Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 17. mars 2010
Burt með Seðlabankann!
Seðlabanki Íslands er bákn sem hindrar framgöngu þjóðarinnar.
Til eru fullt af fólki sem er að blogga sem eru mér sammála í þessu!
Ég hef hinsvegar og meðfram því verið að skrifa um á bloggi mínu og setja saman hugmynd að með því að leggja af Seðlabankann, en setja í gang í staðinn svokallaðan landsviðskiptaþjón (svipað og vöruhótel) sem stórauka myndi viðskipti með krónuna.
En til þess væri best að skipta landinu niður í 5 hluta (eins og ég hef skrifað í skjali mínu "Okkar Ísland") sem hver um sig vinnur að uppgangi landsins á margvíslegan hátt.
Hugsum okkur þetta:
1. Ísland hefur aðal gjaldmiðil sem er krónan, en í stað þess að viðskipti eru í eina átt verða nú viðskipti með krónuna í 6 áttir. þar að segja 1 stóran og 5 smærri.
a) Fyrst og fremst við útlönd samanber krónan er keypt og seld eins og vanalega (þar að segja aðal gjaldmiðill sem milliliður)
b) Allir þeir landshlutar sem skipt væri niður í svæði hefðu sinn eigin gjaldmiðil sem gengur kaupum og sölu 1. innan svæðis 2. á milli svæða 3. á aðal krónuna.
Á þennan hátt má hafa viðskipti með krónuna í báðar áttir, þar að segja yfir á landsvæðin og yfir til erlendis. Svæðin þurfa að kaupa krónuna.
Nánari útskýringar:
1. Segjum að ég búi úti á landi, reki fyrirtæki og þurfi að selja vörur úr landi. Þá sel ég verðmæti vörunnar yfir á krónumarkaðinn (liður a) og fæ greitt fyrir hana með í gjaldmiðli svæðisins. Krónumarkaðurinn tekur aftur við vörunni og selur krónuna fyrir erlenda gjaldmiðilinn (þar að segja að erlendur kaupandi vörunnar borgar í sínum gjaldmiðli. Sem krónumarkaðurinn fær. (skipt tvisvar um hendur og bankamilliliður minnkaður töluvert.
2. Segjum að ég búi úti á landi og ég þurfi að flytja inn vörur frá tld. USA þá borga ég í gjaldmiðli svæðisins en til fjármarkaðarins (sem er aðalmarkaður krónunnar fyrir landskrónuna). Aðalmarkaðurinn klárar svo viðskiptin við erlenda birgjann með landskrónunni.
Hugmyndin gengur út á stórauknum viðskiptum í íslensku krónuna þar sem innanlandið fær tækifæri til viðskipta í hana líka.
Á þennan máta má stórauka nýtingu á verðmætasköpun hvers svæðis sem svo í heildina nýtist 1. svæðinu sjálfu og 2. öllu landinu.
Hugsunin er þessi:
Krónan eins og áður
Öll landsvæi hafi gjaldmiðla, þar að segja minni krónur:
VK= vestur króna
NK= norður króna
AK= austur króna
SK= suður króna
Hk= höfurborgarsvæðis króna
Allt helst þetta í hendur með að setja í gang yfirgripsmikla endur-uppyggingu á vinnuafli á Íslandi. Þar sem vinnandi hendur taka saman og vinna saman (samanb. svæðisþorp í "Okkar Ísland") í leik og starfi. Þar sem vinnandi hendur taka að sér að byggja upp sitt svæði með nýjum auðlindum, stóraukinni verðmætasköpun m.a. venga aukinnar verslunar í krónu svæðisins og landsins alls.
Allt þetta nýtist því landinu miklu betur með miklum breytingum á Íslandi, landinu til heilla fyrir almenning sem lifir í því!
Ekki veit ég að fullu hvort þessi aðferð geti gengið en finnst að hugmyndin ætti það skilið að hún væri grandskoðuð með möguleikum á, a) hvort að hægt væri að setja hana í gang og þá kannski smám saman, b) hvernig hún væri útfæranleg.
Svigrúm til frekari lækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Var það ekki?
Þetta hef ég nú verið að tala um mánuðum saman. Það er alveg sama hvaða fólk þó er þarna á þingi. Þau virðast bara fara eftir eigin geðþótta. Og svo karpið fram og til baka sem skilar svo litlu. Og svo allan tíma sem þetta tekur.
Það er ekkert þor, ekkert dug og engin dáð til gera neinar alvöru breytingar fyrir Ísland. Svo eru sumir þarna alvarleg uppteknir í því að láta aðrar þjóðir bjarga okkur og velta með því öllum vanda á framtíðina, í stað þess að reiða sig á almenning sem býr í þessu landi til að rétta landið við. Fólkið sem byggir þetta land.
Ef við hefðum byrjað strax að rétta Ísland við í nýrri uppbyggingu sem tekur tillit til þátttöku almennings. Þá væri staðan önnur og eitthvað betri!
Það er alveg kristal tært að við þurfum að gera stórkostlegar breytingar ef okkur á að takast að rétta Ísland upp úr hruninu.
Áfram Ísland! "Okkar Ísland"
Fyrr frýs í Hel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Þjóðarheiður: Orðsending til íslendinga
2. Þjóðaratkvæðagreiðslan var nýtt upphaf að baráttu meirihluta Íslendinga fyrir algerri höfnun á kröfum Bretlands og Hollands. Þessi árangur hefði ekki náðst án baráttu hins þögla meirihluta, sem sýndi styrk sinn á þessum merka degi, 6. marz 2010.
3. Réttur almennings til að hafna ólögmætum álögum hefur nú verið staðfestur. Þrautseig þjóð, sem stendur bjargföst á lagalegum grundvallaratriðum og heldur þeim fram af rökvísi, verður ekki sigruð. Jón Sigurðsson forseti hefði verið hreykinn af þjóð sinni á þessum tímamótum.
4. Sérstakar þakkir hlýtur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem sannaði að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalla nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Framvegis verður að koma í veg fyrir að ólýðræðislegu þingræði verði flaggað sem eðlilegu stjórnarfari á Íslandi. Lýðræðið á sér þann grundvöll að fullveldið er hjá þjóðinni. Það mun ekki verða látið af hendi.
5. Þjóðarheiður hafnar alfarið gjaldskyldu ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar skiptir engu hve langt ráðamenn okkar voru reiðubúnir að ganga (þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar!) til að láta ríkissjóð borga gríðarlegar fjárfúlgur vegna máls þessa á fyrri stigum þess, undir óbilgjörnum þrýstingi frá ríkjum sem notuðu sér neyð landsins til að beygja ráðamenn okkar til hlýðni.
6. Nú skiptir mestu að hvika hvergi frá rétti okkar og lagalegri stöðu. Samtökin Þjóðarheiður standa eitilhörð gegn öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga vegna hinnar ólögvörðu kröfu þeirra að veitt verði ríkisábyrgð vegna erlendra skulda banka í einkaeigu.
7. Allar samningaviðræður ríkisins við Bretland og Holland eru misráðnar og hafa leitt til langvarandi deilna og reiptogs sem hefur sett Alþingi Íslendinga í gíslingu, á sama tíma og fjölskyldur og atvinnuvegir glíma við mestu efnahagskreppu síðari áratuga.
8. Samkvæmt skoðanakönnun, sem MMR gerði og var birt 8. marz, telja um 60% landsmanna að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands. Heilbrigð skynsemi segir okkur að almenningur í þessu landi hafi engar skyldur til að greiða himinháar kröfur frá ríkissjóðum 250 sinnum stærri þjóða. Það eru tryggingasjóðir og bankar í þessum löndum sem bera ábyrgð á umræddum kostnaði með iðgjöldum sínum. Kröfugerð Bretlands og Hollands á okkar hendur er hrein fjárkúgun.
9. Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti. Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.
Ísland til að læra af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. mars 2010
Hvílíkt bull, þvæla og vitleysa!
Þetta voru sko alveg nógu skýr úrslit. Þjóðin hefur sagt sitt!
>Þjóðaratkvæðagreiðslan markaði tímamót af því hún markaði brautina að beinu lýðræði og það er jákvætt,> Sagði Jóhanna.
Hvernig getur hún leyft sér að segja þetta? Er þetta nú allur trúverðuleikinn? Við skulum ekki gleyma hvernig ríkisstjórnin handleraði þessi Lög á Alþingi. Komu í veg fyrir að þjóðin fengi að kjósa um þetta, sem síðan forsetinn leyfði. Já, það var sko ekki hún Jóhanna né hennar lið sem stóð að því að þjóðin fengi að kjósa lýðræðiskosningu um þetta mál. Sem hún Steingrímur sögðu svo sjálf að ætluðu ekki að taka þátt í. Þetta er algjörlega hlægilegt og hreint fáránlegt að svona stjórnmálamaður geti sagt þetta eftir á það sem hefur gengið.
Málið er annars sannarlega ekki búið hvað almenning varðar, því samtökin Þjóðarheiður mun standa vörð um þjóðina með þátttöku hennar! Sama hvað það kostar! Við munum aldrei borga eina krónu af þessu!
Tæp 60% telja að íslendingar eigi ekki að borganeitt skv. nýrri skoðanakönnun MMR! þ.e. "að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi". 37,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og einungis 3,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
*
Er þetta ekki nóg? Berið þetta saman við útkomuna í sjálfri þjóðaratkvæðagreiðslunni! Allir heilvita menn eiga að geta sagt sér að þjóðin vill enga Icesave saminga, útfrá þessari skoðanakönnun og atkvæðagreiðslunni.
Það er enginn vandi að hætta öllum viðræðum og láta á það reyna hvort Bretar og Hollendingar sæki málið (á þrotabúið) fyrir rétti.
Hér er slóðin að vefsíðu samtaka Þjóðarheiðurs:
http://wix.com/Thjodarheidur/main/
En ég er umsjónarmaður vefarins.
Kosningarnar ljúka ekki málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 7. mars 2010
Ríkisstjórn segi afsér - það er komið nóg!
Nú fer ég þess á leið við ríkisstjórn Íslands að hætta öllum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga.
Svona afgerandi kosning eins og var í gær segir bara að almenningur á Íslandi vill vera laus við þetta Icesave mál. Og ríkisstjórnin á að vinna fyrir almenning í landinu, en ekki á móti honum.
Ef allt væri með felldu hefði ríkisstjórnin komið með fram með yfirlýsingu um að þau ætluðu sér að hætta viðræðum vegna svona afgerandi andstöðu íslendinga. Það er alveg ljóst að almenningur var að segja NEI við að eiga að borga skuldir fjárglæframanna, en ekki bara nei við þessum lögum eins og stjórnin vildi meina.
Það sem segir að úrslitin hafi verið svona afgerandi eða 93 % gefur ótvírætt til vantrausts fólks á ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands segi afsér og skili umboði sínu til Forseta Íslands. Ef ekki. Þá getur fólk farið fram á að Forsetinn afturkalli umboðið.
Næsta verk Forseta eftir það væri að bjóða almenningi að setja í gang undirbúningsnefnd til að undirbúa kosningu í utanþingsstjórn.
Hafni kjósendur breytingunum í atkvæðagreiðslunni tel ég einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér og Jóhanna Sigurðardóttir skili umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði. Samþykki kjósendur breytingarnar sem Alþingi hefur þegar afgreitt, þá blasir við að forseti lýðveldisins segi af sér embætti.
Mun þessi þingmaður Samfylkingarinnar vera samkvæm sjálfri sér og bera þetta upp við sitt fólk?
Mun ríkisstjórn Íslands segja afsér?
Helmingur þjóðar vill kjósa um nýja samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. mars 2010
Þjóðarheiður....Guðni segir X NEI við Icesave!!!!!
Mæta svo öll og kjósa!
Setjið X
við NEI
á kjörseðilinn!
Allir taki með sér vini og vandamenn til að kjósa því nú skal segja alþjóðaheiminum að við látum ekki kúga okkur!
Því meiri þátttaka, því betri!
12.297 atkvæði skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. mars 2010
Þjóðarheiður..Guðni Karl skrifar: Notum lýðræðislegt vald okkar til að kjósa!
Flott! Ég væri ánægður að ef við náum upp fyrir 10.000 í utankjörstaðakosningunni í Reykjavík.
skoðið nýtt efni á vef Þjóðarheiðurs: http://wix.com/Thjodarheidur/main/
Með því að segja NEI í atkvæðageiðslunni ertu ekki bara að segja nei! Atkvæði þitt gildir sem framtíðar vægi.
Sumir koma og segja NEI bara við þessum Lögum. En aðrir koma og kjósa NEI með þeim formerkjum að aldrei verði samið um þetta.
Ég tilheyri síðari hópnum.
Síðan eru líka þeir sem mæta til að kjósa NEI gegn ofríki og valdnýðslu stjórnvalda. Einnig að kjósa með lýðræðinu gegn ofurvaldinu. Því þó þetta sé ekki fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldis Íslands þá áttið ykkur á því að við erum að kjósa LÝÐRÆÐISKOSNINGU! Helgast það af því að ríkisstjórn Íslands neitaði almenningi að fá að kjósa um þetta sjálfsagða réttindamál. Síðan færði Forseti Íslands okkur í hendur þett lýðræðislega vald. Vald sem við höfum nú og eigum að nota!
Ég tilheyri líka þeim hópi!
Það er alveg ótrúlegt að heyra í þessu stjórnarliði að segjast annaðhvort ekki ætla að kjósa eða mæta og segja x við já á kjörseðilinn. Mjög sérstakt að koma svona fram í þessum sérstöku lýðræðiskosningum!
SETJUM x við NEI á kosningaseðilinn á morgun (eða í utankjöri í dag).
- ÞJÓÐARHEIÐUR liggur við, að þessum árásum á efnahagslegt sjálfstæði landsins verði hrundið.
- ÞJÓÐARHEIÐUR krefst þess að lagalegar forsendur ríki í samskiptum landsins við aðrar þjóðir.
- ÞJÓÐARHEIÐUR hrópar á okkur að sameinast gegn Icesave og greiða NEI í þjóðaratkvæðinu.
Tæplega 10 þúsund hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. mars 2010
Þjóðarheiður....Guðni Karl skrifar - þjóðin er búin að fá nóg!
Ef mikill meirihluti segir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá er það vantraust almennings á þessa ríkisstjórn! Vegna hvers? Vegna þess hvernig aðilar í þessari stjórn hefur komið fram við almenning í landinu. Með vanvirðinu og óheiðarleik. Með síendurteknum blekkingum og/eða hvítri lygi. Og með því síendurtekð að vinna gegn almenningi.
Því er fólk í reynd að segja að það vilji ekki hafa svona stjórn sem er svona á móti almenningi. Það er ekki bara það að fólk á ekki að borga þetta Icesave! Það er fast í huga fólks hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við það. Og gert allt sem hún getur til að vinna gegn vilja fólksins í stað þess að vinna með því.
Við erum því ekki að bara að kjósa NEI við Icesave!
Við erum líka að kjósa NEI við valdnýðslu!
Því er alveg ljóst að þjóðin mun að skipta sér í tvær fylkingar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna:
1. þjóðin (sem sagði NEI og fékk nóg af viðræðu ruglinu)
2. ríkisstjórnin
Mun ríkisstjórnin hafa eitthvað svar við því?
Það er í reynd alveg ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hefur komið fram við almenning á Íslandi undanfarna mánuði með vanvirðingu, með því að ætla sér að vinna gegn almenningi og setja í peningaálög þau sem þessi einkabanki bjó til. Ef hér á landi hefði verið almennileg ríkisstjórn þá hefði hún staðið með þjóð sinni í þessu máli, i stað þess að vinna gegn þjóðinni og vera að því í marga mánuði.
Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórn hafi ætlað sér ítrekað að koma fram við almenning á Íslandi með því að sýna því vanvirðingu með því að láta sér detta í hug að ælta að fresta þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Festa skal einnig nöfn þessara manna og kvenna sögubækurnar.
Festa skal í sögubækurnar hvernig ríkisstjórnin hefur komið fram við almenning í landinu undanfarna mánuði.
Festa skal í sögubækurnar hvernig þessi ríkisstjórn hefur sýnt almenningi yfirgang, hroka og valdnnýðslu í þessu máli. Og allt í því henni til vansa.
Festa skal í sögubækurnar að ríkisstjórn fór með lýðræðið í þver öfuga átt heldur en hún hefði átt að gera þegar að hrunið var. Eftir að allar kröfur fólks voru á þann veg að fá meiru ráðið. Eins og vilja nýja stjórnarskrá, opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, opna fyrir lýðræðið osvfrv.
*Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!*
Hér eru blogg nokkurra félaga í samtökunum Þjóðarheiður:
Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/
Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/
Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/
Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/
Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/
Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/
Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/
Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/
Hér er heimasíða samtakana sem tekur daglegum breytingum:
http://wix.com/Thjodarheidur/main/
Ef áhugi er að ganga til liðs við okkur:
netfangið er: thjodarheidur@gmail.com
Engin niðurstaða í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. mars 2010
Þjóðarheiður......Guðni Karl skrifar
Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að koma því inn í fólk með því að koma að því í fréttum að allt virðist benda til að þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni verði dræm.
Við skulum bíða og sjá til!
Þeim sem er umhugað um framtíð sýna mæta auðvitað til að kjósa og láta stuðning sinn við einhvern flokk engvu skipta! En að segja að úrslit þessara kosninga skipti litlu máli er blekking.
Í samtökunum Þjóðarheiður er fólk sem kemur úr allri flóru stjórnmálaflokka. Jafnvel úr engvum flokki eins og ég.
Á síðustu þremur dögum hafa meðlimir samtakana meira en tvöfaldast frá stofnfundinum. Við erum staðráðnir að verja heiður Íslands, nær sama hvað það kostar.
Áfram Ísland! VIÐ SEGJUM NEI VIÐ ICESAVE!
Mikill áhugi erlendra fjölmiðla á þjóðaratkvæðagreiðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. mars 2010
Þjóðarheiður......Guðni Karl skrifar:
Samtökin Þjóðarheiður vefsíða: http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/
Hættið þessu og leyfið þjóðinni að kjósa á laugardaginn! Það yrði borin meiri virðing fyrir stjórninni ef hún hætti viðræðum strax!
Jóhanna talaði um að það gæti verið hagkvæmt að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til hvers? Jafnvel þó henni yrði frestað um viku þá þarf að ræða nýtt frumvarp á alþingi, þar að segja ef þau næðum nýjum samningi sem þau telja hagstæðari. Þá þurfa þau lög að vera samþykkt á alþingi til að við fáum að kjósa um þau! Og síðan Forsetinn að láta okkur kjósa um þau lög í stað þessa. Það er minn skilningur að öðruvísi sé þetta ekki hægt því ekki er einfaldlega hægt að skipta um lög til að kjósa um! Allt annað er blekkingaleikur og til þess gert að draga málin á langinn.
En hvað segir Forsetinn? Ef ríkisstjórnin fer með nýja samþykkt sérstaklega með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Ætla þau að fá hann til að samþykkja það að láta þau í þjóðaratkvæðagreiðslu? Málin snúist við í andhverfu sína.
Ég hef engva trú á að hugur fylgi máli að veita þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu og afgreiða málin þannig frá þinginu. Sérstaklega eftir því að hafa neitað um það þar áður.
Ég á bágt með að Forseti Íslands láti fara svona með sig. Það er jú algjör vanvirðing við hann að ætla sér að láta hann ganga á bak orða sinna með að hafa gefið almenningi þetta tækifæri að fá að kjósa um þetta mál. Að ætla sér að koma með nýja samþykkt til hans áður en þau fyrri er kosið um. Ég býst fastlega við að hann muni svara því til að við eigum að klára þau mál sem á eftir að kjósa um heldur en að kjósa um ný.
Svo er það nú algjörlega skammarlegt hverning ríkisstjórnin vinnur í þessu máli. Einmitt vegna þess að ef það er rétt sem sagt er að Bretar og Hollendingar vilji allt gera til að ná að semja áður en að þjóðaratkvæðagreiðslunni er komið. Ef allt væri með felldu þá átti ríkistjórnin að standa gegn slíku og standa með þjóð sinni í stað þess að vera einhver kjölturakki þessara þjóða og gera það sem þær vilja.
Það er óneitanlega skrýtin staða að hræðsla ríkisstjórnar er sú sama og þeirra Breta og Hollendinga. Hræðslan við að láta þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.
Svo ég komi enn og aftur inn á þetta þá er algjörlega ljóst að réttlátast fyrir þjóðina væri að hætta öllum samningum og leyfa þjóðinni að segja sitt um þetta mál! Þá væri jú þjóðin búin að segja álit sitt á þessu ef hún kýs NEI við lögunum og hefði það forvægisgildi fyrir aðrar þjóðir að þora að standa gegn þessum nýlenduveldum. Eins og tildæmis fyrir Grikki. Ég er mjög viss um að alþjóða samfélagið muni líta upp til Íslands ef þetta yrði raunin. Það yrði litið upp til litla Íslands í framtíðinni.
En hvað tæki við? Nú, við eigum bara að bíða og sjá til hvort Bretar og Hollendingar muni fara í mál við okkur. En það er alveg ljóst að þeir yrðu með réttu að höfða mál gegn þrotabúi bankans. Gegn þeim sem áttu þennan banka þegar að þetta allt varð til.
En hvað með Ísland? Verður þessi stjórnarkreppa sem alltaf er verið að hræða okkur með? Hvað skiptir það máli í samhenginu? Bíðið, það er hvort sem er þegar stjórnarkreppa. Því það er alveg ljóst að það þorir enginn að taka við ef stjórnin félli. En ef allt væri rétt þá ætti hún að segja af sér vegna þess að hafa ekki tekist betur að takast á við þetta mál sem og önnur mál fyrir alvöru eins og málefnum heimilanna. Þeir einu sem myndu þora að stjórna landinu væru almenningur sjálfur með aðstoð launaðra sérfræðinga.
Því skiptir okkur svo miklu máli að mæta til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Því hún skiptir svo miklu fyrir framtíð fólks. Ekki bara útkoman, heldur og hvað gæti orðið hér með framhaldið. Ég skora á alla sem munu segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni að tala við alla sem þeir þekkja til að fá þá að mæta á kjörstað og setja X við NEI á atkvæðaseðilninn.
KOMA SVO!
Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!
Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakana Þjóðarheiður:
Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/
Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/
Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/
Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/
Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/
Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/
Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/
Elle: http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/
Bretar vilja ræða málin áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)