Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 27. október 2010
Hvað með peningasýkina?
Hvað með peningasýkina? Er hún ekki ein þessara sjúkdóma? Væri ekki hægt að senda fjárglæpamennina í erfðamerkis rannsókn?
Það er alvög öruggt að þeir hafa gallað erfðamark í erfðamenginu. Jafnvel marg-gölluð.
Gott væri að finna þetta svo við gætum varast vítin fyrir framtíðina.
Erfðakortið endurbætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. október 2010
Stjórnarskráin tekin fyrir (1 hluti) + nýtt myndband
Í 76. gr. stjórnarskrárinnar stendur eftirfarandi:
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
**********
Engin nánari skilgreining er á þessu ákvæði. Á fundi Bótar um fátækt komu fram sögur um fólk eins og tildæmis ótrúleg saga af 82ja ára gamalli konu eftir að sambýlismaður hennar féll frá (vildi að ég hefði hér söguna í heild sinni og mun leitast eftir því að fá upptökuna ef hægt væri).
Þetta ákvæði stjórnarskránar er algjört bull og er þverbrotið ótal mörgum sinnum.
Mér er spurn! Hvað ætti hér að gera? Skilgreina ákvæðið betur eða setja sérstök lög um þetta? Ég er því fylgjandi að sett verði sérstök lög um þetta ákvæði! Lög sem væru tímasett á sérstaka lögbók og tekin skipulega fyrir. Þar sem öryrkjabandalagið og/eða almenningur gæti komið með sínar hugmyndir inn þegar að lögin yrðu tekin fyrir. Sem mundi að minnsta kosti tryggja það að svona mannréttindi séu virt!
Ég get upplýst það að þessi tilteknu lög voru þverbrotin á sjálfum mér þegar að ég þurfti að fara hvað eftir annað í aðgerð á árunum 1980 til 1985 og samtals 37 vikur í gifsi. Meðal annars var fjárhagsleg framtíð mín ekki tryggð!
Þetta ákvæði stjórnarskránar þarfnast þannig mikillar skoðunar!
__________________________________
Ég hef verið að taka upp myndband af mér fyrir framboð mitt. Hér er eitt nýtt myndband sem var tekið á síðasta laugardag niðri í Lýðveldisgarði Íslands (á svæðinu sem ég var alinn upp). Þetta er stutt myndband(1,38 min.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. október 2010
Fundur Bótar um fátækt og myndir af honum
Í 76. gr. stjórnarskrárinnar stendur eftirfarandi:
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Þessi atriði stjórnarskrárinnar eru marg sinnis þverbrotin!
Ég var á um margt ágætum fundi um fátækt á Íslandi. Forseti vor sýndi fundinum og málefninu góðan stuðning með því að mæta á staðinn. Hinsvegar sendi ríkistjórn Íslands skýr skilaboð að þau hefðu ekki áhuga á að sinna þessum málum af neinni alvöru. Algjör vanvirðing á það fólk sem á í fátækt og á varla fyrir mat né nauðsynjum. Gerðu það með því að láta ekki sjá sig nema þó hann Ögmundur.
Ég tók með mér myndavélina og smellti nokkrar myndir:
Það má alveg smella tvisvar á hverja mynd (sjá hana stóra)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2010 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. október 2010
Umhugsunarvert!
Það er sannarlega umhugsunarvert hverng það væri hægt að ná þessum peningum til baka? Hafa þessi samtök sérstaklega útfært slíkar hugmyndir?
Þetta er nokkuð sem mætti kannsk ræða og koma inná á fundi Bótar í salnum í Kópavogi sem verður í kvöld kl. 20.00.
Þetta er nokkuð sem kæmi ekki fyrir ef Lögin væru sett á sérstaka lögbók.
http://gudnikarl.wordpress.com
Vilja fá endurgreitt frá bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. október 2010
Hvatning til framtíðarinnar
Lögin til fólksins er hvati til þess að hafa áhrif á sína eigin framtíð. Hvati til þess að taka þátt í stjórnun á ákvarðanarétti okkar. Möguleg leið út úr ógöngum. Möguleg leið út úr Tryggingavítinu (fátæktargildrunni, lækkun launa og refsing fyrir dugnað). Möguleg leið til að jafna tekjur.
Hugsið ykkur að öryrkjar eða aldraðir geti haft áhrif á atriði í lögum sem væru skipulega tekin fyrir.
Gott fólk. Það eru hugmyndir okkar sem eru hvatningar á leið okkar til framtíðarinnar.
Gott fólk. Það væri mjög gott að fá mikla aukningu á samfélagsvitund okkar með þátttöku í ákvarðanatöku lagana!
Setjum lögin á sérstaka lögbók, skipulega með tímasetningu! Því þá getum við tekið þátt í ákvarðanatökunni!
Skoðið vandlega grunnskelina mína á framboðsbloggi mínu:
http://gudnikarl.wordpress.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. október 2010
Í gær fékk ég svarið um að hafa gallalaust framboð
Gott fólk.
Framboð mitt er formlega hafið!
Vegna sérstakra ástæðna sem ég nefni ekki hér..........fékk ég svör frá landskjörstórn í gær að framboð mitt til stjórnlagaþingsins sé ágallalaust.
Hluti úr netpóstsvari frá í gærdag (sunnudag): .................."og engir ágallar komið í ljós á framboðinu"
Því veit ég fyrir víst að ég verð á þeim lista sem verður birtur þann 3. nóv.
Kjörorð mín eru:
Lögin til fólksins
523 í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2010 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. október 2010
Tilkynning vegna framboðs
Gott fólk.
Framboð mitt er formlega hafið!
Vegna sérstakra ástæðna sem ég nefni ekki hér..........hef ég fengið svör frá landskjörstórn að framboð mitt til stjórnlagaþingsins sé ágallalaust.
Hluti úr netpóstsvari: .................."og engir ágallar komið í ljós á framboðinu"
Því veit ég fyrir víst að ég verð á þeim lista sem verður birtur þann 3. nóv.
Kjörorð mín eru:
Lögin til fólksins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 22. október 2010
Hræsni og undirlægjuháttur vegna ESB umfjöllunar
Ég var á margt ágætum fundi stjórnlaganefndar um stjórnarskrármál í Súlnasal Hótel Sögu í gærkveldi. Þar kom ýmislegt fram um þjóðfundinn, sem og um stjórnagaþingslögin og hvað ætti að vera innihald nýrrar stjórnarskrár.
Samt komu þar atriði sem ég var alls ekki sáttur við! Ég vil ekki vera neikvæður en mér blöskraði dálítið.
Það kom upp á fundinum að það ætti ekki að trufla gerð endurgerð stjórnarskrárinnar með því að fólk fengi að kjósa um hvort að það ætti að draga umsóknina og aðlögunarferlið um ESB til baka. Sérstaklega tók þar til máls Samfylkingarmaður (ég ætla ekki að nefna nafnið hans) sem tjáði sig um þetta mál og eiginlega skammaði fyrir það að þingsályktunartillagan hafi átt að bera fram.
Síðan var þetta rætt á fundinum og sumir voru sammála um að ekki ætti að trufla kosningu fulltrúa á stjórnlagaþingið með þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. Klöppuðu þannig sumir (EKKI ÉG!) þegar að umræðan um málið var kláruð. Held líka að þeir sem hafi klappað hafi verið nokkrir ESB sinnar.
Nú kem ég loksins að ástæðunum fyrir þessum skrifum mínum hér!
1. Það er á vissan hátt hræsni að neita þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að ég veit ekki betur en að það eigi að ræða um atriði númer 7. í stjórnlagaþingslögunum (framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála).
Þeir fylgjendur sem klöppuðu finnst þá að það eigi ekki að fjalla um þetta meðfram kosningu til þingsins en vilja þó að það verði rætt í vinnu stjórnlaganefndarinnar, sem er algjör hræsni. Nema að þetta fólk séu svo miklir sakleysingjar að átta sig ekki út á hvað málið gekk.
Sem sagt. Þau vilja að það sé rætt innan stjórnlagaþingsins en ekki utan þess. En bera því við að það trufli vinnu á kosningu til stjórnlagaþingsins.
2. Samfylkingin setti í lögin um að ekki mætti fjalla um ESB afsögn nema 3 mánuðum eftir að þing hæfist. Vitandi það að svo gæti farið að þessi þyngsályktunartillaga gæti verið borin upp. Sem er líka hræsni og undirlægjuháttur vegna þess að þeir vildu ekki að svo gæti farið að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði sett í gang. Vegna hræðslu og vitandi þess að vera búnir að undirbúa sig sérstaklega fyrir 7. liðinn og safna fólki til að bjóða sig fram á stjórnlagaþingið með því að geta sett inn einhver lög sem þau eru búin að forsníða, um framsal ríkisvalds.
Hræsni og undirlægjuháttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. október 2010
Samantekt af mínum hugmyndum á stjórnlagaþingið
Ágæta fólk sem hér les!
Eins og margir ykkar vita ætla ég að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins. Ég hef verið að setja sérstakar hugmyndir mínar saman um hvað ég hefði áhuga á að yrði fyrir valinu í endurgerð stjórnarskrá Íslands.
Ég ætla því að koma með samantekt úr mínum hugmyndum hér:
1. Ríkistjórn valin í almennri kosningu (dómsvald velur sína fulltrúa, almenningur sína fulltrúa og flokkar sína fulltrúa). Þverpólitískt persónukjör.
2. Öll lög sem snúa að Íslandi sjálfu (ná jafnt yfir allt landið) séu sett á sérstaka lögbók aftan við stjórnarskrána, sem fulltrúar dómsvaldsins tempra.
3. Þau lög tekin fyrir skipulega eftir tímasetningu árlega. Þau annaðhvort endurbætt eða gerð ný (bætt við).
4. Hópar eins og öryrkjar og aldraðir geti komið beint að lögunum með því að mæta á almannaþing og fá almannaþingmenn til að taka hugmyndir fyrir og kjósa um þær. Meirihluta hugmynd færi síðan með þegar að tiltekin lög yrðu tekin fyrir.
5. Stjórnlagaþing væri alltaf starfandi til að halda utan um kerfið. Til að vinna að endurbætingu.
6. Þau lög sem eru tilheyrandi sjálfum svæðum séu rædd á svæðisþingum sem væru tengd því að Íslandi yrði skipt niður í 5 sjálfsstjórnarsvæði. (?ath.)
7. Alþingi (fækkun þingmanna) tæki við lögunum og sjái um að þau séu unnin og kláruð. Skila þeim síðan beint til baka á lögbók.
Sjá nánar:
http://gudnikarl.wordpress.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. október 2010
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram?????
Í dag er verið að leggja fram þingsályktunartillögu um hvort bjóða eigi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram aðlögunarferlinu. Að bjóða upp á þá þjóðaratkvæðagreiðlsu samhliða atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþingsins?
Hér er fréttin af Heimssýn:
Kemst ESB-umsóknin í þjóðaratkvæði?
Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni standa að þingsályktunartillögu sem lögð er fram í dag um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er svohljóðandi
Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Með henni eru Ásmundur Daði Einarsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir úr Vg; Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen úr Sjálfstæðisflokki; Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni.
ÉG STYÐ ÞESSA ÞINGSÁLYKTUN 100% vegna þess að það er réttlátt og lýðræðislegt að fá að hafa segja hvort að viðræður eigi að halda áfram. Hvort sem ég sé stuðningsmaður eða ekki.
Þó vakna upp spurningar hvort þetta gæti ekki verið óþægilegt fyrir þá sem eru gegn ESB og eru jafnframt í framboði til stjórnlagaþingsins.
Skiptar skoðanir um ESB komu á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |