Spurningar, spurningar, spurningar!

Já hvað gerist ef Bretar og Hollendingar neita fyrirvörunum? Ég býst þá fastlega að þurfum þá að semja upp á nýtt? Ekki er hægt að gera nýja fyrirvara ef þessir verða ekki samþykktir?

Hinsvegar ef svo verður þá getur Steingrímur ekki aftur sýnt sitt rétta eðli og reynt að plata íslendinga með því að segja ekki alla söguna eins og það að samningarnir væru samþykktir en minnast ekki orði á hvað væri eftir að gera, eins og ríkisábyrgðina og viðræðurnar í fjárlaganefnd.

Gott fólk. Munið að samþykkt á ríkisábyrgð er frumvarp sem ef samþykkt verður endar hjá Forseta Íslands að setja yfir sem lög. Mér finnst það alveg ótrúlegt að stjórnvöld skuli hafa komið svona fram við almenning með blekkingum! Í stað þess að sinna skyldu sinni að upplýsa almenning frá A til Ö um hvernig málin ganga fyrir sig! Hver hefði upplýsingarskyldan átt að vera í svona mikilvægu máli? Ég (og fleiri) höfum minnst á þetta atriði. Og ef þið lesið efnið sem komið hefur frá Höskuldi þingmanni (á alþingisvefnum) þá sést líka að framsókn nefnir það líka í umfjöllun sinni.

Hvaða frest hafði ríkisstjórn (og fjármálanefnd) hugsað sér að gefa Bretum og Hollendingum til að fara yfir fyrirvarana og klára (neita eða samþykkja)?

Hvernig verður þá ný samninganefnd samansett? Meira hlutlaus? Því það væri alls ekki sanngjarnt að ný samninganefnd væri með meirihluta úr stuðningsfólki úr ríkisstjórn. Það yrði að tryggja almenningi í landinu þátttöku!

Svo:

Er ekki málið klárað frá fjármálanefnd vegna þess að þau búast fastlega við að málið yrði samþykkt af Bretum og Hollendingum því að alltaf hefði verið gert ráð fyrir fyrirvörum frá íslendingum?

 


mbl.is Icesave afgreitt úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það má þó vera að Bretar og Hollendingar komi með mót-fyrirvara við okkar?

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Dóra og þakka fyrir innlitið.

Fyrirvara sem við setjum í samningin eru ætlaðir fyrir Breta og Hollendinga að samþykkja, en þegar að við erum búina að samþykkja ríkisábyrgðina sjálf. 

>Fyrirvarar sem við setjum í samninginn hafa ekkert gildi eða vægi á Bretlandi, eða Hollandi.

Hvaða vitleysa er þetta í þér?  Auðvitað verða Bretar og Hollendingar að svara okkar fyrirvörum því allar okkar mótbárur (fyrirvarar) hafa áhrif til breytingar á þann samning sem búið er að gera og mun verða samþykk ríkisábyrðg á morgun eftir 3ju umræðu á þingi. Allt hefur þetta áhrif á endurborgunina til Breska og Hollenska ríkisins. Hversu háar uupphæðir, jafnvel vextina hvenær þeir fá peninga og síðan þetta nýjasta hvenær að greiðslum verði hætt (árið 2024 og sama hversu staðan er) Það er að mínu mati þetta atriði sem ég held að þeir muni ekki vera sáttir með.Ég er búinn að lesa fyrirvarana.

Ath. Dóra að ég er búinn að lesa samninginn út í gegn af alþingisvefnum og fylgjast vel með. Mínar spurningar voru ekki síst ætlaðar fyrir fólk til umhugsunar.

>Þegar ríkisábyrgð á Icesave verður samþykkt, þá hlýtur hún að standa óhögguð og óháð öllum fyrirvörum sem að hér voru samþykktir.

Alls ekki! Því fyrirvararnir eru settir inn í samninginn. Þar að segja frumvarpið sem er ætlað að samþykkja ríkisábyrgð. Síðan bíðum við eftir svari frá Bretum og Hollendingum. Við samþykkjum þannig ríkisábyrgðina fyrst með þessum fyrirvörum. Ef Bretar og Hollendingar mótmæla ekki og neita okkar fyrirvörum þá er málið gengið frá. Málið búið! Ef þeir mótmæla skylst mér að það þurfi að semja upp á nýtt ef Bretar og Hollendingar koma ekki með fyrirvara við okkar. En það ættu þeir að geta eins og við gerum og erum að gera.

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Icesave samningurinn hefur þegar verið samþykktur af ríkisstjórninni og það eina sem vantar á þetta plagg er sjálf ríkisábyrgðin.

Sem segir allt. Því að samþykktin er ekki að fullu komin nema að sé frá lögum af forseta vorum. En fyrirvararnir voru gerðir til þess að hafa með sem skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni.

>Mínar vangaveltur eru á þá leið að ég óttast að lagalega séð hafi þessir fyrirvarar ekkert gildi, þar sem Bretar og Hollendingar hafa ekki skriflega samþykkt að gangast undir þá. Í raun virðast þessir fyrirvarar límdir á samninginn án samráðs við Breta og Hollendinga?

Málið er að við samþykkjum engin lok á málinu (ríkisabyrgð) nema með þessum fyrirvörum og þurfum við því engin samráð við Breta og Hollendinga nema að fá svar frá þeim. En ég get auðvitað haft rangt fyrir mér.

>Ég óttast það að lagalega séð gætu fyrirvararnir hugsanlega orðið ,,ónýtir" og eftir sæti ríkisábyrgðin, þar sem þessi samningur (óbreyttur) er löngu samþykktur af Íslensku ríkisstjórninni.

Ég er sammála þér að fyrirvaranir geti verið ónýtir. En þá heldur málið áfram. En það getur ekki skeð að svokallaði samningur standi einn eftir inni í ríkisábyrgðinni því að samningur þessi tekur ekki gildi nema með þessum fyrirvörum og þá inni í ríkisábyrgðinni. Síðan varpa ég fram spurningu á móti: hvað ef samningar voru gerðir með leyfi fyrir fyrirvörum sem við vitum ekkert um? Því við vitum oft ekkert um hvað gengur á bak við tjöldin og almenningi ekki sagt frá.

Við verðum að bíða og sjá og vona. Auðvitað munum við mótmæla þessu máli á morgun og ég mæti!

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband