Mánudagur, 15. ágúst 2011
Hvað eigum við að gera gagnvart falli markaða?
Nú þegar að peningamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hrynja sem óðir væru hvað mun gerast?
Að gefa út ný skuldabréf mun aðeins auka vandann því það er ekkert annað en aukin peningaprentun. Sem ég þó tel vegna ástands markaðarins hafa lítil áhrif til að verja markaðina áframhaldandi falli. Bara að líta á MACD á kertastjaka línuritum segir allt sem segja þarf sem og ýmisar aðrar kennitölur og áberandi áhrif sem eru á markaðnum.
Við þurfum að verja okkur sjálf gagnvart slíkri ásókn.
Hvað er það besta sem litlar þjóðir eins og við getum gert?
Eitt það besta sem við gætum gert er að halda fast í gjaldmil okkar. Verja landið okkar gagnvart slæmum erlendum fjármálaáhrifum. Sem væri það viturlegasta.
Skipta landinu niður þannig að setja í gang stórauknar framkvæmdir fólks sem eingöngu auka verðmæti og byggjast á verðmætasköpun. Og draga úr innflutningi á samskonar vörum eins og við getum.
Finna leiðir til að búa til vörur til að selja erlendis sem flestir vilja og hafa áhuga á að kaupa af okkur. Vera sjálf nægjusöm að þeim vörum sem við getum búið til.
Efla mannfólkið til góðra verka og setja í gang umfangsmikla þróun á að auka mannfjölda á ýmsum stöðum landsins. Með nýjum störfum.
Ég sjálfur hefði áhuga á að athugað hvort ekki væri hægt að setja í gang fleiri íslenska gjaldmiðla, tildæmis að versla á milli landshluta. Einskonar sérstakar landshlutakrónur. Ég þekki það vel inn á fjármál að ég er viss um að það væri hægt.
Útiloka ekki lengur skuldabandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. ágúst 2011
Er það kannski bara þjóðin?
Er það Framsókn? Er það Sjálfstæðisflokkurinn?
Eða er það kannski bara þjóðin?
Að sjálfsögðu hafi átt að vera búið að slíta þessar viðræður fyrir löngu síðan! Þessari aðför Sf að þjóðinni.
Það er þó ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem mun leiða baráttuna gegn aðild, heldur þjóðin sjálf. Þegar að viðræður á þingi munu hefjast í haust um þetta mikilvæga málefni mun þjóðin sjálf hafa sitt að segja hver niðurstaðan verður. Að sjálfögðu verða þeir flokkar á þingi sem vilja slíta viðræður að leita til þjóðarinnar til stuðnings. Að sjálfsögðu mun þjóðin hafa sitt að segja og krefjast þess að fulltrúar þeirra muni taka ákvörðun um framhaldið samkvæmt vilja fólksins en ekki flokka!
Fyrr í sumar gekk einn ágætur andstæðingur ESB úr VG í framsóknarflokkinn. Að sögn m.a. að hann taldi að framsókn muni leiða baráttuna gegn aðild að ESB.
Hverjir hafa rétt fyrir sér þjóðin eða flokkar?
Ég lít svo sterklega á að ef andstæðingar ESB aðildar tökum höndum saman hvar í flokki sem er og án þess að hugsa til flokka þá munum við fá tækifæri til að búa þjóðina undir betri framtíð saman.
Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsókn, eða VG eða hinir eru þjóðin.
Vill slíta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Það er bara ekki nóg
Það verið svo miklu meiri ástæður fyrir fallinu, eins og vantraust fólks vegna hræðslu um fall eigna (þeirra bréfa) vegna miklla skuldaerfiðleika lands viðkomandi.
Ég velti fyrir mér stöðu Options-put í þessum löndum. Ég veit þó ekki um lista samninga í þessum löndum (þar að segja hversu margir samningar séu úti, ókláraðir). Það er svona listi til á USA markaði en veit ekki hversu réttur og áreiðanlegur hann er.
Banna skortsölu í fjórum löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Þetta er sennilega ekki neitt
Ég var að skoða nokkrar vísitölur. Eftir minni skoðun sýnist þetta vera ekki nein alvöru hækkun.
Á candlestick línuriti umlykur hvita kertið ekki það rauða (rauða er mínusdagurinn í gær). En lang oftast þarf það til að markaðurinn taki eitthvað við sér að ráði.
Ég tel frekar að markaðurinn haldi áfram á morgun að falla frekar en meiri hækkun verði. Líkurnar eru þannig í kortunum. Þó gætu markaðir tekið smá (jöfnunar) hækkun um örfá stig í tvo til þrjá daga. En falla þá áfram...........
Ég mun ekki setja inn línurit núna. Frekar þegar að ég sé hvað er að gerast betur og þá eftir tvo til þrjá daga.
Léttir á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Hindurvitni
"Til hindurvitna hljóta að teljast allar þær hugmyndir sem sprottnar eru af fáfræði og ekki er hægt að bakka upp með rökum."
Þessi maður þarf svo sannarlega kraftaverkalyf Kannski Trumpinn geti látið framleiða það fyrir hann og selt honum síðan. Hann ætlaði jú kannski sjálfur að bjóða sig fram til forseta.
Það er þó merkilegt til þess að hugsa að þessi gamli maður skuli hafa enn áhuga á pólitík og það að komast til valda í einu stærsta skulduga peningakerfi heimsins.
Ef maðurinn hefur ekki efni á lögfræðingi. Hvernig hefur hann þá efni á að bjóða sig fram?
Kannski þarf hann þó hjálp hjá sálfræðingi, í alvöru talað.
Ellilífeyrisþegi kærður fyrir veggjakrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Aðeins þetta, stutt.
Ég velti því fyrir mér hvað hann hefði gert hefði hans flokkur verið í Ríkistjórn?
Hefði framsókn sagt sig úr þeirri stjórn? Eða hefðu þeir gengið í málið lengra?
Ég velti því líka fyrir mér hvort verið sé að slá um sig og kannski veiða nokkur atkvæði?
Stendur við fyrri ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Skemmtilegar breytingar á bloggi
Góðir bloggvinir og gestir. Á þessum sólríka sumardegi.
Ég hef ákveðið að breyta bloggi mínu með því að breyta Hausnum og setja inn nýjan haus vikulega. Allt eru þetta breyttar (smækkaðar í standard blogghaus stærð) myndir sem ég hef sjálfur tekið úti um allt land.
Ég mun að sjálfögðu blogga inn greinar um mínar skoðanir á landsmálum og öllu því sem ég hef áhuga á í dagsins amstri.
Vonandi hafið þið skemmtun af og njótið nú vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. ágúst 2011
Lækkun í Evrópu síðustu daga:
Eins og staðan er nú þegar að línurit voru skoðuð:
$DAX (German dax composite) hefur lækkað um 17,75% síðan á einni viku. Það er mikið!
$INE (iShares MSCI Italy index) hefur lækkað samfellt síðan 22. Júlí eða um það bil 18,83 %.
$SMSI (Spain (Madrid) General index) hefur lækkað samfellt síðan 25. Júlí eða um það bil 14,02 %.
$KFX (Denmark KFX Stock index) hefur lækkað samfellt síðan 25. Júlí eða um 15,86 %.
Hægt er að skoða Línurit (Candlestick) á: http://stockcharts.com/h-sc/ui
Tildæmis má slá inn í upphafsglugga (hægra megin?) nafn landsins sem vill skoða og slá svo inn á kortið $ númerið sem kemur upp.
Mér finnst miklu meiri líkur á að markaðurinn muni falla áfram. Gæti orðið pínu jöfnun í enda dagsins eða á morgun. En eftir skoðun þá er mjög líklegt að fallið verði áfram. Svo virðist sem aðgerðir Seðlabanka Evrópu muni hafa lítil áhrif á markaðinn nema til að aðeins dempa hann í tvo til þrjá daga, ef til vill..........
Miklar sveiflur á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Hvert fer hann?
Fyrir nokkru síðan þá bloggaði ég um það að markaðir myndu falla. Því miður virðist þetta rétt hjá mér. Staðan þó enn verri en ég spáði.
Hér hjá mér er smá skoðun um markaðinn og hvert hann heldur
Sjá tildæmis $DAX (Frankfurt) línuritið í dag.
Smellið tvisvar á mynd til að sjá í fullri stærð
Ég setti inn hér örfar sjálfur og rauðu beinu línuna
1. Sjáið lengstu örina sem er lengst til vinstri og vísar á stuðninginn þegar að hann var kringum 6500 sem var rétt fyrir miðjan mars. Ég nefndi það að markaðurinn ætti það á hættu að falla niður fyrir þennan stuðning. Hann gerði það heldur betur.
2. Sjáið rauðu línuna sem vísar áfram...Spurningin er hvort að þýski Dax nái sér á strik aðeins smávegis ef á næstu dögum markaðurinn fari rétt upp fyrir 6500 (rauðu línuna).
3. Sjáið örina sem sýndi að markaðurinn væri á niðurleið uppi í toppi. Hún sýnir að næsti toppur á eftir er lægri en ekki hærri.
4. Sjáið örina lengst til hægri. Mun hún mæta rauðu línuinni?
SPÁ
Ég reikna með að salan sé að vera búin og þetta taki aðeins við sér næstu tvo til þrjá daga. Ef markaðurinn fer ekki upp fyrir 6500 þá er þetta bara frjálst fall áfram. Ég frekar reikna með því.
Ef markaðurinn fer aðeins upp fyrir 6500 þá getur hann lullað þar (veikur) um smá tíma en heldur svo áfram niður.
Ég sé því miður ekki að markaðurinn taki við sér eitthvað eftir svona rosalegt fall síðustu daga. Ekkert að ráði.
Á línunum fyrir neðan sjálft kortið þá sést hversu rosalegu djúpi MACD er í. Takið svo eftir veikleikanum því að svart línan þar hefur ekkert náð að mætast (upp) að rauðu línunni og upp fyrir hana.
Sjáið líka Williams%R sem er neðst. Ég reikna meða að þetta verði að lulla undir -50 næstu daga og ég reikna ekki með að það taki við sér upp fyrir það.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. júlí 2011
Opin?
úr frétt:> Breivik hefur óskað eftir því að dómþingið verði opið og mun lögmaður hans leggja fram þá kröfu við upphaf réttarhaldanna.
Það væri gjörsamlega út í hött að láta eitt eða neitt eftir brjálæðum manni sem framkvæmir svona ódæði!
Það er hinsvegar spurning hvort hvort þetta séu einhver brögð hjá brjálæðingnum því hann veit að ekki verði farið eftir óskum hans. Hann vilji því raunverulega að þau verði lokuð?
Ég vellti þessu fyrir mér.
Aðstandendum hinna látnum verður sko engum greiði gerður með því að málið fari í endalausar umræður fram og til baka, með þátttöku spekulanta hjá fréttamönnum og öðrum almenningi. Og þannig yfirfullt af því í Norsku þjóðfélagi.
Auðvitað ætti dómþingið að verða lokað, aðstandendanna vegna.
Breivik fluttur í dómhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)