Færsluflokkur: Kjaramál

Listin að lifa á Íslandi

Ég hlustaði á mjög athyglisverðan þátt á Rás 1 klukkan 13.00 laugardaginn 27 Júní. Í enda þáttarins talar María Kristjánsdóttir um mjög athyglisvert efni þess að búa til hugmyndir til þess að gera eitthvað nýtt vegna þess að það og þau stjórnmálakerfi sem við búum við er ekki að virka. 

Til þess að gera varð hugmyndin að "Okkar Ísland" til vegna þess að ég taldi að íslendingar þyrfti eitthvað fyrir alvöru nýtt fyrir framtíðina. Nýtt til að geta tekist á við þann vanda sem búið er að setja þjóðina í.

Hér er þátturinnn og pistillinn hennar: 

Listin breytir heiminum, listin viðheldur óbreyttu ástandi

Hljóðritun frá málþingi á Kjarvalsstöðum 21. maí sl. Seinni hluti.
Fram koma: María Kristjánsdóttir, Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, og Hjálmar Sveinsson sem stjórnar málþinginu.
Samantekt: Ævar Kjartansson.

Hér er linkur á hljóðritunina:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4469894/2009/06/27/

________________________________________________

Hvað er til ráða þegar að stjórnmálamenn og stefnur þeirra hafa brugðist okkur? Svona alvarlega líka. Mér er hugsað til hryllings til þeirrar framtíðar sem þetta fólk ætlar að bjóða okkur upp á.

Síðan hefur það sjálft svo gott að það þarf sjálft ekki að hafa neinar áhyggjur á framtíðinni. Er það af öfund sem hérna er sett fram? Nei! Alls ekki því málin ganga út á réttlæti. En hvaða réttlæti er þetta fólk að bjóða upp á?

Í stöðu þeirri sem hljóðfélagið er og öllum mótmælum sem hafa réttilega verið þá kemur fólk fram með hugmyndir. Einn með eina sérstaka hugmynd sem er kannski bara smá sem slík. Síðan aðrir með aðrar. En hvað á að gera við slíkar hugmyndir? Sameina þær og búa til eitthvað nýtt úr þeim? Eða sameina þær til að setja þær fram innan um það sem virkar ekki?

Það er alveg ljóst að margt fólk er fyrir löngu orðið þreytt á stjórnmálamönnum. Vegna þess að þeir eru langt því frá að standa sig. Síðan er fólk búið að fá nóg af þessum stjórnmálastefnum sem hafa gengið í öllu samfélagi manna. Vegna þess að það kemur alltaf betur og betur í ljós að þær virka ekki. Eru ekkert að gera fyrir almenning. Nú eru allir flokkar búnir að reyna sig við stjórnun á Íslandi og hafa ótvírætt sannað vangetu sína til að stjórna landinu. Sérstaklega á þessum óróatíma.

En er þá ekki kominn tími til þá að fá nýjar hugmyndir? Breyta til? Setja hugmyndir saman og búa til eitthvað nýtt? Losa okkur út úr viðjum þess vana að kjósa alltaf þetta sama lið sem svo gerir svo lítið fyrir okkur? 

Einmitt þessvegna hafa mínar hugmyndir orðið til í kringum "Okkar Ísland" Hugmyndirnar í "Okkar Ísland" kristallast í því að hér á Íslandi býr margt fólk sem vill í raun vinna saman til að búa til mannsæmandi þjóðfélag. Þannig þjóðfélag að sem flestir geti haft mannsæmandi líf.

Hugmyndirnar í "Okkar Ísland" kristallast líka í því að hér á landi eru fullt af vinnandi fólki sem væri tilbúið að taka sig saman til að verja Ísland undan oki og ánauð þeirrar framtíðar sem stjórnvöld ætla sér að bjóða því upp á. Tilbúið að vinna saman að því að koma Íslandi út úr þessum fjármálavanda sem þessir "einstaklingar" settu það í. Fólk sem vill ekki að landið okkar lendi í útlendum höndum sem geta haft ákvarðanir um hver framtíð Íslands er. Við viljum gera hlutina sjálf.

Í lífi mínu hef ég sem verkamaður verið að vinna út um allt land. Svo dæmi séu nefnd: Í Ólafsvík, Á Flateyri, Raufarhöfn og Hörn í Hornafirði. Ég hef þannig kynnst fullt af góðu fólki. Vissulega með mismunandi skoðanir á ýmsum málum. En samt fólk sem vann hörðum höndum til að hafa í sig og á. Slíkt fólk er það sem veit hvað Ísland er. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að langflest af þessu fólki og afkomendur þeirra sé tilbúið að vinna saman til að koma Íslandi út úr þeim fjármálavanda sem það er í. Vinna saman án íhlutunar utanfrá.

En vissulega er ekki hægt að fara af stað og framkvæma hluti án þess að búa til undirstöðu! Festingu sem tryggir það að á meðan að fólkið býr til verðmæti fyrir Ísland. Tryggingu að því að á leiðinni þurfi ekki að koma eitthvað fyrir sem er þess valdandi að kaup okkar og kjör hrapi niður á meðan. Því að ef þetta fólk ætlar sér að vinna þá verður auðvitað að stiðja við það! Þetta helst allt í hendur.

Til þess að gera urðu hugmyndir "Okkar Ísland" til. Í því er gert ráð fyrir að fólk vinni sem best saman í nálægð við hvort annað. Síðan gerir nálægðin fjarlægðina klára og býr til þennan heildarpakka sem Ísland ætti að vera. Sanngjörn lífsskilyrði!

En það er alveg ljóst að þeir sem eru við stjórnvölinn á Íslandi ætlar sér ekkert að gera neitt fyrir alvöru til að koma Íslandi út úr þeim vanda sem landi er í. Í stað þess á að fara hinn veginn með því að skuldsetja framtíðina og troða okkur inn í samband þar sem við höfum mjög lítil áhrif. Í stað þess á að leita inn í samband þar sem lífið verður alltaf þannig að við íslendingar munum alltaf þurfa að leita leyfis ef ætlum að framkvæma einhverja hluti. Í stað þess á að gera vanda Íslands miklu meiri enn hann er nú þegar. Ekkert er gert til að snúa þróuninni við!

ÁFRAM ÍSLAND! Ég skora á fólk að taka saman höndum og vinna saman að framtíð Íslands. Framtíð þar sem fólkið sjálft framkvæmir hlutina best án aðkomu flokka og þessara venjulegu stjórnmálamanna!

Losið ykkur út úr viðjum flokkakerfis og tökum höndum saman því annars munum við aldrei geta gert neitt í alvörunni til að rétta Ísland við út úr þeim vanda sem landið er í. Vanda sem mun bara stóraukast ef við gerum ekkert fyrir alvöru til að losna við hann.

ÁFRAM ÍSLAND! VINNUM SAMAN ÍSLENDINGAR!

 

 

 


Púff! enn eitt ruglið enn!

Þessi ríkisstjórn okkar er ekki framkvæmdaglöð! Þorir engu! Það á ekkert fyrir alvöru að gera til að búa eitthvað til! Heldur á að velta öllum vanda út í framtíðina með auknar álögur á fólk. 

Í stað þess að taka þessi lán hefði mátt búa til sjóði og gera tilraun til að ná inn peningum með ýmsum öðrum leiðum. Margt smátt gerir jú eitt stórt og vindur upp á sig!

Ég er á þeirri skoðun að það hefði verið miklu ódýrara að ná inn peningum með færanlegum tollsköttum (skipti á milli flokka á milli mánaða) og á meðan festa álagninguna eins og gert var í gamla daga. Setja verðálagningar skilaskyldu og gefa ákveðnar álagningarprósendur á ákveðna flokka. Ég skil ekki afhverju að verðfesting hefur ekki verið sett á! Þessi aðgerðværi þannig ein af nokkrum sem mætti framkvæma!

Svona stjórnunarstýring að ná inn peningum með ýmsum ráðum, væri miklu vænlegri til árangurs heldur en að velta á undan sér vandanum fram í framtíðina. Sem er með auknum álögum á landið.

Að taka fullt af lánum til framtíðarinnar er bara til þess að uppfæra fjármálavanda íslendinga. Það mætti taka til ýmsa þætti:

1. Vextirnir sem er stór óvissuþáttur vegna þess að á svona stóráfalla heimskreppu þarf svo lítið að gerast til að það bregði útaf! (það gæti farið svo að það þyrfti að taka lán til að borga vextina).

2. 'Ahrif á vísitöluna? Allt kemur þetta inn í vísitöluna með ýmsum álögum.

3. Aukin skattaleg byrgði á fólk.

4. Fjárfestingar mistakast vegna stöðu markaða.

5. Áralangar áhyggjur fólks vegna mjög slæmra lífsskilyrða.

 Fullt fleira væri hægt að telja til.

Ísland þarf að taka sig til að vinna sig sjálft út úr vanda þeim sem það er komið í! Í því sambandi má skoða hvað mætti gera og nota til þess þau atriði sem í raunveruleikanum færa stöðu landins í jákvæðan hagvöxt. 

Með þessum nýju lánum öllum má augljóslega sjá að framtíðin verður ekkert annað en strögl, strögl, strögl! 

Svo lengi mætti telja því alltaf erfiðara verður að takast á við vandann! Stærri og stærri vandi sem hrúgast upp.

Í stað þess hefði mátt gera fyrir alvöru eitthvað til að takast á við þennan fjármálavanda þjóðarinnar. Byrja á að draga þennan rosalega neikvæða hagvöxt niður og minnka hann. Í stað þess að stækka hann! En til þess væru ýmsar leiðir til ná fram jákvæðum hagvexti!

Síðan þegar að farið er í gang fyrir alvöru að stækka og efla jákvæðu leiðina!

En nei! Þetta lið hefur takmarkað vit!

Við skulum skoða betur hvað þyrfti að byrja að gera og nota til þess tildæmis 2 af þeim 5 atriðum sem þarf að hafa eins og Maastricht sáttmálinn setur fyrir ríki að vera í jákvæðri stöðu.

Skoðum málið aðeins! 

Hér eru kröfunar sem þarf að mæta til að geta gengið inn í EMU. Tekið úr Maastrict samningnum.

In order to join the EMU, nations must meet most of the following criteria.

1. inflation -- cannot be higher than 1 1/2% of the average inflation rate of the three countries with the lowest individual rates.

2. long term interest rates -- cannot be higher than 2% of the average rates of the three countries with the lowest individual rates.

3. exchange rates -- countries must join the European Monetary System (EMS) and join an exchange rate band with other countries. These bands lock nations' monetary exchange rates to one another with only a fluctuation of +/- 2.5%. To meet the Maastricht criteria, a country must be a member of the EMS for at least two years.

4. Debt:GDP ratio -- to determine a country's actual national debt, divide the debt by the gross domestic product (gdp). To join Maastricht, governments cannot have a national debt greater than 60% of their gdp.

5. Deficit:GDP ratio -- to determine a country's actual deficit, divide the debt by the gdp. Under Maastricht, governments' deficit must be equal to or less than 3%.

liður 4 og 5. (gross domestic product= heildar landsframleiðsla)(Defecit= raun/tekjuhalli)

4. til að fá rétta skuldastöðu landins þarf að deila skuldina með heildarframleiðslu

5. til að fá stöðu landsins gagnvart rauntekjuhalla þarf að deila tekjuhalla með heildarframleiðslu

skuldin: Hvað er verið að gera hér? Mér þætti gott að vita hvað verður um skuldastöðu landsins eftir þessi nýju lán? Hve há verður hún? Hversu langt yfir 60% (eða 100%)? Kannski 150%? Hvað verður um þennan neikvæða hagvöxt? OFUR-NEIKVÆÐUR og óyfirstíganlegur!

Hversu auðvelt verður að ná þessu niður þegar að búið að auka við hana án þess að aukin landsframleiðsla verði á móti? Lánin draga framleiðsluna niður í svaðið! 

tekjuhallinn: Og tekjuhallinn eykst vegna þess að það er ekkert gert til að byggja upp! Ekki minnkar hann því þau eru ekkert að gera til framkvæmda. Heldur á að nota lánin í að borga upp fjármálaóreiðu og fall bankana sem þeir vita ekki einu sinni stöðuna á.

Hvernig væri þessi staða eftir segjum 2 ár ef farið hefði kerfislega í það verkefni að auka landsframleiðsluna í stað þess að auka skuldir?

En það er þar sem þarf að byrja! Síðan þarf að vera með fastgengi á meðan að slíkar framkvæmdir væru í gangi.

=aðhald+uppbygging= endar með jákvæðum hagvexti og stöðugu gengi!

Það er verið að gera allt vitlaust í stjórnun ríkisins! Auka vandann í stað þess að taka kerfislega á honum og minnka hann!


Púff segi ég bara

Svona lán enda eingöngu sem skattar og álögur á fólkið í landinu til framtíðarinnar! Það var augljóst í þessu (ó)stöðugleikaplaggi að það ætti að velta vandanum á undan sér með meiri álögur á þjóðina. Það er að koma enn betur í ljós að þetta lið hefur engin ráð! Við þurfum jú að borga þessi lán. En ekki get ég séð að með þeim sé fjárfest til framtíðarinnar til að búa eitthvað til......

>Alls er nú gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að taka 950 milljarða króna að láni á þessu ári. Gert er ráð fyrir að taka þurfi 385 milljarða króna lán vegna endurfjármögnun nýju bankanna og 250 milljarða með útgáfu ríkisverðbréfa til að styrkja viðskipti á innlendum fjármálamarkaði. Þá er gert ráð fyrir að Norðurlöndin láni Íslandi jafnvirði 230.000 milljarða króna og Pólland og Rússland  85 milljarða.

Gott og vel? Ha? 385 milljarða til að endurfjármagna nýju bankana? Hvaða leyfi hefur stjórnin að taka lán sem þegnar landsins þurfa að borga, til þess að endurfjármagna óráðssíu og gjaldþrot? Síðan hefur engin séð uppgjör bankamálsins og langan tíma tekur til að sjá fyrir þau mál öll sömul! Ekki á þessu ári?!

Ég spyr?? Er þetta blekking? Á að nota þessa 385 milljarða í eitthvað annað?

Síðan 250 milljarða til að fjármagna viðskipti á innlendum fjármálamarkaði. Afhverju tóku þeir ekki lán til að setja í beina innspýtingu til einhvers verðmætaskapandi? Stuðning til þess að auka landsframleiðslu, sem verður ekki gert nema finna leiðir til að ná fjármagni sem sett væri í ný fyrirtæki og þá helst í matvælaframleiðslu og fatnaðar. Því í þeim flokkum eigum við hvað mesta möguleika til útflutnings.

Fyrst þeir gátu ekki búið neitt til með að ná peningum eftir öðrum leiðum þá hefði amk. mátt í versta tilfelli taka smá lán til þessa (þar að segja lán+ fjáröflun eftir öðrum leiðum).

 Það er verið að veðsetja framtíð okkar sem ríkisstjórn hefur ekki leyfi til samkvæmt stjórnarskránni. Ég stórlega efa að þessi lán séu réttlætanleg!

 


mbl.is 950 milljarðar að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona rugl á ekki að samþykkja!

Það er augljóst að kreppan vegna aðgerða þessara fjármálaóreiðimanna á að koma verst við þeirra lægri launuðu. Nokkuð sem virðist alltaf gerast. Þessu þarf að breyta!

Ég skora á aðildarfélögin að samþykkja ekki þennan ósamning.

 Hér eru forsendur úr gamla samningnum 1 febrúar 2008:

>Forsenduákvæði kjarasamninga
Forsendur kjarasamninganna er að kaupmáttur launa haldist eða aukist og að verðbólga fari lækkandi. Í febrúar á næsta ári verður farið yfir það hvort þessar forsendur hafi staðist. Hafi það gerst þá framlengjast samningarnir til nóvemberloka árið 2010.
Hafi það hins vegar ekki gerst þá geta samningsaðilar samið um viðbrögð og þar með framlengingu samninganna eða samningar verða lausir frá og með 1. mars 2009.

Hér er verið að segja að ef forsendurnar hefðu breyst (sem þær svo sannarlega gerðu) þá ætluðu þeir sér að gera nýja og betri samninga! En Forsendurnar versnuðu til muna!

>Í samningnum núna í lið 1. segir:

>Taxtabreytingar sem áttu að taka gildi frá 1. mars 2009 er frestað og koma til framkvæmda þannig að:

>- 1. Helmingur hækkana almennra kauptaxta koma til framkvæmda 1. júlí sem hækka þá um 6.750 kr á mánuði. Helmingur hækkana á ákvæðisvinnutöxtum, kostnaðaliðum og fastákveðnum launabreytingum koma til framkvæmda á sama tíma. Hinn helmingur þessara hækkana kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009.

 >liður  - 3. Hækkun kauptaxta, almennar launahækkanir og aðrar kjarabreytingar sem áttu að taka gildi 1. janúar 2010 færast til 1. júní 2010.„Þessi niðurstaða hefur þegar verið borin upp á formannafundi ASÍ sem samþykkti að vinna málið áfram en það verður afgreitt með tillögu sem verður borin upp í samninganefnd ASÍ og hjá SA til samþykktar eða synjunar. Tilkynna skuli niðurstöðu fyrir 13. júlí nk.  Samningsaðilar geti sagt sig frá samkomulaginu en báðir aðilar hafa frest til 17. júlí 2009 til að ákveða að framlengja ekki samninginn. Í því tilviki fellur samningurinn úr gildi svo og áformaðar launahækkanir,“  segir í umfjöllun Eflingar um samkomulagið.

***

Í stað þess að samningarnir hefðu átt að verða betri vegna forsendnanna eins og þeir gáfu í skyn! þá eru þeir núna verri (löngu kominir inn í verðlagið).  Í slæmu árferði og því ástandi sem þjóðfélagið er í ætti að verja kjör og búa til ný vegna tapsins inn í verðlagið en ekki gefa eftir og fresta samningum!

Samninganefnd ASI á að vera til að verja kjör hópa þeirra sem eru innan þeirra! Ekki krafna annara eins og samtaka atvinnulífsins, sem krefst að samningar eigi að frestast vegna ástands í þjóðfélaginu. Ástands sem er ekki fólkinu, vinnufólkinu innan sambansins að kenna.

ASI á að verja kjör í svona stöðu en ekki gefa eftir! Sem segir bara eitt: Þessa samninga á ekki að samþykkja!

 Augljóst að þetta lið er ekki að standa sig!


mbl.is Tími til kominn að hefjast handa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og það eitt sér að skrifa undir samning geri eitthvað?

Það að skrifa undir stöðuleikasáttmála gerir engan stöðuleika. Ef það er það sem þau halda.

Eitt er á hreinu það verður alltaf óstöðugleiki í þjóðfélaginu næstu árin hvað sem þau þykjast vera að gera. Setja einhverjar óraunhæfar bremsur sem gera langt frá því að halda.

Svo er spurning um forgangsröðun ríkisstjórnar!

Svo er spurningin um hvað sé inni í þessum samningi??? Við skulum sjá til.

Í upphafi skal endirinn skoða?


mbl.is Undirritað í Þjóðmenningarhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu eða hvað annað 2

aukna verðbólgu Ég hef ákveðið að fela/henda greininni sem ég skrifaði um aukna verðbólgu af mbl. (núna áðan - í dag). Ég nenni einfaldlega ekki að standa í orðaskiptum um málið.............

Skrifað fyrir þá sem svöruðu grein minni um málið fyrir kosningar.


Hvenær?

Já! Hvenær fer Bensínverð upp fyrir 200 krónur? Stutt í það því ekki mun stjórnin gera neitt til að breyta kerfinu.

Eitt er það af kjaratapinu sem verkamenn lenda líka í! Hvað ætli þ.að sé orðið erfitt að reka bíl? Verður að spara ferðirnar og keyra nokkrir saman? 

Legg til að Olíufélög þurfi sérstaklega að sækja um hækkanir til ríkisstjórnar. Legg til farið verða í að vinna útreikning bensínverðs upp á nýtt!


mbl.is Olís lækkar lítrann aftur um 12,50 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kom eiginlega fyrir þetta fólk?

Ríkisstjórnin ætlar sér að sýna það og sanna að kreppan komi verst við þá sem lægri hafa tekjurnar!

Hvað kom fyrir þetta fólk? Jóhönnu og Steingrím? Taldi Jóhanna hérna áður fyrr sig ekki vera að gera góða hluti fyrir öryrkja á aldraða? Hefur Steingrímur ekki talað fjálglega um að hans flokkur væri fyrir verkalýðinn?

Hvað varð af þessum gildum? Horfin út í hafsauga?

Þetta er hrikalegt sem þessi stjórn er að framkvæma! Ekki nægir að þau hvergi geri neitt til að koma í veg fyrir vöruverð hækki hvað eftir annað eins og matvara svo dæmi sé tekið. Heldur á að kreysta enn frekar út úr fólki eins og Öryrkjum og Öldruðum ásamt hinunum lægri launuðu.

Hvar endar þetta? Ætlar þessi stjórn hvergi neitt að gera af viti til að koma í veg fyrir að gjörðir annara komi niður á fólki sem hefur ekkert gert af sér og mun aldrei........

ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ SKAMMAST YKKAR og ég ætla að leyfa mér að segja: ÓGEÐIN YKKAR!

Ég er gjörsamlega feginn að vera fyrir löngu búinn að yfirgefa þetta lið sem Samklykkingin er! Mig hryllir við.

Eins og ég hef sagt og segi enn:

Þetta endar bara með því að fólkið, við almenningur tökum völdin í þessu landi! Með góðu eða illu!


mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín tillaga

Í svona ástandi sem þjóðfélagið er þarf að verja kjör Öryrkja, aldaðra og þeirra lægstlaunuðu. Það væri ekki nema sanngjarnt að setja í gang sérstakan sjóð til þess!

Í skjalinu: "Okkar Ísland" legg ég til að setja í gang ýmsa sjóði. Þar á meðal Viðlagasjóð til tryggingar láglaunafólks og þeirra sem hafa tapað við kreppuna. Þó ekki samþykki allir þær tillögur sem þar eru fram bornar (sem eru þó sanngjarnar og sjálfsagðar) þá væri hægt að finna ýmsar leiðir til að halda í kjörin! Eins og tildæmis að setja í gang til þess sérstakan sjóð!

Á móti er uppbyggingarsjóður sem er ætlaður til að byggja upp landið að nýju með þátttöku almennings en ekki gróðapostula!

Hversvegna ekki að vera með tvo sjóði sem vinna í yfirvegun á móti og með hvorum öðrum? Ég er að tala um vörn gegn falli fyrir almenning og fá peninga með ýmsu móti til þess. Síðan, viðrétting á fjárlagahalla. Og síðan aftur uppbygging sem kemur á móti!

Þannig þurfa þeir sem eru lægstlaunaðir hvergi að missa neitt.

En því miðurCrying Það eru svo margir sem hafa hagsmuni sem eru gagnstætt þessu og á meðan dæla þessir karlar peningum í eigin vasa meðan að fundirnir halda áfram.......

 

 

Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

_________________________________________________

 


mbl.is Vilja heildarmynd fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurtalningin hafin

Nú er fólk byrjað af fullu að mæta niður á Austurvöll. Nú líða ekki svo dagarnir að ekki séu mótmæli þar. Reikna má að í mótmælin eigi eftir að fjölga frekar en hitt, þegar að líða tekur á mánuðinn og enn fleiri skandalar frá ríkisstjórn verður lýðum ljóst.

Við erum að sjá enn meiri hækkanir í búðunum og enn á ástandið eftir að versna. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að verja kjör hinna lægstlaunuðu sem allur pakkinn mun lenda á.

Niðurskurður, skattar, hækkandi vöruverð, erfiðleikar heimilana stóraukast!

Hvar endar þetta? Hvort á landsflóttinn eftir að stóraukast eða við fólkið sjálft tökum til hendinni?

Við eigum eftir að sjá SLAGORÐIN AFTUR: Ríkisstjórnin burt..............

Ríkisstjórn þessi verður ekki langlíf meðal annars vegna þess að aðgerðir hennar lenda á því fólki sem þær ættu síst að lenda á! Sama hvað þau segja til að friða fólk. Það er orðið alltaf auðveldara að sjá í gegnum yfirlýsingarnar og loforðin!

En þá þarf að taka upp og sættast á eitthvað nýtt! Það er aðeins við fólkið í landinu sem getum unnið landið upp úr erfiðleikunum!

 

Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

 

 


mbl.is Fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband