Færsluflokkur: Réttindi fjölskyldunnar
Mánudagur, 25. apríl 2011
Argandi garg! -
Þetta er bara svona einfalt dæmi hér!
Svo við sjáum nú hvernig þetta þjóðfélag er alveg algert rugl. Hér nefni ég einfalt dæmi verkamanns sem er einstaklingur (ath. mjög margir hafa miklu verri tekjur en ég nefni hér og mjög margir þurfa að sjá fyrir 3 til 5 manna fjölskyldu með aðeins einum útivinnandi einstaklingi!).
Af tilefni svona saminga langar mig til að koma með smá innlegt um framfærslu einstaklings (svo dæmi sé tekið af einstakling í vinnu).
Laun í peningum hjá einstaklingi sem er verkamaður:
Kr. 210.000 á mánuði
Húsaleiga eða afborgun af 2ja herb. húsnæði
Kr. 85.000 (lágmark)
Afborgun af Bifreið:
Kr. 30.000
Bensínkosnaður:
Kr. 30.000
Matur
Kr. 35.000 (alls ekki óraunhæf tala vegna þess hvað allt er orðið dýrt!)
Bíðið við! HÉR ERU KOMNAR SAMANLAGT 180.000 KR. Og ég er að taka lágmarkstölur!
En ég hef ekki nefnt annan kostnað eins og rafmagn og hita sem er amk. kr. 15.000 á mán.
og annan tilfallandi kostnað eins og sjónvarp, sími, er amk. kr. 15.000.
Þetta gerir samtals kr. 210.000
Og enn á ég eftir að nefna aukakosnað sem getur örugglega komið upp! Eins og tildæmis lækniskostnaður, viðhald á bifreið, tannlæknakostnaður, fatnaður osfrv.
Ég spyr bara spyr hvernig á einstaklingur á lágum launum að geta haldið sér án skulda? Eða er til þess of mikils mælst? AÐ FÓLK FÁI AÐ HALDA SÉR ÁN SKULDA Í ÞESSU þJÓÐFÉLAGI?
Hvað gerir einhver 3 til 5 % sem fer beint út í verðlagið?
Samningar verði afturvirkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Ekki benda á mig
Jafnvel þó ég lýti svona út fyrir að vera pínu skrýtinn, svona að sjá, þá er ég jú einn af þeim sem sagði þvert NEI við Icesave-samningum. Náið þið meiningunni?
Hann forseti okkar á heiður skilinn fyrir að gefa þjóðinni tækifæri til að segja sitt álit á þessum samningum. Það mun lifa sterkt í minningunni! Ég fæ aldrei nóg af að þakka honum.
Skrýtinn fjármálaráðherra Hollands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. apríl 2011
Furðulegar yfirlýsingar
Svolítið sérstaktar og misvísandi yfirlýsingar sem berast út í þjóðfélagið um kjarasamninga.
Í gærmorgun sögðu þessir menn að það væri öruggt að samið yrði í gær. Til annaðhvors langs eða skamms tíma.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir meginástæðuna fyrir því að samkomulag hafi ekki tekist um skammtímasamning vera ákvæði um að niðurstaða fengist í sjávarútvegsmálum. SA kröfðust þess að inn í samning yrði sett ákvæði um að við krefðumst af ríkisstjórn að hún féllist á kröfurétt LÍÚ.
Það var þetta ákvæði LÍÚ sem var sagt að ætti aðeins við á langtímasamningana, en ekki um skammtímasamning og það var sagt að öruggt væri samið yrði. Engin fyrirstaða.
Óneitanlega kemur upp í hugann hvort eitthvað annað sé hér um að ræða?!
Mér finnst að þessir menn mættu alveg sleppa að vera svona yfirlýsingaglaðir og hugsa meira um að koma með orð sem þeir geta svo staðið við.
Með furðulegri vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. apríl 2011
Það fer hrollur um mig
Eins og ég hef áður skrifað á bloggi mínu. Alþingi er að kaffæra sjálft sig og en eykst gjáin milli þings og þjóðar.
Hvað verður næst á dagskránni? Það er með ólíkindum að horfa og hlusta upp á þetta rugl allt saman.
Valdabaráttan og fíknin er með ólíkindum. Þeir sem eru vinir í dag geta orðið óvinir á morgun.
Hugsið ykkur hve staðan væri ef Ísland hefði tekið annan pól í hæðina með því tildæmis stjórnmálamenn að ákveða fyrir alvöru að vinna saman að rétta Ísland upp úr vandanum. Í stað þess er hver höndin upp á móti annarri.
Hvernig lytist ykkur á að aldrei þurfi að bera upp vantrausttillögu?
Ég hef skrifað um að stjórnmál eigi að byrja að neðan. Kjósa eingöngu í sveitarstjórn. Það á aldrei að þurfa að kjósa á alþingi því að alþingismenn ættu að koma neðanfrá í hringrásinni, sem væri: sveitarstjórn>svæðisstjórn>alþingi>ríkistjórn.
Þingmenn ættu að vinna saman án stjórnarandstöðu. Og á sama hátt ríkistjórn án stjórnarandsöðu.
Eftir ákveðinn tíma fellur burt þátttaka kosins manns sem fer inn í hringrásina (í enda þingtíma hans) og nýr kosinn í staðinn. Þannig að ef einhver flokkur er kosinn meira en annar getur það að sjálfsögðu breyst með nýrri kosningu. Sama með persónukjör.
Hvað er að gerast hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Nú þarf þjóðin að mæla...............
Hvernig hún gerir það kemur brátt í ljós!
Aðstæður eru fyrir alvöru að aukast þar sem þingið kaffærir sjálft sig, enn frekar. Fáir nema einhverjir flokksbundnir treysta þessu liði.
Almenningur í landinu endar með að taka til sinna ráða. Við sem viljum ekkert af þessu liði og erum búin að fá nóg af ruglinu. Það er fólkið sem ég er að tala við á götunni sem vill fá ALVÖRU breytingar.
Við þurfum að taka okkur til og mynda nýtt manneskjulegt stjórnkerfi á Íslandi! Kerfi þar sem öllum þegnum (fyrir utan fjárglæfra liðinu) er tryggð réttlát framtíð! Það er því miður alveg ljóst að ekki koma breytingarnar frá flokkunum!
Burt með fjórflokkinn sem er versta mein í íslenskum stjórnmálum!
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Maður segir ba, ba, ba, bara
Maður er eiginlega kominn með ógeð af þessu liði öllu. Hvort sem það er Jóhanna og company, steinGrímur og company, Bjarni og company, eða hvaða lið þetta allt er.
Það er þjóðin sem hefur valdið og nú þarf þjóðin að koma sama og ráða ráðum sínum!
Loksins, loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Að breyta hagkerfinu
Til að Ísland geti fyrir alvöru horft fram á veginn þarf að gera mjög miklar breytingar. Framkvæma algjöran viðsnúning á hugsanahætti!
Tildæmis þurfum við að falla frá hugsanahætti peninga aflana sem er græðgi og aftur græðgi. Sem hagkerfi okkar hefur mikið byggst á.
Við þurfum líka að gera algjörar breytingar sem tryggja að almenningur fái verðskuldaðar tekjur fyrir framlag sitt. Það er staðreind að mjög margir íslendingar í lægri tekjuflokkum eru að leggja miklu meiri krafta og framlag til þjóðfélagsins heldur en margir hverjir sem eru meira menntaðir. Samt er það þessi partur sem verður mest atvinnulaust og fyrir mestum tekjumissi.
Það er dálítið þessi hugsunarháttur: ef ekkert fyrirtæki þá engin atvinna. Svo ef fyrirtækið fer á hausinn þá stendur fólkið eftir atvinnulaust og með mikla óvissu um framtíðina. Fyrirtækin leggja klafa atvinnuleysis á sjóðina sem svo við þegnar þjóðfélagisins lendum í að borga skatta af. Afleiðingar gjaldþrots eru þannig margþætt
Þessu hefði ég áhuga á að breyta! Tildæmis mætti til að byrja með að snúa þessu við: ef ekkert atvinnuframlag þá ekkert fyrirtæki.
Atvinnutækifæri>hér er ég (tildæmis setja í gang atvinnumarkað - útfæranlegt).>fyrirtæki verður til> tryggð afkoma fólksins, starfskrafta þess> setja upp aðstæður þannig að ekki verði hægt að segja fólki upp ef fyrirtæki er í slæmri stöðu. Tildæmis trygging fyrir annari vinnu ef ekki er hægt að bjarga.
Að mannfólkið verði í fyrsta sæti!
Svo er það þetta með verðtrygginguna það eru mannréttindi fólks að óréttlæti verði tekið af. Það þarf að finna leiðir út úr henni þó það kosti kannski eitthvað. Það mætti kannski setja kosnaðinn á þeim sem græddu á verðtryggingunni? Bönkunum?
Það er svo margt sem við mætti bæta en þetta er eitt af því sem mér datt í hug núna við fréttinni þessari.
Horfið fram á veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. apríl 2011
Óh?, þvert ofan í?
Sem Steingrímur og ríkistjórnin hefur sagt. En hann hefur talað um að engin tengsl séu á milli neitunar á Icesave og umsóknar okkar um ESB. Að við höfum aðeins verið að kjósa um Icesave.
Við verðum að senda þessum manni þarna í fréttinni sérstakar þakkir fyrir!
Enn frekar er að koma í ljós tengsl á milli mála. Enn frekar er að koma í ljós að ég hef rétt fyrir mér um það sem ég hef verið að skrifa á bloggi mínu.
Ríkstjórnin á að fara frá völdum m.a. vegna:
1. klúðursins vegna stjórnlagaþingsins
2. neitun þjóðarinnar á Icesave
3. áhrif neitunar á ESB umsókn því nú er alveg ljóst að ríkistjórnin getur ekki haldið áfram með aðal málið sitt.
4. brot á mannréttindum..................
5. 6. 7. bætið bara við!
Það er alveg ljóst að ríkistjórnin starfar á mjög veikum grunni og að margra dómi er fyrir löngu komið að alvöru breytingum í íslenskum stjórnmálum!
En hvað tekur við? Er það ekki þjóðarinnar að ákveða framtíðina. Verður almenningur ekki að koma saman til að ræða um hvernig framtíð við viljum. Eða viljum við sama ruglið áfram?
Það er mikil gjá á milli þings og þjóðar. Er það ekki þjóðarinnar að finna leið út úr þessum vanda? Ég treysti almenningi á Íslandi til þess! En ég treysti ekki alþingi né flokkum til þess því grunnurinn að starfi alþingis er löngu fallinn.
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Almenningur er búinn að fá nóg af ruglinu!!!!!!!!!!
Almenningur þarf að koma saman og ráða ráðum sínum. Það er það eina skynsamlega í framhaldinu. Við erum fullt af okkur búin að fá nóg af ruglinu hjá ríkistjórn og alþingi og við eigum okkar rétt að ákveða framtíð okkar.
Allir vita að það voru kröfur ESB að Icesave yrði klárað með samningum við Breta og Hollendinga. Því er það sem hann Steingrímur segir algjört bull.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum og taka ákvörðun um framhaldið! Ég legg því til að við höldum saman almannaþing sem er það eina rétta og það skynsamlegasta í stöðunni.
Ekki tilefni til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Gjá milli þings og þjóðar - þjóðin hefur valdið!
Ef þetta fer svona eins og allt lýtur út fyrir að gera, þá er alveg augljóst að almenningur er að segja algjört nei sem hafnaði þessu. þá á ég ekki bara við NEI við Icesave heldur líka NEI gegn ríkistjórninni sem og sjálfu alþingi því alþingi valdi jú 70% já við Icesave. Það á eftir ennþá betur að koma í ljós á næstu dögum að ríkistjórninni verður ekki stætt að halda áfram. Heldur ekki alþingi vegna þess sem þau kusu í öðru máli sem varðar þjóðina líka.
Það eru sérstaklega uppi tvö mál sem hafa komið upp sem varða framtíð Íslands! Nú á almenningur réttinn til að taka ákvarðanir um framtíðina! Við erum þegar búin að taka ákvarðanir þessar og ógilda bæði málin.
Örlögin eru ráðin! Þjóðin hefur valdið!
Það er ekki bara ríkistjórnin sem á að fara heldur alþingi líka! Í þeirri stöðu sem nú er að koma upp tekur Forsetinn yfir til að byrja með og skipar embættismenn þangað til að gerðar hafa verið tilskildar breytingar.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum!
Ég sting upp á almannaþingi í framhaldinu!
Yfir 58% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)