Aðeins um persónukjör og val almennings í kosningum

Þriðji þáttur um stjórnarskrármál með ímynduðum spyrli mínum: Gauma.

Gaumi>Ég gær talaðir þú um löggjafarvaldið og stjórnarskrána. Mig langar að spyrja þig aðeins meira varðandi það áður en við förum yfir í persónukjörið.

Allt í fína lagi.

Gaumi>Í fréttum kom fram um þau lög sem sett voru á síðasta þingi. Þar var talað um 137 lög samþykkt. Telur þú að svo mörg lög væri hægt að setja beint á stjórnarskrána?

Já! Það væri alveg hægt. Tildæmis með því að hafa forflokkana ca. 20 en fjöldinn væri þá val stjórnlagaþingsins eftir þörfum og eðli skránar um og eftir breytingu.

Það er alveg hægt að raða öllum lögum og skipta þeim niður á undirflokkana. Síðan væri þetta líka allt auðveldara ef Íslandi væri skipt í 5 svæði eins og sumir vita að ég hef stungið uppá.

Gaumi>Ég skil. Snúum okkur að kosningu til valdhafana. Hvernig vilt þú hafa það?

Það eina réttláta er að almenningur muni eiga möguleika að kjósa inn á flest völdin. Gera það í einni kosningu. Og það raðist síðan eftir vægi í hvaða starf kosnir verða settir.

Ég er fylgjandi algjörri þverpólitískri persónukosningu með engri röðun á listum! Þannig á ég við að ég sem kjósandi ætti rétt að velja mér kannski 5 persónur og velja hvar ég set þær með þeirri undantekningu þó að aðeins ein mætti fara á hvern flokk og ein persóna utan flokks.

Ef einhver vill velja sér persónur sem bjóða sig fram með einhverja stefnu inni í flokkum þá hefur hann fullan rétt á því! En samt ætti það að vera eingöngu val af lista sem er óraðaður. Síðan ætti sama persóna (sem er að kjósa) líka rétt á að velja sér persónu sem bíður sig fram utan flokka.

Ég segi það alveg hreinskilningslega að ég vær alveg feginn að sjá flokkana hverfa. En þetta sem ég nefni hér að ofan er lýðræði og réttlæti. Fólk á að eiga sér val.

Gaumi>En hvernig viltu skipta þessu valdi, þar að segja úrlausninar úr kosningu fólks?

Ég verð vegna tímaleysis að koma betur inn á það seinna. En það verður fljótlega.........

Gaumi>Allt í fína lagi. Þakka þér spjallið.

Þakka þér sömuleiðis.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband