Færsluflokkur: Kjaramál
Sunnudagur, 20. september 2009
Ríkisstjórn hvar er réttlæti ykkar fyrir almenning?
Ég nota tækifærið og tengi þennan pistil við fréttina vegna skyldleika við kjaramál:
Hverju ætlar stjórnvöld að skila til okkar fyrir framlag okkar til þjóðarinnar? Hvenær ætla þau að skila því?
Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína í alla lífstíð en fá það launað til baka að lenda í skuldaánauð vegna okurvaxta og ýmissa annara álaga sem leggst á almenning?
Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína alla lífstíð og fá svo til baka ekkert nema skít og skömm frá stjórnvöldum fyrir framlag þitt?
Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína en verða svo fyrir því að fjárglæpamenn steli peningum þínum og þú fáir þá ekki til baka?
Er það eitthvað réttlæti í því að stjórnvöld ætli sér ekki að skila fólki peningum sínum til baka sem hefur verið stolið af þeim, heldur ætla sér að leggja það aftur sem álögur á fólkið í landinu?
Ég bara spyr! Hver er skilningur ykkar sem stjórna? Á ég að borga fyrir gjörðir annara? Á ég að taka þátt í einhverju öfug-mælaplaggi vegna þess sem aðrir hafa orðið þess valdandi að leggja á þjóðina? Á ég að þurfa að lenda í því að þurfa að borga hærra verð fyrir matvöru sem er eingöngu vegna þess sem fjárgælframenn settu þjóðina í? Á ég að þurfa að borga ofurháa vexti á íbúðalán mitt? Á ég að þurfa að lenda í ævilangri ánauð að borga til eignast húsnæði yfir mig og mína? Á ég að þurfa að borga skuldir fjárglæframanna með hærri sköttum á mig?
Hver er skilningur ykkar sem ráða? Eða þeirra sem stjórna verkalýðshreyfingunni? Á allur vandi sem þjóðin lendir í að lenda á hinum saklausu sem aldrei hafa og aldrei munu taka þátt í einhverju misjöfnu? Á allur vandi að lenda á þeim sem leggja fram mesta vinnuálagið? Hvernig verður framtíðin sem þið bjóðið upp á? Ég spyr bara.
Er það síðan eitthvað réttlæti að bæta ofurálögum erlendis frá við allar ofurálögur sem við þegar búum við?
Ég segi bara að ef þetta er eitthvað réttlæti þá er eitthvað mjög mikið að stjórnvöldum og sumu fólki í þjóðfélagi okkar.
Það er aftur á móti réttlæti að ég fái eitthvað fyrir allt framlag mitt til þjóðfélagsins í gegnum lífið. Ég á minn rétt að ekki verði stolið af mér peningum mínum. Mínum launum sem ég hef lagt fram í krafti erfiðs míns. Ég á minn rétt að fá borgað til baka sem hefur verið stolið af mér!
Það eru hrapaleg mistök hjá stjórnvöldum ef þau halda að þeirra núverandi lausnir muni nokkurntímann gera eitthvað annað nema þá helst að fá almenning á móti sér. Ég hef alla trú á því að almenningur muni rísa upp og mótmæla því óréttlæti sem það er beitt.
Nú skal ganga til annara verka!
Það er nauðsynlegt fyrir framtíð okkar að snúa við blaðinu og taka höndum saman til góðra verka. Það er alveg hægt að búa til sanngjarnt þjóðfélag. Nú er einmitt tækifærið að búa til nýtt þegar að botninum er að verða náð. Nú verðum við að rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra!
Við þurfum ekkert á þessu liði að halda! Við getum gert hlutina sjálf! Nú skal reisa Ísland upp úr öskustónni með vinnuframlagi góðra handa. Við saklaus lögðum okkar verk fram og við getum það alveg aftur, lagt okkar verk fram til viðreisnar okkar Íslands! Því við eigum jú landið sem vinnum hörðum höndum í því. En ekki einhverjir aðrir aðilar sem munu ekkert gera nema að mergsjúga verðmæti okkar út úr landinu.
Við íslendingar eigum að velja okkar eigin framtíð.
Nú þurfum við að sýna alþjóðasamfélaginu að á Íslandi búi alvöru fólk sem mun gera allt til að snúa öllum vanda við og búa til mannsæmandi þjóðfélag fyrir allan almenning sem hefur ekkert af sér gert. Einmitt af því að landið hefur lent í þessum vanda og við sem tókum ekki þátt í þessu. Það verður við sem byggjum okkur upp úr þessu sjálf. Það er hreinlegast og best!
Ríkið komi til móts við sjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. september 2009
Um vörugjaldið á sykurvörurnar
Það er alveg með eindæmum ráðaleysið hjá þessari ríkisstjórn hvar hún ætlar að ná inn fjármunum. Nú er farið vera áberandi auknu álögurnar sem er að lenda á fólki úti í þjóðfélaginu.
Ég skrifaði um það á bloggi mínu fyrir nokkru síðan að það væri þó betra að hafa þetta sem vörugjald frekar en virðisaukagjald. Og auðvitað ruku stórkaupmenn í blöðin að mótmæla því að ríkisstjórnin hafi breytt þessum sykurskatti úr virðisaukagjaldi í vörugjald. Þó eflaust hafi ríkisstjórnin ekki breytt þessu vegna þess að ég skrifaði um það. Hinsvegar er alveg með ólíkindum að svona hækkanir eigi að hafa áhrif á annað út í þjóðfélaginu eins og tildæmis húsnæði. Sem segir að það þarf umsvifalaust að taka húsnæðiverðið út úr verðbólguvísitölunni og setja upp sérstaka húsnæðisvisitölu.
Það má geta þess að í skjali mínu "Okkar Ísland" nefni ég að það mætti hækka vörugjald á ýmsum ónauðsynja vöruflokkum en tímabundið með flökkuskatts fyrirkomulagi á milli mánuða. En ónauðsynjavörur þýðir ekki að það séu í matvælavöruflokkum. Það eru til fullt af vöruflokkum sem mætti skoða að nota frekar en matvælavöruflokka sem hafa miklu beinni áhrif á afkomu fólks! Það eru til alveg fullt af vörum sem fólk hefur kannski ekki mikið að gera við svona dags daglega.......
Það sem ríkisstjórn þarf að gera er að finna leiðir til að geta framkvæmt hækkanir á ónauðsynjavörur þannig að það hafi ekki áhrif á vísitöluna og efnahagslega afkomu fólks.
Auðvitað mætti svo nota meira aðrar leiðir eins og hækka tekjuskatt á þá sem eru í hæstu tekjuþrepunum.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Gömul hugmynd frá mér sem væri hrein kjarabót
Ég horfði á félagsmálaráðherra í kvöld. Hræðilegt skylningsleysi gagnvart vanda heimilanna!
Guð minn góður segi ég nú bara?! Að jafna niður í rétta fjárstöðu á milli fyrirtækja og almennings. Hvaða bull er þetta! Svo segir hann að þetta eigi að taka fyrir á næsti þingi; í Október?!
Það er mjög brýnn vandi á heimilunum sem þarf að leysa strax! STRAX!
Ég ætla að nota hér tækifærið og nefna hér hugmynd sem ég hef ENN ekki sett inn í skjalið mitt "Okkar Ísland".
Það er þetta: að þora að lækka laun þeirra hæstlaunuðu í einhverja tvo til þrjá mánuði og hækka laun þeirra lægst settu á meðan á móti! HREIN KJARABÓT!
Tildæmis svona: Allir þeir sem hafa laun fyrir ofan kr. 1.000.000 lækki niður í 800.000 krónur í tvo til þrjá mánuði og þeir sem eru með lægstu launin og síðan lika þeir sem eru undir 250.000 krónur hækki launin á móti!
Sanngjarnt? ÓTVÍRÆTT SVAR ER JÁ!
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Hvers eigum við að gjalda?
Mér datt svona í hug hvort við ættum ekki að taka okkur til og setja í gang söfnun fyrir allt þetta fólk sem hefur lent í stór gjaldþroti að undanförnu. Einnig mætti taka með alla þá sem eru í extra góðu starfi en samkvæmt skattaskýrslu eru að fá borgað allt of lág laun.
Hér með starta ég lista á fólk sem mætti hjálpa:
1. Björgólfsfeðgar (vegna ógurlegs gjaldþrots)
2. Sigmundur Davíð formaður framsókn (vegna extra lágra mánaðarlega tekna)
3. ?
Einhver tilbúinn að bæta á listann? Ég mun setja það inn hér!
Í alvörunni talað! Þessi listi gæti orðið ógurlega langur! Því verður sérstaklega erfitt fyrir okkur smáfólkið að aðstoða allt þetta fólk í kreppunni.
Við eigum nóg með okkur.
Kjaramál | Breytt 6.8.2009 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Það er alveg á hreinu að fleira kemur til!
Uppsafnað:
1. Ef Icesave verður samþykkt og þjóðin fær engu að ráða.
2. Ef Samfylkingin ætlar sér að troða öllu upp á þjóðina hvort sem henni líkar betur eða verr. AGS lánið (þó hluti þess sé komið), Icesave og inn í ESB.
3. Ef stjórnmálaflokkar ætla sér að vera með yfirgang yfir fólkið í landinu! Eins og þeir eru að gera.
4. Ef óskir Björgúlfsfeðga verða samþykktar.
5. Ef forsetinn neitar okkur að fá að leggja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Til í að bæta á listann?
Það er gjörsamlega búið að hita upp undir okkur og þjóðin er sjóðandi! Meðal annars sem Icesave er aðal málið. Ég held að þessi ríkisstjórn sé ekki alveg að skilja hve málið er alvarlegt! Hvað fólk væri tilbúið að gera.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 6. júlí 2009
Það væri hægt að gera ýmislegt annað við þessa peninga!
Tildæmis vegna Icesave. Bara svona hugdetta hjá mér að koma því að. Þessa peninga mætti nota frekar í að endurborga inn í nýjan samning vegna Icesave. En vonandi verður þetta lán aldrei neitt annað en viðskiptaáætlun og endar sem slíkt (ótekið).
Mætti svo sannarlega nota í til að uppfylla þegar að það væri búið að búa til nýjan samning útaf Icesave. En þar mundi vanta peninga inn í fyrstunni. Það sem ég á við er að ef þetta lán er óhjákvæmilegt en viðskiptaáætlanir þessar stjórnar eru kolvitlausar.
Hinsvegar eru ýmsar leiðir til að ná í peninga í það dæmi án þess að taka til þess lán! Nokkuð sem er inni í hugmynd minni.
Ég vil nota tækifærið að koma því á framfæri að hugmynd mín mun verða send lögfræðingum Indefence hópsins. Síðan mun hún verða birt hérna á blogginu mínu eftir nokkra daga.
Síðan er alveg fullt af betri málefnum sem væri hægt að nota þetta lán í. Skrýtið að taka lán og setja í banka sem enginn veit ennþá hver fjárhagsleg staða er í.
Hversvegna er ég ekki búinn að segja frá hugmyndinni?= meðal annars tímasetning.
280 milljarðar í nýju bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Góðir íslendingar
Eftir atburði síðustu mánaða er það alltaf betur og betur að koma í ljós að ríkisstjórnir hverjar sem þær eru ætla sér ekkert að gera til að verja vinnandi almenning í landinu þessum áföllum.
Það á ekkert að gera til að gera gangskör í því að þeir sem settu þjóðina í þessa stöðu borgi henni til baka. Það á hinsvegar allt að gera til að skuldirnar lendi á fólkinu í landinu. Það á að setja öll fjármála áföll sem þessir menn framkvæmdu út í þjóðina.
Það er í raun hræðilegt að hugsa til þess að svona staða getur auðveldlega komið upp aftur fram í framtíðinni. Að fjármálahundar muni áfram geta valsað um landið eins og þeim listir. Því ef við gerum ekkert við þessu þá mun ekkert vera gert.
Ef þessi ríkisstjórn fellur af stalli fljótlega er því mikilvægt að gera sér ljóst að aðrar stjórnir flokka munu ekkert gera betur en hinir!
Eg trúi því að við íslendingar sjálfir gætum tekið okkur til og trúað manneskjunni sjálfri að stjórna landinu, án flokka og flokkunar. Það væri einfaldlega besta leiðin fyrir Ísland til framtíðarinnar!
Í alvöru talað erum við að sjá atburði hvað eftir annað sem sýna okkur vangetu þessa fólks sem kosið er til starfa fyrir fólkið. Alveg sama hvaða flokkur það er.
Ef við gefum okkur að ný stjórn verði til eftir þessa. Viljum við virkilega kalla yfir okkur stjórn með flokkum sem gerði þessa aðstöðu í 27 ára fortíð kleyft? Viljum við virkilega lenda í sama ruglinu aftur og aftur?
Ég segi! Kjósum fólk en ekki flokka! Það er kominn tími fyrir eitthvað nýtt!
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Allir eiga að geta séð
Ef ríkisstjórn getur ekki borgað af nýjum lánum þá auðvitað tekur hún ný lán til að borga þau gömlu. Hvað annað? Og/eða lán fyrir vöxtunum því hún mun auðvitað langt í fram eiga nóg af peningum fyrir lánum og vöxtum!
Hverjar svo sem ríkisstjórnir verða ef í flokkum verða!
Veltir sem sagt vandanum áfram til framtíðarinnar í stað þess að taka á einum einasta vanda! Sem þýðir ekkert annað enn meiri ofuránauð til framtíðarinnar fyrir fólkið í landinu.
Við sem fólkið í landinu eigum þess kost að velja aðrar leiðir!
3,85% vextir á norrænu lánunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Samnefnari IMF= AGS+lán, + lán , + ESB + launalækkanir + verðhækkanir + ofurálög á almenning
Ég hef áhuga á að vita hvað gerist ef íslendingar neita að samþykkja Icesave? Hvort sem það verður þingið eða fólkið í landinu sem verður örugglega gert ef þingið samþykkir hann til forseta undirskriftar.
Hvað verður um samninginn við AGS? Hvað verður um þessi nýju lán vegna þess að þau eru innvinkluð þarna inn?
Þessvegna er svo mikilvægt að samþykkja ekki þennan Icesave samning og finna leið fyrir nýjan! En það þarf að leita allra leiða til að þeir sem gerðu þennan bankagjörning sjái um að finna leiðir og borgi líka sjálfir til baka til Breta og Hollendinga! Ekki fólkið í landinu!
>Ísland hefur skuldbundið sig til þess að framkvæma þá stöðugleika- og umbótaáætlun í efnahagsmálum sem samið hefur verið um við AGS. Í þessu sambandi eru samningar Íslendinga við Breta og Hollendinga um uppgjör skuldbindinga Íslands vegna Icesave-málsins mikilvægur áfangi, að því er segir í tilkynningunni.
Já hvað verður um AGS samninginn ef Icesave áfanginn bregst?
Forsendur fyrir AGS brosnar? Forsendur fyrir öðrum lánum brosnar?
Eða er þetta bara ein af tilgangslausum yfirlýsingum ríkisstjórnar. Eins og svo margar aðrar.
Er ástæða Steingríms fyrir svona harðri afstöðu gegn vilja fólksins einkum sú að ef Icesave samningurinn verður ekki samþykktur þá eru aðrar forsendur brosnar líka eða allavega stór spurningar?????
Fór það einhversstaðar fram hjá mér? Hvar er hægt að sjá allan AGS samninginn?
Það er auðvelt að sjá hvað ríkisstjórnir á Íslandi eru að gera. Vegna þess að það á að vellta öllu AGS á milli allra ríkisstjórna. Hverjar sem eru! Munið þetta! AGS varð til undir stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, er búinn að ganga í gegn inn í þriðju ríkisstjórnina. Það virðist í engu skipta máli hvað flokkar segja fólkinu fyrir kosninar. Loforð eru bara gerð fyrir kosningar og ekki til þess annars en að plata fólk til stuðnings við flokka.
Það virðist sem svo að Ísland eigi að lenda inn í ofurvalds peningablokka eins og innan IMF. Segjum NEI strax! Því fyrr því betra!
GOTT FÓLK ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ VELJA OKKUR EITTHVAÐ NÝTT! AÐ FÓLKIÐ Í LANDINU FINNI LEIÐIR OG FRAMKVÆMI HLUTINA! ÞVÍ ANNARS VERÐUR FRAMTÍÐIN BARA OFURÁNAUÐ OG EKKERT ANNAÐ.
Að minnsta kosti ættum við kost á að gera miklu betur ef við veljum okkar eigin leið! LEIÐ ÍSLANDS!
Vaxtakjör ekki gefin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Ekki reiknað með hverju?
Ég spurði einmitt að þessu á bloggi mínu í síðustu viku og var að skoða þessi mál. Var að velta því fyrir mér hversu þessi tala væri há? 130% af landsframleiðslu, er rosaleg tala? Er þessi tala með öllum nýju lánunum inn í sem á að taka? Alveg óviðráðanleg nema ef tilkæmi rosaleg verðmætasköpun um allt land. Að fólkið tæki sig til og byrjaði að vinna í þessu máli.
Mér er spurn hvernig ríkisstjórn ætlar að fjármagna 200 milljarða skuldina árið 2011? Með öðru nýju láni?
Það er verið að skuldsetja okkur rosalega fram í framtíðina. Og síðan bætist þetta Icesave við? Leppalúðinn hann Steingrímur ætlar sér að skuldbinda þjóðina til ævi-ábyrgða? Mér finnst að það að ætla að gera þetta vera hreinn glæpur gegn þjóðinni, gagnvart fólkinu í landinu. Er ekki að skilja manninn!
Það er einfaldlega komið nóg! Við íslendingar segjum stopp!
úr grein í mbl.
>Alls er nú gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að taka 950 milljarða króna að láni á þessu ári. Gert er ráð fyrir að taka þurfi 385 milljarða króna lán vegna endurfjármögnun nýju bankanna og 250 milljarða með útgáfu ríkisverðbréfa til að styrkja viðskipti á innlendum fjármálamarkaði. Þá er gert ráð fyrir að Norðurlöndin láni Íslandi jafnvirði 230.000 milljarða króna og Pólland og Rússland 85 milljarða.
Hvað verður svo tekið mikið að láni á næsta ári? Til að borga upp skuldir?
Ég er farinn að hallast að þessi skrifuðu orð Hudson séu rétt!
Stríðið gegn Íslandi: **Michael Hudson**
>Þeir sem heimta mest eru ekki þeir sem skulda mest, heldur þeir sem hafa lánað mest. Markmið þeirra er að tryggja völd sín í samfélaginu. Umfram allt vilja þeir hámarka vald skulda umfram verðmætasköpun. Þess vegna er verðtrygging lána notuð til að tryggja að bankarnir hagnist á hruni efnahagslífsins, en ekki almenningur, sem greiða þarf jafnt skuldirnar sem og kostnaðinn af hækkandi verðlagi og hruni krónunnar. Lánadrottnar um allan heim eru í óða önn að færa niður skuldir í takt við lækkandi fasteignaverð. Á Íslandi hafa bankarnir hins vegar fengið að hækka skuldabyrðina um 14% á síðasta ári, á meðan fasteignaverð hefur lækkað um 21%! Því verra sem efnahagsástandið er, því sterkari eru lánveitendurnir. Þetta er ávísun á efnahagslegt sjálfsmorð þar sem dýpkandi kreppa hneppir æ fleiri í skuldafangelsi.
*****
Síðan skrifaði hann þetta:
>Ísland getur tekið forystu og orðið fyrirmynd annarra þjóða í efnahagslegu jafnrétti. Aldrei hefur verið betra tækifæri til að taka afstöðu til þess um hvað standa á vörð - óyfirstíganlegar skuldir eða framtíð íslensks samfélags?
Munu stjórnvöld verja þegna sína fyrir afætum fjármálaheimsins, eða munu þau færa þeim íslenska hagkerfið á silfurfati? Það er spurningin sem íslensk stjórnvöld verða að svara.
*
Þetta eru svo sannarlega rétt orð í tíma töluð! Við þurfum að taka okkur til fólkið í landinu! Taka okkur saman og gera hlutina sjálft! Því öðruvísi mun ekkert verða af viti gert til að losa Ísland út úr þessari rosalegu skuldaánauð sem á að leggja á okkur og afkomendur okkar til framtíðarinnar.
*****************************
Ég vil nota tækifærið að benda fólki á að fara inn á kjósa.is
Í OKKAR HENDUR ÁSKORUN TIL FORSETA ÍSLANDS VEGNA ICESAVE SAMINGANNA.
200 milljarðar á gjalddaga 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)