Ríkisstjórn segi afsér - það er komið nóg!

Nú fer ég þess á leið við ríkisstjórn Íslands að hætta öllum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga.

Svona afgerandi kosning eins og var í gær segir bara að almenningur á Íslandi vill vera laus við þetta Icesave mál. Og ríkisstjórnin á að vinna fyrir almenning í landinu, en ekki á móti honum.

Ef allt væri með felldu hefði ríkisstjórnin komið með fram með yfirlýsingu um að þau ætluðu sér að hætta viðræðum vegna svona afgerandi andstöðu íslendinga. Það er alveg ljóst að almenningur var að segja NEI við að eiga að borga skuldir fjárglæframanna, en ekki bara nei við þessum lögum eins og stjórnin vildi meina.

Það sem segir að úrslitin hafi verið svona afgerandi eða 93 % gefur ótvírætt til vantrausts fólks á ríkisstjórn Íslands.

Ríkisstjórn Íslands segi afsér og skili umboði sínu til Forseta Íslands. Ef ekki. Þá getur fólk farið fram á að Forsetinn afturkalli umboðið.

Næsta verk Forseta eftir það væri að bjóða almenningi að setja í gang undirbúningsnefnd til að undirbúa kosningu í utanþingsstjórn.

 

 

Hafni kjósendur breytingunum í atkvæðagreiðslunni tel ég einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér og Jóhanna Sigurðardóttir skili umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði. Samþykki kjósendur breytingarnar sem Alþingi hefur þegar afgreitt, þá blasir við að forseti lýðveldisins segi af sér embætti.

Þannig skrifaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrir nokkrum vikum síðan.

Mun þessi þingmaður Samfylkingarinnar vera samkvæm sjálfri sér og bera þetta upp við sitt fólk?

Mun ríkisstjórn Íslands segja afsér?

 

 


mbl.is Helmingur þjóðar vill kjósa um nýja samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vil allavega losna við Steingrím og Jóhönnu, tel þau hafa svikið bæði land og þjóð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur. Það besta sem kæmi fyrir væri að þjóðin fengi að kjósa sér til utanþingsstjórnar, en með aðstoð launaðra embættismanna).

Guðni Karl Harðarson, 8.3.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband