Færsluflokkur: Mannréttindi

Þjóðarheiður..Guðni Karl skrifar: Notum lýðræðislegt vald okkar til að kjósa!

Flott! Ég væri ánægður að ef við náum upp fyrir 10.000 í utankjörstaðakosningunni í Reykjavík.

skoðið nýtt efni á vef Þjóðarheiðurs: http://wix.com/Thjodarheidur/main/

Með því að segja NEI í atkvæðageiðslunni ertu ekki bara að segja nei! Atkvæði þitt gildir sem framtíðar vægi. 

Sumir koma og segja NEI bara við þessum Lögum. En aðrir koma og kjósa NEI með þeim formerkjum að aldrei verði samið um þetta.

Ég tilheyri síðari hópnum.

Síðan eru líka þeir sem mæta til að kjósa NEI gegn ofríki og valdnýðslu stjórnvalda. Einnig að kjósa með lýðræðinu gegn ofurvaldinu. Því þó þetta sé ekki fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldis Íslands þá áttið ykkur á því að við erum að kjósa LÝÐRÆÐISKOSNINGU! Helgast það af því að ríkisstjórn Íslands neitaði almenningi að fá að kjósa um þetta sjálfsagða réttindamál. Síðan færði Forseti Íslands okkur í hendur þett lýðræðislega vald. Vald sem við höfum nú og eigum að nota!

Ég tilheyri líka þeim hópi!

Það er alveg ótrúlegt að heyra í þessu stjórnarliði að segjast annaðhvort ekki ætla að kjósa eða mæta og segja x við já á kjörseðilinn. Mjög sérstakt að koma svona fram í þessum sérstöku lýðræðiskosningum!

SETJUM x við NEI á kosningaseðilinn á morgun (eða í utankjöri í dag).

 

  • ÞJÓÐARHEIÐUR liggur við, að þessum árásum á efnahagslegt sjálfstæði landsins verði hrundið.

  • ÞJÓÐARHEIÐUR krefst þess að lagalegar forsendur ríki í samskiptum landsins við aðrar þjóðir.

  • ÞJÓÐARHEIÐUR hrópar á okkur að sameinast gegn Icesave og greiða NEI í þjóðaratkvæðinu.       

 


mbl.is Tæplega 10 þúsund hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður....Guðni Karl skrifar - þjóðin er búin að fá nóg!

Ef mikill meirihluti segir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er það vantraust almennings á þessa ríkisstjórn! Vegna hvers? Vegna þess hvernig aðilar í þessari stjórn hefur komið fram við almenning í landinu. Með vanvirðinu og óheiðarleik. Með síendurteknum blekkingum og/eða hvítri lygi. Og með því síendurtekð að vinna gegn almenningi.

Því er fólk í reynd að segja að það vilji ekki hafa svona stjórn sem er svona á móti almenningi. Það er ekki bara það að fólk á ekki að borga þetta Icesave! Það er fast í huga fólks hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við það. Og gert allt sem hún getur til að vinna gegn vilja fólksins í stað þess að vinna með því.

Við erum því ekki að bara að kjósa NEI við Icesave!

Við erum líka að kjósa NEI við valdnýðslu!

 Því er alveg ljóst að þjóðin mun að skipta sér í tvær fylkingar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna:

1. þjóðin (sem sagði NEI og fékk nóg af viðræðu ruglinu)

2. ríkisstjórnin

Mun ríkisstjórnin hafa eitthvað svar við því?

Það er í reynd alveg ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hefur komið fram við almenning á Íslandi undanfarna mánuði með vanvirðingu, með því að ætla sér að vinna gegn almenningi og setja í peningaálög þau sem  þessi einkabanki bjó til. Ef hér á landi hefði verið almennileg ríkisstjórn þá hefði hún staðið með þjóð sinni í þessu máli, i stað þess að vinna gegn þjóðinni og vera að því í marga mánuði.

Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórn hafi ætlað sér ítrekað að koma fram við almenning á Íslandi með því að sýna því vanvirðingu með því að láta sér detta í hug að ælta að fresta þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Festa skal einnig nöfn þessara manna og kvenna sögubækurnar.

Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við almenning í landinu undanfarna mánuði. 

Festa skal í sögubækurnar hvernig þessi ríkisstjórn hefur sýnt almenningi yfirgang, hroka og valdnnýðslu í þessu máli. Og allt í því henni til vansa.

Festa skal í sögubækurnar að ríkisstjórn fór með lýðræðið í þver öfuga átt heldur en hún hefði átt að gera þegar að hrunið var. Eftir að allar kröfur fólks voru á þann veg að fá meiru ráðið. Eins og vilja nýja stjórnarskrá, opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, opna fyrir lýðræðið osvfrv.

 

*Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!*

 

Hér eru blogg nokkurra félaga í samtökunum Þjóðarheiður:

Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/

Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/

Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/

Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/

Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/

Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/

Hér er heimasíða samtakana sem tekur daglegum breytingum:

http://wix.com/Thjodarheidur/main/

Ef áhugi er að ganga til liðs við okkur:

netfangið er: thjodarheidur@gmail.com

 


mbl.is Engin niðurstaða í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður......Guðni Karl skrifar

Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að koma því inn í fólk með því að koma að því í fréttum að allt virðist benda til að þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni verði dræm.

Við skulum bíða og sjá til!

Þeim sem er umhugað um framtíð sýna mæta auðvitað til að kjósa og láta stuðning sinn við einhvern flokk engvu skipta! En að segja að úrslit þessara kosninga skipti litlu máli er blekking.

Í samtökunum Þjóðarheiður er fólk sem kemur úr allri flóru stjórnmálaflokka. Jafnvel úr engvum flokki eins og ég.

Á síðustu þremur dögum hafa meðlimir samtakana meira en tvöfaldast frá stofnfundinum.  Við erum staðráðnir að verja heiður Íslands, nær sama hvað það kostar.

Áfram Ísland! VIÐ SEGJUM NEI VIÐ ICESAVE!


mbl.is Mikill áhugi erlendra fjölmiðla á þjóðaratkvæðagreiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður......Guðni Karl skrifar:

Samtökin Þjóðarheiður vefsíða: http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/

Hættið þessu og leyfið þjóðinni að kjósa á laugardaginn! Það yrði borin meiri virðing fyrir stjórninni ef hún hætti viðræðum strax!

 

Jóhanna talaði um að það gæti verið hagkvæmt að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til hvers? Jafnvel þó henni yrði frestað um viku þá þarf að ræða nýtt frumvarp á alþingi, þar að segja ef þau næðum nýjum samningi sem þau telja hagstæðari. Þá þurfa þau lög að vera samþykkt á alþingi til að við fáum að kjósa um þau! Og síðan Forsetinn að láta okkur kjósa um þau lög í stað þessa. Það er minn skilningur að öðruvísi sé þetta ekki hægt því ekki er einfaldlega hægt að skipta um lög til að kjósa um! Allt annað er blekkingaleikur og til þess gert að draga málin á langinn.

En hvað segir Forsetinn? Ef ríkisstjórnin fer með nýja samþykkt sérstaklega með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Ætla þau að fá hann til að samþykkja það að láta þau í þjóðaratkvæðagreiðslu? Málin snúist við í andhverfu sína. 

Ég hef engva trú á að hugur fylgi máli að veita þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu og afgreiða málin þannig frá þinginu. Sérstaklega eftir því að hafa neitað um það þar áður.

Ég á bágt með að Forseti Íslands láti fara svona með sig. Það er jú algjör vanvirðing við hann að ætla sér að láta hann ganga á bak orða sinna með að hafa gefið almenningi þetta tækifæri að fá að kjósa um þetta mál. Að ætla sér að koma með nýja samþykkt til hans áður en þau fyrri er kosið um.  Ég býst fastlega við að hann muni svara því til að við eigum að klára þau mál sem á eftir að kjósa um heldur en að kjósa um ný.

Svo er það nú algjörlega skammarlegt hverning ríkisstjórnin vinnur í þessu máli. Einmitt vegna þess að ef það er rétt sem sagt er að Bretar og Hollendingar vilji allt gera til að ná að semja áður en að þjóðaratkvæðagreiðslunni er komið. Ef allt væri með felldu þá átti ríkistjórnin að standa gegn slíku og standa með þjóð sinni í stað þess að vera einhver kjölturakki þessara þjóða og gera það sem þær vilja.

Það er óneitanlega skrýtin staða að hræðsla ríkisstjórnar er sú sama og þeirra Breta og Hollendinga. Hræðslan við að láta þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.

Svo ég komi enn og aftur inn á þetta þá er algjörlega ljóst að réttlátast fyrir þjóðina væri að hætta öllum samningum og leyfa þjóðinni að segja sitt um þetta mál! Þá væri jú þjóðin búin að segja álit sitt á þessu ef hún kýs NEI við lögunum og hefði það forvægisgildi fyrir aðrar þjóðir að þora að standa gegn þessum nýlenduveldum. Eins og tildæmis fyrir Grikki. Ég er mjög viss um að alþjóða samfélagið muni líta upp til Íslands ef þetta yrði raunin. Það yrði litið upp til litla Íslands í framtíðinni.

En hvað tæki við? Nú, við eigum bara að bíða og sjá til hvort Bretar og Hollendingar muni fara í mál við okkur. En það er alveg ljóst að þeir yrðu með réttu að höfða mál gegn þrotabúi bankans. Gegn þeim sem áttu þennan banka þegar að þetta allt varð til.

En hvað með Ísland? Verður þessi stjórnarkreppa sem alltaf er verið að hræða okkur með? Hvað skiptir það máli í samhenginu? Bíðið, það er hvort sem er  þegar stjórnarkreppa. Því það er alveg ljóst að það þorir enginn að taka við ef stjórnin félli. En ef allt væri rétt þá ætti hún að segja af sér vegna þess að hafa ekki tekist betur að takast á við þetta mál sem og önnur mál fyrir alvöru eins og málefnum heimilanna. Þeir einu sem myndu þora að stjórna landinu væru almenningur sjálfur með aðstoð launaðra sérfræðinga.

Því skiptir okkur svo miklu máli að mæta til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Því hún skiptir svo miklu fyrir framtíð fólks. Ekki bara útkoman, heldur og hvað gæti orðið hér með framhaldið. Ég skora á alla sem munu segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni að tala við alla sem þeir þekkja til að fá þá að mæta á kjörstað og setja X við NEI á atkvæðaseðilninn.

KOMA SVO!

 

Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!

 

Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakana Þjóðarheiður:

Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/

Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/

Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/

Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/

Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/

Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/

 

 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður - gegn Icesave....Guðni Karl segir:

Við munum berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan á ólögin 30. desember 2009 fari fram!

Hverjar eru eiginlega hvatir stjórnarandstöðunnar með því að halda þessu umræðum áfram og sýna þjóðinni svona vanvirðingu?

Átti þetta fólk ekki að vera kosið af fólki fyrir fólk? Eða var það ekki það sem  sögðu almenningi? Hvernig er þá hægt að standa gegn vilja Forsetans í þessu máli? Er það ekki líka vanvirðing gagnvart honum líka?

Hvað segir það ykkur að þessi áhugi nýlenduveldanna að vilja halda þessum umræðum áfram þó þeir hafi áður sagt síðast að það sem samninganefndin kom með heim hafi verið þeirra síðasta tilboð?

Það skal hamast eins og þeir geta til að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna því þeir eru hræddir við útkomuna. Sem og stjórnin.

Viðræðunefndin hefur ekkiert umboð frá þjóðinni til að gera Bretum og Hollendingum tilboð.

Icesave skuldin er eingöngu skuld þrotabús Landsbankans, en ekki skuld þjóðarinnar!

Hversu lengi getur þjóðin þolað sífellda og endalausa vanvirðingu gagnvart almenningi á Íslandi? Er ekki komið nóg? Þarf ekki þjóðin að velja framtíð sýna sjálf?

nei_icesave2_965962.jpg  Við munum berjast gegn svikum við þjóðina!

 

 

 Hér slóðin á heimasíðu samtakana sem er í þróun og er aðeins upplýsingasíða

http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/

Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!

Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakanna Þjóðarheiður:

Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/

Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/

Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/

Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/

Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/

Látið vita af fleiri bloggum!


mbl.is Samninganefndin enn í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður samtök gegn Icsave!

Við erum ný samtök sem stöndum vörð um Ísland. Þegar eru komnir 33 meðlimir.

ég> Það er algjörlega á hreinu að við munum gera allt sem við getum til að verja Ísland! Við segjum algjört NEI við Icesave! Við munum setja í gang einörð mótmæli til að verja Ísland! Eftir okkur verður tekið út í þjóðfélaginu næstu daga fram að þjóðaratkvæðagreiðslu og á kosningadaginn! 

Ef hinsvegar á að svíkja okkur um þjóðaratkvæðagreiðsluna þá getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar!

nei_icesave2_965962.jpg

 

 

 

 

 

 

Hér er fyrsta yfirlýsing samtakana!

 

 Þjóðarheiður - samtök gegn Icesave

Yfirlýsing um málstað Íslands

Icesave-deilan varðar lög og rétt. Það voru mistök hjá stjórnvöldum að gera ágreining um málefni einkabanka að pólitísku og þjóðréttarlegu samningamáli. Allt frá stofnun Alþingis árið 930 hefur metnaður og heiður þjóðarinnar staðið til, að með ágreiningsefni væri farið að lögum. Um Icesave-útibú Landsbankans gilda skýrar lagareglur og þjóðin á heimtingu á, að stjórnvöld gæti þeirra hagsmuna sem þeim er falið að gæta, með heiður og sæmd almennings að leiðarljósi.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hafna því að íslenskum almenningi verði gert skylt að axla skuldaklyfjar, sem eru til komnar vegna starfsemi Icesave-útibúa Landsbankans. Hvorki stjórnarskrá lýðveldisins né regluverk Evrópusambandsins heimila slíkar álögur. Þjóðarheiður telur að engar forsendur séu fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, hvorki Landsbankans né annarra. Nýta verður þann meðbyr, sem þjóðin nýtur erlendis, til að halda fram heiðarlegum og réttum málstað Íslands.

Fullveldi íslenskrar þjóðar hefur ekki verið framselt í hendur stjórnvalda og samtökin Þjóðarheiður munu ekki ljá máls á vanhelgun stjórnarskrárinnar með slíkum gjörningi. Samtökin hafna öllum málamiðlunum og undanlátssemi gagnvart kröfum gamalla nýlenduvelda. Hugmyndir um uppgjöf fyrir ósanngjörnum og ólöglegum kröfum Bretlands og Hollands verða ekki liðnar. Þjóðarheiður mun berjast af einurð gegn slíkum svikum.


• Íslendingar, stöndum vörð um heiður þjóðarinnar.

 

Hér er linkur á upplýsingasíðu samtakana:

http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir það að neita Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Almenningur væri búinn að segja NEI við þessum Lögum merkir í mínum huga að almenningur á ákvörðunarréttinn!

'Akvörðunarrétturinn er það næsta eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ath. Gömlu lögin voru aldrei kláruð því Bretar og Hollendingar neituðu fyrirvörum íslendinga í þeim samning. Það þýðir að Bretar og Hollendingar samþykktu aldrei þaum Lög, þann samning frá íslendingum. 

Því féll hann úr gildi. Því eingöngu var gengið í að búa til nýjan samning sem almenningur er að (og á réttinn) fara að kjósa um.

Stjórnvöld gengu í það að fara í nýjar samningarviðræður þrátt fyrir að hafa búið til ný Lög sjálfir sem voru byggð af samningi. Lög sem þeir voru búnir að samþykkja sjálfir, en ekki Forseti né almenningur. Með því að setja þrjá anga í að klára lögin (alþingi, Forseti, almenningur) var verið að setja saman sameiginlega ákvörðun. Þar að segja ef almenningur sem á síðasta orðið samþykkir þá eru lögin í gildi. 

Svo að fari ekkert á milli mála þá merkir það að allir þessir aðilar þurfa að samþykkja Lögin til að þau myndu ganga í gildi! Þar að segja, ef almenningur gerði það, þá mun Forseti samþykkja Lögin og þau gengju yfir þjóðina. Á sama hátt mun Forseti ekki samþykkja Lögin ef almenningur neitar þeim.

Það að enn sé eftir að svara ókláruðu máli gefur ríkisstjórn ekki leyfi til að ganga til samninga á meðan að málið er óklárað. Staðan væri sú eingöngu ef Forsetinn hefði neitað Lögunum og sent þau til baka til Alþingis (sem hann gerði ekki).

Síðan kemur að ákvörðun íslendinga:

Sú besta væri að hætta öllum viðræðum við Breta og Hollendinga.  Málið er Lagalegt sem slíkt en siðferðislegt gagnvart almenningi sem tók ekki þátt í að mynda skuldina. Málið er því ekki pólitískt!

Lagalegt í þeim skylningi að fara á eftir Lögum og Reglugerðum í viðskiptum einkaaðila, í þessu tilfelli banka. 

Nú getið þið setið og vellt þessu fyrir ykkur hvert Bretar og Hollendingar eiga að snúa sér til að fara í mál við til að gera sínar tilraunir til að fá í þeirra kröfur.

 

 

 


mbl.is Frekari fundir ekki ákveðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim út, heim, út, heim, út..........

 

SickGaspToungeAngryHversu lengi ætla þau sér að halda þessu óhæfurverki áfram? Að setja þjóðina í ánauð vegna fjárglæframanna?

Vonumst svo sannarlega eftir að akkúrat ekkert gerist meira fyrr en eftir Þjóðaratkvæðagreiðslu!

I fréttum Sjónvarps virtist svo vera að einhver örvænting sé komin í stjórnarliðið því nú segjast þau ætla að fara yfir prósenturnar og málin aftur og fjármálaráðherra muni næst skoða málið.

Drífa sig svo til að kjósa!

Stórt NEI við Icesave


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalegt rugl er þetta orðið!

Ef þetta væri rétt þá myndi nýr samningur vera tekinn fyrir á alþingi með það sérstaklega fyrir augum að Forseti muni ekki samþykkja þau lög og leggja þau fyrir þjóðina í staðinn fyrir þau sem bíða atkvæðagreiðslu?! þetta er brandari orðinnGrinAngry

Skoðið þennan texta vandlega!  Og berið það saman við þá leið sem farin var á lögin sem bíða.

Málið er að ef þetta væri raunin þá frumvarpið til laga að fara í umræðu sérstaklega með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það. Ég bara spyr! Þarf ekki stjórnlagabreytingu til þess? Eða eru þetta ekki tvö mál sem þarf að ræða sérstaklega?

Síðan gætu stjórnaflokkar jú aldrei samþykkt slíkt. Einmitt vegna þeirra ráðherra yfirlýsingar í fréttum eins og Össurs og Steingríms. Síðan það að hafa ekki samþykkt þjóðaratkvæðagreiðslu þegar að kosið var um það á þingi.

Hringavitleysa sem ég er nokkuð viss um að forheimskir þingmenn átta sig ekki á hvað þeir eru komnir í!

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar varðandi fréttina

Ef um lokasvar var að ræða frá Bretum og Hollendingum hvernig geta þau þá komið með gagntilboð?

Loka örvænting eða býr eitthvað annað þarna að baki? Yrði það tilboð samþykkt af Bretum og Hollendingum því að það yrði svo lítið frábrugðið þeirra?

Ætlar íslenska saminganefndin að semja afsér?

Hversvegna ekki að bara hætta þessum umræðum meðan að þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram? Það segir jú líka að þetta sé þeirra loka tilboð.


mbl.is Fundur hafinn um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband