Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Skynsemi?

Íslenska þjóðin mun aldrei ná frið í landinu ef samþykkt yrði innganga í ESB. Sama hvernig!

Það er alveg ljóst að það er langt frá því að friður hafi náðst á Íslandi síðan að allt hrundi. Nú er að vera ár síðan að holskeflan fór af stað. Nú stendur fólk í hverju horni með sínar eigin hugmyndir hvað á að gera og enginn getur sameinast um neitt.

Það eru mjög margir óánægðir með stjórn Samfylkingar og VG. Það er staðreind að þessi ríkisstjórn hefur tekið kolvitlaust á málum okkar íslendinga og í reynd gert málin erfiðari en þau þurfa að vera! Það á ekkert fyrir alvöru að gera fyrir almenning í landinu. Hvorki laga hag heimilanna né bæta tekjutap þeirra láglaunafólks sem varð fyrir barðinu á kreppunni. Síðan ein stærstu svik íslandssögunar gagnvart almenningi. Það þarf að koma þessari ríkisstjórn frá hið fyrsta!

Síðan er spurningin hvað taki við eftir að þessi stjórn er fallin? Ríkisstjórn Sj. + Framsókn? Það er fullt af fólki sem mun aldrei verða ánægt með það að þessir flokkar taki við. Einmitt vegna fortíðar þeirra í þessu máli öllu.

Síðan treystir enginn Borgarahreyfingunni vegna ósættis og glundroða þeirra.

Það er alveg ljóst að á Íslandi verður ekki friður nema að eitthvað nýtt taki við! Það er alveg ljóst að framtíð Íslands er best borgið hjá almenningi. Að fólkið í landinu taki sig sjálft til og vinni landið út úr þeim vanda sem þjóðin er í! 

Það er alveg ljóst að hvergi er raunhæft að þeir sem hafa átt á einhvern þátt í hvernig er komið fyrir Íslandi geti tekið þátt í að endurreisa Ísland! Sama með hvaða stefnu þeir eru fylgjandi. Að segja fólki eitthvað annað er einfaldlega blekking!

Það er síðan algjörlega ljóst að það mun aldrei nást friður á Íslandi ef þjóðin gengur inn í þetta ESB samband. Því við það munu alltaf verða tvær þjóðir í landinu sem gætu farið í enn meiri baráttu innbyrðis! 

Það er alveg ljóst að til er RISA stór hópur manna sem mun aldrei sætta sig við að Ísland gangi í ESB! Því þó að Samfylkingin og VG ætli sér að setja þjóðina inn í þetta samband þá mun það fólk aldrei samþykkja það og því verður aldrei friður á Íslandi.

 


Ég er sendiherra Íslands!

Alveg eins og allir hinir sem eru andstæðingar inngöngu í ESB!

Við eigum þegar okkar sendiherra fyrir heimsbyggðina sem er

Ísland

 
Það er staðsett á Þingvöllum?

 

Þér stendur til boða að velja Ísland til framtíðar. Alltaf verða góðir varðliðar velkomnir í hóp þeirra sem hafa áhuga að starfa við að koma í veg fyrir inngöngu!

 ÁFRAM ÍSLAND! - EKKERT ESB!

Í tilefninu endurset ég hér inn ljóðið mitt:

Ljóðið mitt sem varð til þegar að Valhöll brann og ríkisstjórnin var að hefja viðræðurnar á alþingi.

Í dag átti þjóð mína að svivirða og svíkja,

því svarrar í gömlum Goðum, 

í ESB samband of margra ríkja,

og gerræði manna að voðum.

 

Hér grætur Ísland heitum tárum,

á helgasta íslenskum stað,

og landið stendur eftir í sárum,

en Goðin þau segja nei við það,

 

Hér logar mikið við Valhöll, 

vargold þau segja verkin vera,

þau mættu því við á þingvöll,

því gamla ástkæra landið skildi verja,

 


mbl.is Pressan: Gunnar Snorri stýrir viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum að kunna að lesa í fréttir - hugleiðingar

Frétt sem þessi vekur mig til umhugsunar.

Hvað er á bak við svona árásir? Er það sem okkur er sagt? Trúum við öllum fréttum eins og eru bornar á borð fyrir okkur?

Eða geta stórfyrirtæki, tildæmis í olíugeiranum notað sér NATO til að verja sína hagsmuni? Og þá án tillits til almennra borgara? Sem hefur oft og mörgum sinnum gerst og borið upp með sönnunum.

Hugleiðingar:

En út á það meðal annars ganga styrjaldir:

1. Að ná eignarhald yfir land og þjóðir í krafti ofurfyrirtækja og beita fyrir sig saklausum hermönnum sem trúa því sem þeim er sagt. Að ofurfyrirtækin geti þannig notað sér heri vegna áhrifa og tengsla sem ná allt inn í stjórnir viðkomandi lands sem fyrirtækin eru frá og síðan stærri hernaðarbandalaga sem ná út í heiminn. Allt til gert þess að hagnast sem mest á kosnað almúgans.

afleiðingar: styrjöld í landinu með miklu mannfalli því fólk vill einfaldlega verja rétt sinn við öllum þeim afleiðingum sem svona atburðir geta orðið valdandi að. 

áróður: í fréttum getum við séð algjörlega andstæðu því sem raunverulega gerist því þeir sem hafa valdið og peningana geta notað sér fjölmiðlana til að stórskreyta fréttir af atburðum.

2. Trúarstyrjaldir til að verja land og landamæri trúarflokka. 

afleiðingar: Smástyrjaldir sem ganga út á erjur á milli trúarflokka, oft með minna mannfalli. Sem síðan á hættu á að stóraukast upp í styrjöld milli viðkomandi trúarflokka eða ríkja og landa með miklu mannfalli.

áróður: Það að í fréttum sjáum við oft mikinn áróður frá öðrum hópnum en ekki hinum þar sem allt á að vera öðrum að kenna en ekki þeim sjálfum sem voru sökudólgarnir= Áróðursmeistarar sem nota sér fjölmiðla til að fá heiminn til að hafa samúð með málstaðnum sem geta þó oft verið blekkingar og fals málstaður. Í þeim árróðuskrafti er annar aðilinn gerður sá seki þó oft geti því öfugt verið farið.

Í svona dæmum þarf oft ekki nema smáatvik eins og einn maður sé settur (af stjórn á fundi) í að sprengja upp eitt hús eða einn lítinn bíl. Síðan er búinn til áróður í kringum dæmi og sagt að hinir hafi verið að gera eitthvað sem varð þessa valdandi. Og einn svona atburður getur oltið upp á sig eins og snjóbolti (en það er oft tilgangurinn líka). Hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið........

Ég er alls ekki að segja að þetta sé alltaf svona. En við verðum að geta lesið í fréttir og ekki alltaf trúa því hráu sem okkur er sagt.

Bara eitt hugsanlegt dæmi:

Fyrir um ca. einum og hálfurm mánuði síðan var nokkrum bandarískum hermönnum rænt af Norður Kóreu. Inn fór Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem til samningaviðræðna um að fá hermennina lausa. En hvað þurfti til að fá þá lausa? Hvernig var hægt að leysa málið þannig að báðir aðilar kæmu sæmilega út fyrir umheiminum? Lítið var heiminum tjáð um það hvernig þetta mál endaði. Afhverju fóru ekki Bandaríkin í stríð?

Síðan gerist það 1/2 mánuði seinna að sagt var frá tveimur jarðskjálftum með stuttu millibili. Setja má stórt spurningarmerki við þessa jarðskjálfta! Var annar þeirra framkallaður með  þegar að sprengd var tilrauna Kjarnorkusprengja neðanjarðar? Var hinn, sá seinni (sá sem var nálægt Japan) framkallaður (með einhverri  tækni) til að gera þann fyrri trúanlegri?

Það er alls ekki víst að þetta hafi verið svona eins og ég hér er að lýsa heldur er ég aðeins að sýna fram á möguleikana. Lesum í fréttirnar því að við almenningur í dag eigum að vera upplýstari en svo að trúa öllu því sem okkur er borið á borð með fjölmiðlum heimsins. 

 

 


mbl.is Borgarar meðal látinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við? - Nei!

Það er stórt spurningarmerki hvort að erlent fjármagn ætti að nota yfirleitt til að endurreisa Ísland. Sama þó það komi frá Noregi sem er þó skárra en að það komi frá forríkum fjárfestum utan frá einhverrum ríkjanna innan ESB. Sem skal aldrei verða!

Ég er eiginlega frekar á móti erlendu fjármagni í þessu formi inn í landið því við íslendingar eigum að framkvæma hlutina sjálfir þó næstu ár verði mjög erfið! Eignamyndun innanfrá er alltaf best þó taki tíma. Svo er annað í þessu! Ekki ætla þessir menn sér að fjárfesta hér til að bjarga Íslandi? Ó nei! Auðvitað eru þeir að hugsa um eigin hag að hagnast fyrst og fremst. Hvenær tækju þeir síðan peninga sína aftur?

Síðan er ég á móti því að nota eigi erlent fjármagn til að fjárfesta í auðlindum okkar! Hvað getur gerst í framtíðinni? Við vöknum upp við þann vonda draum að útlendingar eigi flest allar auðlindinar. Við verðum að fara að stoppa þessa erlendu fjárfestingu af því við þurfum að gera eignamyndun sjálfir í okkar auðlindum sem við eigum nóg af! Auðlindirnar eru jú eign íslendinga og við eigum að nota útkomu af þeim sjálfir til að selja til erlendra ríkja sem munu ólmir kaupa af okkur. ÞAÐ ERU TIL ÓTAL TÆKIFÆRI FYRIR OKKUR SJÁLF! Og í þeim felst uppbygging Íslands!

Það virðist sem fólk átti sig ekki enn á að Ísland þarf eitthvað nýtt! Að ekki eigi að leika sama fjármálaleikinn aftur sem mun bara leiða til þess að við lendum áfram í sömu stöðu fram í framtíðinni og framlengja vandann um ókomin 100 ár.

 

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!


mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er mál,,,,,,,,,,,,,

Blessaður maðurinn er ekki einu sinni í fókus á myndinniTounge

Gott fólk. Nú þurfum við að vera vakandi og standa vörð um landið okkar. Nú er verið að keyra á okkur allskonar liði varðandi þessa meintu inngöngu í ESB. Þessa dagana er þetta allt mjög áberandi í þjóðfélginu. Við erum að sjá meinta sérfræðinga koma til landsins á fundi. Við förum að sjá gylliboðin hrjóta af borðum þeirra út í þjóðfélagið. Við erum að heyra um allskonar vinnuhópa og það jafnvel frá verkalýðshreyfingunni sem er innvinklað inni í krosseignatengsl elítunnar og starfar ekki lengur fyrir verkalýðinn í landinu.

Svo, sannir íslendingar við þurfum að vera vakandi gagnvart þessu liði!


mbl.is Rehn fjallar um viðhorf Evrópu til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er sorgardagur á Íslandi

Að sjá þennan mann halda þessum pappírum uppi. Það fer hrollur um mig. Ef þetta fólk getur framkvæmt svona gagnvart fólkinu. Hvað getur þá annað komið fyrir að það geri?

Í dag er mikill sorgardagur á Íslandi. Ríkisstjórn og alþingismenn hafa framið glæp gagnvart þjóðinni. Þessi dagur fer í sögubækurnar sem svartur blettur á alþingi. Vegna algjörrar vanvirðingar stjórnmálamanna gagnvart fólkinu í landinu.

En við megum ekki gefast upp! Nú hefst bara ný barátta fyrir því að þurfa aldrei að borga krónu af þessu! Við eigum að standa saman áfram gegn svona aðgerðum! Því skulum við aldrei gefast upp og halda áfram að berjast gegn óréttlæti!

Hér er hlekkur á álit minnihluta:

137. löggjafarþing 2009. Þskj. 338 — 136. mál. - Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul hugmynd frá mér sem væri hrein kjarabót

Ég horfði á félagsmálaráðherra í kvöld. Hræðilegt skylningsleysi gagnvart vanda heimilanna!

Guð minn góður segi ég nú bara?! Að jafna niður í rétta fjárstöðu á milli fyrirtækja og almennings. Hvaða bull er þetta! Svo segir hann að þetta eigi að taka fyrir á næsti þingi; í Október?!

Það er mjög brýnn vandi á heimilunum sem þarf að leysa strax! STRAX!

Ég ætla að nota hér tækifærið og nefna hér hugmynd sem ég hef ENN ekki sett inn í skjalið mitt "Okkar Ísland". 

Það er þetta: að þora að lækka laun þeirra hæstlaunuðu í einhverja tvo til þrjá mánuði og hækka laun þeirra lægst settu á meðan á móti! HREIN KJARABÓT!

Tildæmis svona: Allir þeir sem hafa laun fyrir ofan kr. 1.000.000 lækki niður í 800.000 krónur í tvo til þrjá mánuði og þeir sem eru með lægstu launin og síðan lika þeir sem eru undir 250.000 krónur hækki launin á móti!

Sanngjarnt?  ÓTVÍRÆTT SVAR ER JÁ!

 


Flott mál og fleiri líka! - áríðandi!

Það er sama hvaðan gott kemurSmile Auðvitað á að hafna þessari ríkisábyrgð! Hver einn og einasta þingmanns mun vera minnst fyrir framgöngu sína gegn frumvarpinu.

Hvern einasta þingmanns sem styður þetta frumvarp og segir já við ríkisábyrgð mun líka verða minnst sem svartan blett gagnvart almenningi í landinu. 

En það er eitt sem hann áttar sig ekki á og það þó ríkisábyrgð verði samþykkt á þingi þá verður sett í gang varnaráætlun fólksins.

Almenningur mun vilja standa að "Öryggisráði" sem gengi út á það að verja almenning með öllum góðum ráðum gagnvart því að þurfa að borga af Icesave!

 


mbl.is Þráinn vill hafna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarf við Europol?

Getur það verið að bréf mitt til nokkurra fulltrúa innan EEC hafi haft þessi áhrif og einhver þeirra hafi sent það áfram? Veit ekki en væri gaman og gagnlegt ef svo hefði verið. En í bréfi mínu sem var sent á nokkur email á fulltrúa innan EEC og UN fyrir nokkrum dögum þá stakk ég upp á rannsókn á Icesave málinu og ástandinu á Íslandi.

Af Visir.is

>Fulltrúar Evrópulögreglunnar Europol munu í dag funda með sérstökum saksóknara um það hvort og þá hvernig unnt er að nýta sérþekkingu stofnunarinnar við rannsóknina á bankahruninu....................

Það gæti verið ráð að fara fram á fund með fulltrúum almennings við þessa fulltrúa? Og blanda Icesave málinu inn í?!


Spurningar, spurningar, spurningar!

Já hvað gerist ef Bretar og Hollendingar neita fyrirvörunum? Ég býst þá fastlega að þurfum þá að semja upp á nýtt? Ekki er hægt að gera nýja fyrirvara ef þessir verða ekki samþykktir?

Hinsvegar ef svo verður þá getur Steingrímur ekki aftur sýnt sitt rétta eðli og reynt að plata íslendinga með því að segja ekki alla söguna eins og það að samningarnir væru samþykktir en minnast ekki orði á hvað væri eftir að gera, eins og ríkisábyrgðina og viðræðurnar í fjárlaganefnd.

Gott fólk. Munið að samþykkt á ríkisábyrgð er frumvarp sem ef samþykkt verður endar hjá Forseta Íslands að setja yfir sem lög. Mér finnst það alveg ótrúlegt að stjórnvöld skuli hafa komið svona fram við almenning með blekkingum! Í stað þess að sinna skyldu sinni að upplýsa almenning frá A til Ö um hvernig málin ganga fyrir sig! Hver hefði upplýsingarskyldan átt að vera í svona mikilvægu máli? Ég (og fleiri) höfum minnst á þetta atriði. Og ef þið lesið efnið sem komið hefur frá Höskuldi þingmanni (á alþingisvefnum) þá sést líka að framsókn nefnir það líka í umfjöllun sinni.

Hvaða frest hafði ríkisstjórn (og fjármálanefnd) hugsað sér að gefa Bretum og Hollendingum til að fara yfir fyrirvarana og klára (neita eða samþykkja)?

Hvernig verður þá ný samninganefnd samansett? Meira hlutlaus? Því það væri alls ekki sanngjarnt að ný samninganefnd væri með meirihluta úr stuðningsfólki úr ríkisstjórn. Það yrði að tryggja almenningi í landinu þátttöku!

Svo:

Er ekki málið klárað frá fjármálanefnd vegna þess að þau búast fastlega við að málið yrði samþykkt af Bretum og Hollendingum því að alltaf hefði verið gert ráð fyrir fyrirvörum frá íslendingum?

 


mbl.is Icesave afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband