Ríkisstjórn hvar er réttlæti ykkar fyrir almenning?

 Ég nota tækifærið og tengi þennan pistil við fréttina vegna skyldleika við kjaramál:

Hverju ætlar stjórnvöld að skila til okkar fyrir framlag okkar til þjóðarinnar? Hvenær ætla þau að skila því?

Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína í alla lífstíð en fá það launað til baka að lenda í skuldaánauð vegna okurvaxta og ýmissa annara álaga sem leggst á almenning?

Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína alla lífstíð og fá svo til baka ekkert nema skít og skömm frá stjórnvöldum fyrir framlag þitt?

Er það eitthvað réttlæti að leggja fram ómælda vinnu og starfskrafta þína en verða svo fyrir því að fjárglæpamenn steli peningum þínum og þú fáir þá ekki til baka?

Er það eitthvað réttlæti í því að stjórnvöld ætli sér ekki að skila fólki peningum sínum til baka sem hefur verið stolið af þeim, heldur ætla sér að leggja það aftur sem álögur á fólkið í landinu?

Ég bara spyr! Hver er skilningur ykkar sem stjórna? Á ég að borga fyrir gjörðir annara? Á ég að taka þátt í einhverju öfug-mælaplaggi vegna þess sem aðrir hafa orðið þess valdandi að leggja á þjóðina? Á ég að þurfa að lenda í því að þurfa að borga hærra verð fyrir matvöru sem er eingöngu vegna þess sem fjárgælframenn settu þjóðina í? Á ég að þurfa að borga ofurháa vexti á íbúðalán mitt? Á ég að þurfa að lenda í ævilangri ánauð að borga til eignast húsnæði yfir mig og mína? Á ég að þurfa að borga skuldir fjárglæframanna með hærri sköttum á mig?

Hver er skilningur ykkar sem ráða? Eða þeirra sem stjórna verkalýðshreyfingunni? Á allur vandi sem þjóðin lendir í að lenda á hinum saklausu sem aldrei hafa og aldrei munu taka þátt í einhverju misjöfnu? Á allur vandi að lenda á þeim sem leggja fram mesta vinnuálagið? Hvernig verður framtíðin sem þið bjóðið upp á? Ég spyr bara.

Er það síðan eitthvað réttlæti að bæta ofurálögum erlendis frá við allar ofurálögur sem við þegar búum við?

Ég segi bara að ef þetta er eitthvað réttlæti þá er eitthvað mjög mikið að stjórnvöldum og sumu fólki í þjóðfélagi okkar.

Það er aftur á móti réttlæti að ég fái eitthvað fyrir allt framlag mitt til þjóðfélagsins í gegnum lífið. Ég á minn rétt að ekki verði stolið af mér peningum mínum. Mínum launum sem ég hef lagt fram í krafti erfiðs míns. Ég á minn rétt að fá borgað til baka sem hefur verið stolið af mér!

Það eru hrapaleg mistök hjá stjórnvöldum ef þau halda að þeirra núverandi lausnir muni nokkurntímann gera eitthvað annað nema þá helst að fá almenning á móti sér. Ég hef alla trú á því að almenningur muni rísa upp og mótmæla því óréttlæti sem það er beitt. 

Nú skal ganga til annara verka!

Það er nauðsynlegt fyrir framtíð okkar að snúa við blaðinu og taka höndum saman til góðra verka. Það er alveg hægt að búa til sanngjarnt þjóðfélag. Nú er einmitt tækifærið að búa til nýtt þegar að botninum er að verða náð.  Nú verðum við að rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra!

Við þurfum ekkert á þessu liði að halda! Við getum gert hlutina sjálf! Nú skal reisa Ísland upp úr öskustónni með vinnuframlagi góðra handa. Við saklaus lögðum okkar verk fram og við getum það alveg aftur, lagt okkar verk fram til viðreisnar okkar Íslands! Því við eigum jú landið sem vinnum hörðum höndum í því. En ekki einhverjir aðrir aðilar sem munu ekkert gera nema að mergsjúga verðmæti okkar út úr landinu.

Við íslendingar eigum að velja okkar eigin framtíð.

Nú þurfum við að sýna alþjóðasamfélaginu að á Íslandi búi alvöru fólk sem mun gera allt til að snúa öllum vanda við og búa til mannsæmandi þjóðfélag fyrir allan almenning sem hefur ekkert af sér gert. Einmitt af því að landið hefur lent í þessum vanda og við sem tókum ekki þátt í þessu. Það verður við sem byggjum okkur upp úr þessu sjálf. Það er hreinlegast og best!


mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta var löng reiðiræða hjá þér. Fjárglæframenn settu þjóðina á hausinn og það lenda allir í að súpa seyðinu af því. Hvað á ríkisstjórnin að gera? Hvernig á hún að ná peningum úr gjaldþrota fyrirtækjum, sem ekki eiga fyrir skuldum?

Hvernig hefði verið að benda á þó ekki væri nema eina raunhæfa lausn á málunum í stað þess að vera með reiðilestur yfir stjórnmálamönnum. Sem eru að reyna eins vel og þeir geta að þrífa skítinn eftir fjárglæframennina og reyna að bæta hag þjóðarinnar eins vel og hægt er?

Það gagnar lítið að öskra á torgum eða á netinu. Nú þura allir að snúa bökum saman og reyna að vinna þjóðina út úr þeim vanamálum, sem hún er komin í.

Sigurður M Grétarsson, 20.9.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Blessaður og þakka þér innlitið Sigurður.

Já löng reiðiræða og það fyllilega réttlætanleg. Fjármálamenn settu þjóðina á hausinn já og þér finnst það bara alveg sjálfsagt og eðlilegt eða hvað að allir eiga að súpa seyðinu af því? Hvað með vanda heimilanna vegna árálangra skuldaánauða?Á ég eitthvað að vera að skrifa meira? Ég hélt að ég væri búinn að því?!

Hefur þú annars eitthvað verið að fylgjast með yfirleitt og það blogginu mínu? Sérðu ekki neinar tengingar á milli pistla eða greina hjá mér? Hvað með næstu grein á undan þessari tildæmis?

Hvað á ríkisstjórnin að gera? Er það ekki þeirra verk að leysa þessi mál? Er það ekki þeirra verk að passa upp á að þessi verk lendi ekki á þjóðinni í tvöföldum álögum og margföldum eftir því? Bæta hag þjóðarinnar? Það er hlægilegt að lesa þessi skrif þín og eiginlega dapurlegt í senn. Hvað átti þetta svokallaða rugl stöðugleikplagg að gera á meðan þeirra annarra verka? Voru þau verk ekki líka ásamt öðrum ástæðan fyrir reiðilestur mínum?

Hvaða bull er þetta annars hjá þér? Var ég að einhversstaðar að tala um gjaldþrota fyrirtæki? Varsu ekki að lesa greinina mína? Eða þær síðustu? Veistu ekkert út á hvað ég hef verið að blogga? 

Sigurður. Ef þú hefur verið að lesa bloggið mitt undanfarna mánuði þá sérðu að ég hef komið með alveg fullt af lausnum. FULLT!

Það var komið að þessari grein hjá mér enda fyllilega kominn tími til og ekkert athugavert við greinina og hún í samhengi við síðustu blogg hjá mér.

Guðni Karl Harðarson, 21.9.2009 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo ef við bætum við Icesave málinu þar sem stórfelldar álögur er verið að leggja á þjóðina sem á samkvæmt þessu liði að greiða fyrir það sem fjárglæframenn settu þjóðina. Hvaðar réttlæti er í því?

Ef þú skoðar þetta í samhengi við það sem ég var að skrifa.

Guðni Karl Harðarson, 21.9.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband