Færsluflokkur: Evrópumál
Mánudagur, 1. mars 2010
Þjóðarheiður - gegn Icesave....Guðni Karl segir:
Við munum berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan á ólögin 30. desember 2009 fari fram!
Hverjar eru eiginlega hvatir stjórnarandstöðunnar með því að halda þessu umræðum áfram og sýna þjóðinni svona vanvirðingu?
Átti þetta fólk ekki að vera kosið af fólki fyrir fólk? Eða var það ekki það sem sögðu almenningi? Hvernig er þá hægt að standa gegn vilja Forsetans í þessu máli? Er það ekki líka vanvirðing gagnvart honum líka?
Hvað segir það ykkur að þessi áhugi nýlenduveldanna að vilja halda þessum umræðum áfram þó þeir hafi áður sagt síðast að það sem samninganefndin kom með heim hafi verið þeirra síðasta tilboð?
Það skal hamast eins og þeir geta til að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna því þeir eru hræddir við útkomuna. Sem og stjórnin.
Viðræðunefndin hefur ekkiert umboð frá þjóðinni til að gera Bretum og Hollendingum tilboð.
Icesave skuldin er eingöngu skuld þrotabús Landsbankans, en ekki skuld þjóðarinnar!
Hversu lengi getur þjóðin þolað sífellda og endalausa vanvirðingu gagnvart almenningi á Íslandi? Er ekki komið nóg? Þarf ekki þjóðin að velja framtíð sýna sjálf?
Við munum berjast gegn svikum við þjóðina!
Hér slóðin á heimasíðu samtakana sem er í þróun og er aðeins upplýsingasíða
http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/
Það er engin ríkisábyrgð á Icesave!
Hér eru blogg nokkurra félaga í samtakanna Þjóðarheiður:
Theódór Norðkvist: http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/
Loftur Altice Þorsteinsson: http://altice.blog.is/blog/altice/
Helga Kristjánsdóttir: http://diva73.blog.is/blog/diva73/
Gunnar Waage: http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/
Axel Axelsson: http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/
Óskar Helgi Helgason: http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/
Jón Valur Jensson: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Jón Aðalsteinn Jónsson http://jaj.blog.is/blog/jaj/
Látið vita af fleiri bloggum!
Samninganefndin enn í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 2.3.2010 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðilega jólahátíð
Gleðileg Jól öll sömul!
Ég vona að á komandi ári muni málin skýrast og Íslandi muni opnast nýjar leiðir án ESB, Icesave og erlendar yfirtökur.
Áfram Ísland - hið raunverulega ÍSLAND!
Góðar stundir.
,,,,,Guðni Karl Harðarson,,,,,
áhugamaður um bætt þjóðfélag með mjög mikilli þátttöku almennings í stjórnun án flokka.
Þriðjudagur, 27. október 2009
Fjarstæðukennt
Hvernig er þetta hugsað? Eiga síðan öll þessi ríki að vera með inni í ESB? Ef það var ætlunin þá gengur þetta ekki upp því Ísland mun aldrei ganga í ESB og heldur ekki Noregur.
Ég held að málefnum Íslands verði ekki borgið inni í svona ríki. Meðal annars vegna fjarlægðarinnar og smæðarinnar.
Svo sýnist mér þetta vera hugsað með hámark valds með einu yfirvaldi. En allar tilheigingar í framtíðinni mun vera þveröfugt, að dreyfa valdi og færa til vald.
Það eru svo ótal spurningar sem koma upp í hugann. Eins og tildæmis kjarafyrirkomulag, heilsugæsla og svo framvegis. Ef ætti að fara að vinna að svona þá tæki það heilan áratug að koma slíku ríki saman og gera að veruleika.
Vill stofna norrænt ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. október 2009
Ísland er Landið mitt-2
Náungakærleikurinn
Til að fólk nái samhenginu verð ég að byrja á að koma dálítið inn á um sjálfan mig og skrifa í fyrstu persónu þó ég vanalega hallist gegn því formi í mínum bloggskrifum.
Þegar að ég var 14 ára tók ég ákvörðun um að helga lífi mínu að öðlast visku og skilning um lífið í kringum mig. Var það vegna sérstakra atburða sem ég get ekki um hér. Allt mitt líf hefur gengið út á þessa ákvörðun að öðlast dálítið skilning í hvað sé rétt og rangt. Að sjá öll þess viðkomandi atriði innan um fólk í samfélaginu í kringum mig. Að gera tilraun til að sjá og öðlast skilning á hvað náungakærleikur er og læra að bera virðingu fyrir náunganum. Að öðlast getu og til að tjá mig með mínum atriðum innan um fólk. Ég hef alltaf staðið fast með þessari ákvörðun minni.
Með tímanum hef ég því komist þannig að einn versti galli minn er sá að þola stundum ekki ýmsa galla annars fólks og ýmislegt sem fólk gerir, sem ég myndi aldrei gera sjálfur. Þessi atriði hafa skerpst svo rosalega í huga mínum og ég á því til að pyrrast í návist við fólk sem framkvæmir ýmsar neikvæðar athafnir og hefur lítinn skilning eða hugsar ekki um afleiðingar gerða þeirra. Ég verð var við þetta næstu daglega og verð stundum að passa mig.
Stundum er þetta svo erfitt því að maður lendir inn um fólk sem hefur litla sem engva visku sjálft og maður lendir svo í árásum frá því fólki sem hefur engin efni á að ráðast á annað fólk með aðdróttunum. Svo er annað að það eru svo sumir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa litla getu til að bera jafn mikla virðingu fyrir öðru fólki og veit lítið út á hvað virðing er. Sama hvernig líkamstjáningu fólkið sem er í kringum það hefur og hvern það tjáir sig. Ég hef oft orðið var við þetta atriði innan um fólk! Það eru oft margir sem eru að ota sér fram og tjá sig úti í þjóðfélaginu sem hafa lítinn samfélagsþroska. Það sem er svo leiðinlegt við þetta er að ef einhver verður fyrir árásum frá þessu tiltekna vanþroska fólki. Á leiðum mínum um lífið hef ég oft orðið var við svona atriði. Sérstaklega í enda síðastliðinn vetrar. Ég er alltaf að læra og komast að hlutunum. Þar á meðal að sjá hversu lítt þroskað fólk setur sjálft sig í aðstæður sem það á eiginlega skilið. Því hvernig er komið fyrir þeim sem koma óheiðarlega fram? Orðnir smáir og lítt áhugaverðir.
Í þessu samhengi langar mig til að vita hvernig færi kæmi út úr því að ef eitthvert afl tæki sig til auglýsir sig sem vanþroska, aumingja og kannski sem möguleika á að hagræða hutunum í eigin vil í byrjun? Þar að segja lítillækkar sig í byrjun. Er einhver möguleiki að snúa slíku dæmi við eftir á? Að gera svoleiðs afl að hreinu, heiðarlegu og þroskuðu risastóru afli? Í stað þess að hrynja vegna þess að það hafi komið í ljós að þeir sem hafi gefið sig út fyrir að vera heiðarlegir í byrjun og ætla að gera einhverja góða hluti en fljótlega komið í ljós hið gagnstæða og allar þeirra ætlanir hafi hrunið vegna þess að hafa gleymt öllum loforðum og eða aldrei ætlað sér að gera neitt nema fyrir sjálft sig. Mér er auðvitað ekki alvara en var bara svona að spá í þetta.
Þegar að ég varð fullorðinn þurfti ég sem fatlaður maður að leita aðstoðar við að fá vinnu hjá til þess sérstakri atvinnumiðlun þeirra. Allir sem þurftu að leita til þessarar miðlunar þurftu að gangast undir sérstakt getupróf og líka persónuleikapróf. Getuprófið var þannig krossapróf þar sem fólk átti að leysa ýmsar þrautir, raða saman táknum, ferhyrningum, hringjum, þríhyrningum osfrv. ( flokkað niður í 5 flokka hver með 12 spurningum, alls 60 krossaspurningar). Það er skemmst frá því að segja að ég stóð mig mjög vel og veit að ég hafði amk. 57 af 60 réttar. En er þó nær viss um að hafa haft fleiri svör rétt. Það var síðan sagt við mig að ég gæti unnið við hvað sem er!
Varðandi síðan sem gerst hefur í lífunu þá hafa svo mörg atriði spilað inn í það hvernig persóna ég er. Þó að geta hafi verið til þess þá einhvern veginn (ég nefni hér ekki allt) æxlaðist það svo að ég gekk ekki til hærri eða hæstu menntunar, þó ég átti að hafa getað það. Meðal annars hvað hefur komið fyrir mig og einnig spilar ákvörðun mín frá 14 ára aldrinum þar inn í.
Í lífinu hef ég verið að skoða mjög marga hluti og lesið mig til um mjög marga hluti. Borið það saman og brotið til mergjar um réttmæti þess sem ég les. Allt tekið mið af því að öðlast sem mesta lífsreynslu.
Ísland er ríkt Land
Afhverju er ég að mótmæla? Það er ekki vegna þess að ég vilji bara vera á móti öllu og vera reiður út í allt. Heldur er það vegna þess að ég vil ekki að fólk brjóti á sannfæringu minni! Sannfæringu sem ég hef öðlast við leit minni að réttlæti og virðingu manna á millum. Það er ekkert réttlátt sem stjórnvöld eru að gera gangvart almenningi. Það er hinsvegar réttlát sannfæring mín um hið gagnstæða! Það skal aldrei brjóta á mannréttindum heildarinnar til hjálpar hinum fáu sem hafa brotið af sér. Með því er verið að bjóða slíku velkomið aftur og segja að það sé í lagi að gera það aftur.
Ég fór í Berjamó seint í sumar upp í Borgarfjörð. Þegar að ég var að troða mér innan um runna þá hrökklaðist Farsíminn min upp úr vasa mínum og ég uppgvötvaði það ekki fyrr en þegar að ég var kominn heim til Reykjavíkur. Mér sárnaði auðvitað að hafa tapað símanum en þó sárnaði mér ekki eins mikið af eignatapinu eins og að hafa gengið að landinu sem ég gekk um. Því allir hlutir sem lenda inn í náttúrunni sem eiga ekki heima þar eru aðskotahlutir. Eitt smátt gerir margt stórt.
Nú starfa stjórnvöld á Íslandi sem vilja bjóða erlendum mannverum sem eru ekkert annað en aðskotahlutir heim í landið okkar. Því hvað er það annað en aðskotahlutur, afætur og hrægammar sem kemur inn í landið okkar til að breyta þar aðstæðum sér í vil og hagnast sjálfir á breytingum á landinu okkar? Taka með sér síðan afrakstur landsins okkar burt. Í stað þess að við sjálfir, almenningur sem vinnum þetta land og njótum þessa lands geti notið fullan afrasktur erfiðis okkar án þess að vera aðskotahlutur á landinu og náttúru þess!
Ísland á sér svo mikin auð að við sem búum hér og ræktum þetta land eigum sjálf að njóta afrasktur vinnu okkar af hverskonar nýtingu auðæfa okkar til okkar hags sjálf í stað annarra sem búa ekki í þess landi og bjuggu ekki til afrakstur auðæfa okkar. Það eru aðeins við sem byggjum upp og vinnum í okkar landi sem eigum fullan rétt á landinu og afrakstur auðæva þess heldur en einhverjir auðmanna sem vilja nýta sér okkar vinnu og afraskur sjálfir án þess að koma nálægt þeirri vinnu nema að litlu leiti sjálfir og aðeins svo litlu leiti sem þeir geta!
Að sjálfsögðu eigum við íslendingar sjálfir að búa til aðstæður fyrir verðmætasköpun af landinu okkar í og njóta síðan okkar afraksturs sjálf. Það eru fullt af verkefnum sem við gætum sett í gang sjálfir án þess að vera aðskotahlutir, afætur á landinu okkar með þeim eyðileggingum sem því fylgja. Það þarf ekki að ganga á náttúruna!
Ef ég sjálfur réði í þessu landi og mér myndi bjóðast öll þau falboð sem hægt væri eins og að útlendingar borgi upp skuldir landsins. Þá myndi ég tafarlaust segja nei við slíku gylliboði. Ég myndi aldrei selja landið mitt/okkar gegn hverskonar falboði sem væri fáanlegt! ALDREI! Slíkt væri ekkert annað en svik gagnvart því vinnsama fólki sem starfar í þessu landi til að hafa í sig og á. Að fórna landinu sínu er eitt hið versta sem nokkur manneskja getur gert!
EKKERT ICESAVE - EKKERT ESB!
Endursköpum Ísland með okkar eigin vinnuafli og byggjum upp afurðir okkar sjálfir!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 14. október 2009
Um hvað er þessi frétt?
Já ég bara spyr.
úr frétt>Svör við 2500 spurningum Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands, verða tilbúin á föstudaginn og verða þá til Brussel til yfirlestrar.
úr frétt>Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður starfshópsins og sagði hún að ekki væri búið að ganga frá endanlegum svörum og því sé hægt að fara yfir og endurskoða svörin fram í miðjan nóvember. Síðan verði útbúið álit sem fari til ráðherraráðsins Evrópusambandsins í desember gangi allt að óskum.
Hvernig má skilja þessa frétt? Svör verða tilbúin á föstudaginn til Brussel en samt endanleg svör ekki tilbúin fyrr en um miðjan nóvember? Verða svörin sem send verða út á föstudaginn einskonar hint um hver lokasvörin verða fyrir Brussell að kíkja á þangað til að svörin verða alveg tilbúin? Þetta er þá svona pakki sem Brussel og Samfylkingin kastar á milli sín fram og til baka? Spurningarnar eru svo margar að ætla mætti að þær verði að vinna mjög vandlega áður en að þær væru sendar út og það þá aðeins gert með samninganefndinni í lokin. En auðvitað eiga þeir sem eru á móti að vera með. Eða er þessi frétt bara bull og vitleysa?
Það er síðan sjálfsögð mannréttindi fyrir íslendinga að fá að lesa spurningarnar á íslensku því langt í frá er að allir séu nógu læsir á erlenda tungu og spurningarnar eru margar og flóknar. Síðan skiptir þetta allt saman svo miklu máli fyrir framtíð Íslands að þetta verður að vera til á íslensku. Þó ég sé auðvitað harður á móti aðild þá skiptir það engu máli í þessu sambandi og þetta sjálfsögð krafa.
Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. september 2009
Einn lítill draumur um Jóhönnu og Össur
Aðfaranótt fimmtudagsins síðasta dreymdi mig þennan líka sérkennilega draum.
Ég átti (í draumnum) heima í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi með steyptum kjallara. Í draumnum leit út fyrir að kjallaraplássið væri notað fyrir dagheimili barna á aldrinum 3-7 ára. Allt í einu sé ég hann Össur vera kominn niður í kjallarann að klæða litlu börnin í skóna sína. Ég fylgist með en án þess að virða hann viðlits og tölumst ekki við né höfum augnsamband.
Svo stuttu seinna (í draumnum) hringir hún Jóhanna bjöllunni við aðal inngang á fyrstu hæðinni og ég fer til dyra.
-"Viltu nú ekki koma til baka í Samfylkinguna Guðni minn?" spyr Jóhanna.
-"Nei, nei, nei, nei, nei, aldrei vegna ESB" svaraði ég og hvað sterklega til orða.
Snýr þá Jóhanna sér fussandi við "puhh" og labbar niður tröppurnar.
Vaknaði ég svo rétt á eftir.
Er einhver sem getur ráðið í meiningu þessa draums?
Það er nú slæmt ef þau eru farin að vitja manns í svefninn líka Nóg kemur þetta lið upp í hugann svona dags daglega.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Áfram svo sannir íslendingar!
Þetta eru góðar fréttir! Lang flestar skoðanakannanir hafa verið á þessa vegu. Amk. nú á árinu og hefur aðeins ein skoðanakönnun verið aðeins smá á hinn veginn, ef mig minnir rétt.
En það er spurningin hvað gerist á næstu mánuðum..........Vegna þess að nú fara gylliboðin að hrynja af borðum Samfylkingarinnar og annara ESB sinna.
Við getum allt eins búist við einhverju sem skellir á þjóðinni eins og þruma. Og margir fari að spyrja sig. Síðan er það þetta með forræðisgildið (frumvarpið er ráðgefandi). Þar að segja ef í þjóðaratkvæðagreiðslu verði á endanum munurinn mjög lítill gegn því að ganga inn þá mun ríkisstjórnin finna allt sem hún getur til að troða þjóðinni inn samt. Hugsum vel og vandlega hvað ríkisstjórn er fær um í gegnum þetta alþingi. Hún hefur svo sannarlega sýnt það hversu megnug hún er gegn fólkinu í landinu með ofríki sínu og ólögum.
Við þurfum að halda vöku okkar gagnvart þessu liði og verja þjóðina okkar. Það er sama hvaðan gott fólk kemur í liðið!
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. september 2009
Hvað er réttlátt og sjálfsagt í þessu máli?
Auðvitað á fólk að geta séð allar spurningarnar á íslensku og svarað þeim sjálft í huga sér. Það eru sjálfsögð réttindi til að geta myndað sér skoðun á málinu. Alveg á sama hátt og þeir sem eru andstæðingar inngöngu sýni fólki sínar eigin spurningar og á íslensku. Allir sem vilja ættu að eiga þess kost að nálgast allar spurningar frá aðilum báðum megin við borðið.
>Bændum hefur ekki verið boðin þátttaka í þessu starfi enn sem komið er, að sögn Haraldar. >Sama segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, sem vísar til áðurnefndrar þingsályktunartillögu.
Auðvitað ætti að bjóða öllum aðilum innan sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálum aðgang að þessum níu undirhópum. Þessir hópar ættu ekki aðeins að vera fyrir þá sem ætla að sér að koma þjóðinni inn í þetta samband!
Ég þarf engva prófessora til að segja mér þetta.
Ísland og ESB ekki jafnsettir aðilar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. september 2009
Skynsemi?
Íslenska þjóðin mun aldrei ná frið í landinu ef samþykkt yrði innganga í ESB. Sama hvernig!
Það er alveg ljóst að það er langt frá því að friður hafi náðst á Íslandi síðan að allt hrundi. Nú er að vera ár síðan að holskeflan fór af stað. Nú stendur fólk í hverju horni með sínar eigin hugmyndir hvað á að gera og enginn getur sameinast um neitt.
Það eru mjög margir óánægðir með stjórn Samfylkingar og VG. Það er staðreind að þessi ríkisstjórn hefur tekið kolvitlaust á málum okkar íslendinga og í reynd gert málin erfiðari en þau þurfa að vera! Það á ekkert fyrir alvöru að gera fyrir almenning í landinu. Hvorki laga hag heimilanna né bæta tekjutap þeirra láglaunafólks sem varð fyrir barðinu á kreppunni. Síðan ein stærstu svik íslandssögunar gagnvart almenningi. Það þarf að koma þessari ríkisstjórn frá hið fyrsta!
Síðan er spurningin hvað taki við eftir að þessi stjórn er fallin? Ríkisstjórn Sj. + Framsókn? Það er fullt af fólki sem mun aldrei verða ánægt með það að þessir flokkar taki við. Einmitt vegna fortíðar þeirra í þessu máli öllu.
Síðan treystir enginn Borgarahreyfingunni vegna ósættis og glundroða þeirra.
Það er alveg ljóst að á Íslandi verður ekki friður nema að eitthvað nýtt taki við! Það er alveg ljóst að framtíð Íslands er best borgið hjá almenningi. Að fólkið í landinu taki sig sjálft til og vinni landið út úr þeim vanda sem þjóðin er í!
Það er alveg ljóst að hvergi er raunhæft að þeir sem hafa átt á einhvern þátt í hvernig er komið fyrir Íslandi geti tekið þátt í að endurreisa Ísland! Sama með hvaða stefnu þeir eru fylgjandi. Að segja fólki eitthvað annað er einfaldlega blekking!
Það er síðan algjörlega ljóst að það mun aldrei nást friður á Íslandi ef þjóðin gengur inn í þetta ESB samband. Því við það munu alltaf verða tvær þjóðir í landinu sem gætu farið í enn meiri baráttu innbyrðis!
Það er alveg ljóst að til er RISA stór hópur manna sem mun aldrei sætta sig við að Ísland gangi í ESB! Því þó að Samfylkingin og VG ætli sér að setja þjóðina inn í þetta samband þá mun það fólk aldrei samþykkja það og því verður aldrei friður á Íslandi.
Miðvikudagur, 9. september 2009
Ég er sendiherra Íslands!
Alveg eins og allir hinir sem eru andstæðingar inngöngu í ESB!
Við eigum þegar okkar sendiherra fyrir heimsbyggðina sem er
Ísland
Þér stendur til boða að velja Ísland til framtíðar. Alltaf verða góðir varðliðar velkomnir í hóp þeirra sem hafa áhuga að starfa við að koma í veg fyrir inngöngu!
ÁFRAM ÍSLAND! - EKKERT ESB!
Í tilefninu endurset ég hér inn ljóðið mitt:
Ljóðið mitt sem varð til þegar að Valhöll brann og ríkisstjórnin var að hefja viðræðurnar á alþingi.
Í dag átti þjóð mína að svivirða og svíkja,
því svarrar í gömlum Goðum,
í ESB samband of margra ríkja,
og gerræði manna að voðum.
Hér grætur Ísland heitum tárum,
á helgasta íslenskum stað,
og landið stendur eftir í sárum,
en Goðin þau segja nei við það,
Hér logar mikið við Valhöll,
vargold þau segja verkin vera,
þau mættu því við á þingvöll,
því gamla ástkæra landið skildi verja,
Pressan: Gunnar Snorri stýrir viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)