Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 29. september 2010
Aðeins um persónukjör og val almennings í kosningum
Þriðji þáttur um stjórnarskrármál með ímynduðum spyrli mínum: Gauma.
Gaumi>Ég gær talaðir þú um löggjafarvaldið og stjórnarskrána. Mig langar að spyrja þig aðeins meira varðandi það áður en við förum yfir í persónukjörið.
Allt í fína lagi.
Gaumi>Í fréttum kom fram um þau lög sem sett voru á síðasta þingi. Þar var talað um 137 lög samþykkt. Telur þú að svo mörg lög væri hægt að setja beint á stjórnarskrána?
Já! Það væri alveg hægt. Tildæmis með því að hafa forflokkana ca. 20 en fjöldinn væri þá val stjórnlagaþingsins eftir þörfum og eðli skránar um og eftir breytingu.
Það er alveg hægt að raða öllum lögum og skipta þeim niður á undirflokkana. Síðan væri þetta líka allt auðveldara ef Íslandi væri skipt í 5 svæði eins og sumir vita að ég hef stungið uppá.
Gaumi>Ég skil. Snúum okkur að kosningu til valdhafana. Hvernig vilt þú hafa það?
Það eina réttláta er að almenningur muni eiga möguleika að kjósa inn á flest völdin. Gera það í einni kosningu. Og það raðist síðan eftir vægi í hvaða starf kosnir verða settir.
Ég er fylgjandi algjörri þverpólitískri persónukosningu með engri röðun á listum! Þannig á ég við að ég sem kjósandi ætti rétt að velja mér kannski 5 persónur og velja hvar ég set þær með þeirri undantekningu þó að aðeins ein mætti fara á hvern flokk og ein persóna utan flokks.
Ef einhver vill velja sér persónur sem bjóða sig fram með einhverja stefnu inni í flokkum þá hefur hann fullan rétt á því! En samt ætti það að vera eingöngu val af lista sem er óraðaður. Síðan ætti sama persóna (sem er að kjósa) líka rétt á að velja sér persónu sem bíður sig fram utan flokka.
Ég segi það alveg hreinskilningslega að ég vær alveg feginn að sjá flokkana hverfa. En þetta sem ég nefni hér að ofan er lýðræði og réttlæti. Fólk á að eiga sér val.
Gaumi>En hvernig viltu skipta þessu valdi, þar að segja úrlausninar úr kosningu fólks?
Ég verð vegna tímaleysis að koma betur inn á það seinna. En það verður fljótlega.........
Gaumi>Allt í fína lagi. Þakka þér spjallið.
Þakka þér sömuleiðis.
Þriðjudagur, 28. september 2010
Við krefjumst uppgjara
Almenningur krefst til uppgjara gagnvart stjórnmálamönnum. Slíkt væri hægt að sérstakur dómur taki til og fari yfir öll mál. Dómur sem væri hlutlaus og ekki skipað í af alþingismönnum.
Ef ábyrgðarmenn valds geta ekki tekið ábyrgð á eigin gerðum, þá þarf að taka valdið af þeim.
Ef alþingismenn átta sig ekki á þessu þá mun almenningur fara aðrar leiðir til að losa um vald alþingis. Tildæmis með því hreinlega að taka löggjafarvaldið af alþingi. En það væri vel hugsanlega hægt að finna leiðir til þess!
Þingmenn geta ekki sett sig í dómarasæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. september 2010
Hráskinnaleikur
Ég spyr! Átti ekki að vinna þessi mál öll án þess að alþingismenn kæmu nálægt þeim?
Hefði alþingi ekki átt að setja í gang hlutlausa rannsóknarnefnd sem var ekki á vegum alþingis?
Átti krafan um rannsókn og gera rannsóknaskýrslu ekki að vera unnin utanfrá alþingi af sérstökum hlutlausum aðilum sem flokkar hefðu ekki á neinn hátt átt að koma að málum, eins og m.a. að eiga engann fulltrúa í slíku vinnuferli.
Eru þetta ekki einmitt ástæðunar fyrir því að alþingi eru í þeirri stöðu að taka ákvarðanir hvort það eigi að ásækja (og jafnvel rannsaka) þessa ráðherra og þingmenn?
Þeir eru jú að taka afstöðu til eigin vinnu umhverfis.
Hvenær er löggjafarvaldið sátt við að rannsaka og dæma sjálft sig?
Er ekki löggjafarvaldið á Íslandi algjörlega ónýtt?
Vill aflétta trúnaði af gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. september 2010
Tjónamat?!
úr frétt>Eitt svarið sem ég hef er að bresk yfirvöld ætli að aðstoða við lausn Icesave með því að upplýsa hvað er í eigu Íslendinga í breskum skattaskjólum. Það eru örugglega einhverjar eignir á bresku Jómfrúareyjunum og í öðrum sambærilegum skattaskjólum. Það voru mörg fyrirtæki skráð þar. Þetta gætu verið einhverjir hundruð milljarða. Það hurfu 6.000 til 7.000 milljarðar króna úr bankakerfinu. Það er alveg ljóst fyrir Lúxemborg-Tortóla leiðin var til staðar og eitthvað fór þar.
Gerum sérstakt tjónamat og berum saman eignir (og fyrrum eignir) útrásarvíkinga, við Icesave kröfunar. Það væri mjög gott að fá slíkan samanburð!
Á ekki að láta þessa menn borga Icesave því það er algjörlega á hreinu að almenningur á Íslandi á ekki að borga fyrir þá!
900 milljarðar í óefnislegum eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. september 2010
Hvort eða?
Ekki er þetta mál til að auka trú almennings á alþingismönnum!
Hvaða lýðræði er það þar sem sjálfir þingmenn fjalla um hvort sett yrði í gang málshöfðun fyrrum þingmanna og ríkistjórnarmeðlima.
Það er ekkert lýðræði á Íslandi, það er algjört þingræði. Bara að það séu umræður um þetta á alþingi er alveg ótrúlegt.
Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr þessu og fer sjálfsagt í sögubækurnar hvernig þetta mál verður tæklað.
Að sjálfsögðu verður að taka svona mál fyrir og fyrirbyggja þegar að ný stjórnarskrá verður búin til!
Umræður um málshöfðun hefjast kl. 10:30 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 17. september 2010
Sjáið líkamstjáninguna á myndinni
Verður þessari ríkistjórn stætt að halda áfram störfum ef ekki verður tekið á þessum málum og sekt þessara fjögurra viðurkennd. Sama með hina. Ætla Samfylking og Sjálfstæðismenn að standa saman gegn þingsályktunartillagna um málshöfðun?
Hvernig ætla þessir flokkar að spila sig út úr þessu máli? Koma hreinir út úr því og halda trausti kjósenda sinna?
Hvað segir þjóðin um traust til þessa fólks eftir þetta mál?
Nú virðist svo vera að stjórnin geti fallið út af málinu. En það veldur rosalegum óróa innan flest allra alþingismanna. Áttið ykkur á því að eftir það munum við fá stutt stjórnarsamstörf á amk. næstu tveimur árum. Munið að ríkistjórn þarf að rjúfa þing þegar þarf að kjósa um útkomu stjórnlagaþingsins.
Mér er spurn!
Í hvaða málum getur þjóðin klofnað niður vegna flokkana? Hversu margir klofningshópar verða til?
1. Á móti og með ESB = titringur og hugsanlegur klofningur ef vissir flokkar þora að taka fyrir alvöru á málinu.
2. Hvernig ríkistjórn og stjórnsýslan ætlar sér að taka á málum útrásargreifa, þar að segja að þeir muni halda áfram að sleppa og fá frystingu lána án vaxta og ekkert verði gert fyrir alvöru til að dæma menn.
3. Hvernig alþingi, þessi ríkistjórn og fyrri ríkistjórn ætlar að taka á spillingu innan flokka þeirra.
4. Útaf því hvernig hæstaréttur dæmdi gegn almenningi og með bönkunum í gengislánunum.
5. Hvernig tekið verður á auðlindamálum...
6. Hvernig tekið verður á orkumálunum.........
7. Hvernig skuldurum verði fyrir alvöru bætt skaða sinn af völdum bankana og óðærisins.
Fullt af fleiri spurningum væri hér hægt að bæta inn.......
Hvað er eiginlega að verða um þessa þjóð?
Ekki hefur þessi ríkistjórn aukið samstöðu með þjóðinni. Þvert á móti, hinn veginn!
Ekki gerði sú síðasta á undan það. Og ekki mun næsta stjórn gera það nema að eitthvað róttækt verði gert.
Umræðu frestað til mánudags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. september 2010
Elsku Múmínpabbi
Gerðu nú eitthvað af viti fyrir borgarbúa. Láttu nú okkur fara að sjá eitthvað áþreifanlegt í öðrum málum heldur en bara málum götunnar.
Gegnsæ spilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. september 2010
Gengið er enn of veikt
Við þurfum enn að auka útflutninginn því það eflir þjóðina enn frekar til verðmætasköpunar. Sterk króna getur aldrei verið neikvæð vöruskiptaþróun.
Það á að búa til aðstæður þar sem þetta mun alltaf haldast í hendur. Aukning á sköpun verðmæta, sala þeirra erlendis til og sterkari króna. Kraftur í þjóðina til góðra verka.
Vöruskipti áfram hagstæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. september 2010
Hlutverkaskipti
Á síðasta Þjófundi voru Heiðarleiki, Virðing, Jafnrétti og Réttlæti valin sem gildi þjóðarinnar. Allt eru þetta orð sem tengjast stjórnarskrá því stjórnun á að snúast um siðferðisgildi í samfélagi almennings innan þjóðarinnar.
En hver er siðferðisvitund okkar? Höfum við ekki dálítið farist á mis við notkun þessara gilda í þjóðfélaginu, einmitt vegna þess að stjórnun á Íslandi fellst meðal annars í valdi yfir okkur sem manneskjum? Oft á tíðum með ofurvaldi sem almenningur sjálfur hefur ekkert að segja hvað það vald ákveður. Þau gera sem þeim sýnist.
Hvernig aukum við því siðferðisvitund þjóðarinnar? Er það ekki einmitt með stórauknum áhrifum almennings í stjórnun landsins? Að almenningur geti þannig haft áhrif á hlutverk síns sjálfs sem og annara í samfélagi sem við öll tökum þátt í og eigum að hafa sama rétt í. Með beinni þáttöku í stjórnunarkerfi samfélagsins aukum við þannig skilning og meðvitund okkar á þessum þjóðfélagsgildum sem við segjum að við viljum hafa.
Í síðasta pistli mínum nefndi ég mikið orðið: Almannaþing. En með því átti ég ekki við að almenningur fengi alráðið yfir stjórnun landsins. Heldur frekar að hugsunin um þing snúist um almenning en ekki þingmenn eða valdhafa sem hafi yfirvald yfir þjóðinni.
Það er skilningur minn að við þurfum að gera gagngerar lýðræðislegar breytingar á stjórnkerfi landsins. Breytingar sem felast í stórauknum áhrifum almennings sjálfs með þátttöku í ákvarðanatökum sem hafa áhrif á framtíð þess. Það mætti vel hugsa sér að skipta þessari stjórnunarköku niður með tilliti til hverra verka verið er að fjalla um. Í þeirri köku gætu verið þingmenn valdir úr flokkunum af fólkinu eins og áður sem og persónur sem kosnar væru. En almannaþing snerist þá um þarfir almennings sjálfs í samfélaginu, frekar en sérsniðin mál (lög) sem ganga vanalega gegnum alþingi.
Hugsunin mætti því vera að sjá til þess að enginn hafi of mikið vald yfir öðrum. Að almenningur hafi beinni áhrif á ákvarðanatöku. Að aðhald sé sett á stjórnunina og séð til þess að fólkið í stjórnuninni lendi ekki í þannig aðstæðum að tapa öllum skilningi og notkun á þessum gildum sem hér eru nefnd efst í greininni og þjóðin vill hafa sem gildi sín. Að fólkið sem stjórnunina sé alltaf meðvitað um þessi gildi og fari eftir þeim. Síðan á fólkið sjálft að geta haft bein áhrif á hverjir séu valdir til yfirstjórnunar og hversu lengi slík stjórn sé að störfum.
Sjálfur hef ég vellt þessum málum mikið fyrir mér. Ég get sagt að ég er búinn að finna sérstaka öðruvísi leið þar sem lýðræði á Íslandi væri stóraukið með algjörlega nýjum forsendum stjórnunar. En inn í þessari leið eru sérstök hlutverkaskipti lýðræðisins.
Mánudagur, 6. september 2010
Hvernig væri nú?
Að gera stórátak í því að hjálpa fólki fyrir alvöru út úr þeirra skuldavanda? Að vinna fyrir alvöru með almenningi í landinu frekar en að standa gegn þeim.
Hvernig væri staðan nú ef stjórnmálamenn og ríkistjórn hefði í upphafi komið til almennings og sagt:
Á svona slæmum tímum verðum við íslendingar að vinna saman. Því höfum við mikinn áhuga á að vinna fyrir alvöru saman með almenningi í að leysa vanda þjóðarinnar. Að mynda sérstakan hóp af þverskurði þjóðarinnar sem kosið yrði sem og menn valdir úr stjórnsýslunni, ríkistjórn, ASÍ og fleirum. ÞJÓÐVINNUHÓPUR.
Nei. Það var því miður ekki gert. Sjáið hvaða álit fólk hefur á ríkistjórn og stjórnmálamönnum!
Nú er fer tækifærið að koma til að losa um valdatak stjórnmálamanna af þjóðinni og búa þjóðina undir framtíðina, eins og með breytingum á stjórnarskrá.
Nauðsynlegt að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |