Endurfærsla - Okkar Ísland hugmyndin

Þessi hugmynd er grunnhugmynd og er í þróun. Vel væri tildæmis mögulegt að breyta hugmyndinni um tímalengd fólks í stjórnuninni:

 

Hugmynd að nýrri stjórnsýslu

Okkar Ísland - almennings í landinu

 

 

Hættum með Alþingi í núverandi mynd og amk. fækkum dögunum sem þingmenn koma til þingstarfa og breytum.

Leggjum niður stjórnmálaflokka. Veljum fólkið í landinu og virkjum það til stjórnunar.

Færum stjórnina yfir í landshlutana.

 

Okkar Ísland

Hugmynd þessari að nýrri stjórnsýslu er ætlað að færa völdin til fólksins og viðhalda valdskiptingu með sömu möguleika fyrir allt fullorðið fólk í landinu (sem er ekki á sakaskrá og hefur aldrei brotið af sér) geti tekið þátt í stjórnun þess og fengið sömu laun fyrir það.

 

Íslandi yrði skipt í 5 þingdæmi og 5 valdhluta í hverju þingdæmi.

 

Skiptum Íslandi í 5+ 1 hluta varðandi stjórnun í landinu. Þannig fengju Vestfjarðarþing 1 hluta, Norðurlandsþing 1 hluta, Austurlandsþing 1 hluta, Suðurlandþing 1 hluta og Höfuðborgarsvæðið 1 hluta. En sjálfur hef ég áhuga að færa Alþingi til Þingvalla og það er þessi + 1 hluti um getið hér að ofan.

Hér er dæmi um uppbyggingu stjórnarkerfis tekið frá Vesturlands og Vestfjörðum:


  1. Undirstjórnun sem er í hverju svæði ( 5 svæði stærri þorpum) sem er með 5 manns á hverjum stað
  2. Þessir hlutar eru með aðal svæðisstjórnum sem í eru 25 manneskjur (miðað við 5 svæði) undirþigndæmi með for-löggjafar og takmörkuðu framkvæmdavaldi
  3. Aðalstjórnun á Alþingi sem er í aðeins 5 mánuði á ári á Þingvöllum. Sem er með löggjafarvaldi og aðal framkvæmdavaldi.

 

Fólkið í Þinginu veldi sér sína eigin umboðsmenn þannig:

 

Valið er að fyrstu 300 manns á hverjum stað til að kjósa úr. Þannig að tildæmis í Borgarnesi þá myndu þeir velja sér 300 manns til að vera á lista. Síðan velur fólkið sem býr á staðnum með því að kjósa af listanum 100 manns sem eiga á einhverjum tíma möguleika á að komast í þríþætta stjórnun. 1. Stjórnun í þorpi 2. Stjórnun svæðiþings 3. Stjórnun á Alþingi.

 

Þessi 100 manna listi er valinn með því að kjósa eftir vægi þannig: a. b. c. d. e. þar sem A er sterkast. Tildæmis ef ég væri að kjósa þá hefði ég fyrir framan mig listann með öllum 300 nöfnum og möguleikana að velja þessa menn/konur þannig:

 

  1. Ég sé Jón Jónsson og ég gef honum

10 á vægi a.

4. á vægi b.

8. á vægi c.

6 á vægi d.

2. á vægi e.

  1. Síðan sé ég Jón Björnsson og gef honum vægi nema ég raða því öðruvísi upp til dæmis:

2 á vægi a.

6 á vægi b.

10 vægi c.

8 á vægi d.

4 á vægi e.

Þannig koll af kolli þangað til að öll vægin hafa verið uppfyllt.

Sem sagt ég get valið mér 5 manns (vægin 2,4,6,8,10) á stjórnunarlistann þegar að ég hef valið á öll vægin, af þessum 100 manna lista. Það sama gerir næsti maður sem kýs. Síðan eru menn valdir í stjórnunina eftir hversu mörg atkvæði þeir fá með tilliti til væganna.

Síðan er talið saman vægi á listanum og fólkið sem var kosið raðast upp á listann eftir vægi hans.

Þeir sem vinna á hverju svæði gera það í til að byrja með 40 mánuði alls. En eftir 8 mánuði fara fyrstu 5 manns út úr stjórnun þorpssvæða og yfir í stjórnun á svæðisþingi (1 úr hverju þorpssvæði). Og næsti stjórnandi kæmi sem er á vægislistanum (nú 95 manna listanum) (1 úr hverju svæði) kæmi sjálfkrafa inn í stjórnun þorpsvæðis. Þannig einn út og einn inn í staðinn og svoleiðis á hverjum 8 mánuðum.

 

Þannig er hugmynd að Vestur-þingi yrðis skipt þannig:

  1. Akranes 5 manns
  2. Borgarnes 5 manns
  3. Snæfellsnes 5 manns
  4. Sunnanverðir vestfirðir 5 manns
  5. Ísafjörður og nágrenni 5 manns

Síðan færu 5 manns að vinna úr hverju einu af þingsvæði landsins á Alþingi sem er starfandi 5 mánuði á ári. Samtals 5×5= 25 manns á Alþingi. Hverjir þessara 5 manna eru í beinu sambandi við sitt svæðisþing. Síðan á næsta Alþingi yrði næsta Alþingi 5 mánuðum seinna (þannig að unnir 5, frí 5 og unnir 5 og svo koll af kolli án tillit til hversu ártalið er. Á þingi 2 færu næstu 5 menn inn og aðrir 5 koma inn frá hverju landssvæði.

Endurnýjun á 100 manna listanum færi fram á 2ja ára fresti. Þannig ættu sem flestir kost á að fara í gegnum þrí(3) skiptingu stjórn og valdkerfisins. Hugsunin er að allir sem eru við stjórnun fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

 

Þetta sýnir hugmyndina á bak við kerfið og stöðuga valdskiptingu þess.

Hugmyndin er að í þorpunum og borginni komi undirvaldið sem vinni með það í huga að:

1. Finna leiðir til arðbærrar atvinnusköpunar sem gefa peninga af sér og verðmætasköpunar: til a. fyrir fólkið í þorpinu b. fyrir þingsvæðið og c. fyrir allt landið.

2. Finna leiðir til að halda utanum hverskonar framkvæmdir og viðgerðir innan a. þorpsins b. þingsvæðinu og c. fyrir allt landið.

 

Hugmyndin er að á hverju svæðisþingi fyrir sig komi inn mál sem:

1. Samgöngumál

2. Svæðismál

3. Lausn vandamála á milli þorpa (svæða) innan Þingsvæðis

4. Færa þau mál sem þykja til þess fallin til Aðalþings

 

Hugmyndin að Alþingi sem haldið yrði aðeins 5 mánuði í hvert sinn (5 – 5)

 

1. Koma fram með mál sem snúa, hugnast og hagnast öllum þegnum landsins

2.Sjá um fjármál landsins

3. Sjá um utanríkismálefnin

4. Sjá um að leysa lögmálin

 

Alþingi yrði tvískippt þannig að hluti þeirra 25 manna sem starfa þar komi að innri stjórnun þ.e. nokkursskonar Ríkisstjórn, en innan Alþingisins sjálfs. Skipt yrði um þessa yfirstjórnun eftir hverja 5 mánuði Alþingis og nýir menn taki við stjórnun þegar að Alþingi starfar ekki. Hugmyndin er sú að að slíkri stjórnun komi aðeins 5 menn: ráðstjórnarmenn sem eru saman í því að sjá um fjármál, fara yfir framkvæmdir (m.a. sem koma í gegnum allt batteríið frá þorpunum, í svæðisþing, yfir á alþingi og endar hjá ráðstjórnarmönnum, fara yfir utanríkismál og á allan hátt koma að þeim málum sem þarf.

Alþingismenn og yfirráð vinni saman á eins mikinn hátt og hægt er. Hafi sér sama vinnusvæði en ekki í sér húsi.

Þetta er bara byrjunin að hugmynd minni. Athugið að ég er bara að setja hana hér fram og það er svo annara að skoða hvort hún sé framkvæmanleg.

Ég æski einskis með að koma fram með hugmyndina en vona að einhverju svipuðu verði hægt að koma upp í framtíðinni og álít að það geti eingöngu verið til heilla fyrir Ísland og þegna þess.

Fyrir Bloggið og svör:

Ég vona að þeir sem lesi velti hugmyndinni vel fyrir sér og skoði fram og til baka. Ég æski ekki eftir neinum commentum um hana en vona samt eftir að þeir sem lesi muni senda öðrum sem þeir þekkja link á bloggið mitt. Ég vona að sem flestir lesi og jafnvel prenti út hjár sér.

Einhverjir dagar eða vikur geta verið þangað til að hugmyndafræðin verði alveg tilbúin til birtingar.

 

Þetta er aðeins grunn hugmynd eins þegns þessa lands.

Guðni Karl Harðarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allir landsmenn eiga að vera jafnir gagnvart lögum.  Lög eiga vera á mannamáli og vera grunn reglur sem passa við allstaðar á landinu. Þeir sem semja lögin eiga að vera kunnugir þeirri sveit sem þeir eru fulltrúar fyrir.  Þeir nefnast alþingismenn og setja landslög. Hver sveit [kjördæmi] skal skipa jafna tölu alþingsmanna.

Sveitastjórnir setji reglur um sem lúta að sér hagmun hverrar sveitar. Sveitastjórnir ákveði tölu sinna manna hverju sinni.

Hæstaréttardómarar kosnir í þjóðaratkvæði.  Svo og æðsti handhafi framkvæmda valds alls landsins hverju sinni. Sú eða sá sami skipi yfirmenn ráðuneyta á hverjum tíma. Standi hann og falli með verkum þeirra.  

Júlíus Björnsson, 13.1.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já! Allir landsmenn eiga að vera jafnir gagnvart lögum. Grundvallaratriði!

Já. Þeir sem semji lögin verði kunnugir þeirri sveit sem þeir eru fulltrúar fyrir. 

Kallaðir alþingismenn eftir að komnir inn á aðal þingið en þeir voru þar á undan á svæðisstjórn.

Athugaðu að þeir sem komast í stjórn komast í hringrás og eiga þannig að geta skipt máli a. fyrst í þorpssvæði næst b. svæðisstjórn c. svo alþingi d. og síðan ríkisstjórn.

 Hinsvegar er þetta kerfi byggt þannig að fjöldi manna í sveitarstjórn er helst sá sami í öllum svæðum yfir landið. Er það vegna skiptingu og tilfæringu frá einni stjórnun yfir í þá næstu. Skiptir þannig ekki svo miklu máli hversu margir eru á bakvið sem búa í svæðinu vegna þess að stjórnarmaður hefur verið valinn af fólkinu sjálfu inn á lista sem er fenginn með vægi niðurröðunar á hvernig fólkið raðar væginu á listann. Fyrst 300 manns svo dregið saman í segjum 100 manns sem raðast á eftir væginu.

Síðan á kerfið að vera þannig að hægt væri auðveldlega að skipta út manni og næsti komi inn ef starfsmaður einhverra stjórna hefur gert afgerandi mistök. Algjör ábyrgð og viðurkenning á mistökum.

Já hæstaréttadómarar skipaðir í þjóðaratkvæði en hinsvegar verður æðsti handhafi framkvæmdavaldsins að koma frá alþingi sjálfu eftir röðuninni: þorp>svæðisþing>alþingi>alþingi>>>>>>>ríkisstjórn>ríkisstjórn>>>>>forsætisráðherra. Allt eftir að hafa verið í hverju hinna stjórnunar á undan í ákveðinn fjölda mánuða og þegar hann færist á milli þá kemur nýr af lista sem fólkið hefur valið sjálft inn í staðinn.

Ríkisstjórn alltaf starfandi, alþingi í 5 mánuði á ári, svæðisstjórn alltaf starfandi, og þorpssvæði alltaf.

Guðni Karl Harðarson, 14.1.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er fylgjandi algjöri þrískiptingu valdsins. Ég tel að jöfn skipting alþingis manna tryggi jafna búsetu landsvæða og jafn fjöldi alþingismanna tryggi sem jöfnustu tækifæri [lífsskilyrði] á  svæðunum: það er grunnurinn lögin sem þeir semja byggi á þörfum þörfum landsins. Ég tel líka að þessir einstaklingar þurfi fyrst og fremst að vera sanngjarnir, trúverðugir, íhaldssamir, hófsamir og heiðarlegir.

Hins vegar þegar kemur að sameiginlegu framkvæmdavaldi allra grunnsvæða. Þá [hliðstætt USA]  skuli handhafi þess hafa forustuhæfileika sem nýtist á öllum tímum óháð því hvernig árar.

Hann velur svo ráherra [framkvæmdastjóra] með sérstöku tilliti til þarfa hvers ráðuneytis: Svo sem hörkutól og ref í utanríkissráðu neytið, reyndan í viðskiptum í viðskiptaráðuneytið [t.d. menn sem væru á síðari hluta ævi sinnar]. 

Eftir val þeirra er skipan þeirra borin undir alþingi  til samþykkis. Sem og áætlun um útgjöld til framkvæmda heildarinnar [5% - 10% þjóðartekna]. Fulltrúar svæðaskiptingarinnar velja sitt framkvæmdavald með tilliti til [sér] þarfa viðkomandi svæða á þeim tekjum sem svæðið leyfir. [20% - 25% þjóðartekna]. Eða fjármagnið verður að mestum hluta eftir hjá svæða framkvæmdavaldinu.

Hvert svæði hefur sína borg [eða miðlægt stórþorp] í líkingu við það sem er í Frakklandi. 

Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Júlíus,

 Þakka þér fyrir að sína þessu hjá mér svona áhuga.

 >Ég er fylgjandi algjöri þrískiptingu valdsins. Ég tel að jöfn skipting alþingis manna tryggi jafna búsetu landsvæða og jafn fjöldi alþingismanna tryggi sem jöfnustu tækifæri [lífsskilyrði] á  svæðunum: það er grunnurinn lögin sem þeir semja byggi á þörfum þörfum landsins. Ég tel líka að þessir einstaklingar þurfi fyrst og fremst að vera sanngjarnir, trúverðugir, íhaldssamir, hófsamir og heiðarlegir.<

 Algjörlega sammála þér hér!

Varðandi sameiginlegt  framkvæmdavald væri hægt að hugsa sér að þetta yrði blandað. Ætla má að þeir sem væru komnir svona langt væru orðnir einvherjir refir! Auðvitað færu engvir þarna inn nema að vera búnir að kynna sér hvað þeir væru að gera og væru öflugir. Segðu mér? Er ekki stundum fólk í pólitík sem hefur fyrst byrjað í sveitastjórn og síðar komist jafnvel í Ríkisstjórn í gegnum sinn flokk?

Hinsvegar er þessi hugmynd að fá rosalærða menn í Ríkssstjórn góð og  Alþingi mætti velja þá eða jafnvel mætti fólkið í landinu kjósa sér þá en sem yrði að vera mjög lærðir hver á sínu sviði. Hinsvegar yrði að vera ljóst að ef þeir væru ekki að standa sig þá tækju þeir ábyrgð og fólkið ætti að geta sagt þeim upp og valið nýja. En eins og ég setti upp hringrásina með tilliti til skiptingu og tilfærslu stöðu þ.e. nýjir inn í staðinn fyrir þá sem fara út, þá var það ætlunin að ef fólkið sjálft væri þarna inni væri auveldara að geta umsvifalaust fengið nýja menn inn sem væru ekki að standa sig!

Varðandi svæðisskiptinguna er þetta hugsað þannig að fólkið sjálft eru fulltrúarnir og velja sér framkvæmdavaldið sem byrjar í þorpssvæði (þyrpingu) og fer þaðan í svæðisstjórn eða svæðisþing (með framkvæmdavald)og flott væri að hafa fyrir hvert svæði miiðlægt stórþorp eins og þú nefnir.

Auðvitað væru þeir sem eru á lista settir í svona einhversskonar námskeið og undirbúning þ.e. á þeim stað á listanum þegar og rétt áður enn að þeir komast inn í stjórnunina. Það sama væri hægt að gera áfram þannig að þeir yrðu að vera undirbúnir fyrir Svæðis stjórn/þing, Alþingi osfrv. Eftir slíkar kynningar mætti ætla að þeir/þau væru tilbúin fyrir aðal stjórnunina?

Sá sem er valinn í byrjun þarf að ganga í gegnum umfangsmikla kynningu á starfinu og lærdóm um það. Vera þannig vel undirbúinn og kynna sér líka hvað er um að vera í hverju starfinu áður en þeir byrja. Þegar að hann/hún færi úr þorpssvæði yfir í svæðisstjórn/þing (í miðlægu þorpi) yrði hún/hanna líka að undirbúa sig fyrir það starf osfrv.

 Málið væri að svona fyrirkomulag yrði að vera opið fyrir að fólkið gæti kosið um stærstu málin í þjóðarathvæðagreiðslu en það yrðu að vera eingöngu stærstu málin sem hafa farið í gegn um svæðisstjórn/þing og endað á Alþingi. Alþingi og Ríkisstjórn sæu hver þau mál væru en tillögunar kæmu frá fólkinu í gegnum kerfið.

Guðni Karl Harðarson, 14.1.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Síðan er það hvernig hægt væri að koma svona kerfi á?

Það er nefnilega vandamálið! Væri það gert með því að kjósa ekki í næstu kosningum (eins og ég vill) 

Ef 49% kjósa væri hægt að segja að fólkið sjálft hefði sagt sína skoðun og það vildi öðruvýsi stjórnskipun. Þá yrði sennilega að koma til Forsetinn til að segja að fólkið hefi sagt sitt orð og það ætti að ákveða hvað tæki við! Alveg eins og þegar að á að gera tilraun til að mynda Ríksstjórn þá er það borið undir Forseta Íslands að fá samþykki fyrir að þessir flokkar ræddu saman.

  Það sem hefur verið að ræða þarna á fundinum um að mynda nýjan flokk Alþýðunnar gengur einfaldega ekki! Mikið spurningamerki væri um hvort sá flokkur yrði nógu sterkur strax til að hafa áhrif. En hef svo yrði þá væri það í gegnum sama flokkakerfi og við búum við í dag....

Ég gæti komið með fullt af rökum á móti því!

Guðni Karl Harðarson, 14.1.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég álít flokkakerfi í núverandi mynd rugl. Ef alþingis menn landsins alls væru 12 eða 3 frá hverju svæði kosnir einstaklings kosningu myndu þeir aldrei samþykkja val yfirmanns sameiginlegra landsframkvæmda  á vanhæfum  framkvæmdastjórum eða leyfa áframhaldandi setu ef þeir síðar reyndust óhæfir. Ef grunnurinn er góður og einfaldur gætu flokkar myndast um einstök málefni á hverjum tíma. Með því að stilla upp hugtakinu Alþýða er verið að festa hugtakið forréttindastétt í sessi. Það er að sundra en ekki sameina sameiginlega hagsmuni allra. Ég vil hinsvegar leggja embætti núverandi gervi Forstjóra niður það er Forseta Íslands. Og setja í lög að ef 8 af 12 þingmönum alls landsins geti boði til þjóðaratkvæðis greiðslu í gegnum netið því þar sem allir íslendingar fá persónulykla um 18 ára aldur er það ódýrt og einfalt.  

Þá stendur fólki val um að kjósa nýja í staða þeirra 8 eða nýjan handhafa framkvæmdavalds sameiginlegra landmála eftir að  úrslit liggja fyrir.

Júlíus Björnsson, 14.1.2009 kl. 18:46

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já alveg sammála um þetta með flokkakerfið. Úrelt og algert rugl! Hinsvegar þetta með þjóðaratkvæðagreiðslu í gegnum netið virkar einhvern veginn þannig á mig að það sé verið að draga úr mikilvægi málefnisins sem verið er að kjósa um og svo finnst mér að þannig  væru alltaf einhverjir sem vildu fá atkvæðagreiðslu um næstum allt. Síðan er svo ótrúlega margt sem gengur á á netinu.

Ég er á þeirri skoðun að mikilvægi þjóðaratkvæðagreiðslu komi best fram og nýtist okkur best þegar að fólkið kemur sjálft að kjósa. Umræðan um hana kæmi bet út maður gegn manni þó auðvitað mætti svo ræða um það sem á að kjósa um á netinu að sjálfsögðu.  En tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi í gegnum stjórnkerfi fólksins sjálfs og fólk gæti síðan kosið á sínu svæði ef tekið er tillit til þess með hugmyndina að fólkið stjórni og flokkar verði lagðir af.

Guðni Karl Harðarson, 15.1.2009 kl. 08:47

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Já, já,  þjóðaratkvæðagreiðsla er hinsvegar kannski ekki eðlileg nema tvisvar á öld ef kerfið er almennt í góðum málum og gegnsætt.

Júlíus Björnsson, 15.1.2009 kl. 21:47

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já eins lítið og hægt er.

Ég er að leita að góðu fólki sem hefur áhuga að stiðja við þessa hugmynd "Okkar Ísland". Þekkir þú einhvern þekktan mann sem er á svipuðum skoðunum?

Mér finnst mál til komið að þróa þetta áfram með góðum hóp af fólki. Þegar sá frumhópur væri kominn væri mál að halda síðan fund með þeim.

Ef góð hugmynd eins og einlæglega ég held að þetta sé þá er mál að gera eitthvað í að byggja hana enn betur upp og mynda eitthvern hóp úr henni. Það er kominn tími til þess!

Þó svo að ég sé á sömu skoðunum og þú varðandi forsetaembættið og skiptir þá engu máli hver forseti sem sæti væri! Málið er að til að gera einhverjar róttækar breytingar þá þurfa þær að koma frá fólkinu sjálfu (í gegnum forseta) en ekki í gegnum Alþingi. Ég held að þeir sem eru á þessum fundi þarna muni smám saman átta sig á að það verði ósköp litlar breytingar ef þær eigi að koma í gegnum Alþingi eða flokkana. Mestu breytingarnar verða gerðar ef fólkið sjálft segir það með að kjósa ekki.

 Hinsvegar eru nokkrir komnir inn sem ætla sér ekki að kjósa næst þegar að kosið verður og eru að breiða það dæmi út til fleiri eins og ég. Varðandi það dæmi fannst mér ekki vera ráð nema í tíma sé tekið. Að koma þeirri hugmynd inn hjá fólkinu.

Guðni Karl Harðarson, 16.1.2009 kl. 17:00

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að kjósa ekki er að veita ráðandi kerfi umboð til að halda vitfirringunni áfram og það versti kosturinn af öllum.  

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 21:36

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ertu viss?

Hvað ef það væru svo margir sem ekki kjósa? Tildæmis eins og 49% ha? Ef þú hefur skoðað dæmið mitt í færslunni "Reikningsdæmi" þá sérðu hvað ég er að meina.

Ef aðeins 49% af kosningabærum mönnum mundu kjósa þá væri ekki hægt að mynda stjórn vegna þess að hún yrði svo veik. 

Segjum ef VG fengi 32%

og Samfylking  27% (eitthvað svipað og og í síðustu skoðanakönnunum)

Væri hægt að mynda stjórn með aðeins 28.9 % kosningabærra manna (ath. ég segi kosningabærra manna en ekki af þeim sem kusu því það er það sem á með réttu að miða við ef konsingaþátttaka væri undir 49%)

Með svo lítilli þátttöku væri hægt að segja að fólkið í landinu hefði sagt sitt álit og vildi stórtækar breytingar! Síðan yrði forseti að gefa út yfirlýsingu að tveir stærstu flokkarnir gætu ekki unnið saman vegna þess að það yrði einfaldega of veik stjórn! Það einfaldlega væri ekki hægt að líta framhjá hvað fólkið hefði sagt með því að kjósa ekki. Ekki einu sinni 3 flokkar myndi nægja!

Slíkt yrði gert með yfirlýsingum frá almenningi þegar að kosningabarátta byrjar eins og tildæmis eitthvað svona:

við sem munum ekki kjósa í þessu kosningum erum að segja að við viljum umtalsverðar breytingar á stjórnskipun á Íslandi! Við erum almenningur í landinu.

Forsetinn gæfi út að ekki gætu flokkar rætt saman vegna þess að stjórn yrði ekki með meirihluta á bak við sig. Og aðra sem segði að fólkið hefði sagt sitt orð. 

Sem sagt: Fólkið, almenningur á móti flokkunum!

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2009 kl. 00:58

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

villa>Hvað ef það væru svo margir sem ekki kjósa? Tildæmis eins og 49% ha?<

Ég meinti auðvitað að fá kosningaþátttöku undir 50% - 49% eða svo.

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2009 kl. 01:09

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á Íslandi eru hlutfalls kosningingar. 32% af 49% eru 65% meirihluti sem er ekki svo veikt. Þögn er sama og samþykki.

Júlíus Björnsson, 17.1.2009 kl. 16:25

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hlutfall af þeim sem kjósa. Auðvitað vissi ég það. Sem er jú algjört rugl kerfi sem þyrfti að breyta sem fyrst! Mér finnst fáránlegt að geta sagt að það séu 65% á bak við stjórn þegar að í raun eru 28.9% af öllum kosningabærum mönnum. Það er málið. Ég er að meina að einmitt vegna þess að ef gefin væri út yfirlýsing fyrir kosningar: " við sem munum ekki kjósa í þessu kosningum erum að segja að við viljum umtalsverðar breytingar á stjórnskipun á Íslandi! Við erum almenningur í landinu.

Veistu hvað ég er að fara? Það er yfirlýsingin sem  skiptir svo miklu máli. Vanalega mætir fólk ekki að kjósa af þeirra eigin einstaklings ástæðu sem eins og þú segir er þögn sé sama og samþykki, en ef það eru samantekin ráð af stórum hópi fólks með sérstaka yfirlýsingu þá hélt ég að það gæti skipt máli.

Hinsvegar væri önnur leið sem er sú að mæta til að kjósa en mæta með Rauðan Penna og setja stóran rauðan kross yfir kosningaseðilinn. Gera ógilt.

Og eða enn önnur sem er að mæta með límmiða frá "Okkar Ísland" þar sem stæði: ég ætla að gera ógilt vegna þess að ég hef áhuga á að fólkið í landinu kjósi fólk en ekki flokka! Líma svo límmiðann á kosningaseðilinn yfir flokkana/og nöfnin þar.

En málið er að ef ætlunin væri/er að stofna samtök sem vilja byggja á "Okkar Ísland" hugmyndinni þá væri mjög vel hægt að ræða hugmyndir til lausnar á þessu að koma á nýrri stjórnskipan. Það væri mjög vel hægt að finna lausn.

Ég mun á næstunni  leita enn frekar eftir fólki sem er á mjög svipuðum skoðunum. Sem hefur áhuga að breyta stjórnskipan að fólk kjósi fólk en ekki flokka. Það er svo sannarlega kominn tími til að breyta þessu rugli.

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2009 kl. 17:42

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einstaklinga ekki klíkur. Helst þyrftu 98% þjóðarinnar að koma sér samanum að kjósa bráðabrigða flokk til að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum og hreinsa upp í yfirbyggingunni 

Júlíus Björnsson, 17.1.2009 kl. 23:08

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það mun aldrei gerast að 98% þjóðarinnar koma sér saman um að kjósa bráðabirgða flokk. Það veistu vel ef þú hugsar um það. Til þess eru alltof margar, einmitt flokkaklíkur!

Alvöru stjórnarskrárbreytingar munu ekki koma frá flokkum eða Alþingi heldur frá fólkinu sjálfu.

Það þarf Forseta til að segja það að nú sé kominn tíma til að breyta með yfirlýsingu.  Það er tómt mál að koma lögum  gegn til að breyta stjórnarskránni þannig að kosningar hætti að fara eftir hlutfalli. Einmitt vegna þess að það er nánast ómögulegt að setja í gang flokk með 98% fylgi!

Sem ég er að segja er hægt með eingöngu því að ef kosningaþátttaka fer undir 50% og yfirlýsingu frá fólki. Ef þátttakan yrði yfir 50% þá hafi þetta mistekist.

Málið er að yfirlýsingin er langsterkust hvort sem hún yrði gerð í kosningaklefanum eða ef hægt er með að kjósa ekki.

En á undan verður að koma fram þeim boðum til Forseta að það sé nánast alveg ómögulegt að koma fram breytingum nema með þessum ráðum!

Við búum við þannig kerfi að það er ekki hægt að breyta stjórnarskránni Lýðræðislega nema í gegnum Alþingi. Sem er frelsisskerðing einmitt vegna þess að kosningakerfið fer ekki eftir vægi kosningabærra manna.

Hvað segir það? Það að á Íslandi er kosningakerfi sem fer eftir hlutfalli er frelsisskerðing almennings sem vill alvöru breytingar.

Málið er að finna bestu lausnina. Hún skal finnast í viðræðum.

En eins og ég segi nú er ég að fara í gang að leita að heiðvirðu og góðu fólki sem er tilbúið að berjast fyrir að fólkið kjósi fólk en ekki flokka. Fá fólk í lið með sér til þess.

Guðni Karl Harðarson, 18.1.2009 kl. 02:02

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

2% x 170.000? = 3.400. 40.000 atvinnulausir eða hafa lítið sem ekkert x 8=240.000- fer eftir því hvort heimskreppan hættir við og væri það þá í fyrsta skipti í sögunni án vopnaðrar styrjaldar. 

Ég reikna með syskinum og vinum síni samstöðu og gleymi klíkunni.

Júlíus Björnsson, 18.1.2009 kl. 02:20

18 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Málið er að það þarf að gera eitthvað eins fljótt og hægt er. Það þarf eins hraða uppbyggingu um allt land eins og hægt er. Lausnin er framkvæmdir og uppygging. Framkæmdir fólksins en ekki fárra útvaldra sem hlaupa síðan og stinga af þegar að illa fer að ganga.

Í mínum kolli eru nú ýmsar lausnir að gerjast sem kannski skoða mætti...........Meðal annars hvernig byrja má að bæta því fólki sem hefur verið að tapa, sparnaði, húsnæði eða öðru vegna kreppunnar. Það er leið sem ég veit um sem væri hægt að nota til að byrja með......

Já þetta byrjar með systkinum og vinum. Spyrst síðan út og hleður upp á sig. Hefur þú áhuga að segja öðrum frá "Okkar Ísland"? Eða og jafnvel gefa slóðina á okkar samskiptum hér?

Guðni Karl Harðarson, 18.1.2009 kl. 14:44

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Já áhuginn er fyrir hendi.  Svo skal ég segja þér eitt 2007 samkvæmt Seðlabanka voru 70% af útlánum Íslenska fjármála geirans ekki til íslenskra heimila eða grunnrekstrar atvinnuvega.  

Þessi yfirbygging: Fjármálageirinn hvað má ekki hagræða mikið þar? Og af hverju er það ekki forgangsatriði að færa mannauð og fjármagn í annað svo sem að byggja upp arðbært velferðarsamfélag á landsvísu?

Júlíus Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:48

20 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Algjörlega sammála þér með að byggja þarf upp arðbært velferðarsamfélag á landsvísu!

Ég er annars að fara að breiða út dreyfimiðum nú alveg næstu dagana.

 Á miðunum mun standa:

"Okkar Ísland"

Hefur þú áhuga að skoða hugmynd um breyta stjórnskipulagi Íslands þannig að almenningur kjósi fólk en ekki flokka? Að leggja niður stórnmálaflokka?

Skoðaðu út á hvað hugmyndin "Okkar Ísland"  gengur:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/767528

Þú getur orðið þátttakandi í ævintýri með okkur hinum sem höfum áhuga að taka þátt í  að koma á alvöru breytingum á Íslandi. Það kostar þig ekkert.

 Hvernig litist þér á að hafa möguleika að taka þátt í stjórnun í framtíðinni?

okkarisland@hushmail.com

Guðni Karl Harðarson, 19.1.2009 kl. 01:25

21 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Leiðrétting:

"Okkar Ísland"

Hefur þú áhuga að skoða hugmynd um að breyta stjórnskipulagi á Íslandi þannig að almenningur kjósi fólk en ekki flokka? Að leggja niður stórnmálaflokka?

Skoðaðu út á hvað hugmyndin "Okkar Ísland"  gengur:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/767528

Þú getur orðið þátttakandi í ævintýri með okkur hinum sem höfum áhuga að taka þátt í  að koma á alvöru breytingum á Íslandi. Það kostar þig ekkert.

 Hvernig litist þér á möguleika að taka þátt í stjórnun í framtíðinni?

okkarisland@hushmail.com

 

Guðni Karl Harðarson, 19.1.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband