Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
Sunnudagur, 30. maí 2010
Æ-L-I
Ef lagt er saman listabókstafi Besta flokksins í Reykjavík, L- listi fólksins á Akureyri og Í-listann á Ísafirði þá kemur út orðið: ÆLI.
Þegar að farið er yfir málin þá er alveg ljóst að almenningur er einmitt með óánægju sinni að æla yfir fjór flokkana. Þar að segja, mjög margir búnir að fá ógeð af þeim og yfir sig nóg.
Öllu gamni og háði slepptu þá voru þessi úrslit kosningana ágæt á sumum stöðum. Það er alveg ljóst að nú þarf að biggja upp af þessu. Óánægja með fjórflokkana mun halda áfram að berast og næst yfir í landsmálin. Það eru síðan margir mjög óánægðir með ríkisstjórnina. Einmitt vegna þess hvernig þessi stjórn tekur á málum og síðan hve erfiðlega það tekur að klára mál sem löngu hafa átt að fara í gegn sem lög. En öll tengist þessi óánægja út í öll stjórnmálin á Íslandi.
En ráðleggingar þær sem ég hef fyrir Besta flokkinn eru þær, að stokka alla málaflokka upp, að byrja að losa um festingar á málaflokkum og taka mál aðeins fyrir með því í huga að reyna allt sem hægt sé til að losna við að mál séu tjóðruð niður í flokka. Hugsa fyrst og fremst um fólkið en ekki málaflokkana!
Að framkvæma hlutina með þeim hugsunum að allur almenningur hafi jafnan hag af þeim aðgerðum sem framkvæmdar verða. Að passa upp á að sérhagsmunapotafólki verði ekki gefin loforð! Að flokka fólk ekki niður með því að setja einhverskonar gæðastimpil á það. Að vera ekki vinir vina sinna helur vinir allra.
Að setja ekki vini ykkar í einhverjar stjórnunarstöður heldur að ráða í öll störf ópólitískt.
Síðan eru örugglega til leiðir sem geta tengt óháð framboð eins og tildæmis Besta flokkinn yfir í landsmálin. Mjög vel hægt að finna tengsl þar á milli. Ef góðir hlutir framkvæmdir þá smita þeir út frá sér á góðan hátt.
Munið að þið eruð umfram allt fulltrúar fólksins sem kaus ykkur og ættuð að mínu mati að halda tengsl við það. Tildæmis með því að búa til eitthvað dæmi sem þið eruð innan um fólk án þess að vera sérstaklega að sýna ykkur heldur frekar að geta verið innanum almenning eins og venjulegt fólk. Stórnmálamenn eiga fyrst og fremst að vinna fyrir allan almenning.
Ég legg til við ykkur að búa til einhverskonar hugmyndaráðuneiti (í sérstakri skrifstofu) fólksins þar sem það getur komið fram með hugmyndir sínar um bætta þjónustu við íbúana. Með slíku ráðuneiti þar sem þið komið að störfum og takið þátt í, þá er hægt að halda miklu betri tengslum við íbúana! Staður þar se m fólkið getur komið í og þið líka! Í stað þess að mæta bara rétt fyrir kosningar til að sækja atkvæði til fólksins. Varðandi þetta atriði eruð þið að fá sérstakt bréf frá mér.
Umfram allt! Ekkert ofurvald yfir fólkinu og ekkert valdapot!
Ég á eflaust til fullt af fleiri ráðum en ætla að láta þetta duga núna og óska ykkur góðs gengis í framkvæmdum ykkar.
Tökum yfirvegaðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 29. maí 2010
Nú þarf fólk að hjálpast að!
Nú er kominn tími til að sýna svo um munar óánægju okkar með fjórflokkinn. Það er hægt með því að kjósa óháðu framboðin um allt land.
Framtíð okkar gæti svo sannarlega snúist á veg með okkur ef við stiðjum við það fólk sem ætlar sér fyrir alvöru að gera heiðarlegar tilraunir til að breyta Íslandi.
Ef hugsunin sú sem er að baki að persónugera Ísland og breyta Íslandi fyrir framtíðina, þá gætu slík verk fyrir alvöru hafist í bæjar og sveitarstjórnar kosningunum.
Ef hugsunin hjá okkur er að búa til nýtt Ísland þá hefst það nú!
Óánægja mjög margra með stjórnmálamenn hófst út í landsmálunum eins og meðal annars með óánægju á þingmönnum. Óánægja sem færst hefur yfir í bæjar og sveitarstjórnar kosningarnar. Ef þessi óánægja á að get nýtst almenningi fyrir framtíðina þá velur almenningur óháðu framboðin til að vinna að góðum verkum, tildæmis að vinna saman að breyta Íslandi.
Ég er Reykvíkingur og vel aðeins það Besta!
Vegna þess að ég treysti þeim til að breyta stjórnmálunum.
Ef þú ert óánægð/ur með fjórflokkana þá velur þú óháða framboðið á þínum stað.
Oddviti Besta flokksins kaus í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Nú skemmti ég mér í sólskininu:-)
Örvæntingin komin í hægra liðið? Það hlítur að vera dapurlegt fyrir þessa blessaða konu sem bjóst svo við að fá Borgarstjórastólinn að vera að missa hann.
Þó hinir séu svo sem ekkert neitt betri. Enda má skoða atburði alls síðasta kjörtímabils með hliðsjónar til þessa. Eins og hvernig barist var um valdastöðurnar og þá sérstaklega á fyrrihluta tímabilsins.
Nú eru búnar að vera það margar skoðanakannanir að það er engin spurning að sá Besti er að ná mikilli og mjög góðri kosningu. Úr þessu er aðeins spurningin hvort Borgarinnar Besti nái hreinum meirihluta. Sem er bara gott mál!
Verum öll Best við okkur
Samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 19. maí 2010
Nú er tækifærið!!!!!
Það er fullt af nýjum framboðum út um allt land í bæjar og sveitarstjórnar kosningunum. Nefna má Flokk fólksins á Akureyri sem og Besta flokkinn í Reykjavík.
Öll þessi nýju framboð sem fram eru komin munu fá stuðning af fólkinu í landinu sem er óánægt með fjórflokkinn. Sum eru að fá mikið fylgi í skoðanakönnunum.
ÞAÐ BYRJAR Í BÆJAR OG SVEITARSTJÓRNAR KOSNINGUM!
Það er svolítið sérstakt að segja það en eftir að þessi skýrsla, þið vitið kom út þá er fullt af fólki að taka ákvarðanir hvert það veitir stuðning sinn í kosningunum. Annaðhvort að kjósa ekki, eða að velja nýtt framboð utan gömlu fjórflokkana.
Aldrei hefur verið eins mikið tækifæri að losna við fjórflokkinn. Er það vegna þess hvað þessi nýju framboð eru mörg og hversu mikinn stuðning þau fá af óánægðum almenningi. En óánægjuraddir um allt land ættu að sameinast um breytingar fyrir nýtt Ísland!
Nú þurfa þessi framboð að taka sig saman og vinna að alvöru breytingum fyrir Ísland. Að vinna í samvinnu við að losna við fjórflokkana! Því þurfa þau að starfa saman að sérstakri hugmyndavinnu þar að.
Koma svo! Breytum Íslandi saman því aldrei hefur verið meira tækifæri til þess!
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. maí 2010
Draumur fyrrinóttar var ráð-gáta og skilaboð
Fyrir þá sem áttuðu sig ekki á að bloggi gærdagsins hjá mér.
Draumur sá sem mig dreymdi var mjög sérstakur. En steinanir voru sko ekki einn eða tveir heldur löng röð báðum megin (við gangstéttarbrúninar) eftir endilöngu Austurstræti. Alveg úthöggnir en frekar litlir þó, ca. 1.5 m á breidd og 1,0 m á hæð. Ég var að hlaupa á milli þeirra frá Eymundsson í áttina að Lækjartorgi.
Útskýringar á Bautasteinum:
"Bautasteinar voru einnig notaðir sem leiðarmerki og gegndu sama hlutverki og vörður hér á landi,"
"Bautasteinar voru einnig settir upp til minningar um persónur"
"Farbauti og hylbauti eru einnig gömul líkindaorð um ráðendur."
"Í Hávamálum segir m.a.: "sjaldan bautasteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið". Vísar það til þeirra steina er varða alfaraleiðina líkt og í Róm til forna"
Samanber í draumnum í áttina að Lækjartorgi eða Lækjargötu.
Nú skal hver ráða sitt.
Draumurinn hér aftur:
Í nótt dreymdi mig nokkuð sérstakan og ákveðinn draum um að götur Reikjavíkur væru allar þaktar stórum steinum og mörgum þeirra sérstaklega röðuðum upp eftir einhverskonar brautum. Það var eins og það væri einhver sérstök hátíð í gangi og í einum af atriðunum var ég þátttakandi í einhverskonar hlaupaleik meðfram steinum eftir öllu Austurstræti. En fullt af fólki var inni á sjálfum Austurvelli.
Enn nákvæmari lýsing:
Ég var að hlaupa eftir og milli raða af Bautasteinum meðfram gangstéttinni. En litlir venjulegir steinar voru út um allt á öðrum stöðum.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. maí 2010
Ég legg til,,,,,,,,,,,,,,
Hvernig væri að sýna almennt óánægju okkar með stjórnmálamenn með því að búa til miða þar sem stæði:
Ég ætla ekki að kjósa í næstu kosningum
eða eitthvað þvílíkt?
Setja þessa miða síðan í spjöld og hengja á barm okkar?
Kæru bloggvinir. Ég er annars að koma smám saman til baka að blogga eftir veikindi undanfarna daga.
Alls 2846 manns í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)