Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 1. nóvember 2011
Ekki fara í Bíl
Þó að það sé mjög gagnlegt að vekja athygli á þýðingu menningar og lista í hinu daglega lífi, þá er nú samt athyglisvert að fara yfir þennan lista sér til skemmtunar og skoða hvað í daglegu lífi manns ekki sé hægt að vera án! og hvað maður getur verið án ef eitthvað er:
Svo má líka beina sjónum á það hverjir hafa efni á því að njóta þess að fara í leikhús eða á tónlistarviðburði. Því að það eru mjög margir þeirra sem eru í lægri launaflokkum sem hafa ekki efni á að njóta lista eins mikið og þeir efnameiri.
Boðorð BÍL á deginum eru eftirfarandi:
- Ekki fara á listasöfn, hönnunarsöfn, gallerí eða minjasöfn sem geyma listaverk. SAKLAUS
- Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni. SEKUR
- Ekki fara á tónleika. SAKLAUS
- Ekki hlusta á tónlist, hvorki af CD, vínyl, snældu, stafrænum tónlistarspilurum né snjallsímum (hringitónar meðtaldir). SEKUR
- Ekki spila tölvuleik með grafískri mynd. SAKLAUS
- Ekki fara á danssýningu. SAKLAUS
- Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta. SEKUR
- Ekki fara í leikhús. SAKLAUS
- Ekki horfa á kvikmynd, hvorki í bíó, af tölvu, í sjónvarpi né hverskonar skjá SEKUR
- Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan. SEKUR
- Ef tónverk heyrist í sjónvarpi eða útvarpi ber að lækka niður í tækinu. SEKUR
- Ekki horfa á byggingar sem eru hannaðar af arkitekt. SAKLAUS? SEKUR í tölvu
- Ekki horfa á eða ganga um garða sem eru hannaðir af landslagsarkitekt. SAKLAUS
- Ekki horfa á eða ganga í sérhönnuðum fötum eftir fatahönnuð. SEKUR í tölvu
- Ekki gera neitt eða njóta neins sem hægt væri að túlka sem list eða hefur í sér listrænt gildi, þar með talin verk dansara, hönnuða, kvikmyndagerðarmanna, leikara, myndlistar-manna, rithöfunda og tónlistarmanna. SEKUR
Dagur án lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 6. september 2011
Favorites of Pan - ljóð
Hér er ljóð eftir Archibald Lampman
sem var dálítið kveikjan að bloggpistli mínum í gær.
FAVORITES OF PAN
Once, long ago, before the gods
Had left this earth, by stream and forest glade,
Where the first plough upturned the clinging sods,
Or the lost shepherd strayed,
Often to the tired listener's ear
There came at noonday or beneath the stars
A sound, he knew not whence, so sweet and clear,
That all his aches and scars
And every brooded bitterness,
Fallen asunder from his soul took flight,
Like mist or darkness yielding to the press
Of an unnamed delight,--
A sudden brightness of the heart,
A magic fire drawn down from Paradise,
That rent the cloud with golden gleam apart,--
And far before his eyes
The loveliness and calm of earth
Lay like a limitless dream remote and strange,
The joy, the strife, the triumph and the mirth,
And the enchanted change;
And so he followed the sweet sound,
Till faith had traversed her appointed span,
And murmured as he pressed the sacred ground:
"It is the note of Pan!"
Now though no more by marsh or stream
Or dewy forest sounds the secret reed--
For Pan is gone--Ah yet, the infinite dream
Still lives for them that heed.
In April, when the turning year
Regains its pensive youth, and a soft breath
And amorous influence over marsh and mere
Dissolves the grasp of death,
To them that are in love with life,
Wandering like children with untroubled eyes,
Far from the noise of cities and the strife,
Strange flute-like voices rise
At noon and in the quiet of the night
From every watery waste; and in that hour
The same strange spell, the same unnamed delight,
Enfolds them in its power.
An old-world joyousness supreme,
The warmth and glow of an immortal balm,
The mood-touch of the gods, the endless dream,
The high lethean calm.
They see, wide on the eternal way,
The services of earth, the life of man;
And, listening to the magic cry they say:
"It is the note of Pan!"
For, long ago, when the new strains
Of hostile hymns and conquering faiths grew keen,
And the old gods from their deserted fanes,
Fled silent and unseen,
So, too, the goat-foot Pan, not less
Sadly obedient to the mightier hand,
Cut him new reeds, and in a sore distress
Passed out from land to land;
And lingering by each haunt he knew,
Of fount or sinuous stream or grassy marge,
He set the syrinx to his lips, and blew
A note divinely large;
And all around him on the wet
Cool earth the frogs came up, and with a smile
He took them in his hairy hands, and set
His mouth to theirs awhile,
And blew into their velvet throats;
And ever from that hour the frogs repeat
The murmur of Pan's pipes, the notes,
And answers strange and sweet;
And they that hear them are renewed
By knowledge in some god-like touch conveyed,
Entering again into the eternal mood,
Wherein the world was made.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. ágúst 2011
Neyðarlegt
1. Stjórnendur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu leigðu skipið Hafsúluna fyrir einkaveislu á Menningarnótt. Samkvæmt heimildum DV voru um 150 manns í skipinu en reiknað hafði verið með fleiri. Matur frá veitingastað í Hörpunni var borinn á borð en staðirnir í Hörpu eru tveir auk veisluþjónustu. DV hefur ekki upplýsingar um frá hvaða veitingastað maturinn kom.
Ekki hefur fengist staðfest hvað borgað var fyrir siglinguna en samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila skipsins er það leigt út minnst þrjá klukkutíma í senn og kostar leigan á bilinu 200 til 600 hundruð þúsund krónur. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV vegna málsins segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, að veislan hafi verið fyrir erlenda blaðamenn.
2. Þegar DV hringdi í Steinunni Birnu við vinnslu fréttar um siglingu stjórnenda á Hafsúlunni vildi hún ekki svara spurningum í síma, heldur sagðist ætla að svara skriflega. Já, heyrðu ég er að rjúka hérna bara inn á smá fund en ég skal senda þér smálínu sem þú mátt nota, bara upplýsingar til baka á netfangið, sagði Steinunn Birna tónlistarstjóri þegar blaðamaður spurði hana hvort það væri rétt að skipið Hafsúlan hefði verið leigt af starfsmönnum á Menningarnótt.
Eftir að hún kvaddi blaðamann virðist sem hún hafi ekki slitið símtalinu en snéri sér að einhverjum sem var hjá henni og mátti greinilega heyra hana segja: Núna nota ég trikkið sko, þeir eru að fara að blása þetta upp, að það hafi verið eitthvað elítuboð á Hafsúlunni. Hvort þetta sé rétt, þessi orðrómur. Þá nota ég trikkið sem Andrés kenndi mér, bara að segja þeim að senda þér, að þú sért að rjúka inn á fund, bara að senda tölvupóst, sagði Steinunn Birna. Gera má ráð fyrir því að Steinunn hafi þarna verið að vísa í almannatengilinn Andrés Jónsson.
*Neyðarlegt fyrir hana. Þau ættu þó kannski að snúa þessu upp í beinlínusamband
* Ætli blaðamaður sé búinn að komast að því hversu margir íslenskar Elítur hafi verið í veislunni? Og hversu margir erlendir blaðamenn?
* Ætli blaðamaður sé búinn að fá upplýsingar um hvenær og hvernig eigi að endurtaka leikinn?
*Er það kannski svona sem á að fara með rekstursfé Hörpunnar? Þeir spila sig hátt sem komast í feitt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Skemmtilegar breytingar á bloggi
Góðir bloggvinir og gestir. Á þessum sólríka sumardegi.
Ég hef ákveðið að breyta bloggi mínu með því að breyta Hausnum og setja inn nýjan haus vikulega. Allt eru þetta breyttar (smækkaðar í standard blogghaus stærð) myndir sem ég hef sjálfur tekið úti um allt land.
Ég mun að sjálfögðu blogga inn greinar um mínar skoðanir á landsmálum og öllu því sem ég hef áhuga á í dagsins amstri.
Vonandi hafið þið skemmtun af og njótið nú vel
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Ó, eru þeir tilbúnir?
Það segir hvergi í þesari frétt hvenær þessi vantrausttillaga verði lögð fram. Sagði hann það? Vænlegra væri að klára frumvarp um persónukjör áður en þetta verður gert.
Flokksvaldið á Íslandi er ekki að átta sig á hversu mikil gjá er á milli þings og þjóðar. Sífellt fleiri munu ekki mæta til að kjósa. Við þurfum alvöru breytingar! Ekki endalaust sama ruglið!
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 24. janúar 2011
Ljósmynda linkur á gömlu myndirnar mínar
Margir ykkar sem heimsækið bloggið mitt vita að ég hef verið að taka landslagsmyndir hér og þar um Ísland.
Hér er linkur á myndirnar mínar sem ég tók á árunum 2005-2007.
Eldri landslagsmyndir mínar:
http://www.simnet.is/gudni/Gudni%20Karl%20Hardarson/Fyrir%20Forums/index.html
Miðvikudagur, 4. ágúst 2010
Tækifæri til mótunar á nýju Íslandi?
Það er mjög mikilvægt fyrir almenning á Íslandi taki þátt í því að móta nýtt Ísland. Því fleiri sem taka þátt, því öflugri verður útkoman. Það er mikilvægt að fólk sýni þessu mikilvæga máli áhuga. Að allir sem geta komi þarna að.
Skora ég sérstaklega á fólk sem er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki að koma saman og vinna að þessum málum!
Það er alveg ljóst að ef vel tekst til með stjórnarskrána þá verður það undirstaðan að nýju Íslandi. Það er mikilvægt að þeir sem verða ráðnir til stjórnlagaþingsins séu mjög meðvitaðir um áhuga fólks um hvernig nýtt Ísland verði. Um áhuga fólks hvað verði sett inn í nýja stjórnarskrá osfrv.
Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: Að elska, byggja og treysta á
landið.
Lítið hef ég heyrt um þennan Þjóðfund sem á að vera undanfari stjórnlagaþingsins, eins og tildæmis nákvæmlega hvenær hann á að vera.
Undirbýr stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Ísland er landið mitt - nýjar myndir úr hringferð
Jæja, nú er ég að fara smám saman í gang eftir sumarhlé á blogginu mínu. Ég ætla rétt að vona að ég muni hafa eitthvað vitrænt fram að færa á næstunni. En ég ætla að byrja hægt, eins og að setja hér inn nokkrar myndir sem ég tók í ferðalagi sem ég fór kringum landið.
Mér finnst sjálfum ég aðeins vera fara að slappast í myndatökunni. Enda gaf ég mér ekki sérstakan tíma, meðal annars að ég var ekki einn á ferð. Síðan var eltingaleikur við HM leiki í ferðinni sem setti líka strik í reikninginn. Ég beið tildæmis ekki eftir neinum sérstökum andartökum í myndatökunni varðandi ljós og skugga, svo dæmi sé tekið.
En hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Ég vil taka það fram að ein myndin er breytt, þar að segja að tekinn var vegurinn burt úr vinstra meginn í einni Mývatns myndinni (fyrsta myndin).
Njótið heil
ath. myndir hafa verið smækkaðar niður fyrir vefinn og hafa því tapað gæðum og eru því ekki góðar ef tvisvar er smellt á mynd (stórar). Nægjanlegt er að smella einu sinni á mynd til að skoða.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. júní 2010
Landnámsdagurinn í gær
Í gær skrapp ég fínasta veðri í skemmtiferð austur í Þjórsárdal að Þjóðveldisbænum þar sem dagskrá var í tilefni Landnámsdagsins sem haldin var í þriðja sinn.
Víkingahópurinn Hringhorni og handverkshópurinn Þingborg voru með skipulagða dagskrá.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók og einnig 1 mynd sem ég tók inni í Gjánni í Þjórsárdal.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. mars 2010
Smá blogghlé + 4 myndir af ferðum mínum um Ísland
Kæru bloggvinir. Verð að láta ykkur vita af ég hef verið í smá blogghléi að undanförnum hér á bloggi mínu. Ástæðurnar eru tvær:
1. vinna við síður Þjóðarheiðurs
2. smá lasleiki
Ég mun þó vera smám saman að vinna að stórum pistli sem kemur brátt út.
Fyrir þær/þá/þau sem ekki hafa séð,
Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið á ferðum mínum um Ísland:
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)