er í mikilli vörn.
Nú er alveg ljóst að lítið hefur þokast áfram eftir hrunið og þjóðin stendur hvergi betur síðan að þetta allt saman fór í gang. Aðgerðir ríkisstjórnar hafa meðal annars leitt til stóraukinna skatta álagna á þjóðina, svo dæmi sé tekið.
Ég vil þó sérstaklega þakka þessari ríkisstjórn fyrir það atriði að með aðgerðum hennar kom það í ljós og rann upp fyrir mér að svona á alls ekki að framkvæma hlutina.
En hvað tekur við?
Eftir að hafa lesið vandlega í spilin þá er það alveg ljóst að Ísland hefur þurft þessa mánuði til að hreinsast og þarf fleiri. Í stjórnmálin þurfa að veljast einstaklingar sem hvergi hafa komi á neinn hátt nálægt spillingu eða einhverju misjöfnu! Ef ekki þá munum við alltaf lenda í sama anda í framtíðinni. Það yrði aldrei hægt að rétta hlutina við af neinni alvöru.
Það á ekki að velja sér einstaklinga til stjórnunar sem hefur tildæmis mikið eignarhald í stórfyrirtæki eða fyrirtækjum sem eru í mjög mikilli skuld og við það að fara í gjaldþrot. Eins og tildæmis líka að eiga í þátttöku í að setja slíkt stórfyrirtæki í afskriftir.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem þiggur stórfjárhæðir frá fyrirtækjum og/eða einstaklingum í undirbúningi fyrir kosningar.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem hefur einhver sérstök tengsl út í fyrirtæki eða hagsmunasamtök.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem kemur nálægt einhverju misjöfnu.
Það má líka nefna ýmis önnur atriði eins og tildæmis mætti sleppa algjörlega því að ríkistjórnin stormi um á flottræfilsbílum sem kosta kannski yfir 10 milljónir. Og sleppa mætti síðan alveg líka þessum einkabílstjórum. Þetta gengur út á að sína fólki lit.
Nú eru nokkuð margir einstaklingar sem gera sér hinar ýmsu vonir um samsetta stjórn flokka. Tildæmis eins og: Framsókn+Sjálfstæðisfl. eða Sjálfsstæðisfl. + VG.
Það er alveg ljóst að til að einhver stjórn eigi að virka fyrir alvöru fyrir almenning þá þarf algjörlega að hreinsa út úr öllum flokkum og velja sér einstaklinga sem eru algjörlega heiðarlegir og munu vinna af og eins og með gildum Þjóðfundar, Heiðarleiki, Virðing og Réttlæti.
Eru til einhverjir einstaklingar sem eru tilbúnir fyrir alvöru að vinna fyrir almenning á Íslandi eftir þessum nótum?
Það er því alveg ljóst að velja þarf einstaklinga til stjórnunar á Íslandi sem hvergi hafa komið nálægt neinu misjöfnu. Þeir einstaklingar þurfa líka að vera óhræddir að framkvæma hlutina. Þeir þurfa líka að vera alveg óhræddir að setja í gang nýtt kerfi fyrir Ísland að fara eftir inn í framtíðina.
Það væri nú skemmtilegt að ef inni í framtíðinni töluðu aðrar þjóðir um íslendingana sem höfðu valið sér að fara allt aðrar leiðir en höfðu verið í gangi úti í alþjóða samfélaginu.
Svona greining veitir yfirsýn yfir málin og gefur þær væntingar að til sé algjörlega heiðarlegt fólk sem vill vinna þjóð sinni mikið gagn fyrir allan almenning og án allra sérhagsmuna.
Þessvegna þarf þjóðin að gera sér grein fyrir að það þarf að losna út úr höftum flokka og vinna að því að mynda sér Utanþingsstjórn sem tæki það meðal annars að sér að búa til aðstæður fyrir nýtt stjórnarkerfi fyrir alla íslendinga.
Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. mars 2010
Þeir hefðu átt að spyrja mig:-)
Sérkennilegur tími að framkvæma þessa könnun. Hefði ekki verið sniðugast að framkvæma hana nokkru fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna? Vegna þess hversu víðtæk hún er. Það hefði hinsvegar gott hefði fylgt fréttinni hvað stjórnmálafræðiprófessorar þetta hefðu verið.
Ég bíð í ofvæni eftir útkomu þessarar skoðanakönnunar. En þó með formerkjum eins og, voru þeir fengnir? voru þeir keyptir? Og þá af hverjum? Eftir það sem hefur á undan gengur hljóta einhverjar svona spurningar koma upp í hugann.
Reikna má með að það komi í ljós að við íslendingar höfum orðið margfalt meðvitaðri um stjórnmál eftir allan hamagang við og eftir byrjun hrunsins. Svo ég tali nú ekki um Icesave ruglið sem alveg augljóst var að það að þjóðin sagði afgerandi NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni. NEI sem þýddi NEI! Enda kom það svo greinilega fram stuttu seinna í skoðanakönnuninni rétt eftir kosningar?
Varðandi ESB málin þá minnir mig að yfir 60% hafi verið á móti inngöngu síðast þegar að könnun var gerð.
Það er því alveg augljóst að þessi mál Samfylkingarinnar mætir mikilli andstöðu meðal þjóðarinnar. Svo mikillar andstöðu að þessi stjórn ætti að vera löngu farin frá völdum eftir það sem á hefur gengið, og þá sérstaklega undanfarna mánuði! Svo nefnt sé tildæmis allan yfirganginn á alþingi þegar að ríkisstjórnin lagði alþingi íslendinga undir ofbeldisfullar eineltis tilhneigingar á tímanum þegar átti að fara að kjósa um Icesave. Aldrei hafði verið farið eins miklu offari á alþingi íslendinga.
Mér hryllir eiginlega við að hafa á einhverjum tíma undanfarinna ára stutt þetta lið sem hafa svona einhverjar undarlegar hvatir gagnvart þjóð sinni. Og er eiginlega feginn að taka ekki þátt í þeim verkum sem þessi flokkur er að reyna að gera þjóð sinni. Feginn að vera fyrir nokkrum árum farinn þaðan!
Hinsvegar hefur afkoma þjóðarinnar ekkert með hægri eða vinstri stefnu að gera. Því það er hinn vinnandi almenningur sem á að treysta á sig og sína eigin getu til að hafa fyrir nauðsynjum fyrir sig og sína fjölskyldu. Það er afkomugetan sem stjórnunin á að byggja á en ekki einhverjar stefnur eða straumar.
Það er engin þjóðernisremba að treysta á getu almennings til verka. Það er engin þjóðernisremba að hafa trú á að með elju og vinnusemi sé hægt að reisa Ísland upp úr þeim háska sem græðgis óðir einstaklingar lögðu hana í.
Spyrja um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Var það ekki?
Þetta hef ég nú verið að tala um mánuðum saman. Það er alveg sama hvaða fólk þó er þarna á þingi. Þau virðast bara fara eftir eigin geðþótta. Og svo karpið fram og til baka sem skilar svo litlu. Og svo allan tíma sem þetta tekur.
Það er ekkert þor, ekkert dug og engin dáð til gera neinar alvöru breytingar fyrir Ísland. Svo eru sumir þarna alvarleg uppteknir í því að láta aðrar þjóðir bjarga okkur og velta með því öllum vanda á framtíðina, í stað þess að reiða sig á almenning sem býr í þessu landi til að rétta landið við. Fólkið sem byggir þetta land.
Ef við hefðum byrjað strax að rétta Ísland við í nýrri uppbyggingu sem tekur tillit til þátttöku almennings. Þá væri staðan önnur og eitthvað betri!
Það er alveg kristal tært að við þurfum að gera stórkostlegar breytingar ef okkur á að takast að rétta Ísland upp úr hruninu.
Áfram Ísland! "Okkar Ísland"
Fyrr frýs í Hel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Þjóðarheiður: Orðsending til íslendinga
2. Þjóðaratkvæðagreiðslan var nýtt upphaf að baráttu meirihluta Íslendinga fyrir algerri höfnun á kröfum Bretlands og Hollands. Þessi árangur hefði ekki náðst án baráttu hins þögla meirihluta, sem sýndi styrk sinn á þessum merka degi, 6. marz 2010.
3. Réttur almennings til að hafna ólögmætum álögum hefur nú verið staðfestur. Þrautseig þjóð, sem stendur bjargföst á lagalegum grundvallaratriðum og heldur þeim fram af rökvísi, verður ekki sigruð. Jón Sigurðsson forseti hefði verið hreykinn af þjóð sinni á þessum tímamótum.
4. Sérstakar þakkir hlýtur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem sannaði að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalla nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Framvegis verður að koma í veg fyrir að ólýðræðislegu þingræði verði flaggað sem eðlilegu stjórnarfari á Íslandi. Lýðræðið á sér þann grundvöll að fullveldið er hjá þjóðinni. Það mun ekki verða látið af hendi.
5. Þjóðarheiður hafnar alfarið gjaldskyldu ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar skiptir engu hve langt ráðamenn okkar voru reiðubúnir að ganga (þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar!) til að láta ríkissjóð borga gríðarlegar fjárfúlgur vegna máls þessa á fyrri stigum þess, undir óbilgjörnum þrýstingi frá ríkjum sem notuðu sér neyð landsins til að beygja ráðamenn okkar til hlýðni.
6. Nú skiptir mestu að hvika hvergi frá rétti okkar og lagalegri stöðu. Samtökin Þjóðarheiður standa eitilhörð gegn öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga vegna hinnar ólögvörðu kröfu þeirra að veitt verði ríkisábyrgð vegna erlendra skulda banka í einkaeigu.
7. Allar samningaviðræður ríkisins við Bretland og Holland eru misráðnar og hafa leitt til langvarandi deilna og reiptogs sem hefur sett Alþingi Íslendinga í gíslingu, á sama tíma og fjölskyldur og atvinnuvegir glíma við mestu efnahagskreppu síðari áratuga.
8. Samkvæmt skoðanakönnun, sem MMR gerði og var birt 8. marz, telja um 60% landsmanna að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands. Heilbrigð skynsemi segir okkur að almenningur í þessu landi hafi engar skyldur til að greiða himinháar kröfur frá ríkissjóðum 250 sinnum stærri þjóða. Það eru tryggingasjóðir og bankar í þessum löndum sem bera ábyrgð á umræddum kostnaði með iðgjöldum sínum. Kröfugerð Bretlands og Hollands á okkar hendur er hrein fjárkúgun.
9. Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti. Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.
Ísland til að læra af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. mars 2010
Hvílíkt bull, þvæla og vitleysa!
Þetta voru sko alveg nógu skýr úrslit. Þjóðin hefur sagt sitt!
>Þjóðaratkvæðagreiðslan markaði tímamót af því hún markaði brautina að beinu lýðræði og það er jákvætt,> Sagði Jóhanna.
Hvernig getur hún leyft sér að segja þetta? Er þetta nú allur trúverðuleikinn? Við skulum ekki gleyma hvernig ríkisstjórnin handleraði þessi Lög á Alþingi. Komu í veg fyrir að þjóðin fengi að kjósa um þetta, sem síðan forsetinn leyfði. Já, það var sko ekki hún Jóhanna né hennar lið sem stóð að því að þjóðin fengi að kjósa lýðræðiskosningu um þetta mál. Sem hún Steingrímur sögðu svo sjálf að ætluðu ekki að taka þátt í. Þetta er algjörlega hlægilegt og hreint fáránlegt að svona stjórnmálamaður geti sagt þetta eftir á það sem hefur gengið.
Málið er annars sannarlega ekki búið hvað almenning varðar, því samtökin Þjóðarheiður mun standa vörð um þjóðina með þátttöku hennar! Sama hvað það kostar! Við munum aldrei borga eina krónu af þessu!
Tæp 60% telja að íslendingar eigi ekki að borganeitt skv. nýrri skoðanakönnun MMR! þ.e. "að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi". 37,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og einungis 3,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
*
Er þetta ekki nóg? Berið þetta saman við útkomuna í sjálfri þjóðaratkvæðagreiðslunni! Allir heilvita menn eiga að geta sagt sér að þjóðin vill enga Icesave saminga, útfrá þessari skoðanakönnun og atkvæðagreiðslunni.
Það er enginn vandi að hætta öllum viðræðum og láta á það reyna hvort Bretar og Hollendingar sæki málið (á þrotabúið) fyrir rétti.
Hér er slóðin að vefsíðu samtaka Þjóðarheiðurs:
http://wix.com/Thjodarheidur/main/
En ég er umsjónarmaður vefarins.
Kosningarnar ljúka ekki málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 7. mars 2010
Ríkisstjórn segi afsér - það er komið nóg!
Nú fer ég þess á leið við ríkisstjórn Íslands að hætta öllum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga.
Svona afgerandi kosning eins og var í gær segir bara að almenningur á Íslandi vill vera laus við þetta Icesave mál. Og ríkisstjórnin á að vinna fyrir almenning í landinu, en ekki á móti honum.
Ef allt væri með felldu hefði ríkisstjórnin komið með fram með yfirlýsingu um að þau ætluðu sér að hætta viðræðum vegna svona afgerandi andstöðu íslendinga. Það er alveg ljóst að almenningur var að segja NEI við að eiga að borga skuldir fjárglæframanna, en ekki bara nei við þessum lögum eins og stjórnin vildi meina.
Það sem segir að úrslitin hafi verið svona afgerandi eða 93 % gefur ótvírætt til vantrausts fólks á ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands segi afsér og skili umboði sínu til Forseta Íslands. Ef ekki. Þá getur fólk farið fram á að Forsetinn afturkalli umboðið.
Næsta verk Forseta eftir það væri að bjóða almenningi að setja í gang undirbúningsnefnd til að undirbúa kosningu í utanþingsstjórn.
Hafni kjósendur breytingunum í atkvæðagreiðslunni tel ég einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér og Jóhanna Sigurðardóttir skili umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði. Samþykki kjósendur breytingarnar sem Alþingi hefur þegar afgreitt, þá blasir við að forseti lýðveldisins segi af sér embætti.
Mun þessi þingmaður Samfylkingarinnar vera samkvæm sjálfri sér og bera þetta upp við sitt fólk?
Mun ríkisstjórn Íslands segja afsér?
Helmingur þjóðar vill kjósa um nýja samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. mars 2010
Þjóðarheiður....Guðni skrifar - drífa sig á kjörstað!!!!!
Koma svo allir því þetta skiptir svo roslalega miklu fyrir framhaldið!
Út frá góðri þátttöku er auðveldara að búa til góða hluti í framtíðinni.
Um 26% kjörsókn í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. mars 2010
Þjóðarheiður....Guðni var að taka myndir í mótmælagöngu og á fundi
Heimasíða Þjóðarheiðurs er uppfærð 1 til 2 á dag.
Ég mætti þarna í mótmælagönguna til að taka myndir. Rosalega erfitt þó að fá góðar myndir því það ringdi endalaust.
Ég hef nú sett nokkrar myndir inn á vef samtakana sem ég sé um.
slóðin er:
http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/
Þaðan er farið í Myndir fyrir ofan rammann á forsíðunni.
Endilega skoðið inn á síðuna við og við því hún uppfærist nokkuð vel.
Um þúsund manns í kröfugöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. mars 2010
Þjóðarheiður....Guðni segir X NEI við Icesave!!!!!
Mæta svo öll og kjósa!
Setjið X
við NEI
á kjörseðilinn!
Allir taki með sér vini og vandamenn til að kjósa því nú skal segja alþjóðaheiminum að við látum ekki kúga okkur!
Því meiri þátttaka, því betri!
12.297 atkvæði skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)