Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Ógnarstaða gegn mannréttindum!
Þetta Icesave mál er eitthvað svo óstjórnlega ótrúlegt. Það segir yfirleitt allt hvernig stjórnvöld hugsa. Þau er ekki verið að hugsa um hag almennings heldur er verið verja gegn einhverri stöðu sem getur komið upp og er búið að hóta eins og ef við nefnum tildæmis Noreg sem dæmi. Síðan er einnig öll þessi ESB hræðsla um að fá þjóðir á móti sér ef ekki er samið.
En ástæðan fyrir þessu er líka sá hugsanagangur að vilja alltaf taka lán fyrir öllu. Að öll þessi lán geti bjargað okkur út úr þeim fjármálavanda sem þjóðin er í komin. Í stað þess að velja aðra leið sem er að efla vinnukrafta almennings í landinu til nýrra verka.
Það er verið að ógna og hóta Íslandi. Ef sú er svo sterklega raunin eigum við að snúa við blaðinu og velja aðra stjórnunarleið því þá falla öll meðul úr höndum þeirra sem hóta. Eins og IMF og Noregi.
Síðan eru svo miklu meiri rök fyrir því að almenningur eigi ekki að borga þetta heldur en rökin fyrir hinu gagnstæða!
Sjáið tildæmis þetta:
Ætla fjárfestar að lofa 100% að fjárfesta fyrir almenning sem eiga einhverja peninga og lofa að þeir komi í stórgróða til baka? Þetta er svo veigamikil spurning vegna þess að ef það á að nota almenning til að tryggja sjóð fjárfesta þá verða fjárfestar að gefa til baka með fyrir almenning. Eins og tildæmis að fjárfesta fyrir gróða. Þið sjáið síðan hversu þeim hefur gengið sjálfum?
Eins þetta:
Það má einnig benda á það atriði að ef þjóðin, þ.e. almenningur í landinu á að borga tryggingasjóð fjárfesta til að tryggja enn betur fjármálaóráðsýu sem hefur viðgengist, þá mætti setja í gang sérstakan sjóð til tryggingar almennings í landinu sem væri sérstaklega fyrir almenning og beint sérstaklega gegn fjárfestum. Hvað gerist svo í framtíðinni ef það er búið að gefa fordæmi?
Eins þetta:
Það er líka hægt með sterkum rökum að segja að ef einhver á að borga Icesave þá eru það þeir eingöngu gerendurnir en ekki almenningur í landinu. Því segi ég! Auðmenn sem hafa sett þjóðina í þessa stöðu skulu borga Icesave en ekki almenningur! Sem segir líka að þeir sem festa sparifé í einkabanka eiga að gera það með þeirri vissu að hafa fulla tryggingu fyrir að fá fé sitt til baka. Að hafa ekki gert það mætti segja að það væri bæði þeirra mistök og þeirra sem unnu hjá bankanum og báru skilda til að segja verðandi sparifjáreiganda um tryggingar fyrir sparifé.
Eins þetta:
Með tilliti til hér að ofanverðu. Banki sem aflar fjár með því að ná inn sparifé fólks á að hafa baktryggingar fyrir öllu því fé sem þeir fá inn! Baktryggingu frá öflun í sjálfum bankanum en ekki af almannafé. Hvað segir þetta? Sparifjáreigandi sem hefur lagt inn fé sitt á þannig á hættu að missa fé sitt ef hann er ekki tryggður. Það gefur honum ekki rétt til að sækja fé sitt til almennings og það í öðru landi! Sem sparifjáreigandi væri ég auðvitað mjög óánægður að missa fé mitt. En það gæfi mér ekki rétt til þess að fá fé mitt til baka eftir hvaða leiðum sem væru.
Viðbót: sem segir líka hversu mikið óréttlæti fyrir Ísland að Bretar og Hollendingar hafi borgað út til sparifjáreigenda. Það vekur upp spurningar um þvinganir vegna annara mála! Er þetta allt með ráðum gert?
Nálgast endalokin í umræðum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Alþingismenn þið ættuð að skammast ykkar!
Að líta yfir farinn veg síðustu mánuða er alveg með ólíkindum. Allir þessir atburðir síðustu mánaða bera öll merki þess að íslenskt þjóðfélag er að hruni komið. Og er þá vægt til orða tekið.
Sökudólgarnir?
Að fylgjast með og horfa á ræður alþingismanna á Alþingi íslendinga er líka með ólíkindum. Þar rífast menn um hver sé sökuldólgurinn á efnahagslegu hruni landsins. Sem er alveg dæmigert á því að alþingismenn eru langt á eftir fólkinu að sjá hvað hefur gerst. Lang flestur þorra landsmanna hefur séð hvað hefur gerst og það strax fyrir mánuðum síðan. Í stað þess hefðu alþingismenn og líka flokkar átt að koma fram og biðja þjóðina afsökunar og koma fram með loforð um að þetta muni ekki gerast aftur. Hinsvegar er alveg ljóst að það voru ýmsar stefnur sem byðu afhroð þó mismandi mikið og á mismunandi hátt. Auðvitað er augljóst að sjá hverjir hafi átt sterkastan þátt í að þetta fjármálahrun hafi átt sér stað. En það eru þeir sem voru lengst við stjórn. Samt er alveg ljóst að flest allir flokkar hafi átt þátt þar að. Sá flokkur sem nú ræður í stjórn ber þannig litlu minni sök á. Og einnig stærsti stjórnarandstöðu flokkurinn. Það mætti síðan nefna ýmsa einstaklinga sem hafa notfært sér aðstöðu sína til að hagnast á. Og það stórum.
viðbót: ég er tildæmis að tala um ræðu Sigmundar Ernis fyrir um 3 dögum síðan.
Hver er skynsemin?
Að mæta síðan fólki glottandi á götu sem ég hef haft viðræður við vegna þess hversu ég hef verið oft nálægt stjórnmálafólki innan flokka. En segja ekkert við það nema í huganum. Hvað sagði ég þér ekki? Það má setja spurningamerki við skynsemi fólks sem hélt alltaf því fram að þetta væri nú allt svo gott og myndi ganga vel. Og svo blekkingarnar sem gengu út í þjóðina sem hinir trúgjörnu sættust á. En hvor er meiri skynsemin að sjá hið gagnstæða fyrir mörgum árum síðan og hafa sagt að þessi stefna myndi setja þjóðina á hausinn eða hið fyrrnefnda?
Að fara fram á afsökunarbeiðni er sanngjörn krafa!
Stjórnmálamenn. Biðjið þjóðina afsökunar! Því ef þið gerið það þá mun þjóðin kannski geta að einhverju leiti endurvekið traust sitt á ykkur til að vinna að endur uppbyggingu þjóðarinnar. Fyrr teljist þið ekki hæfir til verka.
Það er sárt og grátlegt að sjá hvernig komið er fyrir þjóðinni! Það er líka sárt að fylgjast með vonleysi fólks. Líka vegna þess að það hefur gefist upp á að standa á rétti sínum. Einmitt þegar að mest er þörf á.
HVER ER RÉTTUR ALMENNINGS?
Það er líka sárt að sjá til stjórnmálamanna á alþingi standa í því að svíkja almenning í landinu. Því að rannsóknir myndu leiða það í ljós að þetta er ekkert annað en svik við þjóðina. Það má einnig benda á það atriði að ef þjóðin, þ.e. almenningur í landinu á að borga tryggingasjóð fjárfesta til að tryggja enn betur fjármálaóráðsýu sem hefur viðgengist, þá mætti setja í gang sérstakan sjóð til tryggingar almennings í landinu sem væri sérstaklega fyrir almenning og beint sérstaklega gegn fjárfestum. Það er ekki hægt að neita þeim einföldu rökum! Það er líka hægt með sterkum rökum að segja að ef einhver á að borga Icesave þá eru það þeir eingöngu gerendurnir en ekki almenningur í landinu. Því segi ég! Auðmenn sem hafa sett þjóðina í þessa stöðu skulu borga Icesave en ekki almenningur!
Að standa með almenningi er sanngjörn krafa!
Það er sárgrætilegt að fylgjast með alþingi þessa dagana. Í stað þess að standa með almenningi í landinu þá standa menn með þeim sem settu þjóðina í þessa stöðu og þjóðunum sem eru að gera þessar með öllu ósanngjörnu kröfur! Síðan að sjá nýju einfeldningana á alþingi sem áður virtust standa með almenningi en hafa nú snúist á sveig gegn þeim. Það er ömurlegt!
En þessa máls alls mun svo sannarlega verða minnst sem svartur blettur á sögu Íslands. Í stað þess að nú hefði verið tækifærið að standa á rétti sínum.
ALÞINGISMENN SEM MUNU STANDA AÐ SAMÞYKKT ICESAVE: SKAMMIST YKKAR!
Hættið þessu rugli og snúist fyrir alvöru á sveig með fólkinu í landinu! Krefjist nýrra samninga strax, á öðrum forsendum!
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Ég legg til að við mótmælendur?!
Það er mikil nauðsyn að hittast til alvöru samræðna og tillagna vegna Icesave málsins. Við þurfum að funda!
ALDREI AÐ GEFAST UPP! ÞAÐ KOMA TÍMAR og ÞAÐ KOMA RÁÐ
En ýmislegt er í hausholunum sem þarf að ræða vel og skipulega. Ég sjálfur er með hugmyndir sem ég vil ræða.
B.kv.
Guðni Karl
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Bull fundurinn á alþingi í kvöld um Icesave
Hvernig er eiginlega komið fyrir þessu liði á alþingi, þegar að skrípaleikur er í aðalumræðuefninu á þingi? Það eru nokkuð margir trúðar þarna sem eru ekkert að gera neitt af viti.
Ég var að fylgjast með sjónvarpi frá alþingi í kvöld. Guð minn góður. Þetta eru eins og smábörn þarna á þingi. Mikill tími fór í að rífast um hverjum þetta fjármálahrun væri að kenna og var rætt um það fram og til baka. Ég hélt að allt þetta væri komið í ljós!
Það er búið að fara svo mikið í þetta mál allt en það er augljóst að allt þetta er öllum þarna innan flokka að kenna. Hvort sem er Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking, Framsókn eða jafnvel VG sem á þó kannski eftv. minnstan hlut.
Það var mjög lítið talað um sjálft Icesave málið. Er kannski verið að tefja til að bíða eftir hvort það komi viðbrögð frá Bretum og Hollendingum? Ef það koma viðbrögð frá þeim verða það þá kannski ekki samræmd viðbrögð? Og því taki það dálítinn tíma að fá þau frá þeim vegna þess að viðbrögðin verði að ræða á sameiginlegum fundi hjá þeim?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Ég hef skrifað öryggisráðum um Icesave
Ég er búinn að senda netpóst til fulltrúa í öryggisráðum innan UN og EEC þar sem ég fer fram á að allt málið um Icesave verði rannsakað frá A til Ö!
Ekki veit ég hver viðbrögð verða. Geri mér grein fyrir að eftv. verði engin viðbrögð við bréfinu. En allavega er ég búinn að setja áherslu og vekja athygli á alvarleika þessa máls alls. En á maður ekki að vonast alltaf eftir hinu besta?
Ég fer fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að rannsókn verði sett í gang á öllu þessu máli!
Þingmenn í úlfakreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Ha? siðferðilegt álitaefni?
Hefur þetta fólk verið sofandi? Siðferðisgildið hefur verið eitt af aðal umræðunum um þetta í nokkrar mánuði! Hjá almenningi! Ég skil ekki að þetta skuli vera nefnd núna fyrst á nafn og það komi frá fjárlaganefnd. Þetta er ekkert annað en siðleysi og glæpur gegn almenningi í landinu! Það er á hreinu! Þessvegna er svo stór undarlegt að nást hafi meirihluti á þetta í nefndinni.
En munið! Það á eftir að ræða málið á þingi!
Það eru mjög miklar lagabjaganir í frumvarpinu og algjört túlkunarmál sem ríkisstjórn túlkar sér í hag. Það eru mannréttindi að fá úr þí skorið fyrir EES nefnd hvort að þau atriði úr EES standist þeirra lagalegu túlkun! Eins og tildæmis ýmiss atriði úr 94/19/EB. Sérstaklega af því að ríkisstjórn ætlar sér að nota atriði úr þessum alþjóðlega samingni sér til stuðnings í frumvarpinu.
Það er sjálfsögð krafa almennings að fá úr þessu skorið fyrir og hjá hlutlausri nefnd hjá EES. Að frumvarpið verði stöðvað meðanað þessi lagalega athugun fari fram!
Siðferðileg álitaefni Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Mætum öll á morgun að mótmæla vegna Icesave
Nú þurfum við að standa öll saman og mótmæla kröftulega og mæta á Austurvöll þegar að umræðan hefst á alþingi um Icesave klukkan 09 í fyrramálið.
Þegar er að spyrjast út að töluverður hópur fólks ætli sér að mæta.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Vegna síðustu færslu minnar út af Icesave áskorun
Ég vil benda á það að það er engu minni hræðsla ríkisstjórnar vegna aljóðasamfélagsins ef bréf væri sent á fjölmiðla vegna þessarar kröfu sem er sett þarna fram. Heldur en hræðslu þá sem ríkisstjórn hefur vegna þess að neitun á lánum ef við samþykkjum ekki Icesave.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Áskorun til alþingis íslendinga vegna Icesave!!!!!
Ég skora á ríksstjórn og alþingismenn að gefa almenningi á Íslandi leyfi til að semja upp á nýtt. Með það í huga er ég að tala um að almenningur á Íslandi taki Icesave út úr höndum ríkisstjórnar og Alþingismanna og setji það í hendur þjóðarinnar! Það er íslenska þjóðin sem á að velja vegna þess hversu mál allt hefur áhrif á þjóðina!
Að almenningur á Íslandi myndi nýja samninganefnd um Icesave sem gengi út til saminga að nýju. Að samningnefnd verði algjörlega óstjórnmálaleg!
Vegna þess hversu mál þetta er svo mikilvægt fyrir þjóðina alla þá þarf þjóðin eiginlega að taka málið úr höndum ríkisstjórnar. Eins og tildæmis með því að láta alheiminn vita að almenningur á Íslandi æski eftir að semja um þetta mál. Láta vita út um allt í sem flesta fjölmiðla að þessi ósk hafi verið borin upp við íslensku ríkisstjórnina!
Ég mun síðdegis í dag senda alla þessa áskorun til að byrja með á alla alþingismenn og síðan mun ég semja bréf á ensku sem sendist á fjölmiðla út í heimi!¨Að þessi áskorun hafi komið fram!
Ef íslenska ríkisstjórnin verður ekki við þessari áskorun mun álit alþjóðasamfélagins koma strax á ríkisstjórn vegna málsins! Það er stór spurning hvert það álit verður!
Ég skora á alla bloggara að senda frá sér sömu áskorun! Bæði til allara alþingismanna og á fjölmiðla erlendis!
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Áskorun til ríkisstjórnar og alþingis vegna Icesave!!!!!
Ég skora á ríksstjórn og alþingismenn að gefa almenningi á Íslandi leyfi til að semja upp á nýtt. Með það í huga er ég að tala um að almenningur á Íslandi taki Icesave út úr höndum ríkisstjórnar og Alþingismanna og setji það í hendur þjóðarinnar! Það er íslenska þjóðin sem á að velja vegna þess hversu mál allt hefur áhrif á þjóðina!
Að almenningur á Íslandi myndi nýja samninganefnd um Icesave sem gengi út til saminga að nýju. Að samningnefnd verði algjörlega óstjórnmálaleg!
Vegna þess hversu mál þetta er svo mikilvægt fyrir þjóðina alla þá þarf þjóðin eiginlega að taka málið úr höndum ríkisstjórnar. Eins og tildæmis með því að láta alheiminn vita að almenningur á Íslandi æski eftir að semja um þetta mál. Láta vita út um allt í sem flesta fjölmiðla að þessi ósk hafi verið borin upp við íslensku ríkisstjórnina!
Ég mun síðdegis í dag senda alla þessa áskorun til að byrja með á alla alþingismenn og síðan mun ég semja bréf á ensku sem sendist á fjölmiðla út í heimi!¨Að þessi áskorun hafi komið fram!
Ef íslenska ríkisstjórnin verður ekki við þessari áskorun mun álit alþjóðasamfélagins koma strax á ríkisstjórn vegna málsins! Það er stór spurning hvert það álit verður!
Ég skora á alla bloggara að senda frá sér sömu áskorun! Bæði til allara alþingismanna og á fjölmiðla erlendis!
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)