Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Icesave - hugmyndir mínar sem ég sendi um lausnir

Einörð afstaða mín gegn því að veitt verði ríkisábyrgð á Icesave hefur byggst á því að hægt væri að leysa þessi mál öll öðruvísi á þann hátt að það kæmi ekki á almenning í landinu. Í framhaldinu af því sendi ég skjal til lögfræðings indefence hópsins og síðar tveggja þingmanna VG.

Það er alveg ljóst að verndun almennings ætti að vera forgangsatriði. Eins og kemur fram í EES samningi nr. 94/19EB og komið er inná í síðustu bloggfærslu minni. Núna á síðustu stigum málsins hefur komið upp sú staða að Ísland gæti ekki staðið við skuldbindingar nema að það væri Hagvöxtur í landinu. Sem er túlkunaratriði (kem nánar inn á þetta atriði í næsta bloggi mínu). Á móti því stendur að ríkisstjórn á Íslandi á strax að segja að ríkisábyrgð verði neitað á samningi og farið fram á að ganga til nýrra samninga á öðrum forsendum.

Tillaga mín að lausn á Icesave byggðist á að hægt væri að semja um málið á viðskiptalegum grunni. Ég hef nú ákveðið að setja hana hér inn og gera þar með opinbert. 

Auðvitað geri ég mér grein fyrir matseiginleikum hugmyndarinnar. Þar að segja hvort að hún sé framkvæmanleg. En það getur hinsvegar verið túlkunaratriði hvort og hve mikið hún sé það. Síðan er það umfang hennar, hvort hún nái inn nógu mikið af peningum til að ganga frá reikningum varðandi sparifjáreigendur.

Það er alveg ljóst að vegna þess að allt þetta Icesave mál kom upp vegna þess að erlendis var starfandi einkabanki sem varð gjaldþrota. Að því á að leysa þetta mál allt á bankalegum grunni!

Hér eru mínar hugmyndir lítisháttar breyttar frá því sem ég sendi frá mér:

  1. Íslenska þjóðin opnar lokaðan banka í London og Amsterdam (private closed bank). Þessi banki hefði leyfi til að hafa viðskipti á ýmsum mörkuðum. Tilgangurinn með opnun bankans væri eingöngu sá að ná inn peningum til að gera upp við Breta og Hollendinga og sparifjáreigendur.


Viðskipti bankans til að ná inn peningum væri háttað þannig:

Hann hefði leyfi til að hafa stórfelld viðskipti með erlendan gjaldeyri: FOREX big pips. Síðan einnig helstu fjármálaafurðirnar, hrávörur, ríkisskuldabréf, hlutabréf og hlutabréfavísitölur með aðstoð tæknigreiningar. Framvirkir samningar eins og „futures“ í S&P 500, Dax, Eurostoxx 50, euro currency, gull og bond.

 

Í fyrstunni fengi bankinn fjármagn á þrjá (sjá samt viðbót í enda skjals sem ekki hefur áður komið inn) vegu:

  1. Landsbankinn á Íslandi missir öll gjaldeyrisviðskipti sín í Pundum og Hollenskum gjaldeyri (Evrum). Þannig að opnað yrði útibú nýja lokaða bankans hér á Íslandi og öll fyrrum gjaldeyris viðskipti í þessum tveim gjaldmiðlum gengju eingöngu í gegnum það útibú hérlendis. Öll viðskipt á gjaldeyri fólks sem þarf til að kaup yrðu þannig til að hjálpa við að losna fyrr út úr skuldinni.

  2. Bankinn fengi hluta af láni því sem íslenska ríkið ætlar að nota inn í íslensku bankana (að láni frá íslensku þjóðinni).

  3. Bankinn leitaði eftir fjármagni inn á fjármagns útboðsmarkað (loan auction) í Austurríki eins og Oesterrichische Clearingbank AG, svo dæmi sé tekið. Svona svipað eins og sum fyrirtæki nota til að ná inn framkvæmdafé (tildæmis Decode=DCGN).

 

 

Nú hefði bankinn náð inn töluverðu fjármagni þá byrjar hann að borga niður og leysa upp reikninga með því að kaupa kvittanir (ath. ekki borga af láni!).

Svona:

Eftir 5 mánuði (eftir nýjan samning) byrjar bankinn að kaupa upp uppgjör (kaupa kvittanir) sem voru gerð við sparifjáreigendur af Breska og Hollenska ríkinu.

Hér er tildæmis dæmi við Breta Þannig

1. Bankinn auglýsir eftir kvittunum sparifjáreigenda. Að hann muni borga fyrrum sparifjár eigenda smá þóknun fyrir ef hann fengi kvittanirnar þeirra á móti.


  1. Síðan fer bankinn með kvittunina og kaupir upp skuldina sem Bretar hafa gert upp.

  2. Bankinn gerir upp 1.5% vörslugjald (umsemjanlegt) við bankana sem sáu um viðskiptin fyrir Breta og Hollendinga.

  3. Þannig er gengið á skuldirnar smám saman eftir efnahag bankans og einnig hugsanlega eftir stafrófsröð við fyrrum sparifjáreigendur.

  4. Þar sem að bankinn nær ekki að gera upp og kaupa kvittanir af öllum sparifjáreigendum þá gerir hann upp beint við Breta og Hollendinga. Þar að segja kaupir þær kvittanir af umsýslubanka sem ekki nást öðruvísi.

  5. Best væri að byrja á því að gera upp svona við þá Hollendinga sem enn hefur ekki verið gert upp við. Þar að segja byrja á að kaupa kvittanir af þeim.

Með því að framkvæma svona aðgerðir þá væri bankinn að ganga inn í fjármálagýrun  financial gearing á meðan að verið er að gera upp við alla sem skuldin við kemur.

Dæmi úr Wikipetia:

In finance, gearing is borrowing money to supplement existing funds for investment in such a way that the potential positive or negative outcome is magnified and/or enhanced.[1] It generally refers to using borrowed funds or debt so as to attempt to increase the returns to equity. Delevering is the action of reducing borrowings.

  1. Með framkvæmdum sem þessari er hægt að draga uppgjör á reikningum fram í tímann og bankinn þannig fjárfest til að eiga fyrir kaup á kvittunum sparifjáreigenda og Breska og Hollenska ríkisins. Sem væru fframkvæmdar smám saman.

Með þetta sem grunn að nýjum samningi þá væri hægt að gera upp við Breta og Hollendinga! Þetta er að mínu mati eina leiðin út úr þessu kaos öllu!

Athugið sérstaklega að Bretar og Hollendingar gætu ekki neitað þessu!

En mikilvæg byrjun væri að neita núverandi samningi! Þá fæst þrýstingurinn að gera nýjan samning. Svona einhvernveginn samning.

Ég vona að þið skoðið þetta mál vandlega og farið vel yfir hugmyndir mínar.

Kær kveðja,

Guðni Karl Harðarson

gudni@simnet.is

http://hreinn23.blog.is

 endir bréfs

*****

Það er mitt einstaklings mat að ekki væri hægt að neita okkur um að setja upp svona lokaðana banka í löndunum báðum sem hefði einungis viðskipti á mörkuðum en ekki lánastarfsemi í hverju formi sem þær eru.

Banki sem þessi gæti verið tilbúinn að gera upp eftir 5 mánaða uppbyggingar starfsemi. Síðan getur hann starfað í nokkur ár með fjármálastarfsemi á mörkuðum. Með þessu væri miklu fyrr gengið frá og byrjað að gera upp þessa reikninga. Frekar en að taka lán.

Það er líka mitt mat að hægt væri að leysa upp hluta af eignum Landsbankans strax til að setja inn sem fjármagn í nýja bankann. Það væri siðferðislega skilda að losa eigur upp í sem fyrst.

Með þessu móti þarf íslenskur almenningur ekki að hafa neinar fjárhagsbyrðar á samningi út af Icesave! Frekar á hinn veginn því að íslenska þjóðin lánar lokaða bankanum peninga til gýrunar og síðar uppgreiðslu. En þeir peningar væru hluti af þeim milljörðum sem átti að setja í nýju ríkisbankana.

Það er augljóst að meðfram þessu væri hægt smám saman að minnka umfang allrar þeirrar upphæðar sem hefur verið sett á Icesave.

Ég er á þeirri skoðun að Landsbankinn sé á einhvern hátt skildugur til að taka þátt í uppgjöri! Jafnvel þó að bankinn sé í eigu ríkisins. En til þess væri réttlátt að byrja að leysa strax upp eignir  hans og nota til þátttöku í lánsfjármagni sem íslenska  þjóðin mundi veita lokuðu bönkunum í London og Amsterdam.

Guðni Karl Harðarson

 


Nú skulum við sjá til!

Nú skulum við sjá til hvort ríkisstjórnin eða alþingi standi með þjóðinni eða ekki! En það mun verða í minnum haft svikin við þjóðina ef þessi samningur fer í gegn.

Hvernig er Lýðræðið á Íslandi? Er það tæplega nokkuð þar sem misvitrir stjórnmálamenn ætla sér að taka í frammi fyrir hendur þjóðarinnar?Því það er á hreinu að þjóðin mun ekki samþykkja þetta!

Eða mun þjóðin fá að ráða hvort þessi Icesave samningur fer í gegn?

Ef þessi Icesave samningur verður ekki felldur á alþingi mun þjóðin segja sitt orð! Alveg á hreinu.

Hvort skiptir meira máli fyrir þetta fólk að halda ríkisstjórn eða standa með fólkinu í landinu?

Bjóðum upp á annan samning sem væri með allt öðrum formerkjum. Vilji þeir ekki semja þá fer málið fyrir dómstóla og í hring.  Því það verður að semja upp á nýtt vegna þess að islenska þjóðin samþykkir ekki þennan gjörning.


mbl.is Fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er umdeilt eða hvað?

Í mínum huga er aldrei umdeilt hverjir eigi að taka á þeim vanda sem þjóðin er komin í. Við sjálf!

Á sama hátt: 

Ef við íslendingar værum í góðri stöðu þá eigum við sjálf að sjá að halda þeirri góðu stöðu sem þjóð. Að verja þá stöðu sjálfir.

GERUM HLUTINA SJÁLFIR HVERNIG SVO SEM OKKUR TIL TEKST! ALLTAF!

 >Í grein Wall Street Journal segir að „maraþon-umræðurnar“ á Alþingi sýni hversu umdeilt sé á Íslandi hvaða leið sé best að fara til að reisa landið við eftir efnahagshrunið í haust.

Þó við förum í þessar viðræður núna þá ætla ég að vonast til að við sannir Lýðveldissinnar verðum vakandi allar stundir og hvet ég okkur öll að skerpa það með íslendingum hvað það er að vera íslendingur!

Verum vakandi allan tímann!


mbl.is Umræður á þingi vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland - tökum á hlutunum sjálf - sjá tilkynningu!

 Kæru Lýðveldissinnar allir sem einn

 

Nú fer í hönd Stríð um Ísland við sambandssinna um hvort eigi að fara í inngöngu í ESB. Stríð hugarvopna. Stríð sem andstæðingur okkar mun gera allt til að koma fram með gylliboð og ofur loforðum til fólks! Þar sem við andstæðingar þeirra verðum að vera svo á sérstöku varðbergi fyrir öllu áreiti þessa fólks. Af því tilefni kom meðal annars þessi hugmynd upp!

Nú lítur því miður út fyrir að við þurfum að ganga í þessar viðræður sem er í sjálfu sér ekkert lýðræði í!

Því langar mig í þessu sambandi til að setja í gang hugmynd, umhugsun og vakningu meðal fólks um hvað það er að vera íslendingur. Að vekja okkur Lýðveldissinna til umhugsunar um þetta mál með því að mæta á Þingvelli; helgasta stað íslendinga. Að setja þar í gang hugareflingu fyrir okkur Lýðveldissinna.

Þetta er mjög alvarlegt mál og skiptir Ísland mjög miklu máli fyrir framtíðina! Ég vil ekkert sérstaklega vera að tala um sjálfan mig hér því þetta mál gengur ekki út á mig sem persónu! Þó ég sjái mig eins og JenGuð segir svo fallega: Hugsjónamanninn hugmyndaríka og eldheita lýðveldissinnan( eins og svo margir Lýveldissinnar sjá sjálfa sig að minni skoðun) þá er ég ekki að koma með hugmynd hér fyrir mig persónulega.

 

 

Tilkynning

 

Mætum á Pallana fyrir framan Almannagjá á Þingvöllum á þriðjudögum klukkan 20.00 til að endurvekja heit okkar sem íslendingar.

En að endurvekja heit okkar sem íslendinga (skilningur minn sem Lýðveldissinna) er að segja frá hvað það er sér-íslenskt að búa á Íslandi! AÐ VERA ÍSLENDINGUR!

Einnig má segja frá hvað við viljum gera til að verja landið okkur gegn ágöngu utanaðkomandi afla!

Allir Lýðveldissinnar; fólk frá Fullveldissinnum, fólk úr Heimssýn, Ásatrúarfólk og líka þar með talið allur þeir almenningur sem vill ekki inngöngu í ESB eru auðvitað velkomnir alla þriðjudaga klukkan 20.00. á Pallana við Þingvöll í brekkunni fyrir ofan gömlu Kirkjuna.  Það er engin skylda til að gera neitt nema að koma saman og hlusta á okkur sem viljum lesa upp. Þeim sem vilja er boðið að lesa upp á blaði 3 atriði (eða fleiri) af blaði um hvað það sé að vera íslendingur: "endurvekja heitin" og/eða lesa upp einnig hugmyndir hvað fólk vill gera til að koma í veg fyrir inngöngu í ESB. Eins og tildæmis að tala við Ömmur, Afa, frænda, frænkur og alla vini.

Allir Lýðveldissinnar velkomnir hvern einasta þriðjudag klukkan 20.00 til að lesa upp, vera saman til umhugsunar, samræðu eða hugareflingu.

Þó þú komist ekki á morgun þá getur þú komið eftir viku eða þarnæstu viku! Þó ég einn mæti þá mun ég halda áfram að mæta!


mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nóg af þeim til í ríkisstjórn

Er hann annars að tala um þessa gömlu íslensku jólasveina? Ekki trúi ég á Grýlu og Leppalúða! Skil ekki hvað maðurinn er að meina að gera mér þetta upp?Blush

>Lars Peder Brekk, landbúnaðarráðherra Noregs, segir að Íslendingar trúi greinilega á jólasveininn úr því þeir haldi að þeir geti fengið sérstakar undanþágur varðandi sjávarútvegsmál innan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram á norska vefnum VG.

>„Íslandi mun ekki takast að fá samþykki Evrópusambandsins fyrir því að þeir fái sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum. Það er eins og að trúa á jólasveininn,” segir Brekk í samtali við fréttastofuna ANB. 

Maður gat nú sagt það sér sjálfur. Þegar að ég las um þetta fyrst þá fór ég nú bara að hlæja. Undanþágur? Sýnir bara að þetta íslenska ESB lið innan SF gerir allt til að fá fólk til að reyna að trúa sér.

>Hann segir að aðild Íslends að Evrópusambandinu yrði eins og manni af himnum ofan fyrir Evrópusambandið sem þá fengi aðild að stærri fiskimiðum og fleiri fiskistofnum.

Hárrétt. Má ég benda líka á eina staðreind. En hún er sú að inni í ESB þurfum við að fá leyfi fyrir því ef við ætlum að auka hvóta eða fiskveiðileyfið. Jafnvel bara þó það væri tímabundið!

>Íslendingar yrðu hins vegar að afsala sér stjórn fiskveiða í lögsögu sinni og hann telji það því jafnast á við rússneska rúllettu að Íslendingar leggi fiskimið sín undir fyrir aðild að sambandinu.

Bara nokkrar spurningar í þessu sambandi!

Hversu margar þjóðir innan ESB hafa aðgang að fiskveiðilögsögu? Eða að veiða fisk sem slíkan? Eru ekki mestar líkur að veiða Þorsk og aðrar fiskveiðitegundir í kringum Ísland? Eru ekki einna mestar líkur fyr því að stofninn stækki aftur við þá Íslandsstrendur? Hefur veiði Þorsks ekki stórhrapað við Bretland og/eða Skotland?

Það sem ég er að segja er einfaldlega það að við íslendingar eigum að standa sjálfir og óháðir að auðlindum okkar!

 


mbl.is Segir Íslendinga trúa á jólasveininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst væri það fólkið í landinu!

Guð hvað ég væri feginn! Allt bull útaf borðinu!

Nú væru við fall þessarar stjórnar búið að reyna allt. Þá væri ekkert annað en að velja Utanþingstjórn almennings í landinu! Því allir flokkar væru búnir að sanna vangetu sína til að stjórna Íslandi!

Látum græðgi og valdabaráttu víkja fyrir hagsmunum fólksins í landinu sjálfs!

Skoða mætti "Okkar Ísland"

Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta (ókeypis) með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

 http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

_________________________________________________

 


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gestir og gangandi meðan að lífróður Íslands er hangandi

Inni í utanríkismálanefnd á framtíð Íslands að ráðast eða hvað?

Nú á næstunni ræðst því framtíð þessa lands. Fyrst við fólkið, almenningur í landinu fáum engu að ráða hvort að það eigi yfir höfuð að fara í samningaviðræður,  þá verðum við að bíða eftir því að fá að ráða örlögum Íslands sjálf, eða hvað? Bíða eftir útkomunni úr viðræðum. Sem er hrópandi ósanngjarnt því auðvitað hefði verið sanngjarnt að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við eigum að fara í viðræður í stað þess að það yrði ákveðið á þingi.

Síðan verður það að ráðast hvort Jóhanna yfir höfuð þorir að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna ráðgefandi, þar að segja að ríkisstjórn ákveði útkomuna þó að meirihluti segi NEI! Sem sýnir algjörlega valdahroka þeirra gagnvart fólkinu! 

Með því að hafa útkomu úr þjóðaratkvæðagreiðslu ráðgefandi þá setur hún í gang stríð í landinu. Það er að vissu leiti gott að fá að vita þetta því með því færði hún okkur vopnin í hendur. Yfirlýsing hennar gerir ekkert annað en að æsa okkur sem erum á móti upp og berjast ákveðnar fyrir framtíð Íslands

Ég er bara að láta vita að það er til fólk hér í landinu sem mun aldrei samþykkja inngöngu í ESB Og það þrátt fyrir að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði innganga samþykkt! Þá verða alltaf tvær þjóðir í landinu og það er aldrei að vita hvað við hin munum gera ef Ísland gengur inn! Segja okkur úr...............?

VIÐ FÖRUM AÐ BÚA OKKUR UNDIR STRÍÐIÐ UM ÍSLAND! Það er hægt og bítandi að fara í gang......

 *****

Viðbót: Mér finnst það alveg ótrúlega heimskt hvað þetta Samfylkingarlið er að gera! Að ákveða að fara í samningaviðræður og standa svona fast á þessu ESB máli gerir ekkert annað en að æsa fólkið í landinu upp og framkalla óróa! Eruð þið tilbúin að takast á við þetta mál við fólkið í landinu? Gerið þið ykkur grein fyrir hvað þið eruð að fara að gera? Tildæmis líka það sem þau sögðu að settir verði í gang með og á móti hópar gerir ekkert annað en að skapa enn meiri óróa í landinu........Eruð þið viðbúnir stríði? Því það verður ekkert annað sem gerist!


mbl.is Flóð umsagna og mikill gestagangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki má

Ekki má styggja Bretana og gera þá óvini okkar því Samfylkingin vill hafa þá góða þegar á að fara að ræða um inngöngu í ESB og alla leiðina sem þeir ætla sér við að koma okkur inn hvort sem okkur líkar betur eða VER!

Getur það verið að óvinur, óvina minna gæti óvart orðið vinur okkar hinna. Eða viljum við það vegna heimsku þeirra? He, he væri ekki gott fyrir okkur sem viljum ekki inngöngu að hafa Bretana á móti okkur? Síðan væri gott að sækjast eftir og búa til fleiri mál fyrir hinar stórþjóðinar í ESB. Tildæmis Þjóðverja? Hvað getum við gert til að fá þá á móti okkur? 

Bara svona háðTounge frá mérBlush

 

 


mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf sent á þingmenn

Ég er nú búinn að senda bréfið sem ég bjó til á þingmenn :

1. Svíþjóð

2. Færeyjar

3. Finnland: í Finnlandi eru 200 þingmenn og hef ég nú sent á:

a. alla í Left Allianc Parliamentary Group

b. alla í Green Parliamentary Group

c. 1/3 af Centre party Parliamentary Group

 


Hvað er ég að fara með bréfi mínu?

Varðandi bréfið á ensku til stjórnmálamanna í síðustu blogfræslu á undan:

Hver er megin áherslan í bréfi mínu? Hún er sú að ég vil láta hvern einasta stjórnmálamann í lýðræðisríkjum erlendis sjá þann punkt að hvergi í heiminum í lýðræðisríki nema hér væri Ríkisstjórn eða stjórnarmeðlimir enn starfandi við svipaðar aðstæður! Væru löngu búnir að segja af sér! 

Aðalpunkturinni er: decent og að þeir hafa ekki sagt af sér eins og margir stjórnarmenn hefðu gert í lýðræðisríkjum erlendis!

Það bara hlýtur að vera einhver þarna í þessari Ríkisstjórn sem mun sjá hversu litla virðingu stjórnmálamenn erlendis hafa fyrir íslenskum stjórnmálamönnum!

Einnig að íslenskir stjórnmálamenn sjái að það sé verið að senda þetta bréf út! Þessvegna er ég ekki að ná þögninni um bréfið mitt. Auðvitað ætti fólk að vera senda bréf út með mjög svipuðum áherslum!

Ég er eiginlega fúll bara. Ég hef leiðrétt bréfið smá sjálfur og þegar sent það á alla þingmenn í Færeyjum og Svíþjóð. Í hvöld verður það sjálfsagt Fiinnland og/eða Þýskaland.

 Ég hefði svo sannarlega viljað komist á mótmælin fyrir utan Alþingishúsið í dag! En því miður ég bara komst ekki.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband