Niðurlægjandi fyrir Jóhönnu og hennar stjórn

Það mátti svosem búast við þessu. Ég reiknaði svo sem aldrei með að þetta færi í gegn. Það er fáránlegt að það þurfi 2/3 hluta þingmanna til að samþykkja þessi lög. Mér fannst alltaf þarna á fundinum í Iðnó að þegar minnst var á að athuga þetta og nefnt að það þyrfti að skoða hvort það þurfti 2/3 hluta þá væri ekki á von að vísa.

Ef ég hefði heyrt á fundinum nefnt sérstaklega að það ætti að athuga hve marga þingmenn þyrfti til að samþykkja þetta þá hefði ég frekar trúað.

Síðan er það alveg dæmigert fyrir Sjálfstæðismenn að vera á móti réttlætismáli eins og þessu. Bera því m.a. við að það væri ekki tími. 

Nú er spurningin sú: ef í alvöru þarf 2/3 hluta þingmenn til að samþykkja þetta hvernig væri hægt að breyta þeirri tölu?

Svo virðist að bréf mitt til Forseta um þetta mál sem ég sendi áður en að háttvirt Jóhanna mætti á Bessastaði hafi ekki náð tilgangi. Þessa réttmætu kröfu er verið að svíkja kjósendur um.

Þó ég viti ekki um það þá reikna ég með að Forsetinn hafi sett það sem eitt af skilyrðum fyrir þessa stjórn að kanna sterklega möguleikana að koma á Persónukjöri. Hugmyndin kom frá mér til hans í bréfi og í því stakk ég einfaldlega upp á að fólk fengi að kjósa fólk í kjörklefanum. Að fólk fengi að velja manneskjuna þar í staðinn en í einhverju prófkjöri.

 

 


mbl.is Persónukjör ekki lögfest nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er stuðningsmaður persónukjörs, vil helst hafa það í formi einmenningskjördæma en ég verð að segja að ég er sammála Sjálfstæðismönnum þarna, ef lögum yrði breytt fyrir þessar kosningar með svona stuttum fyrirvara þýðir það að ógilda þarf öll utankjörfundaratkvæði sem þegar er búið að skila inn og í sumum tilvikum myndi það líka þýða að slatti fólks gæti ekki kosið upp á nýtt. Reglurnar verða að vera ljósar áður en farið er að taka við atkvæðum.

Gulli (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Gulli. Má ekki segja að það var vitað að þetta gengi ekki í gegn þegar að utankjörfundaratkvæði bærust inn? En eru þau einhver annars komin inn?

Varðandi reglurnar þá hefði verið alveg nógur tími til að gera þær ljósar í frumvarpinu. Var annars ekki fresturinn á utanatkvæðagreiðslunni um daginn m.a. gerður til að stjórnin hefði meiri tíma til að fara í gegnum þetta mál?

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband