Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Framboðsúttekt mín
Jæja þá er nú þessi barátta búin og best að fara að snúa sér aðeins að Jólunum og fleiru.
Ég vil byrja með að þakka öllum þeim sem kusu mig í kosningunum kærlega fyrir stuðninginn!
Ég veit að ég fékk stuðning frá fólki í íþróttaheiminum, skákheiminum, fólk sem ég þekki sem á leið um Mjóddina og fullt af fólki sem ég þekki sem ég er viss um að kaus mig í fyrstu sætin (eins og það fólk sagði).
Þetta var fyrir mér óvönum manninum svolítið sérstök kosningabarátta. Ég ákvað í byrjun að reyna að stressa mig ekki í baráttunni og taka hlutunum létt.
Ég fékk yfirleitt mjög jákvæð viðbrögð hjá fólki sem ég þekki og kannast við! Nema frá einum aðila sem sagðist EKKI ætla að kjósa mig. En sá aðili hafði engan skilning út á hvað málin gengu.
4 myndbönd, 1 útvarpsviðtal, allt þetta án þess að hafa komið nokkurn tímann fram í sjónvarpi eða útvarpi.
3 framboðssíður og tvær opinberar kynningarsíður á netinu og 1 jakki (aðallega til smá gríns vegna sjónvarpsauglýsinga nokkurra frambjóðenda og til að muna og minnistengja fyrir framtíðina).
Ég ákvað að nota mér sérstöðu eins og hægt væri til að vekja athygli á mér. Eins og tildæmis að vera með sérstakt myndband úr lýðveldisgarði Íslands, uppi á tjaldi í kynningu frambjóðenda hjá stjórnarskrárfélaginu í stað þess að stíga í ræðupúlt óvanur maðurinn.
Ég var mjög duglegur að mæta á fundi og viða að mér efni sem ég mun geyma hjá mér fyrir framtíðina.
Samt komu fyrir nokkur óvænt og sérstök atvik. Ég get því ekki miður sagt á þessu stigi nákvæmlega hvað gerðist. Vil ég þar nefna atvik sem komu fyrir utan og eftir fund þegar að ég var á fundi stjórnarskrárfélagsins þegar að þeir voru haldnir úti á Granda, atvik sem gerðist þegar að ég var á fundi Bótar í Salnum Kópavogi og síðan eitt sérstakt atvik á fundi stjórnarskrárfélagsins í sal FIH. Öll þessi atvik tengjast saman á vissan hátt.............Aðeins þeir aðilar sem komu þar að vita út á hvað þetta gekk.
Síðan var það gangan og kertatendrunin í Lýðveldisgarðinum á föstudeginum fyrir kosningarnar. Mjög sérstakt hvernig það varð til.
En, allt saman mjög áhugavert og ég mun svo sannarlega ekki hættur í þessum málefni þó ég taki mér frí þangað til Í Janúar.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Koma svo!!!!!
Ég skora á fólk að mæta á kjörstað á morgun. Þessi kosning skiptir rosalega miklu máli fyrir framtíðarkynslóðir þjóðarinnar.
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þessi kosning muni verða eftirminnanleg í huga fólks í framtíðinni. Sem byrjunin á breytingum!
Ég ætla að fullyrða einnig að kjörnir fulltrúar, stjórnlagaþingmenn muni ná að efla lýðræðið á Íslandi og búa Ísland undir þá framtíð sem við viljum hafa.
Sérstaklega lög um mannréttindi!
Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Virðist vera brot á réttindum
Þeir sem eru ekki blindir og sjónskertir geta fyllt út gerfi-kjörseðil og mætt með hann á kjöstað til að setja það val yfir á þann rétta. Ekki eru þeir með neinn eftirlistsmann yfir sér þegar að verið er að kjósa á kjörstað.
Blindir og sjónskertir þurfa mögulega aðstoð heimavið til að fylla út gerfikjörseðil og síðan væri það sjálfsagt að þeir hafi með sér sinn aðstoðarmann á kjörstað þegar að þeir færa yfir á milli á raunverlega löglega kjörseðilinn.
En eftirlitsmann kjörstjórna finnst mér fráleitt hægt að skylda þá til að hafa með sér í kjörklefann. Sérstaklega að þeir hafa ekkert leyfi til að sjá hvað hefur verið kosið og sett á löglega kjörseðilinn.
Eins og ég sé þetta virðist þetta vera brot á mannréttindum blindra og sjónskerta. Sjálfsagt að kæra þetta ef það stenst ekki lög!
Blindir ósáttir við eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Af framboði mínu: nýtt myndband
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Hér er nýtt myndband sem var tekið upp hjá stjórnarskrárfélaginu. Ég vil þakka Þórði Grétarsyni og Guðmundi Ragnari Guðmundssyni hjá stjórnarskrárfélaginu fyrir framkvæmd upptökunnar.
Þetta myndband er unnið með kastara og lesið fyrir hljóðnema í ræðupúlti.
Miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Hvað er lýðræði?
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Skoðun:
Síðan að ég byrjaði að hafa þennan mikla áhuga minn á stjórnarskrármálum fyrir meira en þremur mánuðum hef ég mikið vellt því fyrir mér hvað lýðræði sé. Fókusað þannig mikið á þeim tíma dálítið á þennan hluta verkefnisins. Þó að ég hafi oft vellt lýðræðismálum fyrir mér á undanförnum árum.
Já, hvað merkir eiginlega þetta fagurskapaða orð: LÝÐRÆÐI?
Er það ekki bara einfaldlega að lýðurinn ráði?
Í mínum huga er margt sem taka þarf með í reikninginn þegar að hugsað er um þessi mál.
1. Lýðræði er víðóma í þeim skilningi að það ómar vítt og breytt til fólksins.
2. Lýðræði er að hafa áhrif. Því er lýðræði sem slíkt sí-aukandi frekar en að það dragi úr áhrifum á verkefni.
3. Lýðræði er þannig meðvitund fólks til að hafa áhrif á stjórnarfar sem snúast um málefni sem snúa að fólkinu sjálfu sem búa og starfa í þessu landi. Snýst þannig fyrst og fremst um Ísland sjálft, því þar sem lýðræðið er, er jú lýðræðið í verki.
4. Lýðræði er sem slíkt alltaf útbreiðanlegt og stækkar meira og meira. Eflist.
af lýðræði verður ekki tekið því lýðræði er aðeins eitt vald.
5. Lýðræði er sí-aukin meðvitund fólks til áhrifa.
Samlíking:
Við gætum hugsað okkur stóran og breiðan sívalan staut (staur) úr vaxi (lýðræðið) sem er verið að vinna að. Þeir sem vinna að eflingu hans koma að vinnu með því að stækka vaxstautinn að umfangi og kannski með því að hækka hann líka.
Á meðan að aðrir mæta með Meitil og Hamar til að höggva stykki úr stautnum og taka það með sér til að hafa not fyrir það. Á sinn máta.
Ég er með þessu að beina sjónum að því að það er ekki hægt að taka af lýðræði og nota vald frá því, vegna þess að lýðræði verður alltaf efling en ekki skipting. Þannig geta ekki hópar (eins og tildæmis stjórnmálasamtök) komið og tekið af lýðræðinu (dreifa því) til að nota sjálfum sér til framdráttar. Eins og með þeirri hugsun að nota sem vald yfir fólkinu. Á sama hvaða hátt það væri gert.
Lýðræði er því ekki valdskipting því það verður ekki tekið af því og því verður ekki skipt niður.
Í mínum huga er því ekkert fulltrúalýðræði, eða beint lýðræði sem slíkt. Heldur aðeins LÝÐRÆÐI. Því orðið hefur aðeins eina merkingu.
Lýðræði er því aðeins sameining í eitt vald sem er vald fólksins.
Hér tengi ég nú efnið yfir í skoðanir mínar á skiptingu valdsins.
Lýðræði snýst því um að við kjósum fulltrúa okkar sem leitast til við að ná fram skoðunum okkar að þeirra ákvarðanatöku sem snúa að málefnum íbúanna. Við veitum umboð til að þeir sem stjórna geri það eftir jákvæðum forskriftum eins og það að þeirra aðgerðir leiði ekki til síendurteknar neikvæðra ákvörðunartaka sama hvað skoðanir fólk hefur. Að valdið sé ekki þannig háttað að þeir sem stjórni geri það sem þeim sýnist án tillits til afleiðinga þess út í þjóðfélgið. Að þeir sem stjórna séu ekki eitthvert yfirvald sem geri hvað sem því sýnist.
Fulltrúar þessir eru því beinir fulltrúar fólksins og leitast þannig til þess að fá sjónarmið þess til uppbygginar ákvarðanataka.
En fólkið kemur síðan með sín sjónarmið til að hafa áhrif á uppbyggingu ákvarðanataka.
Lýðræði kemur þannig frá fólkinu og til baka til fólksins. Á þannig alltaf að virka í báðar áttir.
Samkvæmt mínum hugsunum er ekki ráðlegt að auka vald einhverrar stofnunar eins og tildæmis alþingi vegna þess að tilgangurinn hlýtur að vera sá að draga úr valdi. Þannig ætti að fækka þingmönnum eins og hægt væri til að losna við þingræði þar sem flokkarnir koma inn með vald sitt. Þannig væri fjölgun á þingmönnum aðeins til þess að alþingi fengi meira vald og því flokkarnir sem ráða þar. Skiptir því engu hvernig valdi væri skipt niður á þeim stað.
fleiri þingmenn= meira þingræði og meira flokksræði
færri þingmenn= valddreyfing (valdminnkun) og draga úr þingræði
Ég hef áhuga á að kjósa beint á ríkistjórn vegna þess að þar gætir áhrif lýðræðisins sem best og mestur möguleiki væri fyrir almenning að koma að ákvarðanatöku þar sem almenningur getur komið inn skoðunum sínum og þeir sem stjórna virði sjónarmið fólks og leitist eftir að fá fram skoðanir þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Nýtt kynningar myndband
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína_______________________________________
Gott fólk.
Ég er nú tilbúinn með nýtt kynningarmyndband.
Myndband þetta (1.49 min.) var unnið heima með einfaldri Videó upptökuvél. Notast var við loftljós og enga lampa eða kastara. Ég fékk góða hjálp frá frænda mínum við upptökuna og öðrum frænda mínum við að breyta því úr MOD skrá í MP4 skrá.
Ég biðst velvirðingar á að óvart datt orðið GÓÐU út við lesturinn af þessari setningu: Fullt af . fólki.
Átti því að vera: Fullt af GÓÐU fólki.
Hér er sv myndbandið sem er 1.49 min að lengd:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. nóvember 2010
Framboðssíður mínar
*************************** Vísir beint á vefsíðu******
Guðna framboð til stjórnlagaþings
************************************************************
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
************************************************************
************************************************************
Þessi pistill hefst hér fyrir neðan:
Ég er á nokkrum síðum að kynna framboð mitt
Fyrst er þessi hér morgunblaðs bloggsíða sem ég set inn pistlana mína:
Hér eru þær síður sem ég hef sett upp sjálfur:
Wordpress FLOTTA framboðssíðan:
Guðna framboð á stjórnlagaþing
Þessi síða er með fullt af áhugaverðu efni og vel skipt niður í flokka. Kem ég sértaklega inn á baráttumál mín sem og rök fyrir þeim. Síðan er ég með áherzlulistann sem ég skýri út hvað ég vill vinna að.
Eins og:
Forsíða - Afkomuvald - Áherzlur - Ættir - Barátta og Rök - Kynning - Um mig
http://gudnikarl.wordpress.com
___________________________
Hér er facebook page-síðan mín:
http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Gudna-frambod-til-stjornlagabings/114590275268261
Heimsækið og endilega gerið like
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2010 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Hversu margir vilja það?
Ég hef nú þónokkuð endurunnið þessar áherzlur og sett nákvæmari lista inn á framboðssíðuna:
http://gudnikarl.wordpress.com
Ég hef nú séð og skoðað þau nokkur framboðin. Séð að mjög oft er talað um að skilgreina þurfi eignarhald á auðlindum í stjórnarskrá okkar. Þetta er því ekkert nýtt hjá VG.
Meira að segja ég nefni þetta.
Hér eru áherzluatriði mín varðandi stjórnarskrána:
Gott fólk. Ég kem til þessa framboðs míns algjörlega laus við hagsmunasamtakatengsl eða flokkatengsl. Ég mun nota starfskrafta mína af einlægni, vinnugleði, hreinskilni og góðu viðmóti. Sem og krafti, vönduðum vinnubrögðum og miklum áhuga á málefninu. Verði ég kjörinn.
Ég hef myndað mér sterkar skoðanir hvað á að vera inn í nýrri stjórnarskrá og hef af mikilli staðfestu kynnt mér stjórnarskrármálefni síðustu mánuði.
Ég hef myndað mér mínar skoðanir og mín sérstöku áherzluatriði um hvað ætti að vera inn í stjórnarskrá Íslands:
* Lýðræðið komi frá fólkinu og til baka til fólksins
með sérstakri valddreyfingu sem virki í báðar áttir
* Persónukjör sé framkvæmt á fullkomlega lýðræðislegan hátt
með þverpólitísku persónukjöri á persónur sem og flokka
* Þrí-skipting valdsins sé tryggilega skipt niður í fasta þætti og sé greinilegt og ófrávíkjanlegt í stjórnsýslulögum stjórnarskrár
* Að á stjórnsýslulög stjórnarskrár sé sett sérstök trygging fyrir því að lög hennar verði virt og farið eftir
hvernig sem farið verður að því á réttlátan hátt
* Að valdinu verði réttlátlega skipt niður þannig að almenningur fái notið áhrifa frá skoðunum sínum, þær farið yfir og virðing sé borið fyrir þeim
* Að öll lög um mannréttindi sem yrðu mögulega sett í stjórnarskrá fái sérstakar útskýringar þannig að tryggt verði að mannréttindi verði virt
* Að fólk fái að kjósa á allt batteríið sem sé ríkistjórn, stjórnlagaþingmenn og alþingismenn sem og nefndir um málskotsrétt, landsdóm og stjórnlagadómsdól
að almenningur fái að hafa sérstök áhrif á þær kosningar með atkvæðum sínum og hugmyndum
* Að draga úr völdum einnar persónu og færa völdin til fjölda persóna
tildæmis að draga úr völdum Forseta Íslands og gera hann að andliti landsins
* Að setja sérstök lög um upplýsingaskildu
og skilgreina það vald mjög vandlega sem tryggja að eftir þeim lögum verði farið
* Að tryggja valdþættina þannig að ekki geti komið upp aðstæður sem mismunandi túlkanir geti komið upp
bæði á efnisatriði stjórnarskrár sem og önnur atriði á valdstig stjórnsýslunnar (valdaeftirlit)
* Að gera sérstaka útskýringu í stjórnarskrána sem segir frá hvernig land Ísland er og hvernig íbúar séu sem búi í landinu
fjallað verði sérstaklega um grunnþætti íslendingsins krafta hans og getu sem og hvernig hann kemur að samþættingu alls íbúasamfélags landsins
* Að fjalla um í stjórnarskrá Íslands hvaðan við séum komin
og komið inn á sérstaka sögu landsins okkar. Að sérstakur kafli í byrjun stjórnarskrár fjalli um þetta atriði
* Að setja sérstök ákvæði í stjórnarskrá um náttúruvernd sem og varða þjóðgarða
þau svæði sem undir engum kringumstæðum megi hrófla við
* Að setja atriði í stjórnarskrá um hvernig auðlindamálum verði háttað
eins og að auðlindir séu í eign þjóðarinnar sem og skilgreiningu á ákvæðum þess
* Að tryggja mannvernd í umhverfi landsins
* Að ákvæðum um ferðaþjónustu verði sett inn í stjórnarskrá??
* Að sett verði í gang og sett inn í stjórnarskrá sérstakt ákvæði um afkomuvald almennings!
útskýrt hvernig og hvað það er, sérstakt afkomuvald almennings sem tryggir meðal annars afkomu og búsetufesti fjölskyldunnar!
Ýmislegt fleira er sem ég vil koma að. En vil benda á þau atriði sérstaklega sem koma að því hvernig aðferðir ég hef áhuga á að verði notuð til að ná þessum atriðum fram.
Lögin til fólksins!
Vil ég nota tækifærið og benda á grunnskel mína sem er á slóðinni:
http://gudnikarl.wordpress.com
Vilja að eignarhald á náttúruauðlindum verði skilgreint í stjórnarskrám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2010 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. nóvember 2010
Afkomuvald hvað er það?
Hugsunin væri sú að sett yrði sérstök stjórnsýslufærsla á stjórnarskrá sem snýst um að almenningur fengi að kjósa sér sérstakt vald inn í ríkistjórn sem væri ætlað til að tryggja afkomu fólks.
Snýst um að passa sérstaklega upp á að tekjur séu nægar og enginn fari í örbigð eða í erfiðar stöður með skuldir sínar. Að laun séu næg og dugi fyrir afkomu.
EN! AfkomuValdið verður að koma fá fólkinu!
Þetta mundi vera sérstakur kafli þar sem er skráð hvernig þetta vald virki.
Valdhafinn (kosinn af almenningi) sér um að koma með athugasemdir og hugmyndir frá fólki og bera þær undir ríkistjórn sem og að passa upp á að aðgerðir ríkistjórnar séu innan marka "afkomuvaldsins"
Föstudagur, 29. október 2010
Raunsæismat??
Þegar að ég byrjaði á fullu að kynna mér stjórnarskrármálefni fyrir meira en tveimur mánuðum síðan, vildi ég breyta eins miklu í stjórnarskránni og hægt er. Alveg fullt af atriðum og helst geta breytt henni aftur og aftur. En nú er ég svolítið að hverfa frá þessum skoðunum. Eru þar sérstakar ástæður fyrir, eins og sú staðreind að mannréttindakafli hennar er þverbrotinn mörgum sinnum.
Ég hlýt að spyrja mig, að ef sérstök atriði um mannréttindi, svo ég nefni þau sérstaklega, verði bætt inn í eða breytt í stjórnarskránni, þá muni það endurtaka sig í framtíðinni. Það verði ekkert farið eftir þeim og þau brotin á fólki. Ný atriði munu því engu breyta nema að sérstök atriði í stjórnskipuninni snerust um að tryggja það að kafli eins og mannréttindi verði ekki brotin.
Eins og ég sé breytingar á stjórnarskránni fyrir mér núna þá eiga þær að snúast um miklar endurskoðunanir á stjórnskipun Íslands og festa þær breytingar á stjórnskipuninni inn í stjórnarskrána.
En hvernig tryggjum við þá að mannréttindi verði haldin? Ég hef þá staðföstu skoðun að það verði helst gert með því að tryggja að lýðræðið virki í báðar áttir! Almenningur kjósi sér fulltrúa í þverpólitískri persónukosningu til ríkistjórnar og alþingis (fækkun þingmanna) í einni kosningu og þeir leitist svo til baka til að fá álit og hugmyndir frá fólki. Því þanngi virkar lýðræðið rétt.
En hvaða leiðir væru til þess? Í mínum huga væri það að tryggja að fólkið, almenningur fái að hafa áhrif á lögin sjálf sem ná jafnt yfir allt landið, eins og tildæmis réttindalögin.
Segjum sem svo að ef ég kæmi fram með svona "mögulega" hugmynd eins og þá að þeir sem missi vinnu sína vegna þess að fyrirtækið sem þeir vinna hjá hafi farið á hausinn eða að það þurfi að draga saman og það bitni á starfsmönnum. Að setja það í lög að þeir sem missi vinnu sína vegna þessa haldi fullum tekjum sínum amk. fyrstu mánuðina á eftir.
Bara hugsanlegt atriði eins og svona væri möguleiki að veita almenningi (og hópum) tækifæri að koma með hugmyndir til og hafa áhrif á. En hvernig verður það gert?
Lögbók með sérstakri tímasetningu er hreinlega það besta sem gæti komið fyrir því með svoleiðis fyrirkomulagi virkar lýðræðið rétt og í báðar áttir. Þannig gæti almenningur og hópar undirbúið sig þegar að lögin væru tekin fyrir. Síðan mætti hugsa sér að fulltrúar í ríkistjórn kæmu inn á almannaróminn og hlustuðu á það sem færi þar fram. Tækju kannski þátt í umræðum þar (ný hugmynd í viðbót á hugmyndaskel mína).
Sem sagt, ef að fókusinn í breytingum í stjórnarskrá á að snúast um að breyta stjórnskipaninni þá þarf að setja þar inn stutt atriði um lögbók, skilgreina hana eins og tildæmis hvernig hún skiptist niður í kafla.
Þessvegna gæti verið svo að leiðin til að tryggja að ákvæði um mannréttindi verði farið eftir, sé sú að taka þau út úr stjórnarskránni og tryggja að þau séu farin yfir á öðrum stað. Meðal annars vegna þess að svona atriði þarfnast sífelldrar endurskoðunar og breytinga í takt við tímann og hugsanlegar breyttar aðstæður í framtíðinni.
Svo ég komi örstutt inn á hugmyndir mínar:
Setja sérstaka lögbók sem væri skipt niður og flokkuð sérstaklega:
Heiti ráðherra verði notuð í lögbókinni. Eins og:
Heilbrigðis og tryggingalög
Fjármálalög
osfrv.
Lögin verði tekin fyrir skipulega eftir timasetningu lögbókarinnar.
Almenningur og hópar komi að gerð lagana (undirbúa sig) þegar að þau séu tekin fyrir, á sérstökum almannarómi.
Lögin til fólksins!
Skoðið hugmyndaskelina og rökin á slóðinni:
http://gudnikarl.wordpress.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)