Mánudagur, 25. október 2010
Tilkynning vegna framboðs
Gott fólk.
Framboð mitt er formlega hafið!
Vegna sérstakra ástæðna sem ég nefni ekki hér..........hef ég fengið svör frá landskjörstórn að framboð mitt til stjórnlagaþingsins sé ágallalaust.
Hluti úr netpóstsvari: .................."og engir ágallar komið í ljós á framboðinu"
Því veit ég fyrir víst að ég verð á þeim lista sem verður birtur þann 3. nóv.
Kjörorð mín eru:
Lögin til fólksins
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. október 2010
Hvaða lög?
Í gær skrifaði ég pistil þar sem ég kom inn á valdið á Íslandi. Var ég að fókusa þar dálítið á krufningu valdsins. Að finna grunn þess fyrir mig og sjá til að nota hann í mínum hugmyndum varðandi stjórnsýsluna á Íslandi.
Það eru margir þeir sem bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins sem hafa áhuga á aðskilnaðs framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu á alþingi. Þar á meðal ég!
En ég vil samt fókusa á lögin sjálf vegna þess að þau eru stjórnunartæki ríkistjórna og ráðherra til valdsins. Það sem allt snýst um og því grunnþátturinn.
Eins og við flest vitum sem hugsum um þessi mál, þá flytja ráðherrar lagafrumvörp til alþingis þar sem þau eru kláruð og síðan send samþykkt til forseta til undirskriftar. Þetta geta verið hin ýmsu lög og þau eru oftast óflokkuð lög sem geta snúist um hin ýmsu málefni. Hér tek ég til eingöngu hugsanlega möguleika.
Eins og sést á þessu dæmi sem er með hluta laga sem tekin voru og kláruð á árinu 1972:
-114/1972- fjárlög 1973
-112/1972- almannatryggingar
-111/1972- samningur um aðstoð í skattamálum
-110/1972- tollskrá o.fl.
-109/1972- orlof
-108/1972- siglingalög
-107/1972- þörungavinnsla á Reykhólum
-106/1972- verðlagsmál
-105/1972- Lífeyrissjóður barnakennara
-104/1972- launaskattur
-103/1972- gjaldaviðauki
-102/1972- loðna til bræðslu
-101/1972- bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu
-100/1972- kaupgreiðsluvísitala
Eins og sést á yfirlestri þessara laga allra þá er eina greining þeirra að þau fá númer fyrir framan ártalið, samanber: 5/1972. Síðan eru það ráðherrar hverra laga sem leggja þau fram (þó fleiri flutningsmenn geti verið, eins og tildæmis þingmenn).
Ég vil einfaldlega setja þessi lög á sérstaka lögbók og raða þeim niður eftir gerð þeirra. Taka þannig flokkunina af heiti ráðherrana og segja:
Heilbrigðis og tryggingamál
undirflokkur > lífeyrissjóðir.........lög tekin fyrir 20.05 árlega
undirflokkur > almannatrygginar ..............????????..........
undirflokkur > lög til aldraða
undirflokkur > lög til öryrkja
undirflokkur > lög til heilbrigðisstofnana
undirflokkur > lög um læknaþjónustu
Osfrv.
Fjármál
undirflokkur > gjaldþrotaskipti
undirflokkur > fjáraukalög
undirflokkur > fjármál bankastarfsemi
undirflokkur > kaupgreiðsluvísitala
Osfrv. með önnur lög sem snúa að nöfnum ráðherra.
Þessi lög öll verði sett á sérstaka lögbók og raðað niður skipulega á sérstaka tímasetningu. Þannig væri í sérstökum mánuði (mánuðum) tekin fyrir lögin um heilbrigði og tekin hver fyrir sig fyrir. Þau endurbætt, gerðar breytingar eða búin til ný lög.
Það gætu komið upp spurningar eins og: eru ekki svo margir undirflokkar að það sé ekki hægt að taka lög svona fyrir? Því má svara til að margir þessara undirflokka þurfa ekki neinar breytingar milli ára. Siðan get lög eins og tildæmis lög um heilbrigði snúist um svo einhverja af mörgum undirflokkum og aðeins sé verið að taka fyrir einhvern undirflokk. Eins og kannski að hann hafi ekki verið tekinn fyrir árið á undan eða árin á undan.
Það sem stendur eftir er að ríkistjórn hefði engin ráðherranöfn nema að hver ráðherra hefði yfirumsjón sinna málaflokka en séu háðir fyrirtöku laga af lögbókinni eftir tímasetningunni. Síðan yrði kosið sérstaklega í ríkistjórn ákveðinn fjöldi manna með þverpólitískri persónukosningu, dómsdólar (spurning hvernig og hverjir velji inn á dómstigið), menn úr flokkum, og persónur utan flokka.
Aðkoma almennings og hópa væri í gegnum almannaþing (kosnir 5 almannaþingmenn) þar sem mál og hugmyndir væru teknar fyrir og bornar undir kosningu almannaróms. Sem síðan væru borin fyrir ríkistjórn (af almannaþingmönnum) þegar að það á að taka tiltekin lög fyrir. Þannig gætu hópar og almenningur undirbúið sig fyrir hugmyndir sínar tímanlega.
Undanskilin væru lög sem snerust eingöngu um svæði og hægt væri að láta svæðisþing hafa umsjón með.
Hér eru smá dæmi af lögunum sem voru kláruð árið 1972 (ath. dæmi um lög sem snúa um svæði geta verið miklu fjölbreyttari en hér er nefnt):
- 37/1972 sala Markúsarsels, Tunguhlíðar og Veturhúsa í Geithellnahreppi
- 36/1972 sala Holts í Dyrhólahreppi
- 10/1972 sala Háls og Kambshjáleigu í Búlandshreppi
- 9/1972 sala Brekkuborgar í Breiðdalshreppi og Þorsteinsstaða í Sauðaneshreppi
- 8/1972 tekjustofnar sveitarfélaga
- 7/1972 tekjuskattur og eignarskattur
- 6/1972 sala Ytri-Bugs í Fróðárhreppi
- 5/1972 sala Fjósa í Laxárdalshreppi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. október 2010
Valdið krufið
Ég hef mikið verið að hugsa um hvað geti verið að í stjórnun á Íslandi. Hef ég því verið að brjóta til mergjar ákveðin atriði, eins og hvað sé vald? Hverjir eigi að hafa valdið? Og svo framvegis.........
Hver er meinvaldurinn í íslensku þjóðfélagi?
Getur það virkilega verið að ákveðnir aðilar sem sækjast eftir að hafa vald yfir fólki hafi einfaldlega búið til ákveðinn valdastruktur þar sem völdin snúast um að hafa yfirráð yfir lögunum? Er það ekki málið að hafa yfirráð yfir lögunum (réttindalögunum) og ákveða hvernig þau séu borin fram? Eins og tildæmis það sem hefur viðgengist af ríkistjórn að bera fram frumvörp til laga á alþingi? Að ríkistjórn hafi aðal valdið vegna þess að hafa yfirráð yfir lögunum? Er það ekki grunnþátturinn? Eru réttindalögin ekki þannig tæki þeirra sem ráða yfir landinu?
Að hafa búið til valdastruktur þar sem sem fólk var fengið til að kjósa inn flokka og velja milli þessara flokka til að hafa ráð yfir okkur. Til að hafa ráð yfir frumvörpunum á lögunum? Í þessum valdastruktur sé valdinu ávalt skipt niður í yfirráðasvæði og síðan embætti. Og í þessi embætti sé svo valið eftir valdi flokkana sem ráða yfir og hafa meirihluta. Sem er í reynd flokksvaldið.
Gerðist þetta ekki einmitt þegar að íslenska yfirstéttin hrifsaði til sín völdin í skjóli stríðs og tók upp danska stjórnarskrá því þeir höfðu ekki annað og voru ekki tilbúnir með neitt annað? Að þessi yfirstétt hafi notað þann valdastruktur sem hafi viðgengst hjá danskinum og síðan smám saman sniðið það að íslenskum aðstæðum, fyrir sjálfa sig? Fengu svo lýðinn til að kjósa sig til valda þar sem lýðurinn hafði síðan lítil áhrif á völdin nema þegar átti að kjósa aftur til þeirra þegar að liðið var hætt að vera sammála?
Að valdið komi frá fólkinu og komi til baka til fólksins
Það hefur verið talað um að valdið eigi að koma frá fólkinu. En hvað á svo að verða um þetta vald? Hverjir eiga að taka við því og hafa það? Á ekki fólk að hafa eitthvað að segja hvað sé valið yfir það?
Að sjálfsögðu á fólk að get haft áhrif á valdastrukturinn. Þessi valdstruktur ætti að vera búinn til í kringum fólkið, fyrir fólkið. Að almenningur og hópar geti komið með sín mál og þau séu tekin fyrir, kosið um þau og málin síðan borin undir ríkistjórn og síðan sniðin að þörfum þjóðarinnar. Þannig væri grunnþátturinn sem eru réttindalögin, komin til fólksins.
Er það þá ekki einmitt kjarni málsins? Að almenningur fái að hafa áhrif á lagaskipanina? Að lögin komi frá fólkinu og til baka til fólksins?
Að endurgera stjórnarskrá og gera að íslenskri ætti þannig að snúa um hvernig valdastrukturinn eigi að funkera með því að endurgera stjórnsýslulögin og sníða þau að almenningi. Síðan taki við hringrás valdskipunar þar sem almenningur geti haft áhrif. 1. Hvert þeir kjósa 2. Hvernig þeir kjósa 3. Hvaða valdastrukur sé 4. Að hafa áhrif á hvað sé valið fyrir það 5. Að réttindalögunum sé þannig komið fyrir að fólk fái að hafa mikil áhrif á þau. Og svo framvegis......
Kjarni málsins hlýtur því að vera að taka á því hvernig réttindalögunum verði háttað í nýjum valdastruktur. En það er það sem stjórnlagaþingmenn eiga að gera. Að búa til nýjan valdastruktur fyrir fólkið og festa á stjórnarskrána.
Er það réttlátt að almenningur fái að hafa áhrif hvernig réttindalögunum verði háttað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. október 2010
Hræsni og undirlægjuháttur vegna ESB umfjöllunar
Ég var á margt ágætum fundi stjórnlaganefndar um stjórnarskrármál í Súlnasal Hótel Sögu í gærkveldi. Þar kom ýmislegt fram um þjóðfundinn, sem og um stjórnagaþingslögin og hvað ætti að vera innihald nýrrar stjórnarskrár.
Samt komu þar atriði sem ég var alls ekki sáttur við! Ég vil ekki vera neikvæður en mér blöskraði dálítið.
Það kom upp á fundinum að það ætti ekki að trufla gerð endurgerð stjórnarskrárinnar með því að fólk fengi að kjósa um hvort að það ætti að draga umsóknina og aðlögunarferlið um ESB til baka. Sérstaklega tók þar til máls Samfylkingarmaður (ég ætla ekki að nefna nafnið hans) sem tjáði sig um þetta mál og eiginlega skammaði fyrir það að þingsályktunartillagan hafi átt að bera fram.
Síðan var þetta rætt á fundinum og sumir voru sammála um að ekki ætti að trufla kosningu fulltrúa á stjórnlagaþingið með þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. Klöppuðu þannig sumir (EKKI ÉG!) þegar að umræðan um málið var kláruð. Held líka að þeir sem hafi klappað hafi verið nokkrir ESB sinnar.
Nú kem ég loksins að ástæðunum fyrir þessum skrifum mínum hér!
1. Það er á vissan hátt hræsni að neita þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að ég veit ekki betur en að það eigi að ræða um atriði númer 7. í stjórnlagaþingslögunum (framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála).
Þeir fylgjendur sem klöppuðu finnst þá að það eigi ekki að fjalla um þetta meðfram kosningu til þingsins en vilja þó að það verði rætt í vinnu stjórnlaganefndarinnar, sem er algjör hræsni. Nema að þetta fólk séu svo miklir sakleysingjar að átta sig ekki út á hvað málið gekk.
Sem sagt. Þau vilja að það sé rætt innan stjórnlagaþingsins en ekki utan þess. En bera því við að það trufli vinnu á kosningu til stjórnlagaþingsins.
2. Samfylkingin setti í lögin um að ekki mætti fjalla um ESB afsögn nema 3 mánuðum eftir að þing hæfist. Vitandi það að svo gæti farið að þessi þyngsályktunartillaga gæti verið borin upp. Sem er líka hræsni og undirlægjuháttur vegna þess að þeir vildu ekki að svo gæti farið að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði sett í gang. Vegna hræðslu og vitandi þess að vera búnir að undirbúa sig sérstaklega fyrir 7. liðinn og safna fólki til að bjóða sig fram á stjórnlagaþingið með því að geta sett inn einhver lög sem þau eru búin að forsníða, um framsal ríkisvalds.
Hræsni og undirlægjuháttur.
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. október 2010
Samantekt af mínum hugmyndum á stjórnlagaþingið
Ágæta fólk sem hér les!
Eins og margir ykkar vita ætla ég að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins. Ég hef verið að setja sérstakar hugmyndir mínar saman um hvað ég hefði áhuga á að yrði fyrir valinu í endurgerð stjórnarskrá Íslands.
Ég ætla því að koma með samantekt úr mínum hugmyndum hér:
1. Ríkistjórn valin í almennri kosningu (dómsvald velur sína fulltrúa, almenningur sína fulltrúa og flokkar sína fulltrúa). Þverpólitískt persónukjör.
2. Öll lög sem snúa að Íslandi sjálfu (ná jafnt yfir allt landið) séu sett á sérstaka lögbók aftan við stjórnarskrána, sem fulltrúar dómsvaldsins tempra.
3. Þau lög tekin fyrir skipulega eftir tímasetningu árlega. Þau annaðhvort endurbætt eða gerð ný (bætt við).
4. Hópar eins og öryrkjar og aldraðir geti komið beint að lögunum með því að mæta á almannaþing og fá almannaþingmenn til að taka hugmyndir fyrir og kjósa um þær. Meirihluta hugmynd færi síðan með þegar að tiltekin lög yrðu tekin fyrir.
5. Stjórnlagaþing væri alltaf starfandi til að halda utan um kerfið. Til að vinna að endurbætingu.
6. Þau lög sem eru tilheyrandi sjálfum svæðum séu rædd á svæðisþingum sem væru tengd því að Íslandi yrði skipt niður í 5 sjálfsstjórnarsvæði. (?ath.)
7. Alþingi (fækkun þingmanna) tæki við lögunum og sjái um að þau séu unnin og kláruð. Skila þeim síðan beint til baka á lögbók.
Sjá nánar:
http://gudnikarl.wordpress.com
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. október 2010
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram?????
Í dag er verið að leggja fram þingsályktunartillögu um hvort bjóða eigi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram aðlögunarferlinu. Að bjóða upp á þá þjóðaratkvæðagreiðlsu samhliða atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþingsins?
Hér er fréttin af Heimssýn:
Kemst ESB-umsóknin í þjóðaratkvæði?
Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni standa að þingsályktunartillögu sem lögð er fram í dag um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er svohljóðandi
Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Með henni eru Ásmundur Daði Einarsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir úr Vg; Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen úr Sjálfstæðisflokki; Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni.
ÉG STYÐ ÞESSA ÞINGSÁLYKTUN 100% vegna þess að það er réttlátt og lýðræðislegt að fá að hafa segja hvort að viðræður eigi að halda áfram. Hvort sem ég sé stuðningsmaður eða ekki.
Þó vakna upp spurningar hvort þetta gæti ekki verið óþægilegt fyrir þá sem eru gegn ESB og eru jafnframt í framboði til stjórnlagaþingsins.
![]() |
Skiptar skoðanir um ESB komu á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. október 2010
Og að sjálfsögðu er ég einn af þeim:-)
Rosalega vantaði mikið á listann sem var settur upp á Wiki.
Milli 400 til 500 manns og yfir 300 á síðustu metrunum. Fróðlegt verður að sjá þennan lista.
Ég velti því fyrir mér hvernig kynningarefni verður dreyft á heimilin eins og stendur í lögunum. Og rosa bæklingur sem kjörseðillinn verður.
Hér er slóðin á mitt:
Hér á moggabloggi mínu koma inn greinarnar um stjórnlagaþing og greinar um framboð mitt. Ef þið flettið þá getið þið séð ýmsar greinar frá mér um þessi mál undanfarnar vikur.
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1107318/
Hér er ég með kynningarsíðu á Wordpress:
http://gudnikarl.wordpress.com
![]() |
Á fimmta hundrað í framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. október 2010
Kynningarmyndband á framboði mínu
Í gær skellti ég mér niður í Lýðveldisgarð Íslands að Hverfisgötu 23 (1994) með frændum mínum til að taka upp einfalt kynningarmyndband fyrir framboð mitt til stjórnlagaþingsins.
Notuð var einföld og nett upptökuvél (JVC Everio GZ-MS110) sem tekur upp í MOD skrár. Síðan var myndbandið kóðað í fullkomnari videoskrá og sett inn á YouTube.
Hér er fyrst mynd af mér tekin í garðinum upp við Þingvallasteininn:
Hér er svo myndbandið sem var tekið upp, tilbúið og sett inn á vefinn. Ath. að hljóðið er dálítið járnað vegna þess að það eru engin sérstök gæði á hljóðinu og ekki hefur gefist tími til að breyta því.
Stjórnarskrármál | Breytt 18.10.2010 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. október 2010
Tabula Rasa Islandus?
Blank slate, clean slate, re-start, hvaða nöfnum sem skal nefna það. Er ekki kominn tími til að Ísland endursetji sig og byrji upp á nýtt? Á nýjum grunni?
Er ekki kominn tími til að treysta á almenningi þessa lands til að byggja upp sanngjarnt þjóðfélag þar sem allur almenningur fái sama rétt til samfélagsins?
En hvar skal byrja? Eigum við að treysta alþingi fyrir þeirri sömu vinnu sem alþingi hefur verið ætlað í gegnum árin síðan að lýðveldið var stofnað? Er það sem við sjáum fyrir okkur að lítið þurfi að breyta fyrirkomulagi alþingis til þess að vinnu og verklag þeirra alþingismanna verði öðruvísi? Er það raunhæft? Losa og gera litlar breytingar um flokksvaldið og þingræðið? Eða er aðeins nóg að losa framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu til að allt verði gott? Hvernig verður þá með lýðræðið? Fáum við aukið lýðræði við það?
Eigum við að láta nægja að setja inn nýjar reglur inn í stjórnarskrána, eins og að setja lög til varnar að það sama geti komið fyrir aftur varðandi fjármálageirann? Eigum við að láta nægja að gera eins smávægilegar breytingar á stjórnarskránni eins og hægt er?
Hvað með stjórnmálamenn og flokka? Eigum við að láta það óáreitt þegar að stjórnarskráin verður tekin fyrir? Er einhver sem vill taka það að sér að aðgreina vandann? Eða er búið að vera að því undanfarna mánuði en hvergi sé heildstæð mynd af myglunni í stjórnkerfinu og hvað þarf að laga?
Hvað með framkvæmdavaldið? Hvað eigum við að gera við það? Hvernig eigum við að breyta því?
Hvað með forsetann? Hverju eigum við að breyta þar?
Allt eru þetta spurningar sem tilheyra spurninga um aukið lýðræði. Hvaða leiðir við getum beitt til þess að ná auknu lýðræði.
Það er alveg ljóst að Ísland á að gera sína eigin stjórnarskrá en ekki á að þurfa að halda í gamla og úrelta danska skrá sem gerir okkur lítið gagn og lítið farið eftir.
Er ekki kominn tími til fyrir Ísland að búa til eitthvað algjörlega nýtt fyrir framtíðarkynslóðirnar? Eitthvað sem eykur lýðræði stórlega og opnar fyrir þátttöku landsmanna í ákvarðanatöku að réttindum þeirra? Því það er ekkert raunverulegt lýðræði á Íslandi, heldur fjölskyldu og flokksræði.
Nú á að fara að endurgera stjórnarskrá Íslands. Kjósa á þingfulltrúa á stjórnlagaþing sem á að standa í tvo mánuði (en getur farið fram á að hafa fjóra með frumvarpi til laga).
Getur öll sú vandasama vinna sem á að framkvæma á stjórnlagaþinginu nást að klárast á tveimur til fjórum mánuðum? Það er augljóst að hugsandi fólk geti séð að slíkt verði einfaldlega ekki hægt! Það þurfi miklu lengri tíma.
Þessvegna legg ég það til ef hægt verður að kosnir stjórnlagaþingmenn fari einungis fram á þann tíma sem þeir þurfa til að klára verkið! Ekki tvo, ekki fjóra heldur að þegar ljóst er hversu langt öll vinnan er komin eftir fyrstu tvo mánuðina þá fari stjórnlagaþingmenn fram á aukinn tíma samkvæmt því.
Við verðum að átta okkur á því að þó það standi í lögunum að stjórnlagaþingið geti farið fram á tvo viðbótarmánuði (úr tveim í fjóra) og það eigi að klára með sérstöku frumvarpi, þá væri einfaldlega hægt að setja fram breytingartillögur á því frumvarpi með tilliti til þeirra verka sem eftir yrðu. Stjórnlagaþingi kæmi þannig inn með sérstaka greinargerð um hvaða tiltekin mál þurfi að fara betur yfir (og tímann til þess) til að ná að klára þau. Og óskaði síðan eftir þeim tíma sem þeir þyrftu til þess.
Ég ætla að biðja ykkur að skoða vandlega og lesa í þessi orð!:
Stjórnlagaþingið fer fram á þann tíma sem þarf til þess að klára verkið.
******************************************************
_____-----_____-----_____-----_____
http://gudnikarl.wordpress.com
_____-----_____-----_____-----_____
******************************************************
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. október 2010
Apasamfélagið
Var þessi flokkur ekki einn sá sem var valdandi hruninu? Hefði ekki verið heiðarlegt af þeim að taka þátt vegna þessa?
Það er algjört ábyrgðarleysi að taka ekki þátt í þessum fundum. Auðvitað hefðu allir flokkar að koma að þessum samráðsfundum á jöfnum grundvelli. Þetta sýnir bara að völdin skiptir meira máli en sá almenningur sem á í erfiðleikum!
Ástandið á alþingi er svona svipað eins og í Apasamfélagi þar sem hver og einn foringi hópa ver svæði sitt og ef einhver ryðst inn fyrir þá er mætt með kjafti og klóm. Algjör pissukeppni þar sem hver bendir á annan með gjörsamlega óábyrgum athugasemdum!
Þetta sýnir (sem og aðrir atburðir á þingi undanfarna mánuða) enn betur að þjóðin þarf að taka sig til og breyta fyrirkomulaginu á alþingi verulega!
Alþingi íslendinga er algjörlega rúið öllu trausti fólks.
Að stjórn og stjórnarandstaða geti ekki unnið saman fyrir almenning í landinu á neyðarstund er algjörlega til háborinnar skammar og sýnir valdahroka.
_____-----_____-----_____-----
http://gudnikarl.wordpress.com
_____-----_____-----_____-----
![]() |
Fráleit umræða um samráðsfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)