Föstudagur, 22. júlí 2011
Ef þetta er til fyrirmyndar þá bý ég í helv...
Taka Ísland sér til fyrirmyndar? Hvar hefur þessi maður verið?
Ég veit ekki betur en að eitt það fyrsta sem ríkistjórnin gerði við hrunið var að bjarga bönkunum og voru fljótir að því. En almenningur sem hafði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna hrunsins varð í öðru sæti, þriðja sæti. Og langur tími leið þar til að jafnvel einhverjar umræður við samtök hófust. Þar sem margir hverjir hafa ekki hlotið neinar bætur eða litlar bætur. Þar sem það tók mánuðum saman að búa til einhvern pakka sem gerði lítið gagn. Þar sem ríkistjórn var ekki tilbúin að breyta neinu kerfi, heldur að halda í gamalt og úrelt kerfi. Þar sem ríkistjórnin vellti restinni yfir á hjálparstofnanir.
Nei! Almenningur og heimilin urðu útundan og ef við gerum ekkert þá verður framtíðin því miður mjög erfið.
Síðan lofa bankarnir öllu fögru um að þeir séu nú að breyta sér. Meira að segja auglýsa það í heilsíðu opnum. En staðreindin er allt önnur. Bankarnir taka heilu "óráðs" bull fyrirtækin og afskrifa heilu milljarðana hjá liðinu sem bjó allt þetta til. Selja svo þessi fyrirtæki aftur til jafnvel sömu aðila. Þar sem byrjað er á öllu sama bullinu aftur.
Í reind eru mjög fáir aðilar sem hafa verið dæmdir vegna sinnar þátttöku í verðandi hrunsins.
Við sem vitum betur látum ekki segja okkur hvað sem er! Það er á hreinu að við sjáum hvernig hlutirnir eru!
Hækkanirnar eru þegar farnar að sjást í verslununm. Og síðan bensínverðið. Hvernig á fólk á lágum launum að hafa efni á að reka bíl og ferðast jafnvel?
![]() |
Íslenska leiðin til fyrirmyndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Flott.
Flott framtak. Mættu fleiri taka sér svona til fyrirmyndar.
Gaman að segja frá því að á þennan stað kom ég oft þegar að ég var lítill drengur. Þekktum við fólk sem átti heima á svæðinu. En sjálfur átti ég heima rétt fyrir neðan þennan garð, hinum megin á Hverfisgötunni. Þessvegna er þetta svæði mér svo hugleikið.
![]() |
Glerbrot, stubbar og viðbjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. júlí 2011
Influttum en ekki íslenskum matvælum
tekið úr frétt>Stofnunin segir, að verðhækkun á dagvöru í júní hafi verið mun meiri en fyrstu fimm mánuði ársins. Ætla megi, að skýringa sé fyrst og fremst að leita í hækkandi heimsmarkaðsverði á innfluttum matvælum.
Er þá ekki að taka sig til og breyta íslenska kerfinu núna þannig að matvæli geti lækkað á Íslandi? Þannig að geta staðið í því að bjóða upp á íslensk matvæli ódýrari en þau influttu sem oft standast ekki samanburð við okkar vörur. Örugglega hægt að hugsa sér leiðir til þess.
Ég er með eina sérstaka hugmynd sem mun geta gjörsamlega umbylt markaðsuppbyggingunni og leiða til þess að fólk geti keypt sér ýmis íslensk matvæli eins og grænmeti, ávexti og sumar kjötvörur á lægra verði en þekkist hingað til. (leiðin til að hugmyndin geti gagnast neytendum mun birtast fljótlega).
Innflutta draslið sem verið er að bjóða okkur í sumum verslunum eins og tildæmis Bónus mun þá hækka í verði án þess að gæði þess batni. Á móti stendur að framleiðendur íslenskra matvara hafa tækifæri til að notfæra sér aðstæður markaðarins til að stórefla framleiðsluna og afurðasöluna með nýjum leiðum.
![]() |
Verð á dagvöru hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. júlí 2011
Jæja já
Eitt af því sem ég stakk upp á við hrunið var að íslenskar ríkið yki Gullforða sinn. Fjárfesti í Gulli.
Mig rekur minni til að sá forði sem Ísland á, sé geymt í "The Bank of London". Held að það sé rétt hjá mér. Ef rétt! Til hvers? Því hægt hefði verið að nota Gullforða sem "leverage" á gjaldeyrisforða. Þá á ég við að ef við hefðum keypt fullt af Gulli þá hefði verið hægt að nota forðan til styrkingar íslensku krónunnar á meðan að henni hefði verið komið í lag.
![]() |
Gull aldrei hærra í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. júlí 2011
Enn tækningreining á DAX - þýska markaðnum
Ég virðist hafa verið of bjartsýnn í gær með kortagreiningu mína. Ég hélt að í gær yrði smá plús dagur og í dag yrði smá stjarna (jöfnun milli kaup og sölu, en á toppi með falli). Síðan tæki að falla meira. En kertatípan í gær var neikvæð í meira lagi. Og ef ég skil rétt þá verður ákveðinn niður þrýstingur á markaðnum því það er ekkert BREATH í honum. Það eru engin átök á milli BULLS og BEARS. Ekki neinir toppar og botnar að ráði.
Það gæti þó verið að í dag komi þessi jöfnunarstjarna til. En líklegt er að markaðurinn falli síðan meira. Ég hef sett inn örvar sem skýra út allt. En MACD örvin sýnir ótvírætt að VATNIÐ er að stækka.
Síðan tók AROON (DOWN) línan kipp upp og AROON (UP) línan hélt áfram niður.
Og í Fast STO féll svarta línan (lengst til hægri) til baka og komst ekkert að ráði upp fyrir þá rauðu.
Sjá kortið hér með:
ath. smellið tvisvar á mynd (opnið í nýjum glugga) til að skoða mynd í réttri stærð.
![]() |
Óbreytt verðbólga á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Jæja já, auka sem sagt þingræðið?
>Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra,
Ég tek aðeins þetta út úr það sem ég las í fréttinni. Amk. til að byrja með.......
Það á sem sagt að auka vald alþingismanna (flokkana). Sem er að auka þingræðið. Það á ekkert að gera til að breyta stjórnmálakerfinu sjálfu.
Að sjálfsögðu hefði almenningur, hinn almenni kjósandi að fá að kjósa sér beint ríkistjórn og velja meðfram því forsætisráðherra. Það hefði verið lágmarkið. Það lýðræðislega rétta!
Svo virðist sem stjórnlagaráðið ætli sér að fara frekar eftir fyrirmælum frá flokkunum en réttlátum tillögum frá almenningi. Því miður................
Ég get lofað því að almenningur á Íslandi mun aldrei samþykkja svona stjórnarskrá! Svona tillögur munu ekkert gera nema að almenningur mun verða enn frákerfur fjórlokknum.
*****
Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til að fara yfir allar tillögur nefndanna. En mun gera það og koma með gagnrýni um þær hér á bloggi mínu. Sérstaklega eftir því sem tillögur stjórnlagaráðs verða fullmótaðar.
***********
Vil nota hér tækifærið til að auglýsa síðustu bloggfærslu mína:
Þýski markaðurinn Candlestick greining
![]() |
Umræður á Alþingi verði tvær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Þýski markaðurinn DAX - Candlestick tæknigreining
Jæja, þar sem ég hef nokkuð vit á stefnu markaðarins þá ætla ég aðeins að skjóta hér inn greiningu á því sem kortin sýna.
Hér tek ég fyrir Dax eða German Dax Composite (þýska markaðinn).
Fyrst set ég upp kort þar sem ég hef sett sjálfur inn merki eins og línur og X og ?
Athugið að smella tvisvar á mynd
til að sjá í fullri stærð!
Fyrst skulum við skoða candelstick (kertastjaka) línurits kortið og fara yfir.
Eins og þið sjáið þá hef ég sett inn rauðar línur til að útskýra stefnu markaðins á milli hækkana og lækkana.
1. Fyrst skoðum við rauðu línuna á milli fyrri topps á undan og þeirra seinni topps sem er ný búinn að vera. Eins og þið sjáið þá lækkar línan og síðasti toppur er lægri en sá fyrri. Sem sýnir að markaðurinn er á niðurleið. Ætla má að sú stefna muni halda áfram. Líka með tilliti til þess sem aðrar athuganir sýna. Eins og AROON og MACD tildæmis.
2. Þið sjáið X ið lengst til hægri ofarlega á kortinu. Þetta X merkir þá skoðun mína á þeirri stöðu sem næsti toppur verður. Það er líklegt að DAX taki einhverja hækkun í dag en á morgun mun taka við lítil toppstjarna sem merkir meðal annars að lítill munur er á milli kaup og sölu. Þessi toppstjarna mun þá vera rétt fyrir ofan 10 daga MA (simple moving average) sem er 7251.67. Eftir það tekur markaðurinn að falla enn meira niður áfram.
3. Þið sjáið rauðu línu númer 2 sem er dregin út frá þegar að markaðurinn var í stuttri lægð og smá jöfnun (litlar hækkanir og lækkanir til skiptist án þess að taka einhverja hækkun eða lækkun að ráði). Þessi rauða lína gefur mér síðasta undirstuðning (fyrirstaða gegn lækkun) markaðarins. En reikna má að markaðurinn muni lækka í næstu viku amk. niður á þesa línu sem er ca. við 200 MA línua (2031.50) eða um 2050. Ef markaðurinn fellur niður fyrir þessa línu (sem ég tel líklegt) þá er næsti stuðningur við línu 3.
4. Sjáið hvað þessar jöfnun við línu tvö eru veikar og standa yfir í marga daga. Sem er vegna óvissu um hvert markaðurinn stefni, upp eða niður. Berið þetta saman við síðasta topp sem er lægri eins og áður segir. Það að þessi toppur hafi ekki verið hærri en næsti á undan (eins og sést á rauðu línu 1), meðfram þessu, segir að markaðurinn sé á niðurleið til langs tíma. En þetta er mín skoðun meðal annars vegna skoðun á MACD samdráttar eins og sjá má síðar hér.
5. Mér finnst ekkert ólíkegt að í næsta mánuði falli markaðurinn niður á næstu stuðningslínu (sem er hér lína 3 ofan frá talið) við ca. 6900. Hvað gerist þá? Er þá ekki líkegt að hann falli áfram niður á síðustu línuna vegna veikleika? En síðasti algjöri botn var við ca. 6600.
NÆST AROON
AROON sýnir dálítið breath markaðarins og hvaða stefnu hann sé að taka til lengri tíma.
1. Fyrst sjáum við að ég hef undirstrikað (lárétt) með grænu síðustu botnstefnu GRÆNU AROON Uppstefnu línunar (UP) sem er þarna í botni. En það var hún þegar að þessi fyrrnefnda jöfnun átti sér stað. Ef þið berið þetta saman við stöðu GRÆNU AROON línunar núna (að byrja að fara niður) rétt eftir topp (og rétt eftir síðasta topp á korti) þá sjáið þið að markaðurinn er á niðurleið og líklegt er að þessi græna AROON lína stefni niður í núllið aftur og standi þar í einhverja daga á eftir.
2. Rauða línan (down línan) er þegar á núllinu og á meðan að markaðurinn tekur lækkun mun hún stefna áfram í lárétta línu við núllið.
3. Ef rauða línan tekur að hækka mun markaðurinn rétta aðeins við sér og lækkunum fækka.
4. Ef græna línan hættir á niður leið og fer aftur í topp þá mun markaðurinn halda og einhverjar hækkanir verða.
5. Hvað haldið þið að gerist ef báðar línunar haldist í botni (þegar og ef að græna línan nær þangað)?
NÆST MACD = MOVING AVERAGE CONVERGENCE - DIVERGENCE
Útskýring: Þið sjáið bláu stuðlana (hlið við hlið) sem hækka og lækka. Við skulum kalla þetta stuðlaberg FJÖLL fyrir ofan meðaltal (ímyndaða meðallínu sem sker lárétt á milli fyrir ofan og neðan). En VÖTN fyrir neðan þessa meðallínu. Fjöll þegar að verðið er í hækkunum, en vötn þegar að verðið er í lækkunum.
Eins og þið sjáið þá hef ég dregið tvær línur (rauða og bláa) frá vinstri til hægri.
Eins og þið sjáið þá er bláa línan dregin út frá þegar að verðið var í síðsta BOTNI VATNSINS, en rauða línan frá þegar að verðið var á TOPPI FJALLSINS.
1. Við sjáum að á milli bláu línunnar og þeirrar rauðu er alltaf sífellt minna bil. Þetta merkir að markaðurinn tekur alltaf sífellt minni hækkanir og er að missa andann (dregist saman).
2. Þið sjáið að fyrsti TOPPURINN var stór. En þið sjáið svo að TOPPARNIR sem koma á eftir eru að minnka. Næsti toppur á eftir er þannig töluvert minni en sá fyrri. Síðan er þriðji TOPPUR enn minni. Sem merkir að hækkanir eru veikar. En síðasti TOPPUR (lengst til hægri) er aðeins stærri. Sem merkir að markaðurinn tekur pínu við sér.
3. BOTNANIR eru líka að minnka. En næsti BOTN á eftir þeim STÓRA (fyrsti til vinstri) er tölvert minni en sá fyrri. Síðan eftir það tekur markaðurinn pínulítið við sér.
4. Þriðji BOTN er rétt að byrja að myndast. Það merkir að markaðurinn sé líklega á niðurleið.
5. Ef þið berið saman þennan samandrátt á milli rauðu og bláu línunnar þá mætti ætla að það sé enginn styrkur í markaðnum og hann taki þó nokkuð fall áfram. Það er líka að merkja vegna hversu lítill síðasti TOPPUR var. Sem og að síðsti toppur (á korti) var lægri en sá á undan.
SÍÐAST SKOÐUM VIÐ Fast STO
Fast STO sýnir stefnu markaðins í stuttan tíma og crossover milli niður línu og upp línu.
Þetta verður stutt.
1. Við sjáum að (Fast STO er neðst), svarta línan er rétt tekin við og farin upp fyrir þá rauðu. Það merkir aðeins að markaðurinn er að taka smá hækkun um tíma, eða einn til tvo daga.
2. Ætla mætti að svarta línan fari aðeins lítillega upp eða við miðjuna. Er það með tilliti til þess að markaðurinn er frekar veikur og líka vegna þess að VATNIÐ í MACD er aðeins rétt að byrja. Því er líklegt að mínu mati að svarta línan taki fljótt að falla aftur niður fyrir þá rauðu!
Læt ég þetta nú duga í tæknigreiningu minni á Þýska markaðnum (DAX). En niðurstaðan er sú að ég tel líklegt að hann taki við verulegum lækkunum á næstunni.
********************
AÐEINS UM FRÉTTIR AF MÖRKUÐUM.
Ég er ekki sannfærður um þær fréttir sem koma um markaðina. Það er ýmislegt sem er þar undirlyggjandi. Tildæmis er ekki endilega lækkun markaðarins í Evrópu vegna atvinnuleysis og skulda frá Grikklandi og Ítalíu. Það er fleira sem spilar þar inn í eins og tildæmis hræðsla um hvað gerist hjá Bandaríkjunum þann 2. ágúst. En það er sá dagur sem þeir hafa sem viðmiðun að geta ekki hækkað skuldir sínar meira. Spurningin er hvað Bandaríkjastjórn gerir.
Síðan er aukið atvinnuleysi í bæði Bandaríkjunum og Evrópu sem spilar inn í lækkaninar.
Líka mun það hafa áhrif að ef markaðir í Bandaríkjunum (Nasdaq, Nyse og $INDU) halda áfram að falla hafa áhrif meðfram öðru.
Síðan gerist það þegar að slæmar fréttir berast út í alþjóðasamfélagið taka spákaupmenninir að SKORTA markaðina. En við það mun falli enn aukast.
SCENARIO
Ég hef stundum vellt því fyrir mér hvort það geti verið að IMF hagnist mikið á því að lönd séu í slæmri skuldastöðu. Hvernig þá? Hugsið ykkur að fjármálamenn innan aþjóða gjaldeyrissjóðsins geti myndað saman fjármálahópa (vini) sem spili á markaðinn. Og þeir hagnist á slæmum fréttum þannig að SKORTA markaðinn í stórum stíl! Hugsið ykkur að ef það sé meðal þannig sem sjálfUR SJÓÐURINN geti líka fengið gróða til baka út frá öllum lánunum.
Ég óneitanlega vellti því fyrir mér hvernig þessi stjórnun á mörkuðunum sé? Það er svo margt sem hefur áhrif á markaðina.
![]() |
Áfram órói á evrópskum mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 21. júní 2011
Ísland mun............
Ísland mun aldrei ganga í þetta Esb samband. Það er til fólk eins og ég sem munum berjast (harkalega ef þarf) gegn því!
Það eru til aðrar leiðir fyrir Ísland sem eru í burðarliðnum!
Sjáið líka bloggpistil minn þann 17. Júní.
![]() |
Ísland fari á eigin forsendum í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 17. júní 2011
Til hamingju með daginn íslendingar + sérstök Yfirlýsing til Jóhönnu og ríkistjórnar
Ég vil byrja með að óska öllum til hamingju með daginn.
En eftirfarandi grein er skrifuð vegna mikillar nauðsynar til þess.
Eftirfarandi er skrifað hér vegna tenginu minnar við Lýðveldisgarð og vil ég nota tækifærið að birta þessa yfirlýsingu í tilefni dagsins.
**********************************************************
Jóhanna og ríkistjórn. Ég færi ykkur þessa stríðsyfirlýsingu. Baráttan um Ísland er fyrir alvöru hafin.
Í burðarliðnum er að setja af stað sérstakt þjóðarafl til góðra verka. Afl sem er barátta ætluð til að efla fólk á Íslandi til að vinna saman að sanngjörnu þjóðfélagi.
* Í fyrsta lagi á ég við baráttuna um framtíðar mannlíf á Íslandi.
* Í öðru lagi er ég að tala um baráttuna um brauðið sem snýst um að almenningur geti treyst því að hafa sanngjarna afkomu af lífsstriti sínu.
* Í þriðja lagi er ég að tala um samfélagsbaráttu sem takmarkið er að fólk hafi mikil áhrif á ákvarðanatöku.
* Í fjórða lagi er ég að tala um algjört áróðursstríð.
* Í fimmta lagi er ég að tala um valdatafl milli flokka og manna.
* Í sjötta lagi er baráttan á milli íslendinga og erlendra afla um inngöngu í Efnahagsbandalag eða ekki.
En það er augljóst að þessi fyrrnefndu atriði vinna saman að baráttunni um Ísland.
Mynda á sérstakt teymi fólks sem mun setja saman skipulag sem vinnur aðframgangi þessara atriða. Vinna þess hóps mun snúast um að vekja athygli fólks á hvernig þessir þættir vinna saman. Framtíð sína á almenningur sjálfur rétt á að velja sér en ekki stjórnmálamenn eða flokkar fyrir hann. Því stjórmálamenn eiga að vera til að uppfylla vilja fólksins en ekki fólk að uppfylla sérstakan vilja stjórnmálamanna, þar sem afleiðingarnar geta mögulega orðið þjóðinni til alvarlegs skaða, eins og sjá má vegna atburða síðustu mánaða.......
Fengið verður fólk til þátttöku sem hefur trú á því að við íslendingar getum sjálfir unnið okkur út úr öllum vanda, í krafti eigin vits og vilja. Unnið verður með sérstakt hópefli sem felst meðal annars í því að segja næsta manni frá og svo koll af kolli.
Undirbúningsvinna að þessu er þegar hafin. Öruggt er að það verður þjóðin sjálf sem taka mun ákvörðun um þessi mál en engvir stjórnmálamenn eða flokkar fyrir hana. Þessi barátta mun meðal annars tryggja að svo verði.
Ísland er land vort.
Á Alþingi er endalaust verið að rífast um þessi ESB mál fram og til baka. Þar sem almenningur veit lítið hvað er í reynd um að vera. Og nýjustu skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að almenningur vill vinna saman að framgangi Ísland án afskipta erlendra afla. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að treysta alþingismönnum til að hafa ráð á þessum málum. Og það er líka augljóst að taki almenningur völdin yfir þeim hefur þjóðin tækifæri til að velja sér sitt eigið frelsi til að reisa Ísland við að nýju án afskipta títtnefndra bandalaga. Það er sama þó slík öfl lofi gulli og grænum skógum ef við göngumst undir þau. Því staðreindin er sú að öll utanaðkomandi loforð, hvort sem það er í formi Tollaívilnana eða annarra loforða eins og peningastyrkja, þá getur þjóðin sjálf mætt öllum slíkum loforðum og bætt um betur. Að þiggja slíkar sporslur mun óhjákvæmilega leiða til þess að þjóðin glatar sínum eigin tækifærum. Og flest allar framkvæmdir og störf framkæmd með hangandi hendi. Í stað þjóðarafls til góðra verka.
Það liggur við að það mætti segja að allar ívilnanir og styrkir sem bjóðast við inngöngu sé hægt að kalla mútuþægni. Það er hinsvegar alltaf hægt að segja að ef þjóðin velur sér sínar eigin leiðir, þá verður það gert af eigin verkum, þannig að þjóðin geti haft sóma af. Ísland myndi þannig alltaf líta vel út í augum umheimsins.
Það eru breyttir tímar. Íslendingar, við eigum að nýta okkur öll tækifæri að laga landið okkar sjálf.
*******************
Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef sett upp hugmyndabanka sem þegar eru komin 15 atriði í. Sértaklega er þar eitt atriði sem enginn hefur séð! sem mun hafa afgerandi áhrif ef af verður.
******************
![]() |
Fjölbreytt dagskrá á 17. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 26. maí 2011
Ta damm...............
Ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Það kemur að því að staða hans Steingríms losnar ALVEG og allra hinna í ríkistjórninni..............:-)
Það má alveg vera ljóst að ef það verða alvöru breytingar á kerfinu þá kemur það ekki innan frá valdhöfum. Heldur koma þær frá fólkinu. Beint frá almenning í landinu.
Það styttist í það svo sannarlega!
![]() |
Steingrímur íhugi stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |