Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Hugleiðing um visku og sköpun
Að fara á Markþjálfafundinn Lausnir, vakti mig til umhugsunar um margt. Eins og tildæmis að hugsa til hvaða drauma og væntingar ég sjálfur hef til mín og minnar fjölskyldu. Það hjálpaði mér líka til að vekja mig til umhugsunar um þau mál sem eru mér svo hugleikin. Þau mál sem mér finnst ég verða að miðla á einhvern hátt út frá mér og yfir til fólks úti í þjóðfélaginu.
Þó að líf mitt sem einstaklings hafi gengið mikið út á að koma í lag þeim vandamálum sem hafa komið upp í því þá eru svo mörg mál mér hugleikin. Ég á mér marga drauma. Sumir þeirra hafa þegar orðið nokkuð að veruleika. Eins og tildæmis sá draumur að geta tekið Ljósmyndir úti í Náttúrunni og miðla þeim myndum út til þeirra sem gætu haft áhuga á að skoða. Og það þrátt fyrir að vera fatlaður og ganga í sérsmíðuðum skóm.
Einn af aðal draumum mínum hefur verið (og er alltaf) að öðlast skilning á lífinu. Að öðlast eins mikla visku og ég get og síðan geta miðlað þeirri visku út í þjóðfélagið til annars fólks eins og ég get. Því hef ég alltaf haft eina risastóra spurningu í huga mér sem er: Hver sé tilgangur lífsins?
Þessi risa spurning hefur gengið í gegnum allt líf mitt! Ég hef líklega fengið að hluta til svar við þeirri spurningu en mér finnst þó að það dugi ekki heil mannsævi til að öðlast fullan skilning á öllu lífinu. Til þess þyrfti að vera ofurmenni eða eins og einhver eining sem veit allt og getur allt. Eins og tildæmis Guð sjálfur, ef hann sem vera er einhver/eitthvað sem þú sem lest þetta getur haft trú á að sé til. En það er auðvitað þitt eigið val.
Það er svo ótalmargt sem ég gæti skrifað hérna í þennan pistil minn. En ég kem því ekki inn hérna því það tekur svo mikinn tíma.
En þá kem ég aftur að spurningunni hver sé tilgangur Lífsins? Það er mín skoðun að grunnþáttur hans sé tjáning. Það fyrsta sem við gerum þegar að við fæðumst er að draga andann. En þá notar þú þitt fyrsta skilningarvit. Svo út frá okkar tjáningum notum við okkar öll skilningarvit til að skapa.
Því hefur mitt líf gengið mikið út á þetta að nota þessa tjáningu minna skilningarvita til að skapa. Það er svo margt hægt að skapa. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. Það er svo margt sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Tildæmis að syngja, skapa orð, mála myndir, lesa orð upphátt, tjá þig útá við svo fátt eitt sé nefnt. En samkvæmt skilningi mínum er allt sem ég geri tjáning yfir í þessa sköpun. Hvort sem hún er stór eða smá. En ég hneigist til þess að stækka sköpun mína, gera hana stærri og meiri. Því ég sá allt sem ég geri hefur áhrif á bæði mig og umhverfi mitt. Eitthvað sem byrjar smátt verður stærra og vindur upp á sig.
Það er svo ótalmargt sem ég get orðið gert sjálfur. Eins og tildæmis að taka myndir, syngja með ágætis söngrödd, lesa vel og vandlega upp, skrifa niður hugsanir mínar, mála ef ég vill myndir. Ég get tekið til ótal meiri hluti.
Eins og ég sé málin er ekki neitt sem hver og einn gæti ekki gert. Bara ef hugur hans stendur fast til þess þá kemur einhverntíman að þeim tímapunkti að þú munt geta skapað þann þátt sem þú hefur áhuga á. Ég nefni tildæmis þá sem er sagt að hafi ekki söngrödd og geta alls ekki sungið. Þá þarf sá einstaklingur að þjálfa með sér að nota skilningarvitin til að: 1. hlusta á aðra syngja því oft er ekki þess samtenging í hljóð til í þeirra heila sem geta ekki sungið. Tildæmis ef sú manneskja syngur eitt lítið lag þá finnst henni hún vera að syngja það rétt en þeir sem heyra finnst allt sem það heyrir sé úr samhengi við lagið og algjörlega úr takti. 2. að æfa allskonar hljóð. Löng og stut hljóð, einn staf eða marga og vera oft að því. Þegar að þú finnst þér vera tilbúinn þá má síðan leita til raddþjálfara. En þegar er að búið er að raddþjálfa þá gæti verið komið upp einhver sérstök rödd sem getur alveg verið góð og fögur að hlusta á.
Það sem ég er að segja er að fólk þarf að setja sér markmið á að gera eitthvað. Lífið gengur út á að setja sér markmið með tjáningu sinnar til sköpunar sem gæti síðan orðið miklu stærri og viðameiri. Inn í þetta spilar síðan mikið hvað manneskjan vill fá fyrir sína sköpun. Eins og tildæmis hvort það sé mjög mikilvægt að fá mikla peninga fyrir þá sköpun? En í mínum huga er ánægjan af að geta veitt og miðlað sköpun minni út á við til fólks miklu mikilvægari en að fá peninga fyrir það! Ef aðrir eru ánægðir og njóta þess sem ég miðla þá er ég ánægður.
Ég sem svona rosalega leitandi einstaklingur hef orðið svo var við margt í lífi mínu. Bæði sem snýr að mér og mínu lífi eins og og það sem er svo augljóst út í þjóðfélaginu. Varðandi sjálfan mig þá hefur svo margt komið fyrir í lífi mínu sem hefur vakið mig til umhugsunar. Líka mikið og mjög dularfullir hlutir. Margir hverjir mjög sérstakir og mjög einkennilegir. Atburðir sem eru svo erfitt að segja fólki frá því að svo margir einstaklingar eru svo ótrúir á það yfirnáttúrulega og dularfulla. Eins og tildæmis þeir sem hafa aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfir. Því er svo margt sem hefur komið fyrir mig sem ég mun sennilega aldrei geta sagt fólki frá nema þá helst inni í minni fjölskyldu.
Strax þegar að ég var unglingur varð mér augljóst að þessi peningahyggja í þjóðfélaginu myndi aldrei geta gengið. Ég sagði mörgum frá þeirri skoðun minni en margir þeirra trúðu mér ekki. Kannski hafði ég eitthvað á bak við mig sem gerði mig staðfastan í þeirri trú minni að það þjóðfélag sem var þá að verða til hér á Íslandi myndi aldrei geta gengið til lengdar! Kannski varð það mín viska? Eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég segi engum frá? Hver veit?
Flest okkar eigum við okkur drauma og væntingar til að þeir verði að veruleika. Allt sem við gerum hefur áhrif á þjóðfélag okkar. Það byrjar smátt en stækkar svo og vindur upp á sig. Þannig getur þinn eða minn draumur geta haft áhrif á líf okkra margra. Við getum nefnt eitt lítið dæmi eins og það að skrifa litla bók þar sem nefnd eru atriði sem mér (eða þér) finnst vera mjög áhugaverð. Svo áhugaverða að ég nefni það og segi frá þeim í viðtölum og samskiptum mínum við annað fólk. Það sama á við þjóðfélagið í heild sinni. Það sem ég geri og allir gera í þjófélaginu hefur áhrif á líf annara jafnt sem og okkar eigin líf. Því er svo mikilvægt að við sjálf tökum okkar höndum saman að mynda okkar þjóðfélag í framtíðinni.
En hvernig á að bregðast við þegar að einstaklingar hafa ráðist svona að gölluðum stoðum þjóðfélags þess sem beið upp á það? Þar sem nánast allt leyfðist? Eigum við að reyna að laga það þjóðfélag sem við búum í? Verður þá eitthvað til sem okkur nýtist til lífs okkar inn í framtíðina? Kannski eitthvað pínulítið? En við náum einhverju fram sem við viljum? Búum við ekki alltaf við það sama gallaða þjóðfélag sem við höfum gert í gegnum árin? Er ekki erfitt að laga gallana í gallanum?
Eða ert þú kannski einn af þeim sem hefur þá visku að vilja þér og þínum framgang til sköpunar í lífinu sem og öðrum manneskjum?
Ég hef þá staðföstu trú að við sem manneskjur getum komið okkur sjálf til góðra verka til að skapa okkur mannúðlega og bjarta framtíð. Nýja framtíð fyrir Ísland! Eitthvað sem við öll eigum að geta notið!
Því eigum við sjálf að búa okkur til okkar eigin framtíð sjálfir! Við íslendingar sem búum í þessu landi. Rökin eru með fólkinu að velja sér sína eigin framtíð!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. desember 2009
Er að vinna að yfirliti mála og..+ ein skemmtileg mynd af Þingvöllum
Sæl og blessuð þið sem heimsækið Bloggið mitt. Ég vil byrja á að setja þessa skemmtilegu mynd af Þingvallakirkju sem ég tók, inn á bloggið mitt.
Hún á að vera sem einskonar "token" fyrir það sem koma skal. Ég er annars að vinna að yfirliti yfir mitt blogg undanfarið ár og mun koma með það hér inn rétt fyrir áramót.
Góðar stundir.
smellið á mynd til að skoða stærri! og smellið aftur fyrir enn stærri mynd!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. október 2009
Ísland er Landið mitt-1
Ég hef undanfarin ár stundað að taka ljósmyndir út um allt Ísland.
Ég set hér inn til gamans nokkrar myndir sem voru sumar teknar í augnabliki. Þessar myndir eru frá sitt hvorum árunum og teknar hér og þar um Ísland. Verður hver og einn að sjá hvar hver mynd var tekin.
smellið á mynd til að skoða eina sér
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. september 2009
Hér er smá spurning um þessa frétt
Út á hvað gengur þessi frétt? Það er talað um 37,7% fylgi við Steingrím og 36% við Jóhönnu en síðan er smá klausa sem er ekki í sér málsgrein:
eða þetta>Um 40% svarenda segjast bera lítið traust til þeirra Steingríms og Jóhönnu
í frétt> Þetta er nokkur breyting frá í febrúar síðast liðnum þegar 58,5% kváðust bera mikið traust til Jóhönnu.
=úr 58,5% í 37,7%= sem er því 20,8 % minnkun nú.
í frétt>Um 40% svarenda segjast bera lítið traust til þeirra Steingríms og Jóhönnu
Þá spyr ég:
Það vantar í fréttina: Hversu mikill hluti svarenda voru með þetta svokallaða litla traust í febrúar? Mig hefði langað að vita hversu litla traustið hefði aukist mikið.
Steingrímur nýtur mest trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Frábær tilfynning! Ég skora á alla Lýðveldissinna að gera það sama!
Heilir og sælir Bloggvinir og Bloggóvinir. Nú er dálítið að koma í ljós hversu fólk veit eiginlega lítið um hvað það er að vera íslendingur! Að snerta á þessu fyrirbærum var mjög áhugavert. Ég hef fengið bæði mjög jákvæð og neikvæð viðbrögð við þessari hugmynd minni að skerpa á mig sem íslendingi! Þannig gerði fólk grín að því hvað ég ætlaði að gera. Einn kallaði mig meira að segja Mölbúa og spurgði hvenær ég hefði gert Heit sem íslendingur áður og hvaða bull þetta væri. Vissi greinilega ekkert hvað það er að vera íslendingur og hvað það er að strengja þess heit.
Einn gerðist meira svo góður að senda mér slóðir á fullt af myndir af mér En þessi flökkutýpa, þessi einstaklingur sem auðkennir sig sem "Ómar" er greinilega mjög illa við mig og gerir allt sem hann getur til að sverta mig þegar að hann getur. Sérstaklega í gegnum Bloggið hans JensGud. Sem sýnir bara hreinlega óheiðarleika af verstu gerð. Mig grunar hver þó þetta er! En ég á auðvelt með að fá hjálp að vita hvaðan þessar Ip tölur koma. Hjálp frá internetsérfræðingi sem ég þekki. Einnig var einhver önnur flökkutýpa sem kallar sig "Víðir" með skrýtnar athugasemdir.
Í kvöld arkaði ég á Þingvöll til að endurvekja heit mín sem íslendingur. En það eru mjög margir þættir inn í því hvað það er að vera íslendingur. En svo menn viti þá er að endurvekja Heit sitt að skerpa á skylningi mínum hvað það er að vera íslendingur og öll tengsl í kringum það. Ég er ekki bara að tala um mig persónulega heldur málið í heild sinni líka. Sérstaða míns sem íslendings og sérstaða okkar allra íslendinga.
Skammt er frá því að segja að þegar þessi gjörningur minn (fyrsta ræðan mín sem slík) var búin á þessum stað þá leið mér mjög einkennilega. Einhverskonar vellíðunar andvarp leið um mig. Svo sannarlega mun ég halda þessu verki áfram á næstu vikum og allir velkomnir til að hlusta og spjalla.
Í kvöld gekk umhugsunin dálítið um hvað við gætum tapað við inngöngu inn í ESB. Þó ég hafi fullt af fleiri atriðum á blaði þá ákvað ég að byrja á að fókusa á þessi atriði. Næsta heit mitt mun þannig ganga nokkuð út á hvað ég vil gera til að skerpa enn frekar á mig sem sjálfa persónuna og hvað hægt væri að gera til að virkja fólk til þess sama.
Hefst nú sagan og Heit mitt.
Ég tek það fram á ég er fyrst og fremst Lýðveldissinni og mun því vinna með ákefð í öllum hópum mjög svipaðs sinnis: Hópar eins og Fullveldissinnar, Heimssýnsfólk og aðra Lýðveldissinna sem hafa þá skoðun að Ísland hafi ekkert að gera innan ESB. En ég kalla samnefnara yfir alla hópana Lýðveldissinna því endurvekja þarf Lýðveldið á Íslandi eftir allan þann óaldartíma sem gengið hefur yfir þjóðina.
Ég mætti að Þingvöllum um klukkan 19.30 í hörku roki. Náði vindurinn að þrýsta sér alla leið niður í gegnum Almannagjána og yfir á pallana.
Nokkrur fjöldi fólks miðað við aðstæður var þó mættur til að hlusta á Heit mitt. Það var svo um klukkan 20.30 sem ég byrjaði upplesturinn:
Hér er skjalið:
Sæl og blessuð og velkomin öll sömul,
Ástæðan fyrir veru minnar hér eru miklar áhyggjur yfir álög þau sem á að setja yfir landið okkar ef við ákveðum að ganga í ESB.
Ég mæti hérna því fyrir ykkur til að lesa upp heit mín sem íslendingur. Sem skerpa á hlutverki míns sem íslendings í huga mér. Er það vegna mikilla áhyggna minna á því að við töpum mikið af okkar séreinkennum sem þjóð og sem íslendingar ef við göngum inn í ESB.
Þessvegna finnst mér ég þurfi að skerpa á þessum atriðum með því að minnast lítillega á þau. Og hvet fólk til að gera eitthvað svipað. Ef ekki hér þá í huga sínum. Hafa það staðfast þegar að tilboðin berast hver svo sem þau eru og hvaðan þau koma.
Þó þessi atriði hér séu fest á blað til að lesa upp þá koma þau beint frá hjartanu við innsetningu.
1. 1. Það að vera íslendingur er réttur okkrar alla. Því við lifum í sérstæðu samfélagi manna sem á sér engan líka í öllum heiminum.
2. 2. Það að íslendingar taki sjálfir að sér að búa til mannsæmandi þjóðfélag án aðkomu sambanda sem getur haft mikil áhrif á hvernig lífi við lifum sem íslendingar í framtíðinni. Sama hver staða landsins er! Alltaf.
3. 3. Það að hafa áhuga á, taka þátt og halda á lofti séreinkenningum landsins okkar svo sem eins og menningu þess og aldagamalli sögu þess.
4. 4. Það að elska landið mitt og bera virðingu fyrir náttúru þess.
5. 5. Það að taka þátt í einstæðum athöfnum í landinu okkar, jafnt í starfi sem leik. Athafna sem eru séríslenskar.
6. 6. Það að taka þátt í starfi landsins okkar við að byggja hér upp áframhaldandi sérstæði Íslands meðal þjóða. Eins og með að framleiðslu séríslenskra vörutegunda. Vörur sem vegna gæða og hreinleika væru alltaf samkeppnisfærar við aðrar svipaðar vörur sem framleiddar eru í heiminum. Vörur sem allir myndu vilja kaupa af okkur.
7. 7. Það að eiga þess kost sem íslendingur að taka á öllum málum sínum sjálfir. Og geta þannig alltaf tekið eigin ákvarðanir án aðkomu annara utanaðkomandi aðila og afla eins og tildæmis ESB.
Læt ég þessi atriði nú duga en hvet fólk til þess að hugleiða þessi mál vel og vandlega þegar að við förum í þessa mikilvægu baráttu sem framundan er. En hún verður ströng og löng og getur orðið hörkuleg.
Síðan hvet ég fólk að vera alltaf vakandi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum hver svo sem þau eru.
Einnig hvet ég fólk að ganga í það með okkur að vinna ötullega í því að hjálpa til í baráttunni sem framundan er. Því allar góðar hendur og góðir hugar eru velkomnir í hópa okkar sem í er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og með nær öllum stjórnmálaskoðunum. Að vera Lýðveldissinni er m.a. að verja hagsmuni og séreinkenni Íslands.
Að lokum hvet ég ykkur til að fjölmenna á alþingispallana við atkvæðgreiðsluna þegar að hún fer fram. Hugsa mætti sér að við öll réttum upp hendur þegar að sagt er NEI! (ég tek það fram að ég veit alveg hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Þannig að þingheimur sjái það!
Þakka ég svo fyrir. En verð hér aftur eftir viku. Til að taka á móti þeim sem hafa áhuga að koma með eigin heit á blað til að lesa upp yfir þá sem mæta. Og með ný heit sem vekja mig enn frekar til umhugsunar!
Ég mun ákaft koma með fleiri atriði sem fjalla um persónulegt líf á næstunni. Jafnvel bera þetta saman utan og innan ESB.
ÞESSI ATHÖFN VAR LANGBEST OG ÁHRIFARÍKUST (og æðislegust) AÐ FRAMKVÆMA Í NÁLÆGÐ VIÐ GAMLA LANDIÐ OG GAMLA LÖGBERGIÐ Á ÞINGVÖLLUM.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Nú grætur Ísland
Það er táknrænt að bruni skuli koma upp á Þingvöllum, helgasta stað íslendinga þegar að umræðan um inngöngu í ESB stendur sem hæst.
Mjög sárgrætilegt því þetta var hið fýnasta gamalt hús.
Nú grætur Ísland heitum tárum.
Þegar að við erum búin að neita inngöngu (eða gera byltinguna miklu?) í þjóðaratkvæðagreiðslu skulum við byggja nýja Valhöll af rústum þeirrar gömlu. Og í leiðinni undirbúa svæðið undir stærstu hátíð sannra íslendinga í sögunni!
ÁFRAM ÍSLAND!
FÓRNUM EKKI LANDINU INN Í ESB!
Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Afhverju ekki? "Óverkamiðstöð - víti til varnaðar!"
>en sjómenn við höfnina að þar verði fangelsi......
Afhverju ekki? Það vantar fullt af plássi undir fangelsi.
Ég legg svo til að húsið verði stúkað af fyrir fangelsið þeir víkingarnir verði hafðir til sýnis og sá hluti verði kallaður:
"Óverkamiðstöð - víti til varnaðar!"
Alþýðuhöllin við höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. maí 2009
Stöku sinnum
Til gamans hef ég stundum verið að leika mér að búa til stökur. Frekar en að nota eingöngu nútímamál hef ég leitast eftir að nota með orð sem hafa horfið úr íslenskunni. Til þess hef ég tildæmis verið að nota íslenska orðabók sem kom út 1963. En þar eru fullt af orðum úr gömlu íslensku máli. Ég er reyndar dálítið á þeirri skoðun að gott sé að nota gömul og gleymd orð við að setja saman stöku. Finnst það auka gildi staknanna og gera þær áhugaverðari.
Hér eru tvæ þær nýjustu frá mér. En sú fyrri hefur áður sést hér á blogginu mínu. Rétt fyrir kosningar.
Þessi varð til rétt fyrir kosningar:
Ei nú klingin orða korinn
keppast þar við körpuð loforð
ber við mætum skilorðs skorin
skemma mikið landsins boðorð
klingin merkir að vera kænn og ei klingin er því ekki kænn
korinn merkir að kjósa. Fyrsta línan merkir því að kjósandinn eigi lítið val.
Hér er síðan ein ný staka sem er gerð af tilefni myndunar nýrrar Ríkisstjórnar:
Þau vilja gera vinstristjórn
og veltast til þess á fundum
en hugsa ei um fólksins fórn
því fláráð hvutast stundum
"leiðrétting" hreitast átti að vera hvutast
að hvutast merkir að gefast upp á einhverju og stundum hefur hér merkinguna öllum stundum (tímasetning). Ég er að nota merkinguna ótrúr með orðinu fláráð
En fleiri stökur eru væntanlegar frá mér á næstunni.
Menning og listir | Breytt 9.5.2009 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Nokkrar landslagsmyndir af sýningu 2007 í Iðu - Lækjargötu
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók sumarið 2007 og voru á sýningu hjá mér á Menningardag í Iðu Lækjargötu. Ég set þessar myndir inn til að slappa aðeins af fyrir komandi pólitísk átök Njótið heil
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Okkar Ísland (endurtekning á færslu)
Leið Íslands
Hættum með Alþingi í núverandi mynd og amk. fækkum dögunum sem þingmenn koma til þingstarfa og breytum.
Leggjum niður stjórnmálaflokka. Veljum fólkið í landinu og virkjum það til stjórnunar.
Færum stjórnina yfir í landshlutana.
Hugmynd þessari að nýrri stjórnsýslu er ætlað að færa völdin til fólksins og viðhalda valdskiptingu með sömu möguleika fyrir allt fullorðið fólk í landinu (sem er ekki á sakaskrá og hefur aldrei brotið af sér) geti tekið þátt í stjórnun þess og fengið sömu laun fyrir það.
Íslandi yrði skipt í 5 þingdæmi og 5 valdhluta í hverju þingdæmi.
Skiptum Íslandi í 5+ 1 hluta varðandi stjórnun í landinu. Þannig fengju Vestfjarðarþing 1 hluta, Norðurlandsþing 1 hluta, Austurlandsþing 1 hluta, Suðurlandþing 1 hluta og Höfuðborgarsvæðið 1 hluta. En sjálfur hef ég áhuga að færa Alþingi til Þingvalla og það er þessi + 1 hluti um getið hér að ofan.
Hér er dæmi um uppbyggingu stjórnarkerfis tekið frá Vesturlands og Vestfjörðum:
- Undirstjórnun sem er í hverju svæði ( 5 svæði stærri þorpum) sem er með 5 manns á hverjum stað
- Þessir hlutar eru með aðal svæðisstjórnum sem í eru 25 manneskjur (miðað við 5 svæði) undirþigndæmi með for-löggjafar og takmörkuðu framkvæmdavaldi
- Aðalstjórnun á Alþingi sem er í aðeins 5 mánuði á ári á Þingvöllum. Sem er með löggjafarvaldi og aðal framkvæmdavaldi.
Fólkið í Þinginu veldi sér sína eigin umboðsmenn þannig:
Valið er að fyrstu 300 manns á hverjum stað til að kjósa úr. Þannig að tildæmis í Borgarnesi þá myndu þeir velja sér 300 manns til að vera á lista. Síðan velur fólkið sem býr á staðnum með því að kjósa af listanum 100 manns sem eiga á einhverjum tíma möguleika á að komast í þríþætta stjórnun. 1. Stjórnun í þorpi 2. Stjórnun svæðiþings 3. Stjórnun á Alþingi.
Þessi 100 manna listi er valinn með því að kjósa eftir vægi þannig: a. b. c. d. e. þar sem A er sterkast. Tildæmis ef ég væri að kjósa þá hefði ég fyrir framan mig listann með öllum 300 nöfnum og möguleikana að velja þessa menn/konur þannig:
- Ég sé Jón Jónsson og ég gef honum
10 á vægi a.
4. á vægi b.
8. á vægi c.
6 á vægi d.
2. á vægi e.
- Síðan sé ég Jón Björnsson og gef honum vægi nema ég raða því öðruvísi upp til dæmis:
2 á vægi a.
6 á vægi b.
10 vægi c.
8 á vægi d.
4 á vægi e.
Þannig koll af kolli þangað til að öll vægin hafa verið uppfyllt.
Sem sagt ég get valið mér 5 manns (vægin 2,4,6,8,10) á stjórnunarlistann þegar að ég hef valið á öll vægin, af þessum 100 manna lista. Það sama gerir næsti maður sem kýs. Síðan eru menn valdir í stjórnunina eftir hversu mörg atkvæði þeir fá með tilliti til væganna.
Síðan er talið saman vægi á listanum og fólkið sem var kosið raðast upp á listann eftir vægi hans.
Þeir sem vinna á hverju svæði gera það í til að byrja með 40 mánuði alls. En eftir 8 mánuði fara fyrstu 5 manns út úr stjórnun þorpssvæða og yfir í stjórnun á svæðisþingi (1 úr hverju þorpssvæði). Og næsti stjórnandi kæmi sem er á vægislistanum (nú 95 manna listanum) (1 úr hverju svæði) kæmi sjálfkrafa inn í stjórnun þorpsvæðis. Þannig einn út og einn inn í staðinn og svoleiðis á hverjum 8 mánuðum.
Þannig er hugmynd að Vestur-þingi yrðis skipt þannig:
- Akranes 5 manns
- Borgarnes 5 manns
- Snæfellsnes 5 manns
- Sunnanverðir vestfirðir 5 manns
- Ísafjörður og nágrenni 5 manns
Síðan færu 5 manns að vinna úr hverju einu af þingsvæði landsins á Alþingi sem er starfandi 5 mánuði á ári. Samtals 5×5= 25 manns á Alþingi. Hverjir þessara 5 manna eru í beinu sambandi við sitt svæðisþing. Síðan á næsta Alþingi yrði næsta Alþingi 5 mánuðum seinna (þannig að unnir 5, frí 5 og unnir 5 og svo koll af kolli án tillit til hversu ártalið er. Á þingi 2 færu næstu 5 menn inn og aðrir 5 koma inn frá hverju landssvæði.
Endurnýjun á 100 manna listanum færi fram á 2ja ára fresti. Þannig ættu sem flestir kost á að fara í gegnum þrí(3) skiptingu stjórn og valdkerfisins. Hugsunin er að allir sem eru við stjórnun fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Þetta sýnir hugmyndina á bak við kerfið og stöðuga valdskiptingu þess.
Hugmyndin er að í þorpunum og borginni komi undirvaldið sem vinni með það í huga að:
1. Finna leiðir til arðbærrar atvinnusköpunar sem gefa peninga af sér og verðmætasköpunar: til a. fyrir fólkið í þorpinu b. fyrir þingsvæðið og c. fyrir allt landið.
2. Finna leiðir til að halda utanum hverskonar framkvæmdir og viðgerðir innan a. þorpsins b. þingsvæðinu og c. fyrir allt landið.
Hugmyndin er að á hverju svæðisþingi fyrir sig komi inn mál sem:
1. Samgöngumál
2. Svæðismál
3. Lausn vandamála á milli þorpa (svæða) innan Þingsvæðis
4. Færa þau mál sem þykja til þess fallin til Aðalþings
Hugmyndin að Alþingi sem haldið yrði aðeins 5 mánuði í hvert sinn (5 5)
1. Koma fram með mál sem snúa, hugnast og hagnast öllum þegnum landsins
2.Sjá um fjármál landsins
3. Sjá um utanríkismálefnin
4. Sjá um að leysa lögmálin
Alþingi yrði tvískippt þannig að hluti þeirra 25 manna sem starfa þar komi að innri stjórnun þ.e. nokkursskonar Ríkisstjórn, en innan Alþingisins sjálfs. Skipt yrði um þessa yfirstjórnun eftir hverja 5 mánuði Alþingis og nýir menn taki við stjórnun þegar að Alþingi starfar ekki. Hugmyndin er sú að að slíkri stjórnun komi aðeins 5 menn: ráðstjórnarmenn sem eru saman í því að sjá um fjármál, fara yfir framkvæmdir (m.a. sem koma í gegnum allt batteríið frá þorpunum, í svæðisþing, yfir á alþingi og endar hjá ráðstjórnarmönnum, fara yfir utanríkismál og á allan hátt koma að þeim málum sem þarf.
Alþingismenn og yfirráð vinni saman á eins mikinn hátt og hægt er. Hafi sér sama vinnusvæði en ekki í sér húsi.
Þetta er bara byrjunin að hugmynd minni. Athugið að ég er bara að setja hana hér fram og það er svo annara að skoða hvort hún sé framkvæmanleg.
Ég æski einskis með að koma fram með hugmyndina en vona að einhverju svipuðu verði hægt að koma upp í framtíðinni og álít að það geti eingöngu verið til heilla fyrir Ísland og þegna þess.
Fyrir Bloggið og svör:
Ég vona að þeir sem lesi velti hugmyndinni vel fyrir sér og skoði fram og til baka. Ég æski ekki eftir neinum commentum um hana en vona samt eftir að þeir sem lesi muni senda öðrum sem þeir þekkja link á bloggið mitt. Ég vona að sem flestir lesi og jafnvel prenti út hjár sér.
Einhverjir dagar eða vikur geta verið þangað til að hugmyndafræðin verði alveg tilbúin til birtingar.
Þetta er aðeins grunn hugmynd eins þegns þessa lands.
Guðni Karl Harðarson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)