Æ-L-I

Ef lagt er saman listabókstafi Besta flokksins í Reykjavík, L- listi fólksins á Akureyri og Í-listann á Ísafirði þá kemur út orðið: ÆLI.

Þegar að farið er yfir málin þá er alveg ljóst að almenningur er einmitt með óánægju sinni að æla yfir fjór flokkana. Þar að segja, mjög margir búnir að fá ógeð af þeim og yfir sig nóg.

Öllu gamni og háði slepptu þá voru þessi úrslit kosningana ágæt á sumum stöðum. Það er alveg ljóst að nú þarf að biggja upp af þessu. Óánægja með fjórflokkana mun halda áfram að berast og næst yfir í landsmálin. Það eru síðan margir mjög óánægðir með ríkisstjórnina. Einmitt vegna þess hvernig þessi stjórn tekur á málum og síðan hve erfiðlega það tekur að klára mál sem löngu hafa átt að fara í gegn sem lög. En öll tengist þessi óánægja út í öll stjórnmálin á Íslandi.

En ráðleggingar þær sem ég hef fyrir Besta flokkinn eru þær, að stokka alla málaflokka upp, að byrja að losa um festingar á málaflokkum og taka mál aðeins fyrir með því í huga að reyna allt sem hægt sé til að losna við að mál séu tjóðruð niður í flokka. Hugsa fyrst og fremst um fólkið en ekki málaflokkana!

Að framkvæma hlutina með þeim hugsunum að allur almenningur hafi jafnan hag af þeim aðgerðum sem framkvæmdar verða. Að passa upp á að sérhagsmunapotafólki verði ekki gefin loforð! Að flokka fólk ekki niður með því að setja einhverskonar gæðastimpil á það. Að vera ekki vinir vina sinna helur vinir allra.

Að setja ekki vini ykkar í einhverjar stjórnunarstöður heldur að ráða í öll störf ópólitískt.

Síðan eru örugglega til leiðir sem geta tengt óháð framboð eins og tildæmis Besta flokkinn yfir í landsmálin. Mjög vel hægt að finna tengsl þar á milli. Ef góðir hlutir framkvæmdir þá smita þeir út frá sér á góðan hátt.

Munið að þið eruð umfram allt fulltrúar fólksins sem kaus ykkur og ættuð að mínu mati að halda tengsl við það. Tildæmis með því að búa til eitthvað dæmi sem þið eruð innan um fólk án þess að vera sérstaklega að sýna ykkur heldur frekar að geta verið innanum almenning eins og venjulegt fólk. Stórnmálamenn eiga fyrst og fremst að vinna fyrir allan almenning.

Ég legg til við ykkur að búa til einhverskonar hugmyndaráðuneiti (í sérstakri skrifstofu) fólksins þar sem það getur komið fram með hugmyndir sínar um bætta þjónustu við íbúana.  Með slíku ráðuneiti þar sem þið komið að störfum og takið þátt í, þá er hægt að halda miklu betri tengslum við íbúana! Staður þar se m fólkið getur komið í og þið líka! Í stað þess að mæta bara rétt fyrir kosningar til að sækja atkvæði til fólksins. Varðandi þetta atriði eruð þið að fá sérstakt bréf frá mér.

Umfram allt! Ekkert ofurvald yfir fólkinu og ekkert valdapot!

Ég á eflaust til fullt af fleiri ráðum en ætla að láta þetta duga núna og óska ykkur góðs gengis í framkvæmdum ykkar.

 

 

 


mbl.is Tökum yfirvegaðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Athugið að með svona ráðuneiti er ég ekki að tala um hverfaráð flokka heldur sérstakt ráðuneiti til að sækjast eftir þátttöku allra þeirra sem hafa áhuga á og vilja taka þátt í.

Guðni Karl Harðarson, 30.5.2010 kl. 13:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki gleyma T listanum í fjallabyggð. TÆLI

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Var ekki einhverstaðar V-listinn líka? VÆLI?

Guðni Karl Harðarson, 30.5.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Verður þetta að rýma hjá þér Guðni minn,því ég er svo eftir mig að ég bara þvæli. Enda ný farnir gestir frá Bergen og ég orðin rugluð í Skandinaviskummi.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2010 kl. 17:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég skrifa ekki svo smá ath.semd án þess að í hana slæðist villa,t.d. ritvilla. Þetta kemur fyrir hjá mörgum. Varðandi úrslitin og frétta menskuna í því sambandi,fór ég að hugsa um það sem Nojari,benti á. Jóhanna Vigdís og Helgi Seljan,vildu ólm koma upp einhverju karpi milli frambjóðenda. Honum fannst þetta áberandi,en ekki af illum hug,þetta er bara orðin einhver skylda,að hleypa fólki upp. Sú var tíð að fréttamenn þóttu of linir við að toga út úr ráðamönnum fyrirætlanir  sínar         og svara þeim skýrt og skorinort. Honum finnst Þóra Arnórsd. bera af með kurteysi en samt ákveðni,í spyril hlutverki,Sigmar ,,næstbestur,,      Nú fer í hönd mikil vinna hjá okkur,verðum að hleypa þessum Esb. áfformum upp.  Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2010 kl. 17:58

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Helga, fyndið að heyra suma tala eins og formenn flokkana sem og forvígismenn þeirra hér í Reykjavík. Ég hló mig vitlausan að heyra eina sérstaka ljóshærða konu tala í gærkveldi.

Það slæðast stundum villur inn hjá mér en ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af því.

Bráðlega fer þessi vinna jú í gang að losna við þessi ESB áform. En þangað til þarf að fókusa á að koma bæjarmálefnunum í réttan farveg fyrir almenning.........

Guðni Karl Harðarson, 30.5.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband