Færsluflokkur: Trúmál

Áskorun á Ríkistjórn - Video

Gott fólk.

Í dag eru 50 dagar þangað til að þjóðin á að kjósa um stjórnarskrárspurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er mikilvægt að þeir sem eru andstæðir inngöngu í ESB mæti í kjörklefann og segi þvert NEI við spurningu 1.

Í 111. grein tillagna stjórnlagaráðs, - Framsal Ríkisvalds stendur:

>Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.


Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.<



Ef þjóðin mætir í kjörklefann þann 20. október og setur X NEI við spurningu 1, er sjálfhætt í viðræðum við esb og helsta mál Ríkistjórnarinnar fallið um sjálft sig.
Og í sjálfu sér sjálfsögð krafa að ríkistjórnin segði af sér í framhaldinu.

Þetta Video er það fyrsta af nokkrum sem ég mun setja inn á næstunni.





Villandi upplýsingar?

Ég veit ekki til með þessi atvik. En ég veit um tilfelli sem undirskriftasafnari fyrir frambjóðanda hefur sagt fólki að það gæti skrifað undir á fleiri en einn lista. Hélt að þetta færi efti undirskriftasöfnun við kosningar til alþingis sem og þið vitið stjórnlagaþingi.

 Vil ég því beina sjónum að kanna málið ef hægt er af þeim forsendum.

 


Vil nota tækifærið að beina sjónum ykkar á fína bloggrein mína:

Hvað er þetta með Dögun eiginlega? VAKNIÐ!


mbl.is Kærði undirskriftafölsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haltir leiða blinda

Hugmynd fyrir stjórnlagaráðs fulltrúa

Lýður eða aðrir fulltrúar ef lesa:

Hvernig væri að kjósa ykkur eða velja sérstaka fulltrúa almennings sem leituðust eftir því að fá fram hugmyndir hjá fólki út um allt land um hvað eigi að vera í stjórnarskrá?

Ég er þá að tala um að fara öfugu leiðina við það sem er að almenningur og fólk innan stjórnarskrárfélagsins komi með hugmyndir til ykkar. Að leita sérstaklega eftir hugmyndum frá almenningi!

úr þingsályktun:

Fundir ráðsins verði opnir.

Um skipulag og starfshætti stjórnlagaráðs fer að öðru leyti eftir starfsreglum sem stjórnlagaráð setur sér.

 Ég skora á stjórnlagaráð að setja sér sérstaka starfshætti sem tengja almenning um allt Ísland við gerð Stjórnarskrá Íslands! Það væri vel hægt. Ekkert í starfsreglum sem segir að þeir megi það ekki.

 

Aðeins um tilurð stjórnlagráðs, ábending til alþingismanna:

Eftir því sem mér sýnist þarf almenningur að fá að kjósa beint (áður) um útkomu á vinnu stjórnlagaráðs, áður en að alþingi fái svokallað frumvarp þeirra að nýrri stjórnarskrá til umfjöllunar. Þar að segja kjósa um stjórnarskrána frákomnri af stjórnlagaráði! Öðruvísi verður gerð nýrrar stjórnarskrár ekki lögleg!

Ég tel að stjórnlagaráð hafi ekki leyfi til að koma fram með frumvarp til laga! En það er ekki þeim að kenna heldur alþingi. Það er meðal annars vegna þess að almenningur kaus ekki í stjórnlagaráðið.

Mér er spurn! Hvernig getur stjórnlagaráð komið með frumvarp til laga? En það er það sem stjórnlagaráðið á að gera. Mér sýnist að frumvarpagerð stjórnlagaráðs stríði gegn sjálfri stjórnarskránni. Þarf ekki að setja sérstök lög til þess að aðrir en *.þing geti borið fram frumvörp til laga? (úr stjórnarskrá: Stjórnlagaráð skili tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011).

úr stjórnarskrá Íslands:

97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr.

Það er orðana munur á því að það megi koma með tillögur eða leggja fram frumvarp til laga! Þarf ekki að vera skýrt um það skorið hverjir mega leggja fram frumvarp? Er það ekki annars í dag bara alþingi sem má koma með frumvarp til laga?

 úr stjórnarskrá Íslands:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Er þá ekki sjálfgefið samkvæmt þessu að aðeins þeirra sem getið er í stjórnarskránni megi og eigi að vinna frumvarpið?

Er það ekki sjálfgefið að með kosningu til stjórnlagaráðs af þjóðinni var alþingi að veita þjóðinni leyfi að kjörnir stjórnlagaþingmenn (umboðsmenn) megi fara yfir stjórnarskrá Íslands og koma með frumvarp til laga, til að bera undir alþingi? 

