Grýlukertin - sagan af Grýlu og Tröllunum tíu

 

Barnið í mérSmile

Einus sinni var lítill strákur sem hét Kalli sem bjó í gömlu litlu húsi á Hverfisgötunni rétt hjá Þjóðleikhúsinu.

Kalli var fátækur en fjörugur drengur sem alltaf var að leika sér úti. En á hvöldin áður en hann fór að sofa var mamma hans vön að segja honum sögur.

Svo var það því eitt sinn þegar að Kalli litli var 5 ára þá bað hann hana einu sinni sem oftar að segja honum nú einu sinni alvöru krassandi sögu.

-Mamma segðu mér nú einu sinni einhverja hrollvekjandi sögu. 

bað Kalli litli.

-Ég man ekki eftir neinni svoleiðis sögu Kalli minn.

-En þú hlýtur að kunna eina sem er gaman að heyra. Gerðu það mamma....

-Jæja, ég skal gera hvað ég get Kalli minn. Ég hef eina sögu handa þér sem er dálítið löng. Þettar er svona öðruvísi saga sem er bæði fyrir börn og fullorðna. Þessi saga er dálítið hrollvekjandi og þess vegna gæti ég þurft að syngja eitthvað fallegt fyrir þig þegar að hún er búin.

*****

Þessi saga gerist eignlega að mestu fram í framtíðinni. Svo þú þarft ekkert að vera hræddur um að þetta sé að fara að gerast núna á næstunni.

Einu sinni voru menn sem vildu verða voða, voða ríkir. Þeir vildu eignast fullt af peningum. Þeir tóku sig til og gerðust góðir vinir í hópum. Sögðu svo fullt af fólkinu sem bjó á Íslandi hvað það væri gott að verða ríkur eins og þeir. Þessir menn sem fólkið fór seinna að kalla fjármálafólin klæddu sig í rosalega fín föt og litu svo vel út. Áttu svo fína bíla og fín hús. Fólkið sá þetta og fannst að það hlyti að geta verið eins og þeir. Því langaði að eignast fín föt, fína bíla og hús. Þannig fór að fólkið trúði þeim eins og nýju neti. Já þessi fjármálafól lögðu stór net sín út um allt land og fiskuðu vel í þau.

Svo gerðist það að allt veldið hrundi allt í einu og fjármálafólin sem geymdu peninga fólksins töpuðu öllu og settu bankana og fólkið á hausinn.  Þá allt í einu vaknaði fólkið til lífsins og fór að sjá hvernig allt saman var. Það var eins og það vaknaði upp við vondan draum. Þau fóru að bera sig saman við fólin og sáu þá að allt sem var búið að segja þeim var bara lygavefur. Þau sáu betur og betur hvernig staða þeirra var. Þau áttu enga peninga, heldur skulduðu út um allt. Þannig skulduðu þeir fullt af peningum í íbúðunum sínum og bílum sínum. Misstu vinnuna og áttu ekki peninga fyrir mat.

Eins og þú eflaust hefur heyrt Kalli minn eru menn sem eru kosnir til að stjórna öllu landinu. Fólkið sem trúði sögunum kaus mennina sem bjuggu þær til.

Nú fór fullt af fólkinu að mótmæla  afþví að það fór að sjá betur og betur að stjórnin ætlaði ekkert að gera til að hjálpa fólkinu. Mótmælin stóðu yfir í marga, marga daga og fullt af góðu fólki var duglegt að mótmæla.

Að lokum gafst stjórnin upp. Annar hópurinn í stjórninni sagðist vilja hætta og byrja upp á nýtt. Á þessum tíma var Ísland orðið fyrir alvöru ískalt að búa í. Aldrei hafði verið eins slæmt að búa í landinu.

*Þá kom hún Grýla gamla allt í einu fram á sjónarsviðið og sagði við Tröllin. Nú skulum við búa til nýja stjórn. Nú verðum við að lofa litla fólkinu í landinu því sem það vill.

Svo gerðist það að hún gráhærða Grýla  bjó til nýja stjórn og valdi með sér tíu Tröll. Með Grýlu í stjórn var kallinn hennar Leppalúði. Hún Grýla var vön að ráða og skipaði kallinum að gera sem hún líkaði. Leppalúði sagði já og gengdi Grýlu þægur. 

Nú töluðu Grýla og Leppalúði við börnin sín, Tröllin tíu. 

-Nú verðið þið að vera duglega börnin mína að segja litla fólkinu í landinu hvað við ætlum að gera. Við höfum bara 80 daga þangað til við verðum að fara að sofa. Við verðum að vera vakandi dag og nótt og segja fólkinu hvað við ætlum að gera fyrir það. Verið nú dugleg börnin mín....

Og í þetta sinn fór öll fjölskyldan til að segja fólkinu hvað það ætlaði að gera. Á meðan biðu hinir Jólasveinanir og sögðust ætla að stiðja vel við bak við Grýlu og fjölskyldu hennar.

Svo fóru þau og boðuðu fagnaðarerindið til fólksins. Og fólkið fór að trúa að allt myndi nú lagast. Í fyrstunni virtist allt ganga vel. Enda voru Grýla og fjölskyldan alltaf í fínu fötunum sínum.Alveg eins og fjármálafólin áður.

En svo fór fólkið smám saman að sjá hvernig allt saman var því þegar að Grýla, Leppalúði og Tröllin börnin þeirra 10 voru að segja litla fólkinu til þá voru þau svo ofsalega frek og valdsmannsleg. Þau vildu öllu ráða og fólkið sjálft fékk engu að ráða.

Grýla og Leppalúði fóru í fína húsið sem þau notuðu til að stjórna í. Á meðan áttu Tröllin 10 að halda áfram að vinna.  Tröllin gegndu mömmu og pabba. Fóru til fólksins og sögðu þeim hvað þau ætluðu að gera.

Nú fór fólkið smám saman að hætta að trúa Tröllunum. Því fannst þau vera frekar ljót og í allt of stórum fötum. Tröllin 10 fóru þá til mömmu og pabba og sögðust vera að gefast upp því fólkið væri hætt að trúa þeim. En Grýla og Leppalúði skipuðu þeim að halda áfram því stutt væri eftir af tímanum sem þau hefðu. Áttatíu daganir væru að vera búnir. Tröllin gerðu þá aðra tilraun.

En allt kom fyrir ekki. Fólkið var alveg hætt að trúa þessari valdsömu fjölskyldu. Sögðu hingað og ekki lengra. Fólkið fór að sjá betur og betur að það sjálft ætti að fara að taka við stjórninni í landinu.

Þá fóru Tröllin heim til mömmu og pabba. Sögðust vera búin að fá nóg og ætla að fara að sofa. Grýla og Leppalúði sáu þá að ekki mætti svo búið við standa og fóru að sofa líka. Þau voru dauð uppgefin, enda búin að vaka daga og nætur.

Og á meðan að Trölla fjölskyldan svaf kom fólkið í landinu saman og sömdu um að mynda alveg nýja stjórn fyrir fólkið sjálft.

Þannig endar sagan Kalli minn.......

-Þetta var ekkert skemmtileg saga mamma. Afhverju ertu að segja mér svona leiðinlega sögu? Ég fékk hroll þegar þú varst að segja mér frá fjármálafólunum og Grýlu.

-Nú, þetta er bara saga um sem ég veit að gerist í framtíðinni eftir svona 30 ár og stendur í um 20 ár í viðbót.

-Þú verður að segja mér einhverja skemmtilega sögu á morgun mamma. En viltu ekki syngja fyrir mig eins og þú talaðir um?

-Jú, jú Kalli minn. Hér er nú kvæðið um hana Grýlu:

annað erindið af tveimur:

ath. aðeins stílfært

Grýla hét tröllkerling leið og ljót með ferlega hönd og haltan fót. Í hömrunum hún bjó og horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. Á börnunum valt það hvað Grýla átti gott, hvort hún fékk í mat sinn feit. Börnum valt börn í feit.____Börnum valt, börn í poka sinn og pott. Ef góð voru börnin var Grýla svöng og raulaði ófagran sultarsöng. Grýla.............a. ef fram á nótt. Um annað sem gerðist enginn þar enginn, enginn veit. Gerðist engin veit samstundis feit. Hló, hló kyssti lúða. Hló, hló svo nötraði hamarinn og kyssti Leppalúða sinn. Var um einhver Jól að börnin fengu buxur og kjól og þau voru öll svo undur góð að Grýla varð hrædd og hissa stóð. Þetta lengi lengi sat í fjórtán daga hún fékk ei mat. Þá varð hún svo mikið veslings hró að loksins í bólið hún lagðist og dó. En Leppalúðí við bólið beið og síðan fór hann sömu leið. Nú íslensku börnin eins ég bið að þau láti ei hjúfin lifna við. Grýla...............Grýla.............Grýla..........


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Undur og stórmerki?

Sérðu ekki háðið í þessu líka Júlus? Jafnvel frá byrjun ef skoðað er vel. Einnig á ýmsum stöðum í kvæðinu um Grýlu. Allavega hafði ég smá skemmtun af þessu innleggi frá mér

Ég þekkti hinsvegar nokkuð vel til Jóhönnu og get með sannleika sagt þér að ég hef mjög, mjög misjafnar skoðanir á henni. Ýmsilegt gott og svo annan líka sem ég nefni ekki á nafn.

Til Steingríms þekki ég hinsvegar ekkert.

Verðum bara að sjá hvernig þeim gengur. Hinsvegar mun það aldrei breyta sannfæringu minni að vilja stjórnmálaflokkana burt!

Ef ég legði fram á borðið og kæmi með allt það sem hefur gerst í lífi mínu held ég að mætti segja að það yrði sprengja.

Guðni Karl Harðarson, 2.2.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Undur og stórmerki? Háð til að bakka upp háð. Ég náði skilaboðunum.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hehehe, góð saga...og sönn.

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ, BURT MEÐ ÞINGRÆÐIÐ!!

Haraldur Davíðsson, 3.2.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sönn?

Að mestu nema að hann Kalli litli átti ekki heima á Hverfisgötu 23 fyrr en 10 ára (tvisvar til 14 ára aldurs). En þegar 5 ára bjó hann vestast á Vesturgötunni í Verbúð-Bragga þar...

Guðni Karl Harðarson, 3.2.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já. Og nú er allt að fara í gang af eldmóði! Eflum fólkið sjálft í komandi baráttu sem við að auðvitað gersigrum

Guðni Karl Harðarson, 3.2.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband