Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Tímaferðalag í draumi - mjög sérstök upplifun!
Endurfærsla á mjög raunverulegum draumi:
Hér kemur ein sérstakasta saga sem um getur og gjörsamlega sönn!
Ferð til Malmö í Svíþjóð
Svoleiðis er að ég er mjög anda-næmur í svefni. Þannig hefur það mjög oft komið fyrir mig að vera gjörsamlega einhversstaðar annarsstaðar. Ég meina eins og annað líf.
Þetta hefur komið fyrir mig mörgum sinnum. Ég fer bara að sofa og ég er staddur annarsstaðar. Ég hef tildæmis verið maður á Akranesi og man eftir fullt af minningum í lífi/drauma upplifun þaðan. Einnig átt líf í Hafnarfirði og Selfossi.
En þessi merkilega saga fjallar um þegar að ég fór fram í framtíðina eitt sinn þegar að ég lagðist útaf og fór að sofa. Ég bjó þá í Blokk uppi í Breiðholti.
Einn nóttina fyrir um 11 árum síðan fór ég einu sinni sem oftar að sofa. Allt í einu var ég staddur í leigubíl fyrir utan Blokk í úthverfi Malmö í Svíþjóð. Ég fer út úr (alveg eins og það væri að gerast!) leigubílnum og hringi bjöllunni þar sem kunningi minn bjó. Ég ætlaði að stoppa nokkra daga hjá honum þangað til færum saman til Varna í Búlgaríu í tveggja vikna sumarferð. Það er þó svo skrýtið að þegar ég var sofandi man ég næst eftir mér þegar að ég var að labba í lítilli einnar hæðar verslunarmiðstöð rétt fyrir neðan sem kunningi minn átti heima. Ég labba inn um allar smáverslanirnar. Man það svo gjörla eins og gerst hafi í gær. Þegar að ég kem út verður mér starsýnt á auglýsingaskilti með bíóauglýsingum og leikhúss. Ég held áfram að labba þangað til að ég kom niður á ströndina fyrir neðan Listasafnið. Þetta er frekar löng strönd þar sem fólk fer oft í sólbað í góðum veðrum. Einmitt þarna var sólskin úti og ég sé fullt af fólki í sólbaði. En ekki gaf ég mér tíma til þess í þetta sinn. Ég stoppa þarna rétt svo sem en held svo til hægri meðfram göngstís sem lyggur meðfram hleðslusteina varnargarði sem lá eftir endilangri ströndinni í áttina að smábátahöfninni.
Þegar að ég geng meðfram stígnum þá tek ég sérstaklega eftir fullt af allskonar Flugdrekum sem eru festir niður og hanga upp í loftið. Ekkert fólk sem stendur við Flugdrekana þar sem klukkan var orðin yfir kl. 18.00 og öll sú skemmtun búin þegar að ég labba þarna.
Næst labba ég að litlu hvítu hringlaga sölutjaldi þar sem selt var kaffi og kökur. Ég gjörsamlega finn kaffilyktina og enn síðasta ylminn af heitum vöfflum. Síðan labba ég aðeins lengra og er þá að koma að littlu göngubrúnni inni í smábátahöfninni. Rétt áður en ég geng yfir brúna sé ég littla rauðhærða stelpu í stuttbuxum detta og meiða sig á hnénu. Ég geng til hennar og spyr hana á íslensku hvort húna hafi meitt sig. En þetta var bara smá hruflun. Hún neitar því.
Því næst held ég áfram og geng innan um litlar skemmtiskútur, bæði með mótorum og aðrar með seglum. Ég labba því næst yfir litlu göngubrúna og kem að nokkrum húsum. Einhverjar verslanir og ferðaskrifstofur þarna að mig minnir þá.
Til vinstri sé ég Risastórt tjald með sviði og fyrir framan fullt af stólum sem fólk situr í. Það er hljómsveit að spila Harmonikku tónlist. Ég stoppa, horfi á og hlusta á um tvö lög. Það er þó komið að lokum hjá hljómsveitinni. Svo háttar til að meðfram húsunum og fyrir framan þau eru tvær langar tröppur. Eins og um 100 metra langar. Fullt af fólk var á gangi þarna á svæðinu. Eins var fullt af smátjöldum þar sem verið var að selja smávarning og ýmsan mat. Einnig heitan mat eins og Hreyndýrakjöt, Villibráð og Kebab. Ég fann ylminn í loftinu og fylgdist með kokkunum vera að steikja á stóru eldstæði með járnteini yfir.
Í fjarksa sé ég annað tjald með sviði og hljósmveit að spila. Tjaldið var (svona í laginu eins og 1/4 úr fótbolta með svipuðu munstri) við endann á gömlum steingrunni þar sem einu sinni hafði verið stórt hús en búið að rífa. Grunnurinn var notaður sem dansgólf. Nú á sviðinu var sænsk danshljómsveit að spila sér sænsk folkmusik lög. Ég stoppa innan um fullt af fólki við miðjan kantinn á dansgólfinu. Allt í einu er mér starsýnt á Söngvara hljósmveitarinnar sem er miðaldra Svíi með þetta líka Svía-gulahárið. Honum verður mjög starsýnt á mig líka. Mjög einkennilegt allt saman.
Ég stoppa og hlusta á nokkur lög og horfi á fólkið vera að dansa. Allt í einu sé ég tvær ungar konur vera að dansa saman. Önnur grönn og há en hin með stærri vöxt og dökk á brún og brá. Ég geng til þessarar sem er þreknari og spyr hana hvort hún vilji dansa við mig (á íslensku, það var eins og ég vissi að þær væru íslenskar). Hú jánkar því og við dönsum um tvö lög eða svo. Síðan þakka ég fyrir og labba yfir hinum megin íút í kant grunnsins og stoppa smá stund til að horfa og hlusta. Síðan labba égá stað upp frá höfninni inn í miðbæinn. Enda er ég algjörlega orðinn dauðþreyttur í fótum eftir allt labbið.
Síðan vakna ég í rúminu heima eins og ekkert væri um hvernig þetta hefði nú allt verið mjög raunverulegt. Eins og að finna ylminn af vöfflunum og kjötinu. Heyra hljómlistina og fólkið tala.
Alveg ótrúlegt. Ég hugsaði um þetta í mjög marga daga á eftir.
Jæja. Síðan gerist það um 3 árum eða 4 árum seinna, (ég man eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu var) að við fjórir félagarnir ákveðum að skreppa til Búlgaríu (aftur, þ.e ferð númer 2). Félagi minn í Malmö hafði pantað íbúð fyrir af okkur inni í Varna. Hinir tveir ætluðu að vera á ströndinni sem var ekki langt frá.
Ég flýg til Köben. Tek Lest til Malmö á Brautarstöðina og síðan leigubíl heim til félaga míns. Ætla að stoppa hjá honum félaga mínum í nokkra daga áður en við tækjum flugvél frá Malmö til Varna.
Það er skemmst frá því að segja að allt sem gerðist þarna þegar að ég var sofandi gerðist þarna í þessari Malmö ferð. Nákvæmlega eins nema tvö atriði og þau voru: 1. ég sé móður litlu stelpunnar tala við hana þegar að hún hafði dottið á hnéð. 2. Ég dansaði ekki við konuna heldur horfði á þær dansa og heyrði að þær töluðu saman á íslensku. Svo fannst mér ég kannast við að hafa séð þessa þreknari einhvern tímann áður heima á Íslandi.
Allt annað gerist akkúrat eins og þegar að ég var sofandi! Ég og söngvarinn horfðumst sérstaklega í augu. Það var eins og hann væri í svipaðri reynslu og ég!
Eflaust get ég sannað söguna með því ef ég finna þessa Rauðhærðu stúlku sem er núna á aldrinum 10 til 12 ára eða svo. Gaman væri að finna hana. Svo, Rauðhærða stúlka, ef þú lest þetta viltu þá hafa samband við mig!
Svona sterka drauma upplifanir hef ég oft upplifað!
Aðeins að lokum í framhaldinu og það er auðvelt fyrir mig að sanna. Um 9 árum fyrr fórum við fjórir félaganir (einn af okkur var ekki í seinni ferðinni heldur kom annar í staðinn) í fyrri ferðina á strönd fyrir utan Varna í Búlgaríu. Einu sinni skruppum við inn til Varna til að skoða okkur um. Nú við löbbuðum upp litla götu sem var frá ströndinni upp að einni af aðalgötunum. Rétt þegar að við gengum framhjá gömlu 4 hæða húsi við götun bið ég allt í einu félaga mína að stoppa og bíða eftir mér rétt í ca. mínútu. Ég geng inn í húsið og upp á aðra hæð til að skoða inngang af einni íbúð þar. Stoppa aðeins við og horfi á dyrnar en sný svo við til félaga minna sem bíða mín út á götu. Þeir spyrja mig undrandi hvað ég hefði eiginlega verið að gera????? Ég svaraði aðég hefði aðeins verið að skoða íbúðina að utan sem ég ætti að eiga heima í hálfan mánuð mörgum árum fram í framtíðinni.
Bíddu við?! Íbúðin var sú sama og við félagi minn úr Malmö bjuggum svo í seinni ferðinni til Búlgaríu.
Hvernig stenst þetta? Nú ég kom ekki nálægt pöntun á íbúðinni sem félagi minn pantaði í gegnum netið áður en ég kom til hans í Malmö. Hann hringdi líka í umsjónarkonu sem kom síðan og sótti okkur út á flugvöll við komuna til Varna.
Undarlegt! Hefur einhver áhuga á commentum varðandi þessa sögu?
Ég á eiginlega fleiri svona undarlegar sögur sem hafa komið fyrir mig. Í draumi og vöku. Meðal annars mjög sérstaka upplifun þegar að ég var 5 ára.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Grýlukertin - sagan af Grýlu og Tröllunum tíu
Barnið í mér
Einus sinni var lítill strákur sem hét Kalli sem bjó í gömlu litlu húsi á Hverfisgötunni rétt hjá Þjóðleikhúsinu.
Kalli var fátækur en fjörugur drengur sem alltaf var að leika sér úti. En á hvöldin áður en hann fór að sofa var mamma hans vön að segja honum sögur.
Svo var það því eitt sinn þegar að Kalli litli var 5 ára þá bað hann hana einu sinni sem oftar að segja honum nú einu sinni alvöru krassandi sögu.
-Mamma segðu mér nú einu sinni einhverja hrollvekjandi sögu.
bað Kalli litli.
-Ég man ekki eftir neinni svoleiðis sögu Kalli minn.
-En þú hlýtur að kunna eina sem er gaman að heyra. Gerðu það mamma....
-Jæja, ég skal gera hvað ég get Kalli minn. Ég hef eina sögu handa þér sem er dálítið löng. Þettar er svona öðruvísi saga sem er bæði fyrir börn og fullorðna. Þessi saga er dálítið hrollvekjandi og þess vegna gæti ég þurft að syngja eitthvað fallegt fyrir þig þegar að hún er búin.
*****
Þessi saga gerist eignlega að mestu fram í framtíðinni. Svo þú þarft ekkert að vera hræddur um að þetta sé að fara að gerast núna á næstunni.
Einu sinni voru menn sem vildu verða voða, voða ríkir. Þeir vildu eignast fullt af peningum. Þeir tóku sig til og gerðust góðir vinir í hópum. Sögðu svo fullt af fólkinu sem bjó á Íslandi hvað það væri gott að verða ríkur eins og þeir. Þessir menn sem fólkið fór seinna að kalla fjármálafólin klæddu sig í rosalega fín föt og litu svo vel út. Áttu svo fína bíla og fín hús. Fólkið sá þetta og fannst að það hlyti að geta verið eins og þeir. Því langaði að eignast fín föt, fína bíla og hús. Þannig fór að fólkið trúði þeim eins og nýju neti. Já þessi fjármálafól lögðu stór net sín út um allt land og fiskuðu vel í þau.
Svo gerðist það að allt veldið hrundi allt í einu og fjármálafólin sem geymdu peninga fólksins töpuðu öllu og settu bankana og fólkið á hausinn. Þá allt í einu vaknaði fólkið til lífsins og fór að sjá hvernig allt saman var. Það var eins og það vaknaði upp við vondan draum. Þau fóru að bera sig saman við fólin og sáu þá að allt sem var búið að segja þeim var bara lygavefur. Þau sáu betur og betur hvernig staða þeirra var. Þau áttu enga peninga, heldur skulduðu út um allt. Þannig skulduðu þeir fullt af peningum í íbúðunum sínum og bílum sínum. Misstu vinnuna og áttu ekki peninga fyrir mat.
Eins og þú eflaust hefur heyrt Kalli minn eru menn sem eru kosnir til að stjórna öllu landinu. Fólkið sem trúði sögunum kaus mennina sem bjuggu þær til.
Nú fór fullt af fólkinu að mótmæla afþví að það fór að sjá betur og betur að stjórnin ætlaði ekkert að gera til að hjálpa fólkinu. Mótmælin stóðu yfir í marga, marga daga og fullt af góðu fólki var duglegt að mótmæla.
Að lokum gafst stjórnin upp. Annar hópurinn í stjórninni sagðist vilja hætta og byrja upp á nýtt. Á þessum tíma var Ísland orðið fyrir alvöru ískalt að búa í. Aldrei hafði verið eins slæmt að búa í landinu.
*Þá kom hún Grýla gamla allt í einu fram á sjónarsviðið og sagði við Tröllin. Nú skulum við búa til nýja stjórn. Nú verðum við að lofa litla fólkinu í landinu því sem það vill.
Svo gerðist það að hún gráhærða Grýla bjó til nýja stjórn og valdi með sér tíu Tröll. Með Grýlu í stjórn var kallinn hennar Leppalúði. Hún Grýla var vön að ráða og skipaði kallinum að gera sem hún líkaði. Leppalúði sagði já og gengdi Grýlu þægur.
Nú töluðu Grýla og Leppalúði við börnin sín, Tröllin tíu.
-Nú verðið þið að vera duglega börnin mína að segja litla fólkinu í landinu hvað við ætlum að gera. Við höfum bara 80 daga þangað til við verðum að fara að sofa. Við verðum að vera vakandi dag og nótt og segja fólkinu hvað við ætlum að gera fyrir það. Verið nú dugleg börnin mín....
Og í þetta sinn fór öll fjölskyldan til að segja fólkinu hvað það ætlaði að gera. Á meðan biðu hinir Jólasveinanir og sögðust ætla að stiðja vel við bak við Grýlu og fjölskyldu hennar.
Svo fóru þau og boðuðu fagnaðarerindið til fólksins. Og fólkið fór að trúa að allt myndi nú lagast. Í fyrstunni virtist allt ganga vel. Enda voru Grýla og fjölskyldan alltaf í fínu fötunum sínum.Alveg eins og fjármálafólin áður.
En svo fór fólkið smám saman að sjá hvernig allt saman var því þegar að Grýla, Leppalúði og Tröllin börnin þeirra 10 voru að segja litla fólkinu til þá voru þau svo ofsalega frek og valdsmannsleg. Þau vildu öllu ráða og fólkið sjálft fékk engu að ráða.
Grýla og Leppalúði fóru í fína húsið sem þau notuðu til að stjórna í. Á meðan áttu Tröllin 10 að halda áfram að vinna. Tröllin gegndu mömmu og pabba. Fóru til fólksins og sögðu þeim hvað þau ætluðu að gera.
Nú fór fólkið smám saman að hætta að trúa Tröllunum. Því fannst þau vera frekar ljót og í allt of stórum fötum. Tröllin 10 fóru þá til mömmu og pabba og sögðust vera að gefast upp því fólkið væri hætt að trúa þeim. En Grýla og Leppalúði skipuðu þeim að halda áfram því stutt væri eftir af tímanum sem þau hefðu. Áttatíu daganir væru að vera búnir. Tröllin gerðu þá aðra tilraun.
En allt kom fyrir ekki. Fólkið var alveg hætt að trúa þessari valdsömu fjölskyldu. Sögðu hingað og ekki lengra. Fólkið fór að sjá betur og betur að það sjálft ætti að fara að taka við stjórninni í landinu.
Þá fóru Tröllin heim til mömmu og pabba. Sögðust vera búin að fá nóg og ætla að fara að sofa. Grýla og Leppalúði sáu þá að ekki mætti svo búið við standa og fóru að sofa líka. Þau voru dauð uppgefin, enda búin að vaka daga og nætur.
Og á meðan að Trölla fjölskyldan svaf kom fólkið í landinu saman og sömdu um að mynda alveg nýja stjórn fyrir fólkið sjálft.
Þannig endar sagan Kalli minn.......
-Þetta var ekkert skemmtileg saga mamma. Afhverju ertu að segja mér svona leiðinlega sögu? Ég fékk hroll þegar þú varst að segja mér frá fjármálafólunum og Grýlu.
-Nú, þetta er bara saga um sem ég veit að gerist í framtíðinni eftir svona 30 ár og stendur í um 20 ár í viðbót.
-Þú verður að segja mér einhverja skemmtilega sögu á morgun mamma. En viltu ekki syngja fyrir mig eins og þú talaðir um?
-Jú, jú Kalli minn. Hér er nú kvæðið um hana Grýlu:
annað erindið af tveimur:
ath. aðeins stílfært
Grýla hét tröllkerling leið og ljót með ferlega hönd og haltan fót. Í hömrunum hún bjó og horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. Á börnunum valt það hvað Grýla átti gott, hvort hún fékk í mat sinn feit. Börnum valt börn í feit.____Börnum valt, börn í poka sinn og pott. Ef góð voru börnin var Grýla svöng og raulaði ófagran sultarsöng. Grýla.............a. ef fram á nótt. Um annað sem gerðist enginn þar enginn, enginn veit. Gerðist engin veit samstundis feit. Hló, hló kyssti lúða. Hló, hló svo nötraði hamarinn og kyssti Leppalúða sinn. Var um einhver Jól að börnin fengu buxur og kjól og þau voru öll svo undur góð að Grýla varð hrædd og hissa stóð. Þetta lengi lengi sat í fjórtán daga hún fékk ei mat. Þá varð hún svo mikið veslings hró að loksins í bólið hún lagðist og dó. En Leppalúðí við bólið beið og síðan fór hann sömu leið. Nú íslensku börnin eins ég bið að þau láti ei hjúfin lifna við. Grýla...............Grýla.............Grýla..........
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Persónukjör? Ég sendi bréf til Forseta
Persónukjör? Mig langar til að sjá hvernig Ríkisstjórnin vill útfæra þetta atriði!
Getur það verið að þetta með persónukjörið sé árangur þess bréfs? Eða var kannski einhver misskilningur í gangi þarna á Bessastöðum? Ég sendi jú bréf á Forseta um þetta mál!
Í bréfi mínu til forseta stakk ég einfaldlega upp á hvort möguleiki væri á að bjóða upp á á kosningaseðli að kosið væri fólk:
Aðeins þannig:
Boðið væri upp á að kjósa flokka eins og vanalega en bætt væri við atriðinu:
Ég kýs fólk X
en ég stakk þó ekki upp á beinu persónukjöri! Spurning hvernig Ríkisstjórnin vill útfæra þetta atriði með persónukjör!?
Ef það er þetta sem á að bjóða uppá þá er að notfæra okkur það!
sem þýddi einfaldega að ef nógu mikill stuðningur við slíkt þá væri einfaldega hægt að byggja áfram frá því. Málið er hvernig við fólkið og grasrótin gætum útfært þetta atriði!
Bréf mitt var sent áður en að sáttmáli Ríkisstjórnar var gerður. Ég vil taka sérstaklega fram að bréf mitt var/er ekki á neinn hátt ætlað til að draga úr hreyfingu grasrótarfólksins á neinn hátt. Enda er ég mikill áhugamaður að þeim samtökum!
Ég er auðvitað tilbúinn að höfðu samráði við fólk að skrifa allt innihald þessa bréfs inn á a. mitt blogg. b. síðum ýmissa samtaka!
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. janúar 2009
Valdskipting "Okkar Ísland"
Á svæðum
Hugsunin á bak við Okkar Ísland er sú að tryggja sem best að valdið færist til fólksins sjálfs. Þannig dytti alveg niður orðtökin: Ráðherrar og Ráðherravald.
Eftir skoðun mína um hvernig væri best að skipta valdi niður sýnist mér að best væri að hvert þrískiptavald fyrir sig væri tvískipt. Auðvitað er ég ekkert lærður á þessu sviði og mættu þessvegna fræðimenn útfæra hugmyndina betur. En takmarkið er að fólkið sjálft fái sem mest ráðið.
Þannig:
Framkvæmdavald byrjar hjá svæðisþinginu og sameinast efnhagsstjórn með embættismönnum. (yfirumsjón er svæðisþing.
Löggjafarvald er í Efnahagsstjórn en með fulltrúa (þingmanni-mönnum) af svæðisþingi. Hef áhuga á blöndun valds hér, en þó með þeim formerkjum að svæðisþingmenn hafi mikið að segja.
Dómsvald er í Efnahagsstjórninni en mjög nauðsynlegt að svæðisþingmaður eigi fulltrúa. Þannig tildæmis fulltrúi fólksins (og talsmaður) við hvert dómsmál.
Athugið að varðandi svona valdskiptingu þurfa auðvitað svæðisþingmenn að vera vel undirbúnir til að koma að málum. Auðvitað geta þeir komið saman og unnið að slíkum undirbúningi. Þ.e. undirbúið félaga sinn undir starf.
*************
Það sama væri hagstæðast að nota á sjálfu aðalþingi, Alþingi. En þar væri auðvitað sameiginleg stjórnun: 1. Þingmanna af öllum svæðum 2. Heildar efnahagsstjórn.
Hugmyndin er sú að enginn einn ráðamaður réði yfir né hefði forsæti yfir Íslandi, heldur frekar embættismaður í aðal-efnahagsstjórn þar sem er fjórskipting eins og áður getur + aðal þingmenn.
Varðandi Forseta Lýðveldis þá hef ég einfaldlega áhuga fyrir því að um það mál yrði þjóðaratkvæðagreiðsla.
Athugið að allar góðar hugmyndir hér að eru velkomnar.
Copyright Guðni Karl Harðarson
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.2.2009 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. janúar 2009
Vesturkjördæmi 1 -----
"Okkar Ísland"
hugmyndin
Copyright Guðni Karl Harðarson
Af gefnu tilefni: Öll hugmyndin á bak við "Okkar Ísland" hefur verið unnin á mörgum mánuðum! Ef eitthvað svipað kemur fram mun ég áskila mér allan rétt til að fara með málið lengra!Hugmyndina má sjá í heilu lagi á blogginu mínu og síðan hér í pörtum.
Hér er aðeins nánari útskýring á bak við "Okkar Ísland" hugmyndina sem byggist á fólki en ekki flokkum.
Athugið að ég kem fyrst inn með hvert svæði og síðan enda ég í hverju svæði með að sýna út á hvað sjálft Svæðisþingið gengur.
Nú fyrst vestur - svæði 1
Akranes + Borgarnes og svæði í kring
5 manns í bæjar; og sveitarfélagi sem er byggt upp á nauðsnynlegri endurnýjun í stjórn.
Valið er eftir prófkjöri fyrst er settur upp 300 manna listi síðan hann dreginn saman eftir prófkjöri fólksins sjálfs. Niður í 100 manns.
Prófkjörið fer þannig fram að fólkið velur sér á l00 manna listann (af 300 manna listanum) eftir vægi til að viðhalda réttlátri skiptingu á hvernig fólki er raðað á listann. Með þessu móti er erfiðara að einhverjir taki sig saman og velji sama manninn ef framkvæma á eftir atkvæðum. Dæmi: einhver hópur er mjög hrifinn af Jóni Jónssyni enda þekkja þeir hann vel því þeir vinna með honum. Ef kosið er eftir atkvæðum geta þeir tekið sig saman og allir valið hann. Þannig gæti þessi Jón fengið 20 til 30 atkvæði, eða meira.
Réttlátt?
Til að allir hafi sem næst sömu möguleika þá er í þess stað er notað vægi sem er valið þannig:
kjósandi sem sér fólkið á listanum fær að velja 5 manns sem hann gefur stig eftir vægi þannig:
Jón fær 10 stig á a)
8 stig á b)
6 stig á c)
4 stig á d)
og 2 stig á e)
Bjarni fær 10 stig á b)
8 stig á c)
6 stig d)
4 stig á e)
2 stig á a)
Cecil fær 10 stig á c)
8 stig á d)
6 stig á e)
4 stig á a)
2 stig á b)
Davíð fær 10 stig á d)
8 stig á e)
6 stig á a)
4stig á b)
2 stig á c)
Egill fær 10 stig á e)
8 stig á a)
6 stig á b)
4 stig á c)
2 stig á d)
Þannig get ég valið 5 menn enn ekki fleiri. Ef einhver ætlar að gera tilraun til að velja sína menn helst þá getur hann aðeins gefið ákveðnum 5 mönnum stig. Enn þannig gæti þá annar gert líka. Með þessu eru líkunar á réttlátri skiptingu atkvæða á milli manna. Dregið er úr að hægt væri að mynda valdaklíkur.
Ef endanlegur listi væri með færri manns eins og tld. 20 þá þyrfti einfaldega að velja og kjósa oftar!
Flókið? Gæti litið út fyrir það. En hægt væri auðveldega að búa til einfalt tölvuforrit fyrir stigalistann.
Síðan ef einhverjir eru alveg jafnir eftir valið þá er einfaldega kosið aftur fyrir þá sem vilja og þeir sem ná efstu sætunum á 100 listanum er gefið ný kosning og fólk raðar þannig á listann.
Nú er búið að velja þetta fólk og ganga þá 5 efstu menn af listanum til starfa í bæjar og sveitastjórn á svæðinu. Starfað er í 40 mánuði, en eftir 8 mánuði fer fyrsti maður úr stjórninni yfir í Svæðisþing og næsti maður af lista kemur í staðinn. Þannig er að þegar að hringnum er náð þá eru liðnir 3 + 1/3 ár. Þá er kosið upp á nýtt en nú með vægi á 95 manna listanum + 5 manns af 300 manna listanum (athugið að þá koma hæstu 5 menn sem eftir urðu hæstir á 200 manna listanum sem ekki náði kosningu síðast þegar að kosið var).
Nú hafa þessir 5 manns gengið í gegnum hringrás kerfisins til að eðlileg valdskipting verði. Þannig ganga þeir af bæjar og sveitarstjórn yfir í svæðisþing og starfa þar. Og síðan áfram yfir á Aðalþing landsins.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.1.2009 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Í þriðja gír
Þeir sem hefur dottið í huga að skoða stjórnskipunar hugmynd mína sem ég kalla "Okkar Ísland" fólk fyrir fólk gæti kannski fundist hún flókin og erfitt að setja í gang. Kannski óraunhæf eins og er? Ég er sammála. Hinsvegar tel ég hana vera vel skoðunarfæra og mætti alveg skoða hana niður í kjölinn.
Enginn er kominn til með að segja að það sé auðvelt að breyta og setja nýtt í gang! Góðir hlutir byrja hægt en enda með að vera til hags fyrir alla!
Mönnum skal ekki detta í hug að ég sé að setja svona hugmynd af stað án þess að hugsa hana lengra! Ég er með fullt af hugmyndum á bak við grunninn. Því er hún alveg virðingarverð og mætti alveg skoða.
Ég er einfaldlega með bestu hugmyndina ef það á að kjósa fólk í framtíðinni en ekki flokka. Rakkið hana niður. Ég hef góð svör við allri gagnrýni á hugmyndina! En virðið grunnhugmyndina fyrir ykkur með opnum huga!
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/767528
Eitt veit ég! Ég mun aldrei það sem eftir er ævi minnar koma nálægt stjórnmálaflokki!
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Afhverju er ég að Blogga? -- þeir mega taka þetta til sín sem eiga það?!
Já afhverju er ég að þessu? Fluggáfaður verkamaðurinn á tjáningartrippi með áhuga á öllu milli himins og jarðar.
Ég skora á fólk sem ratar hingað að lesa þetta þó sé langt! Hér kemur fram ýmislegt áhugavert! Ég er aðeins núna aðeins að skrifa um hvað er á hjarta mínu. En allt í góðu!
Smávegis um stöðuna. Reikna má að stjórnarsamstarfið endi alveg á næstu dögum. Það er alveg tómt mál að tala um að annað en að kjósa í Apríl!
Skoðun: Flokkar munu ekki geta náð saman vegna þess m.a. að fólk fer að sjá enn betur hvað þessir flokkar eru að gefa eftir til að ná saman. Vinstri Grænir og Samfyking eru of ólíkir flokkar og með ólík stefnumál til að geta unnið saman. Enginn með viti vill Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn!
Niðurstaða:
Ég reikna með stjórnarkreppu eftir kosningar og mjög erfitt verði að ná saman stjórn!
Í þessu Bloggi mínu kem ég inn á nokkur atriði:
1. smávegis um mig
2. "Okkar Ísland" veruleiki?/ekki?
3. Bloggvinir mínir
4. nokkur orð um íslendinga
5. flokksmenn og flokkar
1. Ofur forvitinn á öllu í lífinu. Helli mér út í hlutina ef ég hef áhuga og er þá á fullu í kannski 5 ár. Með óteljandi áhugamál eins og, pólitík, andleg málefni og trú, vísindi (allt mögulegt), heimspeki, sagnfræði, skáldskap, list (myndlist, ljósmyndun, söngur og tónlist), gönguferðir, ferðalög, sund, bridge, skák og næstum því nefndu það bara.
2. Varðandi hugmynd mína "Okkar Ísland"
Ég veit að ég er með í höndunum alveg ágætis hugmynd sem hægt væri að vinna úr og ég tel að væri til heilla fyrir land og þjóð. En það sem getur unnið á móti mér eru nokkur atriði:
a. Ég er ekki nógu þekktur eða frægur til að koma fram með svona hugmynd?
b. Ég er ekki nógu lærður enda bara aumur verkamaður?
c. Hugmyndin er óraunhæf eins og stendur og ekki líkleg til að geta orðið að veruleika í næstu framtíð einmitt vegna þess að það er ekki auðvelt að breyta stjórnsýslulögunum?
d. Ég þekki ekki nógu mikið til málanna til að geta komið fram með svona hugmynd?
e. Fólk þekkir mig alls ekki nógu vel?
-----
3. Bloggvinir mínir
Ég á fáa en nokkra frábæra Bloggvini. Ég ætla að vona að ég megi skrifa hér smávegis um þá enda hef ég bara gott eitt að segja um þá flesta!
Imbalu:
Alveg yndislegur karacter. Mér fannst alveg frábært að hún skuli hafa tekið svona vel á móti enska bréfinu sem ég var að senda á fréttablöð úti í heimi! Hugmynd sem alltof fáir tóku þátt í (3 til 4) Hugmynd sem tókst að mörgu leiti því að umfjöllun á fréttastofum úti í heimi jókst og blað sem ég sendi brást við með grein um fjármálastöðuna á Íslandi. Síðan fékk ég hugmyndir á Politics forums.
Fínt að hún stakk upp á leiðréttingu hjá mér og tók ég vel í hana og notaði. Ástæðan þó fyrir villunum hjá mér ekki kannski sem hún hélt. Raunveruleg ástæða var prófarkalestursleysi og venjulegar innsláttarvillur. Þó ég sé verkamaður þá hef ég lært 3 stig í viðskiptaensku í öldungadeild fyrir mörgum árum. Ég hef verið á gagnasöfnum í samskiptum við fólk úti í heima síðan löngu áður en að internetið varð til. Fyrsta módemið var 200 baud og tók það um hálftíma að les inn 2 til 3 mb skrár. Meira að segja hélt úti BB samkiptaborði um tíma. Ég fer daglega inn á samskiptaborð úti í USA m.a. til að lesa bréf (og skrifa) um fyrirtæki á Bandaríkjamarkaði. Tók mig einu sinni til og lærði að lesa í viðskiptareikninga, fréttir, tæknigreiningu (candlestick línurit) í um 6 ár. Allt sjálfur og óstuddur. Ég hef farið nokkrum sinnum erlendis og hika ekki við að tala ensku þegar ég þarf. Ég á í kringum 200 vísindaskáldsögur á ensku sem ég hef allar lesið. Sumar aftur og aftur.
Þannig að ætla mætti að ég geti skrifað og lesið enskuna....
Hún Ingibjörg er mikil stuðningskona sem styður vel við það og þá sem hún trúir á! Aldrei mundi ég vilja hætta að vera bloggvinur hennar
Jens
Vá Bloggið hans er ótrúlega fjölbreytt. Þar er skrifað um allt á milli himins og jarðar. Þangað koma inn alskonar karacterar úr allri flórunni. Eitt fjölbreyttasta Bloggið sem ég fer nánast daglega inná til að lesa.
Jens er ágætur Bloggvinur þó ég sé nú ekki alltaf alveg sammála honum um það sem hann skrifar.
Jens? hefur þér aldrei dottið í hug að Leirmyndin gæti kannski verið að honum Guðjóni prestsyni. Að pabbinn, kallinn hafi haft ítök og reynt að svæfa umræðuna um soninn? Maður sem mér fannst týnast dálítið í umræðunni um málið hérna í denn tíð. Ath. ég er alls ekki að saka neinn um neitt! Aðeins að velta þessu fyrir mér.
Áfram Jens! Ekki breyta Blogginu þínu!Endurholdgun:
Ég hef farið stundum inn á Bloggsíðuna hennar og lesið. Minna inni á síðustunni vegna þess að ég hef verið upptekinn við að skrifa annað. Ég er sammála um margt sem hún skrifar á Bloggsíðunni sinni.
Ágætis Bloggvinur
Kreppukallinn:
Fer nokkuð oft inn að lesa það sem hann skrifar. Það sem hann skrifar um er oft mjög áhugavert. Sumum hugmyndunum hans er ég sammála. Einn ljóður á, hann notar alltof mikið af blótsyrðum sem er óþarfi.
Ágætis Bloggvinur sem er með áhugavert efni
Heidi:
Mjög flott Bloggsíða hjá þér Heidi. Greinanar oft alveg frábærar. Þú ert búin að vera greynilega lengi í þessu og þekkir vel inn á Blogg og sjálfsagt Internetið líka. Ég legg til að allir sem ætla að byrja að Blogga ættu að kíkja inn á Bloggsíðuna þína. Mjög gott fyrir Blogg byrjendur að skoða þar. Frábært að þú tókst þér til og studdir bréfið mitt á ensku!
Ágætis Bloggvinur með supergóða Bloggsíðu og marga góða Bloggvini
Björgvin Hólm:
Ég satt best að segja veit ekki mjög mikið um Björgvin en það sem ég hef skoðað á síðunni hans þá sé ég að hann hefur verið í mótmælunum og hefur skrifað um sem fer fram í þjóðfélaginu. Ekkert séð nýtt frá honum síðan 19. desember. Mætti vera aktivari en er alveg ágætis bloggvinur að ég best veit.
Góðar kveðjur
Julius Bearsson:
Einn nýjasti Bloggvinur minn. Ég er vissum að í framtíðinni eigum við mikið eftir að skrifast á. Er með mjög áhugaverða Bloggsíðu og skrifar þar greinar um áhugamál sín. Ég er mjög oft sammála því sem hann skrifar. Mjög þýður í samskiptum.
Ég hef mikinn áhuga að vera í samskiptum við hann
Aloevera:
Bloggsíða um ýmislegt efni. Ég kíki stundum þarna inn. Margt áhugavert sem þar er skrifað. Hefur verið að skrifa aðeins inn á Bloggið mitt að undanförnu og svara athugasemdum.
Aloevera? Athugaðu að ég veit um það sem þú varst að svara mér! Tildæmis með að gera ógilt ó kosningaklefa. Ég er bara ekki alltaf tilbúinn að taka því sem mér er sagt úti í þjóðfélaginu án þess að skoða það vel ofan í kjölinn (ekki að tala um frá þér). Vil bara brjóta vel til mergjar og athuga vel hvort til séu leiðir!
Ágætis Bloggvinur!
Kofi:
Nýjasti Bloggvinur minn sem ég veit eiginlega ekki nógu mikið um...Vonast eftir að eiga góð samskipti við þig á næstunni!
Gangi þér vel
Svo er það sá síðasti.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa um hann? Við erum frændur. Hann er sonur systur minnar. Ef ég má? Hann er um margt ágætur. Er hörku duglegur og á auðvelt með að læra. Hinsvegar hefur hann dálítið mikið Ego og mikið sjálfsálit. Kannski má hann það bara. Margt áhugavert sem hann skrifar á Bloggið sitt. En að mínu áliti ekki mikill penni. Er duglegur að mæta á Borgarafundi þegar að hann getur (meira en ég hef getað sagt)
Sendi honum boð þegar að ég byrjaði að blogga að gerast bloggvinur minn. Sem hann þáði sjálfsagt vegna þess að við erum frændur. Ég passaði hann mikið þegar hann var lítill.
Ég hef nokkrum sinnum skrifað inn á Bloggið hans. Þar á meðal komment um myndirnar af dætrum hans. En ekki hefur hann einu sinni skrifað eitt orð inn á Bloggsíðu mína! Dapurlegt
Frændur eru frændum verstir?
4. Nokkur orð um Íslendinga:
Mér finnst oft að íslendingar séu svolítið of mikið fyrir að trúa á frægðina. Einum of mikið af frægðardýrkun. Einnig það sama með menntun.
Dæmi:
Ég sjálfur kem með áhugaverða hugmynd að skrifa á ensku til fjölmiðla og hamra á henni í 10 Bloggfærslum. Jú það jukust töluvert heimsóknir á Bloggið mitt á meðan. En hverjir tóku þátt? Aðeins um 3 til 4 persónur sem ég vissi um! Síðan gerist það að Bloggari sem er lærð stjórnmálafræði nær sambandi við þingmenn erlendis (fínt mál!) og þá kemur fullt af fólki og tekur þátt.
Ég segi bara. Berið virðingu fyrir fólki sem er kannski ekki mikið þekkt eða lært! Það er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera eitthvað heimskir. Sumir trúa að lærður maður þurfi endilega að vera mjög gáfaður maður. Þó að fólk sé í einhverju lægra settu starfi er ekki þar með sagt að það geti ekki verið gáfað. Mönnum hættir stundum til að rugla saman lærdóm og gáfum. En gáfur ganga út á að hafa getu til að brjóta til mergjar. Í flestum skilgreiningum um gáfur kemur fram að í greind felist hæfileikinn til að læra nýja hluti, leysa ný verkefni eða laga sig að nýjum aðstæðum.
Um það sem hefur verið sagt um stjórnmálamenn:
Um Árna Mattheasen:
Ég tók eftir fyrir nokkrum dögum að fólk væri að segja að hann væri bara Dýralæknir og gæti því ekkert í fjármálum. Ekkert væri fjarri mér en að segja það! Þó að Árni sé lærður Dýralæknir þá er ekki hægt að fullyrða að vangeta hans með fjármál sé vegna þess!
Dæmi:
Jón Jónsson var nokkuð gáfaður maður sem lærði til læknis og starfaði sem slíkur lengi og gekk vel í starfi. Um þrítugsaldur fékk hann áhuga á pólitík. Hann gekk í Farfara flokkinn í heimabyggðinni og fljótlega komst hann í sveitarstjórn. Hann var vinsæll maður með sterkar skoðanir. Þegar að árin liðu hækkaði hann í tign og komst á Alþingi. Hann var spenntur fyrir málunum og stafinu. Honum gekk nokkuð vel. Hafði sterkar skoðanir. En með tímanum þurfti hann að beygja sig fyrir þeim málefnum sem flokkur hans vildi setja á oddinn, þó hann væri ekki sammála.
Síðan var kona hans eyðsluhýt og eyddi gengdarlaust af peningum þeim sem hann aflaði. Hann þurfti því að ganga í fleiri og fleiri nefndir til að auka tekjunar. Á endanum komst hann inní Ríkisstjórn og starfaði sem fjármálaráðherra vegna þess að hann hafði sérhæft sig í fjármálum í gegnum afskipti síns af stjórnmálum.
Er einhver tilbúinn að segja að þessi maður geti ekki staðið sig í starfi afþví að hann hafi verið lærður læknir?
Í alvöru! Það er maðurinn sjálfur sem hefur getuna en ekki lærdómurinn á bakvið hann!
Varðandi Árna þá er hann sjálfur getulaus í sínu starfi (að mínu mati) sem persónan en ekki vegna þess að hann sé Dýralæknir.
5. Aðeins um flokksmenn Samfykingarinnar og flokkinn
Ég ætla aðeins smávegis að skrifa um menn í Samfylkingunni:
Ingibjörg Sólrún?
Þekki ekki mjög mikið til hennar en sá oft að hún var mikið upptekin að afla sér vinsælda. Getur tekið upp á að reyna að afla sér vinsælda með yfirlýsingum. Svipað og um daginn. Tækifæris pólitíkus.
Össur Skarphéðinsson
Ég þekkti dálítið til hans. Meðal annars þegar að ég var að vinna á Raufarhöfn í fiski eitt sumarið þá vann hann sem stjórnandi í fyrirtækinu. Eitt sinn lenti ég í rifrildi við hann vegna þess að þeir ætluðu ekki að borga fólkinu laun eina vikuna. Kynntist honum aðeins hér í Reykjavík. Bauð hann mér tildæmis á þing Jafnaðarmanna þegar ég var í gyfsi eftir að hafa brotnað á fatlaða fótinn (2002 eða 2003 að mig minnir). Össur er stundum ágætur að ræða við en getur verið dálítill refur og fastur fyrir. Ég komst fljótt að því að ég átti alls ekki samleið með honum í skoðunum mínum. Enda tildæmis er ég algjörlega AND ESB sinni!
Jóhanna Sigurðardóttir
Ég studdi hana í Þjóðvaka. Hún talaði ekki neitt við mig þó ég sæi hana á skrifstofunni í Hafnarstræti næstum daglega. Fyrirgreiðslu pólitíkus, en hefur hjálpað mörgum manninum út úr vandræðum. Finnst hún oft of stíf og brosir sjaldan. Þegar að ég var með Ljósmyndasýningu í Kópavogi einu sinniog bauð þessu fólki sem ég þekkti aðeins, þá var það hún Jóhanna sú eina sem mætti.
Varðandi Samfylkinguna:
Mér finnst þessi flokkur vera orðinn algjör pota flokkur. Innan flokksins er fólk með ótrúlega mismunandi skoðanir. Þar eru harðir ESB sinnar, harðir frjálshyggju menn (og hentistefnu pólitíkusar), harðir andstæðingar ESB og virkjana. Ótrúlegt samansafn manna sem gætu unnið miklu betur ef þeir væru ekki háðir stefnum sem þeir setja á oddinn.
Varðandi ESB þá álít ég það komi í ljós í framtíðinni að við íslendingar höfum ekkert að gera þangað. Þegar að það kemur í ljós þá mun fylgið hrynja af þeim. Í framtíðinni mun koma í ljós að ganga í ESB sé algjör uppgjöf.
Síðan er það þetta sem þeir eru alltaf að gera er að hamra á fólki að mennta sig. Málið er að menntun er ágæt en þessi áherlsa þeirra grunar mig að sé til þess gerð að ná fram þeim áhrifum að geta minnkað það fé sem er lagt í félagsmál........Undansláttur.
Nú skil ég ekkert hvernsvegna ég gat verið innan um þetta lið. Ég sem fann fyrir því að mínar skoðanir áttu lítið samleið með þeirra. En ég get þó allavega sagt að ég hafi lært af þessu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.1.2009 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Nýtt bréf frá mér á ensku: nú til pólitíkusa úti heimi
Hér er nýtt bréf til pólitíkusa á ensku:
Er einhver sem vill leiðrétta og bæta við? Aðstoð vel þegin áður en ég sendi út um allan heim.
Mig vantar comment um þetta frá stuðningsaðila eða bloggvini:
****************
Dear Congressman
I, as an Icelander wich to inform you of the situation in Iceland since the banks collapsed in last Oktober. I am just one of the protesters in Iceland. One of many of the public who are protesting the terrible financial situation of the icelandic nation.
The situation here is very awful. For example there was in the news here few days ago that the icelandic nation has now about 2.000 milljards icelandic kronas in dept. (in USA billons)That is very high dept considering the size of our nation, about 300.000 people.
From Xe.com 19.01.2009
1 ISK= 0.00784018 USD
1 $= 127.534 ISK
It is rather strange that our government is still working considering of all what has happened on their own watch since the bank collapse last Oktober in view of the financial situation in Iceland. And since last April they were unable to see what was coming or knew something about it but yet didn't disclose that to the public. I personally think governments in other peaceful nations in the whole World would have already resigned. That is in fact any honest politicians would do!
Their actions has been very vague on how to deal with the situation. Yet they say everthing is fine and according to plan. But every day we see information in the news saying otherwise. F.e. the loan from the IFI has been used to try to push strength into the icelandic krona. Yet that has failed too. The krona is nearly around the same price since before they used the loan. Before they started to use the loan the 1 $ was around 147 kronas. After they used the loan (in november) the dollar went down to 116 kronas. Now today one dollar is around 127 kronas and going higher everyday. By looking at this action anyone can see that it has failed!
Yet the government declines to take responsiblity for their actions. It is like our government is on some other planet than the public here. It seems to me they do not know how to take responsibility of their actions and as such any government like that should not be able to function anywhere in the World.
The icelandic protesters has called for condemnation again and again of our government. We worry very much of what is going to happen in the near future. Still much more unemployment. Much higher cost of living for families. And much higher taxes to come. I can continue on and on.
We the protesters call for help and support from any decent politician in the World.
Yours sincerely,
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.1.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Hvernig á ég að orða þetta?
Ég er nokkuð viss um að ég sé með frábæra hugmynd sem hægt væri nota til laga stöðu Íslands og hjálpa til við að koma okkur út úr kreppunni. Hugmynd sem ekki væri hægt að sleppa. Ég hef einnig fleiri hugmyndir.
Þessa hugmynd get ég þó ekki sagt frá eins og er. Málið er að hún er ekki nothæf meðan að þessi Ríkisstjórn er við völd! Til að hægt verði að nota hugmyndina þurfa að koma til stórtækar breytingar og meðal annars að þessi stjórn segi af sér til að byrja með!
Málið er að það er fullt af fólki uppfullt af góðum hugmyndum sem hægt væri að nota til að rétta landið við út úr kreppunni. Einnig til að alvöru hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir mismiklum skakkaföllum. Slíkar hugmyndir mætti taka saman hjá fólki og nota þegar að ný Ríksstjórn tæki við á Íslandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Meiri þrýsting á Ríkisstjórn!!!!!
Áríðandi!
Væri ekki hægt að byggja á þessu með Sænska þingið enn meira?
Svo sem eins og setja enn meiri þrýsting á Ríkisstjórn. Segja að Svíar sé að leita eftir skoðunum almennings hér!?
Síðan væri hægt að fá fleiri stjórnir og þing í lið með okkur! Tildæmis frá Noregi og fleiri löndum?
Einnig má setja frétt í blöð hér að Ríkisstjórnir og þingerlendis séu farnar að sjá hvernig staða almennings sé hér!
Eins og ég segi berum út okkar stöðu til flestra Ríkisstjórna og alþinga erlendis og notum þetta með Svíana með.
Ég hef alltaf sagt það að við þurfum að fá stuðning erlendis frá. Þá gæti farið svo að á endanum neyðist þessi ömurlega stjórn okkar að fara frá!
Ég skora á fólk að senda á fleiri þing og stjórnir!
Ég er að fara að semja nýtt bréf og skora á fleiri að gera það þannig að komi vel fram í því hvað sé að gerast og hvað hafi gerst!
Svíarnir virðast vera fyrstir að sjá í gegnum blekkingar ríkisstjórnar okkar. Nú er mál til að fleiri sjái!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)