Færsluflokkur: Lífstíll

Er sjálfbærni í umræðunni?

Ég velti því fyrir mér hversvegna að Lilja vekji athygli á sjálfbærni einmitt núna þegar að ég hef verið að vekja sérstaka athygli á hugmynd mína um svokallað:

Sjálfbærniþorp

vestursvaedi.jpg

Hugmynd sem er sennilega ein sterkasta aðferð við að gera Ísland að heildar-sjálbæru samfélagi. En hugmynd mín er mjög fjölþætt og tekur á félagslegri sjálfbærni líka.

Ég ætla leyfa mér hér að fullyrða að ég hef eina sterkustu aðferð við að byggja Ísland að fullu upp á grundvelli sjálfbærni í sem víðastri mynd.

 

Skoðið:

http://samfelagvesturs.weebly.com/

Einnig þennan pistil um atvinnumöguleika sjálfbærnisamfélaga:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1203123/


mbl.is „Vil endurvekja grunngildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnu uppbygging í krafti fjölfærnisamfélags

 

 Sjálfbærniþorpið

    er alvöru hugmynd fyrir einstaklinga og fjölskyldur

vestursvaedi.jpg

 

 

 

 

Þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt hafa eflaust tekið eftir því að ég hef verið að auglýsa "Sjálfbærniþorpið" sem er hugmynd mín sem snýst um sjálfbærni í sem víðastri mynd.

 

 

Með þessum pistli vil ég benda fólki á möguleika Sjálfbærnisamfélags að stórefla atvinnu á svæðum þeim sem það snýr að. Hér tek ég til starfsemi sem snýr að Vesturlandi og Vestfjörðum.

Við það að byggja upp svæðið þar sem sjálfbærnisamfélag yrði sett upp þá yrðu til 30-50 störf bara við framkvæmdir að byggja samfélagið upp.

Þegar að samfélagið færi í gang yrðu til 90+ störf við ýmsa starfsemi.

Þegar að sjálfbærniverkefni verða til þá geta þau stóreflt atvinnustarfsemi þess landsfjórðings sem þær heyra til. Þannig er hægt að sjá fyrir sér fólksfjölgun á svæðunum vegna nýrra verkefna og vegna eflingar á ýmsum verkefnum. 

Fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur með vaxtalausum lánum gæti líka verið nálgun á að byggja upp fjölfærnisamfélag sem byggir á allan hátt að sjálfbærni í sem víðastri mynd.

Skoðið:

http://samfelagvesturs.weebly.com/


Ekki fara í Bíl

Þó að það sé mjög gagnlegt að vekja athygli á þýðingu menningar og lista í hinu daglega lífi, þá er nú samt athyglisvert að fara yfir þennan lista sér til skemmtunar og skoða hvað í daglegu lífi manns ekki sé hægt að vera án! og hvað maður getur verið án ef eitthvað er:

Svo má líka beina sjónum á það hverjir hafa efni á því að njóta þess að fara í leikhús eða á tónlistarviðburði. Því að það eru mjög margir þeirra sem eru í lægri launaflokkum sem hafa ekki efni á að njóta lista eins mikið og þeir efnameiri.

Boðorð BÍL á deginum eru eftirfarandi:

  1. Ekki fara á listasöfn, hönnunarsöfn, gallerí eða minjasöfn sem geyma listaverk.  SAKLAUS
  2. Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni. SEKUR
  3. Ekki fara á tónleika. SAKLAUS
  4. Ekki hlusta á tónlist, hvorki af CD, vínyl, snældu, stafrænum tónlistarspilurum né snjallsímum (hringitónar meðtaldir). SEKUR
  5. Ekki spila tölvuleik með grafískri mynd. SAKLAUS
  6. Ekki fara á danssýningu. SAKLAUS
  7. Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta. SEKUR
  8. Ekki fara í leikhús. SAKLAUS
  9. Ekki horfa á kvikmynd, hvorki í bíó, af tölvu, í sjónvarpi né hverskonar skjá SEKUR
  10. Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan. SEKUR
  11. Ef tónverk heyrist í sjónvarpi eða útvarpi ber að lækka niður í tækinu. SEKUR
  12. Ekki horfa á byggingar sem eru hannaðar af arkitekt. SAKLAUS? SEKUR í tölvu
  13. Ekki horfa á eða ganga um garða sem eru hannaðir af landslagsarkitekt. SAKLAUS
  14. Ekki horfa á eða ganga í sérhönnuðum fötum eftir fatahönnuð. SEKUR í tölvu
  15. Ekki gera neitt eða njóta neins sem hægt væri að túlka sem list eða hefur í sér listrænt gildi, þar með talin verk dansara, hönnuða, kvikmyndagerðarmanna, leikara, myndlistar-manna, rithöfunda og tónlistarmanna. SEKUR

mbl.is Dagur án lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið á eftirdragi - myndir af mótmælum

Í dag er dapurlegur dagur í Íslandssögunni. Dagur sem fer í sögubækurnar fyrir ómerkilegan fund æðstu ráðamanna á Íslandi sem og lið hins erlenda alþjóða yfirgróðasjóðs sem nefndur er: Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.

Mættur voru nokkrir mótmælendur til að mótmæla fyrir utan Hörpuna vegna fundar IMF og ríkistjórnar um svokallaða meinta árangur á að endurreisa Ísland út úr fjármálasukkinu.

Kl. 12.20 kveiktu mótmælendur á 50 blysum.

Nokkrar skondnar persónur voru mættar á staðinn. Þar var tildæmis svartklæddur maðurinn með Ljáinn með dauðans bros á vör.

Helga Björk kom svo inn á svæðið á gömlu hvítu druslunni. Sí flautandi með vel merkta Ruslatunnu í eftirdragi. Hefur sjálfsagt ætlað að veiða eitthvað af liðinu þarna inni í hana.

Ég skrapp niðureftir til að taka þátt og taka nokkrar myndir með.

Hér eru 11 myndir af mótmælunum

nr1_1118139.jpgnr_2_1118140.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_3_1118141.jpgnr_4_1118142.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_5_1118143.jpgnr_6_1118144.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_7_1118145.jpg

 

 nr_8_1118147.jpgnr_9_1118148.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_10.jpgnr_11_1118150.jpg

 

 

 

 

 

 

 


Ég velti því fyrir mér

>samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang.

Var samsláttur í hagkerfinu þá hugsanlega vegna Lúsagangs? Og eftir það hafi peningavélin farið á nýju í gang?

Bara svona til gamans að nota samlíkingunaWink

 

 

Alda félag um sjálfbærni og lýðræði - fundarboð

http://alda.is/?p=789

 


mbl.is Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbærniþorp hvað er það?

Auglýsing frá Sjálfbærni og Lýðræðisfélaginu Öldu (sem ég er félagsmaður í):

 Á miðvikudagskvöld verður Lýðræðisfélagið Alda með fund í málefnahóp um sjálfbært hagkerfi. Á fundinum verða markmið vetrarins skilgreind ásamt því að skoðaðir verða möguleikar fyrir sjálfbærniþorp á landsbyggðinni þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og samvinnu íbúa í nærumhverfi. Stórgóð hugmynd sem vert er að rannsaka en hún er sprottin úr kolli Guðna Karls, félagsmanni. 

Komið og verið með!  Fundurinn er sem fyrr segir næsta miðvikudag kl. 20.30 og er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4.

Eins og segir í auglýsingunni þá mun ég setja í gang umræðu um hugmynd mína: "Sjálbærniþorp".

 Sjá líka auglýsingu á heimasíðu Öldu:

http://alda.is/?p=789


Framtíð Þingvalla

Ég er á þeirri skoðun að það væri alveg sjálfsagt að byggja sérstaka varanlega aðstöðu fyrir stórhátíðir eins og þær sem tengjast afmælum þjóðarinnar. Eitthvað skemmtilegt svæði á reitnum þar sem gamla Hótelið var. Sérstaklega með tilliti til þess hvaða sess Þingvellir eiga meðal þjóðarinnar.

 Mér finnst dálítið vanta á að hefja Þingvelli til fyrri vegs og virðingar.

Ég er þá að tala um sértakt hátíðarsvæði í sér-íslenskum stíl. 

Ég er hinsvegar alveg sammála honum Hjörleifi að ekki ætti að byggja Hótel á Þingvallasvæðinu.

 

Ég vil nota tækifærið að hvetja ykkur að fara inn á heimasíðu Öldu sem er félag um Sjálfbærni og Lýðræði, til að lesa þar  grein um "Sjálfbærni og Mannlíf" sem ég hef fengið birta þar.

Greinin er undanfari verkefnis sem stendur til að verði sett í gang í næstu viku.

Greinin byrjar hægra megin á forsíðu:

Hér er linkurinn: http://alda.is

 


mbl.is Þingvellir verði lausir við bústaði og hótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbærni og mannlíf

Eftirfarandi eru glefsur úr grein minni um "Sjálfbærni og mannlíf" inni á heimasíðu Lýðræðisfélagsins Öldu. En restina er hægt að lesa með því að heimsækja heimasíðu félagsins.

..........................................Flest öll verkefni hafa snúist um kröfuna um að græða sem mest og með því geta sagst  hafa veitt fullt af fólki atvinnu við að setja verkefnin í gang.  Margar þær aðgerðir hafa verið á kostnað landsins okkar með eyðileggingu á náttúrunni og ofnotkun af lífríkinu þar sem litlu er skilað til baka. Hámarks ágóði hefur því verið krafan hvað sem það kostar, á kostnað landsins, með þeirri mengun sem því fylgir og lífríkið hefur skaðast mikið..........

Í stað þess væri hægt að byggja grunn á því að setja í gang fjölverkefni sem færa sig í áttina að allri þeirri tengingu til landins þannig að almenningur njóti þeirra verkefna sem sett væru í gang í sameiningu og án eyðileggingar. Öll þau verkefni sem unnið væru að yrðu þannig tengd saman með sérstökum líffræðilegum grunni þar sem allir þættir lífsins koma inn þar sem þess er kostur ..................

Endilega lesið restina af grein minni á heimasíðu Öldu: 

http://alda.is

Greinin byrjar hægra megin á forsíðu.

Greinin er undanfari stærra verkefni míns um Sjálfbærni og mannlíf sem opinberast í næstu viku.

 


Við viljum alvöru lýðræði!

 
 
Lýðræði á Íslandi er blekking
 
 
 
15okt.jpg

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við viljum alvöru 
 
lýðræði!
 
 
Mótmæli okkar eru samstöðumótmæli sem standa í yfir 80 löndum þann 15. október. Þar sem fólk kemur saman til að mótmæla bankakerfinu og stjórnvöldum. En algjörlega friðsöm mótmæli sem byggjast á að koma saman með smá uppákomur frekar en að vera með ræðuhöld.

mbl.is Tólf mótmælendur deyddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Nubo bréf!

Og í bréfinu á að standa að við íslendingar viljum og þurfum sjálfir að taka okkur saman til að efna til sér-íslenskra verkefna sem nýtast okkur sjálfum til eflingar almennings, með afkomu og atvinnu að leiðarljósi.

Sjálfsagt væri að selja útlendingum aðeins AFURÐINAR.

Bjóðum honum síðan að kaupa okkar eigin afurðir!

 


mbl.is Boðið að bæta við upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband