Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Laugardagur, 17. apríl 2010
Græðgin og Fylgifiskarnir
Græðgi hefur verið fylgifiskur einstaklingshyggjunnar. Sérstaklega innan eins flokks. Á tímum góð-óðærisins lofuðu sumir flokkar og/eða menn innan þeirra græðgina. Meira að segja hafið þeir staðið upp með lofræður á fundum ýmissa félaga jafnt sem skemmtunum hjá íþróttafélögum. Hvílíkar blekkingar. Ætla þessir sömu menn að standa upp og byðjast afsakanir á blekkingarræðum sínum? Græðgin mergsaug sig inn um allt þjóðfélagið, út í flest alla flokka, samtök ýmissa launþega og ýmissa félaga. Sjáið hvernig nú er komið fyrir þessu fólki.
Undanfarna áratugi hafa stjórnmál að miklu leiti snúist um peningahyggjuna. Að ef aðeins væru nóg af peningum þá væri hægt að gera allt. Nú skuldar þjóðin nóg af peningum vegna þessara græðgismanna.
Nú er svo komið fyrir þjóðinni að peningahyggjumennirnir skemmdu þjóðfélagið. Eftir stendur kramin og niðurbrotin þjóð, ofursett skuldum sem græðgin og peningahyggjan bjuggu til. Á þjóðin að endurreysa sitt traust á þessa flokka, þar sem menn munu áfram hengja sig á sömu atriði og engvar alvöru breytingar yrðu gerðar?
Allir gömlu fjórflokkana áttu sinn þátt í þessari óhemju græðgi.
Fólk úr Framsókn sótti í auðlindir landsmanna. Með græðgisglampa í augum sóttust þau inn í tryggingafélögin og orkufélögin. Sóttust eftir eignarhaldi í þeim meðfram að sækjast eftir miklum peningum í sína vasa sem og völdum í þeim.
Sjálfstæðismenn sóttust mikið inn í bankakerfið sem og tryggingar. Félagar í þeim flokki voru einna sterkastir þar í græðginni. Þessu fólki hefur tekist svo um munar að setja allt bankakerfið á Íslandi á hausinn.
Sossanir sóttust inn í Álverin og að ná völdum inn í hinum ýmsu samtökum landsmanna. Síðan vilja þeir selja þjóðina auðmönnum erlendis frá og koma fólki inn í samband ríkja evrópuþjóða þó við séum ekki einu sinni nema að nafninu til í Evrópu, því samkvæmt staðsetningu Íslands er landið hvert sem litið er langt fyrir utan öll sameiginleg landsvæði. Þar á bæ vilja menn ekki treysta á íslenska mannfólkið til að reysa þjóðina út úr þeim vanda sem hún er komin í.
VG gleymdu algjörlega stefnumálunum og eru bara orðnir innsogs þátttakendur og attaníossar í peninga og valdahyggju hinna flokkana. Þar á meðal er til fólk sem tók þátt í öllu saman.
Allir þessir flokkar hafa gleymt að mestu að stjórnmál eiga að snúast fyrst og fremst um fólk fremur en peninga og völd.
Ef við gerum ekki róttækar breytingar þá mun framtíðin snúast bara áfram um peninga og völd, fremur en mannfólkið sjálft.
Það munu áfram vera einstaklingar innan Sjálfstæðisflokks sem trúa og treysta á sína eiginhagsmuni. Þar á að lækka skatta og setja í gang ofurneyslu þar sem sérstakir einstaklingar og vinir þeirra mun hafa bestu aðstöðuna fyrir sjálfa sig. Mjög líku er farið með alla hina flokkana. Þar mun málin snúast um völd eða peninga. Allar stefnur þessara flokka haf runnið saman í peningayfirvald.
Þegar að nýr eða nýir flokkar munu taka við völdum eftir að vera búnir að blekkja almenning áfram til að trúa á þá, þá munu völd þeirra snúast um hagsmuni. Fyrirtækin munu ganga út á eignarhald fárra manna sem munu áfram sækjast eftir að safna auði. 'Afram munu verða til eignahöld á milli hinna ýmsu félaga og fyritækja. Litlar sem engvar breytingar verða framkvæmdar. Það er mjög ólíklegt að stjórnvöld á Íslandi muni læra af reynslunni. Þau munu ætla sér að halda í sama kerfið.
Nú er aftur á móti tækifærið fyrir Ísland að hætta að trúa á þetta rugli og láta stjórnmál fyrir alvöru snúast um fólk! Það þarf að setja í gang umfangsmikla enduruppbyggingu um allt land með eldmóðs þátttöku almennings. Það sem yrði byggt upp væri best í smærri samfélögum þar sem málin snúast um afkomu fólks. Þar yrði tryggt að fólk mundi ekki lenda í skuldaánauð einhverra banka eða annarra stofnana. Þar yrði tryggt að fólk yrði ekki skuldum vafið og séð til þess að enginn mun hafa það svo slæmt og að afkomutekjurnar næði fyrir öllum gjöldum sem og húsnæði og mat. Öllum nauðsynjum.
Gott fólk, veljum okkur nýjar leiðir. Leiðir til stjórnunar án græðgis eða ofurvaldasóknar.
Ég vil ekki vera neinn fylgifiskur, en þú?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. apríl 2010
Ja hérna? mama mia...............
Ágætt að varaformaður segi af sér. Næsta verk hennar er að taka hvert einasta atriði og fara yfir með sérstakri yfirlýsingu um þau atriði. En það kemur sko ekkert þessum flokki við því þessi einn mesti skaðvaldur íslandssögunar á að vera fyrir löngu farinn út í rassgat á hafsauga.
Annars eru það fullt af fólki í þessum flokki sem og öðrum flokkum sem þarf að taka ábyrgð. En að taka ábyrgð er ekki bara að segja af sér heldur að viðurkenna hvert einasta atriði sem það hefur á samviskunni. Og lagfæra síðan þau verk.
Út á það gengur m.a. að taka ábyrgð.
Hægt væri að nefna fullt af nöfnum en ekki mun ég saka nein einstakan sér. Hinsvegar er kannski með suma hægt að skoða Hvítbókina?:
http://www.hvitbok.vg/Profilar/ThorgerdurKatrinGunnarsdottir/SkuldarUm2Milljarda/
Og það hvítþvær sig enginn með því einu að segja af sér! Sömu manneskjur þurfa borga upp skuldir sínar, jafnt í peningum sem og við samfélagið!
Það skal síðan enginn halda að einhver flokkur hreinsist þó einn og segi af sér úr honum. Ekki trúi ég né treysti svona brölti. Þessi flokkur væri algjört brak ef allir þeir segja afsér sem hafa eitthvað misjafnt á samviskunni.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Ja hérna;
Sérkennilegt orðalag á niðurlagi fréttar:
>Einnig er þess vænst að öskufallið leiti yfir flugsvæðið yfir Bretlandi, Belgíu og Hollandi.
Vegir drottins eru órannsakanlegir. Þarf hann endilega að láta refsivönd sinn ganga jafnt yfir alla í þessum löndum? Kemur öskufall frá Íslandi í veg fyrir að íslendingar komist út til að ræða um Icesave? Hver veit? Það má nú samt alveg sleppa Belgíu.
Ég hélt að orðið vænst merkti að vonast eftir? Eða er mig að mismynna?
Hefði í staðinn ekki mátt skrifa: búist er við að? Eða einhvern veginn þannig...........
Hvað er blaðamaður mbl. eiginlega að gefa í skyn?
Ég var nú meira bara að skrifa til gamans og benda í leiðinni á eftirfarandi:
****************************************
skoðið eina flottustu? heimavefsíðu á Íslandi í dag:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
****************************************
Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Því miður!
Því miður eru engir flokkar sem voru/eru í stjórn sem vilja gangast við ábyrgð á neinu. Því miður er það sama með flesta stjórnmálamenn innan flokkana. Því miður er það sama með alla þá fjárglæpamenn sem settu þjóðina í þessa stöðu sem hún er í.
Allir virðast þeir sverja af sér og kenna hinum um eins og smábörn í sandkassaleik.
Það er barnalegt að ætla sér að trúa á að einhver flokkur og eða stjórnmálamenn innan þeirra muni taka sig á í þessum málum og læri að taka ábyrgð á sínum gjörðum.
Varðandi Samspillinguna má meðal annars sjá það með því sem gerðist síðasta vetur þegar að sá flokkur hélt Alþingi í gíslingu útaf Icesave málinu. Aldrei hefur verið farið eins offari á þingi. Og síðan framkoma þeirra gagnvart þjóðinni á undan og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Já það er tómt mál að tala um að flokkar og þessir venjulegi stjórnmálamaður muni læra af þessu. Ekki trúi ég því eftir sem undan er gengið.
Nú er einfaldegla rökréttast að losa okkur við þetta lið og taka upp nýjar leiðir til stjórnunar fyrir almenning!
**************************************************************
Sjáið eina sérstökustu og kannski eina flottustu? heima vefsíðu sem gerð hefur verið:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
*************************************************************
Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. apríl 2010
Pólitísk ábyrgð flokka?
Eftir það sem á undan er gengið mætti ætla að þetta fólk muni áfram eiga erfitt með að taka ábyrgð á gerðum sínum. Kunna stjórnmálamenn á Íslandi yfirleitt að taka ábyrgð? Hver er munurinn á íslenskum stjórmálamanni og stjórnmálamönnum erlendis?
Spillingin hefur verið svo mikil í kerfinu að til þess losa hana upp þarf að gjöra mjög róttækar breytingar. Því að ætla sér einhverjar stórtækar breytingar til batnaðar á skömmum tíma er einfaldlega barnalegt og mjög óraunhæft eftir allt það sem á undan hefur gengið.
>Stefanía segir umbætur í stjórnkerfinu nauðsynlegar. Hins vegar séu fámennið og kunningjatengslin ákveðin hindrun á þeirri leið að hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi.
Já fámennið og kunningjatengslin. Munum við nokkurn tíman geta losnað undan þeim nema að losa um foringja og undirforingja tengslin í flokkunum? Og svo félögunum innan þeirra?
> Það hefði verið vani á Íslandi að menn bæru ekki ábyrgð á gjörðum sínum í opinberu lífi og hafi komist upp með það. Með skýrslunni væri hvatt til þess að líta á málið heildstætt og öll sú vinna, sem lægi að baki skýrslunni, og sá mikli kostnaður, sem lenti á landsmönnum vegna hrunsins, væri til lítils ef ekki væri lært til framtíðar. Þá verða stjórnmálamenn að sýna ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir að líta í eigin barm, segir hún.
Það er heimskra manna háttur að koma fram opinberlega óábyrgt! Segir það sig þá ekki sjálft að flestir stjórnmálamenn á Íslandi séu opinberlega foráttu heimskir? Eða er það alhæfing?
>Almenningur geti haft mikil áhrif með sterkri kröfu um viðhorfsbreytingu, með því að krefjast þess að stjórnmálamenn beri ábyrgð og axli ábyrgð, fari frá verði þeir uppvísir af afglöpum í starfi. Gera megi því skóna að stjórnmálamenn tali nú um mikilvægi þess að sýna ábyrgð en það verði að koma í ljós hvort hugur fylgi máli. Nú reyni á innri styrk stjórnmálaflokkanna en haldi þeir óbreyttri stefnu leiði það til enn meira vantrausts á þá en hafi sýnt sig að undanförnu. Þeir sem taki að sér forystustörf eða umboðsstörf fyrir almenning verði að átta sig á því að það eru ekki bara forrréttindi heldur fylgi störfunum líka skyldur. Standi þeir ekki undir þeim beri þeim að gangast við ábyrgð og víkja.
Já viðhorfsbreyting er það sem þarf að koma til. Er það raunhæft að vona að stjórnmálamenn geti fyrir alvöru snúið við blaðinu? Meira vantraust? Vantraustið er orðið algjört á flesta stjórnmálamenn. Almenningur hefur lítið sem ekkert traust, sumum er orðið alveg sama, aðrir taka einhverja afstöðu, en mun þó átta sig á því að þeirra afstaða getur orðið fyrir áföllum þar sem þeirra vonir geta fallið vegna þess að einhverjir stjórnmálamenn sem þeir treysta hefur algjörlega skemmt það traust með gjörðum sínum. Spurningin er bara sú hvort að almenningur eigi ekki bara að verja sig fyrir svona áföllum með að velja nýjar leiðir!
Nú skal átta sig á því að þeir stjórnmálamenn sem verða uppvísir að einhverju misjöfnu (stóru eða litlu) eru (kannski ómeðvitað eða hugsa ekki um það) að skemma fyrir hinum sem vilja gera ekkert nema gott fyrir almenning og eru algjörlega heiðarlegir í sínum störfum. Skúrkarnir eru því enn meiri skúrkar því þeir eru að eyðileggja kerfið.
Í öllu þessu gleymdu stjórnmálamenn því að þeir eiga að vinna fyrir almenning en ekki einhverja sérhagsmuni sinna eigin hvata og bitlingaskot til annara manna með þeirra tengslum til að ná fram meiri áhrifum og völdum.
Það er alveg ljóst að til þess að koma í veg fyrir skyldur stjórnmálamanna séu ekki virtar þá þarf að losa burt spillinguna á sem stystum tíma. Það verður mjög erfitt að gera innan flokkana og gæti það tekið mörg ár fyrir íslenska stjórnmálamenn að læra að axla sína ábyrgð, ef notað er sama kerfi. Hvernig ætla stjórnmálaflokkar að leysa málið innan sinna raða? Hverjir með sínum hætti?
Spurningar hljóta að vakna upp hvort að það sé nóg að setja einhverjar nýjar reglur því mjög mismunandi yrði farið eftir þeim innan hvers stjórnmálflokks fyrir sig. Það mætti líka hugsa sér að allir sem bjóða sig fram séu skyldaðir í sérstakan stjórnmálaskóla til að geta boðið sig fram.
Stjórnmál eiga að snúast um fólk en ekki sérhagsmuni og aukin valdapot. Fólk hlýtur að búast við að stjórnmálamenn eigi að vinna fyrir þjóðina en ekki setji fram annarlega hagsmuni fram yfir hagsmuni almennings.
Fullt persónukjör með einni kosningu með stjórnunarnáskeiðum til þeirra sem komast til starfa (ath. ég segi og skrifa ekki til valda) er það besta sem gæti komið fyrir þjóðina! Hringrás á stjórnmálastörfum væri líka gert til að passa upp á að þeir sem starfa í stjórnunarstörfum fyrir almenning lendi ekki í því að búa sér til valdaaðstæður með auknum áhrifum og valdapoti.
Hringrás sú sem ég tala um er að kjósa aðeins inn fólk í byrjun kerfisins. Þeir sem væru kosnir færu einfaldega í annað starf eftir ákveðinn tíma. Þannig að sá sem er kosinn í sveitarstjórn færi eftir ákveðinn tíma inn í svæðisþing og kæmi þá annar af lista inn í sveitarstjórnina í staðinn. Síðan með sama hætti frá svæðisþingi (og með blandaðrir efnhagsstjórn á svæðinu) yfir á aðalþing Íslands.
Persónukjör á svæðum er málið!
*******************************
Skoðið eina af sérstöðustu og flottustu? vefsíðum sem gerð hefur verið á Íslandi:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
Athugið að vefsíðan er gerð fyrir Flash spilara. Best er fyrir fólk að vera öruggt um að hafa flash spilara í tölvunni til að geta skoðað og lesið síðuna.
********************************
Skýrslan endurspeglar aðgerðarleysið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 11. apríl 2010
Hreinsanir eða ekki?
Það verður eflaust fróðlegt að fylgjast með næstu mánuði og mánuðum. Margar spurningar sem koma munu upp. Eins og tildæmis: hverjir, hversvegna, hvað.
Það er alveg ljóst að það er mikið verk framundan!
En það er algjörlega ljóst að ekki verður hægt að reisa Ísland upp úr öskustónni nema miklar hreinsanir komi til.
Það er líka alveg á hreinu og ljóst að við munum ekki geta búið við sama kerfi og kom Íslandi í þessa stöðu!
Það er líka alveg ljóst að það besta fyrir Ísland væri að velja sér algjörlega nýjar leiðir til stjórnunar fyrir framtíðina! Leið fólksins sjálfs. Leið til fullrar persónukosningar. Leið til viðsnúnings valdsins.
Munu íslendingar hafa vit á að byggja sér sérstöðu í heiminum?
Munu íslendingar hafa vit á að reisa sér framtíð sem engin önnur þjóð hefur gert?
Skoðið eina sérstökustu og flottustu? íslensku vefsíðu sem gerð hefur verið!
http://wix.com/OkkarIsland/OkkarIsland/
Viðbætur á vefsíðunni snúast um viðbætur af efnistökum uppúr skjalinu: "Okkar Ísland"sem og aðrar fréttir af "Okkar Ísland".
Kynning skýrslunnar undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. apríl 2010
Skoðið þetta!
Ég hef verið að vinna við að setja upp nýja heimasíðu fyrir
"Okkar Ísland"
Á þessari heimasíðu skýri ég út nánar hvað "Okkar Ísland" er. Þessi heimasíða er ein sú flottasta, en hún er gerð í Flash spilara og gæti því verið pínu erfið eða lengi að hlaðast upp í sumum tölvum.
Þessi vefsíða byggist upp allt öðruvísi en flestar aðrar vefsíður! En það mun bætast inn efni nær daglega. Athugið að ég hef ekki náð að klára að setja inn skjalið í bók á vefsíðunni. Næstu daga mun ég fullklára það verk.
Þangað til er alveg hægt að skoða sig um og/eða jafnvel ná í skjalið sjálft sem er Word skrá: *.doc
Okkar Ísland byggist á fullri persónukosningu á svæðum Íslands.
hér er síðan:
http://wix.com/OkkarIsland/OkkarIsland/
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Fall ríkisstjórnar?
Nú hefur ríkisstjórnin lagt svo mikla áherslu á þetta AGS lán að ef hún fær ekki framhald lánsins þá er raunhæft að þessi stjórn eigi að hætta. Sjáið tildæmis pistil minn í gær þar sem ég var að beina sjónum að því að fall stjórnarinnar væri í spilunum og átti ég tildæmis við þetta AGS mál, sem og aðrar ofríkis tilraunir hennar gagnvart almenningi á Íslandi.
NEI við AGS!
NEI við Icesave!
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. mars 2010
Ísland og framtíðin
Nú fer að líða að því að þessi óstjórn hætti og fari burt. Það er þegar farið að sjá það í spjöldunum. En hvað tekur við? Eitthvað betra? Hvenig á að skapa framtíð Íslands og hverjir taka þátt í þeirri mótun?
Á undanförnum mánuðum hefur landið okkar verið smám saman að hreinsast af spillingunni þó mikið verk sé eftir ennþá. Þó á leiðinni sé listi sem kemur út í byrjun Apríl þá er það alveg ljóst að í þeim lista verði aðeins brot af því sem hefur verið í gangi og mun halda áfram að vera í gangi ef ekki verður sérstök vöktun sett af stað.
Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með allri umræðunni um stjórnmálin. Það eru mjög sérkennilegar yfirlýsingar sem koma út frá þeim flokkum sem eru í stjórn. Þegar að maður er farinn að fylgjast miklu betur með stjórnmálum lærir maður miklu betur að lesa í og hlusta á hvað er sagt. Tildæmis verður miklu auðveldara að sjá og heyra hvort að ríkisstjórn sé í vörn eða í sókn. Það er greinilegt af ræðu Jóhönnu að stjórnin er í mikilli vörn.
Nú er alveg ljóst að lítið hefur þokast áfram eftir hrunið og þjóðin stendur hvergi betur síðan að þetta allt saman fór í gang. Aðgerðir ríkisstjórnar hafa meðal annars leitt til stóraukinna skatta álagna á þjóðina, svo dæmi sé tekið.
Ég vil þó sérstaklega þakka þessari ríkisstjórn fyrir það atriði að með aðgerðum hennar kom það í ljós og rann upp fyrir mér að svona á alls ekki að framkvæma hlutina.
En hvað tekur við?
Eftir að hafa lesið vandlega í spilin þá er það alveg ljóst að Ísland hefur þurft þessa mánuði til að hreinsast og þarf fleiri. Í stjórnmálin þurfa að veljast einstaklingar sem hvergi hafa komi á neinn hátt nálægt spillingu eða einhverju misjöfnu! Ef ekki þá munum við alltaf lenda í sama anda í framtíðinni. Það yrði aldrei hægt að rétta hlutina við af neinni alvöru.
Það á ekki að velja sér einstaklinga til stjórnunar sem hefur tildæmis mikið eignarhald í stórfyrirtæki eða fyrirtækjum sem eru í mjög mikilli skuld og við það að fara í gjaldþrot. Eins og tildæmis líka að eiga í þátttöku í að setja slíkt stórfyrirtæki í afskriftir.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem þiggur stórfjárhæðir frá fyrirtækjum og/eða einstaklingum í undirbúningi fyrir kosningar.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem hefur einhver sérstök tengsl út í fyrirtæki eða hagsmunasamtök.
Það á ekki að velja sér fólk til stjórnunar sem kemur nálægt einhverju misjöfnu.
Það má líka nefna ýmis önnur atriði eins og tildæmis mætti sleppa algjörlega því að ríkistjórnin stormi um á flottræfilsbílum sem kosta kannski yfir 10 milljónir. Og sleppa mætti síðan alveg líka þessum einkabílstjórum. Þetta gengur út á að sína fólki lit.
Nú eru nokkuð margir einstaklingar sem gera sér hinar ýmsu vonir um samsetta stjórn flokka. Tildæmis eins og: Framsókn+Sjálfstæðisfl. eða Sjálfsstæðisfl. + VG.
Það er alveg ljóst að til að einhver stjórn eigi að virka fyrir alvöru fyrir almenning þá þarf algjörlega að hreinsa út úr öllum flokkum og velja sér einstaklinga sem eru algjörlega heiðarlegir og munu vinna af og eins og með gildum Þjóðfundar, Heiðarleiki, Virðing og Réttlæti.
Eru til einhverjir einstaklingar sem eru tilbúnir fyrir alvöru að vinna fyrir almenning á Íslandi eftir þessum nótum?
Það er því alveg ljóst að velja þarf einstaklinga til stjórnunar á Íslandi sem hvergi hafa komið nálægt neinu misjöfnu. Þeir einstaklingar þurfa líka að vera óhræddir að framkvæma hlutina. Þeir þurfa líka að vera alveg óhræddir að setja í gang nýtt kerfi fyrir Ísland að fara eftir inn í framtíðina.
Það væri nú skemmtilegt að ef inni í framtíðinni töluðu aðrar þjóðir um íslendingana sem höfðu valið sér að fara allt aðrar leiðir en höfðu verið í gangi úti í alþjóða samfélaginu.
Svona greining veitir yfirsýn yfir málin og gefur þær væntingar að til sé algjörlega heiðarlegt fólk sem vill vinna þjóð sinni mikið gagn fyrir allan almenning og án allra sérhagsmuna.
Þessvegna þarf þjóðin að gera sér grein fyrir að það þarf að losna út úr höftum flokka og vinna að því að mynda sér Utanþingsstjórn sem tæki það meðal annars að sér að búa til aðstæður fyrir nýtt stjórnarkerfi fyrir alla íslendinga.
Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. mars 2010
Þeir hefðu átt að spyrja mig:-)
Sérkennilegur tími að framkvæma þessa könnun. Hefði ekki verið sniðugast að framkvæma hana nokkru fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna? Vegna þess hversu víðtæk hún er. Það hefði hinsvegar gott hefði fylgt fréttinni hvað stjórnmálafræðiprófessorar þetta hefðu verið.
Ég bíð í ofvæni eftir útkomu þessarar skoðanakönnunar. En þó með formerkjum eins og, voru þeir fengnir? voru þeir keyptir? Og þá af hverjum? Eftir það sem hefur á undan gengur hljóta einhverjar svona spurningar koma upp í hugann.
Reikna má með að það komi í ljós að við íslendingar höfum orðið margfalt meðvitaðri um stjórnmál eftir allan hamagang við og eftir byrjun hrunsins. Svo ég tali nú ekki um Icesave ruglið sem alveg augljóst var að það að þjóðin sagði afgerandi NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni. NEI sem þýddi NEI! Enda kom það svo greinilega fram stuttu seinna í skoðanakönnuninni rétt eftir kosningar?
Varðandi ESB málin þá minnir mig að yfir 60% hafi verið á móti inngöngu síðast þegar að könnun var gerð.
Það er því alveg augljóst að þessi mál Samfylkingarinnar mætir mikilli andstöðu meðal þjóðarinnar. Svo mikillar andstöðu að þessi stjórn ætti að vera löngu farin frá völdum eftir það sem á hefur gengið, og þá sérstaklega undanfarna mánuði! Svo nefnt sé tildæmis allan yfirganginn á alþingi þegar að ríkisstjórnin lagði alþingi íslendinga undir ofbeldisfullar eineltis tilhneigingar á tímanum þegar átti að fara að kjósa um Icesave. Aldrei hafði verið farið eins miklu offari á alþingi íslendinga.
Mér hryllir eiginlega við að hafa á einhverjum tíma undanfarinna ára stutt þetta lið sem hafa svona einhverjar undarlegar hvatir gagnvart þjóð sinni. Og er eiginlega feginn að taka ekki þátt í þeim verkum sem þessi flokkur er að reyna að gera þjóð sinni. Feginn að vera fyrir nokkrum árum farinn þaðan!
Hinsvegar hefur afkoma þjóðarinnar ekkert með hægri eða vinstri stefnu að gera. Því það er hinn vinnandi almenningur sem á að treysta á sig og sína eigin getu til að hafa fyrir nauðsynjum fyrir sig og sína fjölskyldu. Það er afkomugetan sem stjórnunin á að byggja á en ekki einhverjar stefnur eða straumar.
Það er engin þjóðernisremba að treysta á getu almennings til verka. Það er engin þjóðernisremba að hafa trú á að með elju og vinnusemi sé hægt að reisa Ísland upp úr þeim háska sem græðgis óðir einstaklingar lögðu hana í.
Spyrja um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)