Hefur stjórnlagaráð (ókosið) sama leyfi?

Segir það ekki að sjálfu sér að almenningur fái að kjósa beint um útkomu stjórnlagaráðs áður en alþingi fær hana?

 


mbl.is Eru hugsi um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave með gildum Þjóðfundar - Réttlæti - Virðing og Heiðarleika

Í morgun var ég á fundi Þjóðarvettvangs þar sem rætt á tveimur hringborðum um Icesave með gildum Þjóðfundar að leiðarljósi. Hér ræði ég sem ég talaði um á þessum fundi. Einnig smávegis sem kemur upp í hugann núna með að ég skrifa þennan pistil.

Heiðarleiki, Virðing og Réttlæti eru hugtök sem oft haldast nokkuð í hendur. Öll eru þau þáttur í því siðferðismati sem byggir upp samfélag manna. Eitt þeirra leiðir af öðru þeirra og þau tengjast ákveðið saman í samskiptum okkar á milli.

Þannig er óheiðarleiki, óvirðing og "óréttlæti" siðblinda. Slík siðblinda verður til í samfélagi manna þar sem þau mannlegu gildi eru ekki virt eins og það að láta græðgi og valdsýki ráða ferðum sínum. Allar slíkar gjörðir hafa beint eða óbeint áhrif á líf annara sem og líf okkar sjálfra!

Það er rangt mat sumra að segja að Icesave sé eingöngu siðferðilegt mál heldur enn ekki Lögfræðilegt mál. Því auðvitað eiga að vera til lögfræðilegar tilskipanir sem koma í veg fyrir að svona geti gerst! En slík er auðvitað túlkun manna hvort að þær tilskipanir séu til þegar og hvort notast eigi við þær. En þar að lútandi hafa komið fram sterk rök sem svo gefa til kynna að til séu tilskipanir sem eigi við í þessu tilviki. Má þar nefna bloggsíður ýmissa manna sem láta ekki stýrast af flokkshagsmunum við skoðanir sínar varðandi þetta mál. Hinsvegar eru þeir sem mæla þar á móti nokkuð í því að verja hagsmuni síns flokks og/eða síns stuðningsflokks frekar en að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

HEIÐARLEIKI varðandi Icesave

 

Allir þessir reikningar sem boðið var upp á af Landsbankanum voru byggðir af græðgi! Loforð fyrir ofurháum vöxtum voru ótrúverðug og engvar tryggingar voru fyrir hendi allavega ekki þær sem að venju eiga að viðgangst í viðskiptum manna á milli. Gylliboð fárra fégráðugra manna sem plötuðu fólk til að leggja fé sitt inn á reikninga með vaxtagylliboðum.

Þetta vissu ráðamenn Landsbankans vel. Og þetta vissu stjórnmálamenn LÍKA! (þar á meðal allar ríkisstjórnir á velli meðan síðan málið fór í gang (boðið upp á reikninga) og fram til þess sem staðan er í dag!)) Er það heiðarlegt að hafa vitað af hlutunum og gert ekkert í því?

Heiðarlegt hefði verið og væri að þeir sem bjuggu til reikingana hefðu komið fram og sagt fólki frá áhættunni nákvæmlega! 

Heiðarlegt hefði verið af þeim sem bjuggu til reikningana að koma fram og tala við reikningseigendur sem töpuðu af viðskiptunum og biðjast afsökunar á að svona hefði farið. 

Heiðarlegt væri af þeim að segjast reyna allt sem þeir geta til bjarga málum að koma fram og styðja við almenning í stað þess að reyna að velta öllu yfir á þjóðina og það þegjandi og hljóðalaust eins og þau geta. Að vinna með þjóðinni!

Heiðarlegt hefði verið af ríkisstjórn hefði stigið fram og stöðvað viðskiptin! (alveg sama hvað stjórn sem væri).

Heiðarlegt væri af stjórn að koma fram við almenning með því að tjá fólkinu vel og vandlega út á hvað allar samningaviðræður gengju. Að virða fulla upplýsingaskildu gagnvart almenningi!

Heiðarlegt hefði verið af Bretum og Hollendingum að ásaka ekki íslendinga sem þjóð fyrir fjárglæfri nokkura græðgismannna. Óheiðarlegt er að ásaka eina friðsömustu þjóð í heiminum sem hefur ekki einu sinni her fyrir að vera hryðjuverkaþjóð.

Heiðarlegt væri að koma fram og biðjast afsökunar.

Heiðarlegt væri af Bretum og Hollendingum að viðurkenna það að íslensk þjóð eigi ekki neinn þátt í því sem gerðist! Heiðarlegt væri af þeim að viðurkenna það að íslenskur almenningur eigi ekki að borga fyrir græðgi annara!

Virðing varðandi Icesave

Við sem íslendingar eigum að bera virðingu fyrir því fólki sem tapaði af þessum viðskiptum. En það eigum við að gera um leið og við útskýrum málin. Eins og það að íslenskur almenningur eigi ekki að borga af lánum sem þeir tóku ekki. Því er sjálfsagt að tala um það opinberlega. En það þýðir samt ekki að almenningur eigi að borga upp tap annara. Þ.e. þeirra sem leiddust út í að taka ákvarðanir sem höfðu slíkar slæmu áhrif á þeirra fjárhag og þess valdi að þeir urðu fyrir tapi útaf þessu gylliboði sem auðvitað ætti öllum hugsandi mönnum að vera ljóst. Fólk á líka að taka ábyrgð af ákvörðunum sínum.

Ríkisstjórn ætti að bera sterka virðingu fyrir því fólk isem byggir þetta land. Rökin eru sú að ef þeir eiga geta sagt að fólkið almenningur eigi að borga þetta þá verða þeir að virða rétt fólksins að fá niðurstöðu um málið! Því á auðvitað að leggja málið í hendur þjóðarinnar.

Virðingarvert væri að þjóðin fengi síðan að finna hið rétta framhald heldur en ríkisstjórn fyrir það. Þetta er mál fólksins að taka ákvörun um að mjög yfirlöguðu máli.

Virðingarvert væri af ríkisstjórn að segja rétt frá öllu og leyna fólkinu ekki einu einasta atriði.

Virðing er jú líka að bera virðingu fyrir skoðunum annara og sérstaklega til þeirra sem málið svo mikið varðar í tengslum við framtíðina.

Réttlæti varðandi Icesave

Réttlátt væri að sjónarmið manna séu tekin til greina. 

Réttlátt væri að almenningur fengi að taka ákvarðanir sem þvi svo mikið skiptir.

Réttlátt væri að skoða allar leiðir í málinu. Að skoða hvort dómstólaleiðin sé fær! Að skoða fyrir alvöru hvort við eigm að borga þetta og þá með tilliti til tilskipana eins og innan EES.

Réttlæti er að þeir sem bjuggu ekki til þessa skuld eigi ekki að taka að sér að borga upp þá skuld með því að tekin séu lán og þau veitt yfir á þjóðina.

 Ég er nú búinn að fara dálítið yfir pistillinn og leiðrétta hann. Því miður var pistillinn settur inn í hendingskasti. End var mikil vinna á bak við hann. Bæði skrif af mínum minnismiðum og því sem bættist við í tengslum við efni þeirra þegar skrifaði og setti saman pistilinn.

Margt fleira getur komið upp í hugann útaf þessu máli öllu. Og mun ég skrifa um það hér jafnóðum og það gerist.  Það hefur verið gott að fá að taka þátt í svona umræðum sem voru ganglegar og til þess fallandi að skerpa hugann varðandi þetta mál. 

 Eftir að hafa farið svona í gegnum málin hefur svo augljóslega komið fram að ég hef alls ekki skipt um skoðun í þessu máli!

ÞAÐ Á EKKI AÐ VELLTA ÞESSU YFIR Á ÞJÓÐINA!

 


Aðventutónleikar

Ég vil nota hér tækifærið að auglýsa Aðventutónleika

Valskórsins og Karlakórs Fóstbræðra

í Kapellunni að Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00

 

dagskrá:

1. Valskórinn syngur nokkur Jóla og Hátíðarlög.

2. Hugvekja.

3. Karlakórinn Fóstbræður syngur nokkur lög.

Valskórinn er magnaður kór undir stjórn Báru Grímsdóttur. Ég sjálfur er þar einn af Tenórum.

 


Tímaferðalag í draumi - mjög sérstök upplifun!

Endurfærsla á mjög raunverulegum draumi:

Hér kemur ein sérstakasta saga sem um getur og gjörsamlega sönn!

Ferð til Malmö í Svíþjóð

Svoleiðis er að ég er mjög anda-næmur í svefni. Þannig hefur það mjög oft komið fyrir mig að vera gjörsamlega einhversstaðar annarsstaðar. Ég meina eins og annað líf. 

Þetta hefur komið fyrir mig mörgum sinnum. Ég fer bara að sofa og ég er staddur annarsstaðar. Ég hef tildæmis verið maður á Akranesi og man eftir fullt af minningum í lífi/drauma upplifun þaðan. Einnig átt líf í Hafnarfirði og Selfossi.

 

En þessi merkilega saga fjallar um þegar að ég  fór fram í framtíðina eitt sinn þegar að ég lagðist útaf og fór að sofa. Ég bjó þá í Blokk uppi í Breiðholti.

Einn nóttina fyrir um 11 árum síðan  fór ég einu sinni sem oftar að sofa. Allt í einu var ég staddur í leigubíl fyrir utan Blokk í úthverfi Malmö í Svíþjóð. Ég fer út úr (alveg eins og það væri að gerast!) leigubílnum og hringi bjöllunni þar sem kunningi minn bjó. Ég ætlaði að stoppa nokkra daga hjá honum þangað til færum saman til Varna í Búlgaríu í tveggja vikna sumarferð. Það er þó svo skrýtið að þegar ég var sofandi man ég næst eftir mér þegar að ég var að labba í lítilli einnar hæðar verslunarmiðstöð rétt fyrir neðan sem kunningi minn átti heima. Ég labba inn um allar smáverslanirnar. Man það svo gjörla eins og gerst hafi í gær. Þegar að ég kem út verður mér starsýnt á auglýsingaskilti með bíóauglýsingum og leikhúss. Ég held áfram að labba þangað til að ég kom niður á ströndina fyrir neðan Listasafnið. Þetta er frekar löng strönd þar sem fólk fer oft í sólbað í góðum veðrum. Einmitt þarna var sólskin úti og ég sé fullt af fólki í sólbaði. En ekki gaf ég mér tíma til þess í þetta sinn. Ég stoppa þarna rétt svo sem en held svo til hægri meðfram göngstís sem lyggur meðfram hleðslusteina varnargarði sem lá eftir endilangri ströndinni í áttina að smábátahöfninni.

Þegar að ég geng meðfram stígnum þá tek ég sérstaklega eftir fullt af allskonar Flugdrekum sem eru festir niður og hanga upp í loftið. Ekkert fólk sem stendur við Flugdrekana þar sem klukkan var orðin yfir kl. 18.00 og öll sú skemmtun búin þegar að ég labba þarna.

Næst labba ég að litlu hvítu hringlaga sölutjaldi þar sem selt var kaffi og kökur. Ég gjörsamlega finn kaffilyktina og enn síðasta ylminn af heitum vöfflum. Síðan labba ég aðeins lengra og er þá að koma að littlu göngubrúnni inni í smábátahöfninni. Rétt áður en ég geng yfir brúna sé ég littla rauðhærða stelpu í stuttbuxum detta og meiða sig á hnénu. Ég geng til hennar og spyr hana á íslensku hvort húna hafi meitt sig. En þetta var bara smá hruflun. Hún neitar því.

Því næst held ég áfram og geng innan um litlar skemmtiskútur, bæði með mótorum og aðrar með seglum. Ég labba því næst yfir litlu göngubrúna og kem að nokkrum húsum. Einhverjar verslanir og ferðaskrifstofur þarna að mig minnir þá. 

Til vinstri sé ég Risastórt tjald með sviði og fyrir framan fullt af stólum sem fólk situr í. Það er hljómsveit að spila Harmonikku tónlist. Ég stoppa, horfi á og hlusta á um tvö lög. Það er þó komið að lokum hjá hljómsveitinni. Svo háttar til að meðfram húsunum og fyrir framan þau eru tvær langar tröppur. Eins og um 100 metra langar. Fullt af fólk var á gangi þarna á svæðinu. Eins var fullt af smátjöldum þar sem verið var að selja smávarning og ýmsan mat. Einnig heitan mat eins og Hreyndýrakjöt, Villibráð og Kebab. Ég fann ylminn í loftinu og fylgdist með kokkunum vera að steikja á stóru eldstæði með járnteini yfir. 

 Í fjarksa sé ég annað tjald með sviði og hljósmveit að spila. Tjaldið var (svona í laginu eins og 1/4 úr fótbolta með svipuðu munstri) við endann á gömlum steingrunni þar sem einu sinni hafði verið stórt hús en búið að rífa. Grunnurinn var notaður sem dansgólf. Nú á sviðinu var sænsk danshljómsveit að spila sér sænsk folkmusik lög. Ég stoppa innan um fullt af fólki við miðjan kantinn á dansgólfinu. Allt í einu er mér starsýnt á Söngvara hljósmveitarinnar sem er miðaldra Svíi með þetta líka Svía-gulahárið. Honum verður mjög starsýnt á mig líka. Mjög einkennilegt allt saman. 

Ég stoppa og hlusta á nokkur lög og horfi á fólkið vera að dansa. Allt í einu sé ég tvær ungar konur vera að dansa saman. Önnur grönn og há en hin með stærri vöxt og dökk á brún og brá. Ég geng til þessarar sem er þreknari og spyr hana hvort hún vilji dansa við mig (á íslensku, það var eins og ég vissi að þær væru íslenskar). Hú jánkar því og við dönsum um tvö lög eða svo. Síðan þakka ég fyrir og labba yfir hinum megin íút í kant grunnsins og stoppa smá stund til að horfa og hlusta. Síðan labba égá stað upp frá höfninni inn í miðbæinn. Enda er ég algjörlega orðinn dauðþreyttur í fótum eftir allt labbið. 

Síðan vakna ég í rúminu heima eins og ekkert væriWoundering um hvernig þetta hefði nú allt verið mjög raunverulegt. Eins og að finna ylminn af vöfflunum og kjötinu. Heyra hljómlistina og fólkið tala.

Alveg ótrúlegt. Ég hugsaði um þetta í mjög marga daga á eftir.

Jæja. Síðan gerist það um 3 árum eða 4 árum seinna,  (ég man eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu var) að við fjórir félagarnir ákveðum að skreppa til Búlgaríu (aftur, þ.e ferð númer 2). Félagi minn í Malmö hafði pantað íbúð fyrir af okkur inni í Varna. Hinir tveir ætluðu að vera á ströndinni sem var ekki langt frá.

Ég flýg til Köben. Tek Lest til Malmö á Brautarstöðina og síðan leigubíl heim til félaga míns. Ætla að stoppa hjá honum félaga mínum í nokkra daga áður en við tækjum flugvél frá Malmö til Varna.

Það er skemmst frá því að segja að allt sem gerðist þarna  þegar að ég var sofandi gerðist þarna í þessari Malmö ferð. Nákvæmlega eins nema tvö atriði og þau voru: 1. ég sé móður litlu stelpunnar tala við hana þegar að hún hafði dottið á hnéð. 2. Ég dansaði ekki við konuna heldur horfði á þær dansa og heyrði að þær töluðu saman á íslensku. Svo fannst mér ég kannast við að hafa séð þessa þreknari einhvern tímann áður heima á Íslandi.

Allt annað gerist akkúrat eins og þegar að ég var sofandi! Ég og söngvarinn horfðumst sérstaklega í augu. Það var eins og hann væri í svipaðri reynslu og ég!

 Eflaust get ég sannað söguna með því ef ég finna þessa Rauðhærðu stúlku sem er núna á aldrinum 10 til 12 ára eða svo. Gaman væri að finna hana. Svo, Rauðhærða stúlka, ef þú lest þetta viltu þá hafa samband við mig!Smile

Svona sterka drauma upplifanir hef ég oft upplifað!

Aðeins að lokum í framhaldinu og það er auðvelt fyrir mig að sanna. Um 9 árum fyrr fórum við fjórir félaganir (einn af okkur var ekki í seinni ferðinni heldur kom annar í staðinn) í fyrri ferðina á strönd fyrir utan Varna í Búlgaríu. Einu sinni skruppum við inn til Varna til að skoða okkur um. Nú við löbbuðum upp litla götu sem var frá ströndinni upp að einni af aðalgötunum. Rétt þegar að við gengum framhjá gömlu 4 hæða húsi við götun bið ég allt í einu félaga mína að stoppa og bíða eftir mér rétt í ca. mínútu. Ég geng inn í húsið og upp á aðra hæð til að skoða inngang af einni íbúð þar. Stoppa aðeins við og horfi á dyrnar en sný svo við til félaga minna sem bíða mín út á götu. Þeir spyrja mig undrandi hvað ég hefði eiginlega verið að gera????? Ég svaraði aðég hefði aðeins verið að skoða íbúðina að utan sem ég ætti að eiga heima í hálfan mánuð mörgum árum fram í framtíðinni.

Bíddu við?! Íbúðin var sú sama og við félagi minn úr Malmö bjuggum svo í seinni ferðinni til Búlgaríu. 

Hvernig stenst þetta? Nú ég kom ekki nálægt pöntun á íbúðinni sem félagi minn pantaði í gegnum netið áður en ég kom til hans í Malmö. Hann hringdi líka í umsjónarkonu sem kom síðan og sótti okkur út á flugvöll við komuna til Varna.

Undarlegt! Hefur einhver áhuga á commentum varðandi þessa sögu?


 Ég á eiginlega fleiri svona undarlegar sögur sem hafa komið fyrir mig. Í draumi og vöku. Meðal annars mjög sérstaka upplifun þegar að ég var 5 ára.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband