Ísland og framtíðin

Nú fer að líða að því að þessi óstjórn hætti og fari burt. Það er þegar farið að sjá það í spjöldunum. En hvað tekur við? Eitthvað betra? Hvenig á að skapa framtíð Íslands og hverjir taka þátt í þeirri mótun?

Á undanförnum mánuðum hefur landið okkar verið smám saman að hreinsast af spillingunni þó mikið verk sé eftir ennþá. Þó á leiðinni sé listi sem kemur út í byrjun Apríl þá er það alveg ljóst að í þeim lista verði aðeins brot af því sem hefur verið í gangi og mun halda áfram að vera í gangi ef ekki verður sérstök vöktun sett af stað.

Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með allri umræðunni um stjórnmálin. Það eru mjög sérkennilegar yfirlýsingar sem koma út frá þeim flokkum sem eru í stjórn. Þegar að maður er farinn að fylgjast miklu betur með stjórnmálum lærir maður miklu betur að lesa í og hlusta á hvað er sagt. Tildæmis verður miklu auðveldara að sjá og heyra hvort að ríkisstjórn sé í vörn eða í sókn. Það er greinilegt af ræðu Jóhönnu að stjórnin er í mikilli vörn.

Nú er alveg ljóst að lítið hefur þokast áfram eftir hrunið og þjóðin stendur hvergi betur síðan að þetta allt saman fór í gang. Aðgerðir ríkisstjórnar hafa meðal annars leitt til stóraukinna skatta álagna á þjóðina, svo dæmi sé tekið.

Ég vil þó sérstaklega þakka þessari ríkisstjórn fyrir það atriði að með aðgerðum hennar kom það í ljós og rann upp fyrir mér að svona á alls ekki að framkvæma hlutina. 

En hvað tekur við?

Eftir að hafa lesið vandlega í spilin þá er það alveg ljóst að Ísland hefur þurft þessa mánuði til að hreinsast og þarf fleiri.  Í stjórnmálin þurfa að veljast einstaklingar sem hvergi hafa komi á neinn hátt nálægt spillingu eða einhverju misjöfnu! Ef ekki þá munum við alltaf lenda í sama anda í framtíðinni. Það yrði aldrei hægt að rétta hlutina við af neinni alvöru.

Það á ekki að velja sér einstaklinga til stjórnunar sem hefur tildæmis mikið eignarhald í stórfyrirtæki eða fyrirtækjum sem eru í mjög mikilli skuld og við það að fara í gjaldþrot. Eins og tildæmis líka að eiga í þátttöku í að setja slíkt stórfyrirtæki í afskriftir.

Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem þiggur stórfjárhæðir frá fyrirtækjum og/eða einstaklingum í undirbúningi fyrir kosningar. 

Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem hefur einhver sérstök tengsl út í fyrirtæki eða hagsmunasamtök.

Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem kemur nálægt einhverju misjöfnu.

Það má líka nefna ýmis önnur atriði eins og tildæmis mætti sleppa algjörlega því að ríkistjórnin stormi um á flottræfilsbílum sem kosta kannski yfir 10 milljónir. Og sleppa mætti síðan alveg líka þessum einkabílstjórum. Þetta gengur út á að sína fólki lit.

Nú eru nokkuð margir einstaklingar sem gera sér hinar ýmsu vonir um samsetta stjórn flokka. Tildæmis eins og: Framsókn+Sjálfstæðisfl. eða Sjálfsstæðisfl. + VG.

Það er alveg ljóst að til að einhver stjórn eigi að virka fyrir alvöru fyrir almenning þá þarf algjörlega að hreinsa út úr öllum flokkum og velja sér einstaklinga sem eru algjörlega heiðarlegir og munu vinna af og eins og með gildum Þjóðfundar, Heiðarleiki, Virðing og Réttlæti.

Eru til einhverjir einstaklingar sem eru tilbúnir fyrir alvöru að vinna fyrir almenning á Íslandi eftir þessum nótum?

Það er því alveg ljóst að velja þarf einstaklinga til stjórnunar á Íslandi sem hvergi hafa komið nálægt neinu misjöfnu. Þeir einstaklingar þurfa líka að vera óhræddir að framkvæma hlutina. Þeir þurfa líka að vera alveg óhræddir að setja í gang nýtt kerfi fyrir Ísland að fara eftir inn í framtíðina.

Það væri nú skemmtilegt að ef inni í framtíðinni töluðu aðrar þjóðir um íslendingana sem höfðu valið sér að fara allt aðrar leiðir en höfðu verið í gangi úti í alþjóða samfélaginu.

Svona greining veitir yfirsýn yfir málin og gefur þær væntingar að til sé algjörlega heiðarlegt fólk sem vill vinna þjóð sinni mikið gagn fyrir allan almenning og án allra sérhagsmuna.

Þessvegna þarf þjóðin að gera sér grein fyrir að það þarf að losna út úr höftum flokka og vinna að því að mynda sér Utanþingsstjórn sem tæki það meðal annars að sér að búa til aðstæður fyrir nýtt stjórnarkerfi fyrir alla íslendinga.

 

 

 


mbl.is Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband