Hvernig væri nú?

Að gera stórátak í því að hjálpa fólki fyrir alvöru út úr þeirra skuldavanda? Að vinna fyrir alvöru með almenningi í landinu frekar en að standa gegn þeim.

Hvernig væri staðan nú ef stjórnmálamenn og ríkistjórn hefði í upphafi komið til almennings og sagt:

Á svona slæmum tímum verðum við íslendingar að vinna saman. Því höfum við mikinn áhuga á að vinna fyrir alvöru saman með almenningi í að leysa vanda þjóðarinnar. Að mynda sérstakan hóp af þverskurði þjóðarinnar sem kosið yrði sem og menn valdir úr stjórnsýslunni, ríkistjórn, ASÍ og fleirum. ÞJÓÐVINNUHÓPUR.

Nei. Það var því miður ekki gert. Sjáið hvaða álit fólk hefur á ríkistjórn og stjórnmálamönnum!

Nú er fer tækifærið að koma til að losa um valdatak stjórnmálamanna af þjóðinni og búa þjóðina undir framtíðina, eins og með breytingum á stjórnarskrá.

 

 

 


mbl.is Nauðsynlegt að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband