Bull fundurinn á alþingi í kvöld um Icesave

Hvernig er eiginlega komið fyrir þessu liði á alþingi, þegar að skrípaleikur er í aðalumræðuefninu á þingi? Það eru nokkuð margir trúðar þarna sem eru ekkert að gera neitt af viti.

Ég var að fylgjast með sjónvarpi frá alþingi í kvöld. Guð minn góður. Þetta eru eins og smábörn þarna á þingi. Mikill tími fór í að rífast um hverjum þetta fjármálahrun væri að kenna og var rætt um það fram og til baka. Ég hélt að allt þetta væri komið í ljós!

Það er búið að fara svo mikið í þetta mál allt en það er augljóst að allt þetta er öllum þarna innan flokka að kenna. Hvort sem er Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking, Framsókn eða jafnvel VG sem á þó kannski eftv. minnstan hlut.

Það var mjög lítið talað um sjálft Icesave málið. Er kannski verið að tefja til að bíða eftir hvort það komi viðbrögð frá Bretum og Hollendingum? Ef það koma viðbrögð frá þeim verða það þá kannski ekki samræmd viðbrögð? Og því taki það dálítinn tíma að fá þau frá þeim vegna þess að viðbrögðin verði að ræða á sameiginlegum fundi hjá þeim?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eðlilega kvartarðu yfir bullræðum, Guðni Karl, enda sýnist mér yfirgengilegt að horfa og hlusta á ræður Sigmundar Ernis og Ólínu, sem týndu algerlega þræði – halló, stóð ekki til að ræða ríkisábyrgðina á Icesave?!!!

Einn þingmaður stóð sig þó með afbrigðum vel á þessu síðasta þingfundi, í einni stuttri ræðu sérstaklega, hún Vigdís Hauksdóttir.

Umræðan stendur örugglega mestan part þessa nýbyrjaða föstudags. Hafið samband við mig eða við Guðna Karl, allir sem vilja mótmæla við þinghúsið. Tölum okkur saman um tímann. Ég gæti stefnt á kl. 2, en vil fá meldingar, annars er ekkert vit í þessu. En menn koma gjarnan í byrjun saman í SV-horni Austurvallar (sitja þar sumir á bekk; nánast beint fyrir framan innganginn í glerhús þingsins, þó hinum megin götunnar), en færa sig svo til að standa beint framan við inngang þingsins, samt á gangstéttinni handan götunnar, og hrópa sín hvatningar- og frýjunarorð og hafa uppi mótmælaspjöld o.s.frv. Þessi sumar-mótmælahópur hefur þó með öllu verið laus við ofbeldisverk.

Kær kveðja.

PS. Útvarpað verður erindi mínu á Útvarpi Sögu kl. 12.40 á morgun (til kl. eitt, eins og venjulega á föstudögum, og endurteki kl. 18.00).

Jón Valur Jensson, 21.8.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll og blessaður Jón Valur.

Ég er sammála þér með hana Vigdísi hún var að standa sig vel. Umræðan var samt mjög lítið um sjálft Icesave málið og eins og þú segir Sigmundur Ernir var kominn langt útfyrir Icesave. Þasð var eins og hann vildi að það mál væri helst ekki minnst á.

Varðandi sjálfan mig að mæta þarna niður eftir þá var ég rétt áðan að koma af 1.2 klukkustunda vinnufundi og er í vinnunni framt til klukkan 19.30. En ég ætla að reyna að koma við aðeins í dag! Ég hef verið að koma þarna undanfarið þegar að ég hef getað.

Vil þó nota tækifærið að auglýsa og hvetja fólk til að mæta og mótmæla. Eins og Jón Valur segir sumar-mótmælahópurinn hefur verið með öllu laus við ofbeldisverk.

Kær kveðja,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 21.8.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband