Haltir leiða blinda

Hugmynd fyrir stjórnlagaráðs fulltrúa

Lýður eða aðrir fulltrúar ef lesa:

Hvernig væri að kjósa ykkur eða velja sérstaka fulltrúa almennings sem leituðust eftir því að fá fram hugmyndir hjá fólki út um allt land um hvað eigi að vera í stjórnarskrá?

Ég er þá að tala um að fara öfugu leiðina við það sem er að almenningur og fólk innan stjórnarskrárfélagsins komi með hugmyndir til ykkar. Að leita sérstaklega eftir hugmyndum frá almenningi!

úr þingsályktun:

Fundir ráðsins verði opnir.

Um skipulag og starfshætti stjórnlagaráðs fer að öðru leyti eftir starfsreglum sem stjórnlagaráð setur sér.

 Ég skora á stjórnlagaráð að setja sér sérstaka starfshætti sem tengja almenning um allt Ísland við gerð Stjórnarskrá Íslands! Það væri vel hægt. Ekkert í starfsreglum sem segir að þeir megi það ekki.

 

Aðeins um tilurð stjórnlagráðs, ábending til alþingismanna:

Eftir því sem mér sýnist þarf almenningur að fá að kjósa beint (áður) um útkomu á vinnu stjórnlagaráðs, áður en að alþingi fái svokallað frumvarp þeirra að nýrri stjórnarskrá til umfjöllunar. Þar að segja kjósa um stjórnarskrána frákomnri af stjórnlagaráði! Öðruvísi verður gerð nýrrar stjórnarskrár ekki lögleg!

Ég tel að stjórnlagaráð hafi ekki leyfi til að koma fram með frumvarp til laga! En það er ekki þeim að kenna heldur alþingi. Það er meðal annars vegna þess að almenningur kaus ekki í stjórnlagaráðið.

Mér er spurn! Hvernig getur stjórnlagaráð komið með frumvarp til laga? En það er það sem stjórnlagaráðið á að gera. Mér sýnist að frumvarpagerð stjórnlagaráðs stríði gegn sjálfri stjórnarskránni. Þarf ekki að setja sérstök lög til þess að aðrir en *.þing geti borið fram frumvörp til laga? (úr stjórnarskrá: Stjórnlagaráð skili tillögum sínum til Alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011).

úr stjórnarskrá Íslands:

97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr.

Það er orðana munur á því að það megi koma með tillögur eða leggja fram frumvarp til laga! Þarf ekki að vera skýrt um það skorið hverjir mega leggja fram frumvarp? Er það ekki annars í dag bara alþingi sem má koma með frumvarp til laga?

 úr stjórnarskrá Íslands:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Er þá ekki sjálfgefið samkvæmt þessu að aðeins þeirra sem getið er í stjórnarskránni megi og eigi að vinna frumvarpið?

Er það ekki sjálfgefið að með kosningu til stjórnlagaráðs af þjóðinni var alþingi að veita þjóðinni leyfi að kjörnir stjórnlagaþingmenn (umboðsmenn) megi fara yfir stjórnarskrá Íslands og koma með frumvarp til laga, til að bera undir alþingi? 

Hefur stjórnlagaráð (ókosið) sama leyfi?

Segir það ekki að sjálfu sér að almenningur fái að kjósa beint um útkomu stjórnlagaráðs áður en alþingi fær hana?

 


mbl.is Eru hugsi um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eða kannski virkja alla frambjóðendur til stjórnlagaþingsins til starfa? Fyrir þá sem vilja?

Það er ekki nóg að þjóðin fengi þjóðaratkvæðagreiðslu um útkomuna (eins og verið er að nefna í fréttinni)  heldur þarf almenningur að koma beint að vinnu stjórnarskrárinnar.  Því þá væri almenningur að kjósa um eigin hugmyndir!

Guðni Karl Harðarson, 26.3.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri góð hugmynd að leita eftir því hvað almenningi finnst skipta mestu máli.  Held þó að það fari dálítið eftir flokkslínum því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur, sumir stjórnarráðs fulltrúar hafa áhugi á að útkoma vinnu þeirra fari beint í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en útkoman fari til alþingis sem frumvarp til laga. Ef það er hægt þá er hin leiðin líka möguleiki.

Frumvarpið finnst mér þeir ekki geta lagt fram nema að hafa fengið niðurstöðu fyrst frá þjóðinni. Og því þarf þjóðin sjálf að koma að starfinu!

Það var þjóðin sem veitti stjórnlagaþingi umboð en hefur ekki veitt stjórnlagaráði umboð.

Guðni Karl Harðarson, 27.3.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband