Neyðarlegt

 1. Stjórnendur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu leigðu skipið Hafsúluna fyrir einkaveislu á Menningarnótt. Samkvæmt heimildum DV voru um 150 manns í skipinu en reiknað hafði verið með fleiri. Matur frá veitingastað í Hörpunni var borinn á borð en staðirnir í Hörpu eru tveir auk veisluþjónustu. DV hefur ekki upplýsingar um frá hvaða veitingastað maturinn kom.

Ekki hefur fengist staðfest hvað borgað var fyrir siglinguna en samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila skipsins er það leigt út minnst þrjá klukkutíma í senn og kostar leigan á bilinu 200 til 600 hundruð þúsund krónur. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV vegna málsins segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, að veislan hafi verið fyrir erlenda blaðamenn.

2. Þegar DV hringdi í Steinunni Birnu við vinnslu fréttar um siglingu stjórnenda á Hafsúlunni vildi hún ekki svara spurningum í síma, heldur sagðist ætla að svara skriflega. „Já, heyrðu ég er að rjúka hérna bara inn á smá fund en ég skal senda þér smálínu sem þú mátt nota, bara upplýsingar til baka á netfangið,“ sagði Steinunn Birna tónlistarstjóri þegar blaðamaður spurði hana hvort það væri rétt að skipið Hafsúlan hefði verið leigt af starfsmönnum á Menningarnótt.

Eftir að hún kvaddi blaðamann virðist sem hún hafi ekki slitið símtalinu en snéri sér að einhverjum sem var hjá henni og mátti greinilega heyra hana segja: „Núna nota ég trikkið sko, þeir eru að fara að blása þetta upp, að það hafi verið eitthvað elítuboð á Hafsúlunni. Hvort þetta sé rétt, þessi orðrómur. Þá nota ég trikkið sem Andrés kenndi mér, bara að segja þeim að senda þér, að þú sért að rjúka inn á fund, bara að senda tölvupóst, sagði Steinunn Birna. Gera má ráð fyrir því að Steinunn hafi þarna verið að vísa í almannatengilinn Andrés Jónsson.

Hér er linkur í fréttina:

*Neyðarlegt fyrir hana. Þau ættu þó kannski að snúa þessu upp í beinlínusambandWink

* Ætli blaðamaður sé búinn að komast að því hversu margir íslenskar Elítur hafi verið í veislunni? Og hversu margir erlendir blaðamenn? 

* Ætli blaðamaður sé búinn að fá upplýsingar um hvenær og hvernig eigi að endurtaka leikinn?

*Er það kannski svona sem á að fara með rekstursfé Hörpunnar? Þeir spila sig hátt sem komast í feitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er skandall og ekkert minna en það.  Og ætti að rannsakast af yfirvöldum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 16:07

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það mætti alveg setja reglur um í hvað rekstrarfé eigi að nota og hvað ekki. Meðal annars að þetta er opinber bygging í eigu þjóðarinnar en ekki í einkaeigu.

Ekki ætla ég þó að fara að blása þetta upp. Þetta er bara eitt dapurlegt dæmi af mörgum í þjóðfélaginu.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 16:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AUðvitað á að fylgjast með eigum í opinberum rekstri. Það er lágmarg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband