Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 18. febrúar 2011
Auðvitað!
Íslenskur almenningur hefur ekkert haft með málið að gera og ber enga ábyrgð á þessu sköpunarverki fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu. Attac á Íslandi hafnar öllum samningum og krefst þess að Icesave verði rannsakað sem sakamál," segir m.a. í yfirlýsingunni.
Auðvitað á að rannsaka þetta sem sakamál og hefði átt að fara í það verk fyrir löngu. Möguleiki hefði átt að vera að mynda samþjóðarlegan (ísl. brsk. og holl.) rannsóknarhóp og rannsaka málið.
Ég hef alltaf sjálfur sagt að þetta væri sakamál og í huga fullt af fólki (líka sem ég veit um og hef talað við) er það líka. Ég ætla sjálfur að fullyrða að langflestur hluti þess sem kaus á kjosum.is hugsi líka á þennan veg.
Forseti okkar er vonandi enn að hugsa á svipuðum nótum og sjá að málið kemur hvergi almenningi á Íslandi við og hefur aldrei gert! Það á ekki að breytast frá fyrri skoðun hans um málið, þar að segja þjóðarhatkvæðagreiðsluna vegna Icesave II.
Við skorum á Forsetann að standa með almenningi á Íslandi því ekki gat þingið séð sóma sinn að gera það.
Forsetinn vísi Icesave til þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. febrúar 2011
Enn ætla þau sér ofurvaldið yfir þjóðinni.
Valdið, ha? nei það er ekki hjá fólkinu heldur hjá alþingismönnum og flokkunum.
Nú þurfum við að taka okkur til og setja aftur í gang undirskriftasöfnun sem við sendum síðan forseta! Því þetta skal aldrei setja yfir þjóðina. Hvenær ætla þau að skilja að almenningur á Íslandi á ekki að borga óreiðuskuldir fjárglæframanna?
Þetta er nú eiginlega með ólíkindum að alþingi íslendinga skuli ætla sér að standa á móti almenningi á Íslandi, í stað þess að fylgja honum að málum. Þetta sýnir ofurvaldið og yfirganginn yfir þjóðinni! (Þið munið að útkoman úr endurgerð stjórnarskrár átti að vera ráðgefandi. Hvað segir þetta okkur um það hvaða breytingum við náum í gegn?)
Nú þurfum við að verja okkur fyrir yfirgangi alþingismanna og standa saman til að forseti okkar veiti okkur réttinn að fá að kjósa um Icesave.
Ég segi NEI við Icesave!
Krefjumst þess að fá (ótvíræða) þjóðaratkvæðagreiðslu. Látum ekki alþingi taka valdið frá þjóðinni í þessu máli!
Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 4. febrúar 2011
Ég hef fundið lausnina:-)
Nú þurfum við íslendingar að veiða bara nógu mikið af makríl og halda stríðinu áfram á fullu
Í alvöru talað. Það er ómögulegt að skilja hvað fram fram í hausunum á þessum stjórnmálamönnum. Hvað plott er þarna að baki? Ég spyr mig þvi ég trúi ekki einasta orði frá þessu liði.
Hvað með aðrar þjóðir innan ESB? Hvað segðu þær um þetta?
Áfram Ísland!
ekkert ESB kjaftæði!
Styður frestun aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 31. janúar 2011
Koma svo!
Koma svo og losa þetta umsóknar rugl burt!
Loksins var staðið við fyrri yfirlýsingar.
Er framsókn, sjálfstfl. og Vg búnir að komast að sérstöku samkomulagi?
Ég vellti því fyrir mér hvort þetta sé undanfari á falli ríkistjórnar?
Áfram Ísland!
ekkert ESB
Vilja draga umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 27. janúar 2011
JÁ! ææææææi, afsakið, ég meinti NEI!
Fyrirsögnin tekur til smá greinarstúfs efst á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag.
Ég velti því fyrir mér hvað eiginlega þurfi til að stjórnarliðar segi af sér? Er ég þó ekki endilega að tala um þetta stjórnlagaþingsmál eingöngu, heldur uppsöfnuð atriði mistaka. Er ég þá að tala um sama hvaða flokkur er við völd. Svo virðist þó þetta fara stór versnandi upp á síðustu árin!
Það er algjörlega komið nóg af því hvað stjórnvöld halda í völdin, svo virðist sama hvað gengur á.
Ætti ekki að setja skýr og afmarkaða grein í stjórnarskrána hvað teldist til alvarlega mistaka? Við hvaða aðstæður segi þingmaður af sér? Ég hef líka nefnt þá skoðun mína að kjörnir þingmenn fyrir ákveðinn flokk eigi ekki að geta skipt um flokk á tímabilinu. Það var eitt af stefnumálum mínum í framboði mínu.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Við svo búið að svo komnu,,,,,,,,,
fari ríkistjórn og alþingi í sjálfsskoðun og felli dóm yfir sjálft sig. Ef þeir geta!
Nú þarf að taka til hendinni og ganga í það gera ný lög um kosningu til stjórnlagaþings. En það tekur allt sinn tíma og margt að vinna að í því efni eins og að taka tillit til dóms hæstaréttar. Verður ekki gert strax, því miður..........
Það er og algjörlega viðbúið að það þarf að setja sérstakar reglur um persónukosningu. En annmarkar kosningarinnar voru meðal annars vandamál vegna fjölda frambjóðenda. Eins og ég hef nefnt hefði mjög líklega þátttakan verið meiri a) hefði kosningu verið skipt milli landsvæða b) annmarkar voru á því að þeir sem unnu að kynningu á kosningunni gerðu alltof mikið af því að þurfa að ústkýra fyrir fólki hvernig það ætti að kjósa. Öll umræðan fældi fólk frá kjörstað. Allar ústkýringarnar voru líka til þess að fæla fólk frá. Það að þurfa að vera að útskýra var tildæmis eitt af því!
Fjöldi frambjóðenda = vandamálið var að það þarf að gera sérstök lög um kosningu til persónukjörs, áður en að farið er í vinnu að kjósa til stjórnlagaþings upp á nýtt!
Þetta er svo fáránlegt allt saman vegna þess að það þarf að gera sérstök lög og setja í stjórnarskrá um hvernig persónukjöri skuli háttað, jafnframt því að setja inn ný lög um stjórnmálaflokka. Þetta er eins og að fara í hring.......
Er þá ekki leiðin að gera sérstök lög um persónukjör fyrir stjórnlagaþingið sérstaklega? Endurskoða þau síðan og endurgera í stjórnarskránni sjálfri?
Ábyrgðin?
Hver er svo ábyrgð þeirra sem settu lögin um stjórnlagaþingið? Ríkistjórnar og alþingis? Ábyrgðin gangvart þeim sem buðu sig fram og náðu kjöri? Og ábyrðin gagnvart þeim sem buðu sig fram og náðu ekki kjöri?
Málið er: með þessu var gerð árás á hugmyndflæði og allri þeirri miklu vinnu kjörinna fulltrúa og einnig þeirra sem náðu ekki kjöri. Hvað verður um allt þetta efni sem við settum saman? Svo ég tali nú ekki um þjóðfundinn!
Náðu ekki kjöri, vegna þess að þeir sem voru í framboði höfðu lagt í rosalega vinnu í stefnumál sín og áhugamál um hvað fara ætti inn í nýja stjórnarskrá. Hvað með mig sjálfan og alla hina frambjóðendurna? Öll mín áhugamál? Allir fundirnir sem ég hef mætt á varðandi málið? Ekki duttu þau dauð við það eitt að ég náði ekki kjöri (og við hin). Alls ekki! Vegna þess að það átti að fara í gang hugmyndavinna stjórnarskrárfélagsins þar sem okkar hugmyndir og tillögur varðandi stjórnarskrármál átti að ræða um og leggja fyrir kjörinna fulltrúa. Þar átti enn mikil viðbótarvinna að fara í gang.
Nú lifum við öll í óvissu um framhaldið. Því miður.
Þetta er með ólíkindum allt saman og stjórnvöldum á Íslandi til mikilla vansa!
En hvað veit-ég?
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 24. janúar 2011
Ljósmynda linkur á gömlu myndirnar mínar
Margir ykkar sem heimsækið bloggið mitt vita að ég hef verið að taka landslagsmyndir hér og þar um Ísland.
Hér er linkur á myndirnar mínar sem ég tók á árunum 2005-2007.
Eldri landslagsmyndir mínar:
http://www.simnet.is/gudni/Gudni%20Karl%20Hardarson/Fyrir%20Forums/index.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. janúar 2011
Kosningin á stjórnlagaþingið: smá úttekt mín
Kosningarnar til Stjórnlagaþingsins mistókust gjörsamlega. Er hægt að nefna mörg dæmi um það sem þó er búið að ræða um fram og til baka. Tildæmis vandinn við að velja á kjörseðlinum, en það voru mjög margir sem vissu ekki að þeir hefðu aðeins eitt atkvæði sem það þurfti að raða niður á listann eftir vild. En ég ætla að láta það duga að fjalla um allan þann fjölda frambjóðenda miðað við þátttöku í kosningunni sjálfri.
Það er mín skoðun að persónukosningin sjálf hafi mistekist vegna þess að hún fór fram með allan þennan fjölda frambjóðenda með landið sem eitt kjördæmi. En eins og við vitum hafa háværar raddir verið úti í þjóðfélaginu að gera landið að einu kjördæmi.
Ég hef sjálfur verið á þeirri skoðun og er enn (í almennri kosningu) að landinu þurfi að vera skipt í fimm sjálfsstjórnarsvæði. Sem og að kosning þurfi að byrja innan frá og færast út á við. Þannig að á hverju svæði fyrir sig sé kosið aðeins til sveitarstjórnar. Að þeir sem kosnir væru færist sjálfkrafa úr sveitarstjórnarstarfi, yfir í svæðisþing og þaðan sem þingmenn yfir allt landið. Þannig þurfum við ekkert að hugsa um vægi því hvert svæði hefði sinn fjölda kjörinna manna í þessari hringrás. Ég nefni þessa skoðun mína í skjali mínu: "Okkar Ísland"
Ég velti því fyrir mér hvernig kosningin til stjórnlagaþingsins hefði verið með (þessu fyrirkomulagi) ef landinu hefði verið skipt í tildæmis 5 svæði:
1. Vesturland og Vestfirðir
2. Norðurland
3. Austurland
4. Suðurland
5. Höfuðborgarsvæðið
Þá hefði hvert svæði fyrir sig einfaldlega kosið sér sína eigin fulltrúa og jafnvægi hefði verið með fjölda stjórnlagaþingmanna milli allra svæðana. Þar að segja 5 frá hverju svæði. Þetta hefði einfaldlega verið réttlátasta fyrirkomulagið og ég er handviss um að þátttaka í kosningunum hefði verið miklu meiri á hverju svæði fyrir sig, sem og yfir alla heildina! Vitandi það fyrirfram að þeirra heimasvæði fengi amk. jafn marga fulltrúa á þingi og öll önnur landsvæðin. Það er nú bara einfaldlega svo að hver er sinna heimahagur!
En!
Que Sais-je?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. desember 2010
Að fara af stað með bloggið mitt aftur
Gott fólk.
Nú er ég að fara af stað aftur eftir nokkurt hlé.
Eins og þið vitið sem hafið skoðað hér á bloggið mitt þá er ég mikill andstæðingur inngöngu í ESB.
Pistlar mínir munu ganga út á hvernig hægt væri að setja í gang nýtt Ísland með öðruvísi stjórnkerfi. En það er draumur minn að við endurreisum Ísland að eigin forsendum, með nýju íslensku stjórnkerfi og víðtækri þátttöku almennings í nýrri uppbyggingu þar sem allir þegnar landsins njóti afraksturs vinnukrafta sinna á sanngjarnan hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 5. desember 2010
Myndir í Smáralind - Vetrargarðinum jólaskemmtun - piparkökur
Jæja. Ég skrapp í Smáralindina í dag (sunnudag 05/12) og tók nokkrar Jólamyndir.
Hér er svo hluti af útkomunni:
Fyrst eru nokkrar myndir af Piparkökukeppninni og svo af jólaskemmtun í Vetrargarðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)