Mánudagur, 22. ágúst 2011
Hreinsanir?
Meigum við eiga von á því að stuðningslið inngöngu í ESB muni klofna úr fleiri flokkum á næstunni og sameinist? Og þar með einangra sig enn frekar frá þjóðinni?
Það er spenna að myndast í íslenskum stjórnmálum á haustmánuðum. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist þegar að þingið fer af stað.
Guðmundur sagður á leið úr Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 22. ágúst 2011
Neyðarlegt
1. Stjórnendur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu leigðu skipið Hafsúluna fyrir einkaveislu á Menningarnótt. Samkvæmt heimildum DV voru um 150 manns í skipinu en reiknað hafði verið með fleiri. Matur frá veitingastað í Hörpunni var borinn á borð en staðirnir í Hörpu eru tveir auk veisluþjónustu. DV hefur ekki upplýsingar um frá hvaða veitingastað maturinn kom.
Ekki hefur fengist staðfest hvað borgað var fyrir siglinguna en samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila skipsins er það leigt út minnst þrjá klukkutíma í senn og kostar leigan á bilinu 200 til 600 hundruð þúsund krónur. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV vegna málsins segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, að veislan hafi verið fyrir erlenda blaðamenn.
2. Þegar DV hringdi í Steinunni Birnu við vinnslu fréttar um siglingu stjórnenda á Hafsúlunni vildi hún ekki svara spurningum í síma, heldur sagðist ætla að svara skriflega. Já, heyrðu ég er að rjúka hérna bara inn á smá fund en ég skal senda þér smálínu sem þú mátt nota, bara upplýsingar til baka á netfangið, sagði Steinunn Birna tónlistarstjóri þegar blaðamaður spurði hana hvort það væri rétt að skipið Hafsúlan hefði verið leigt af starfsmönnum á Menningarnótt.
Eftir að hún kvaddi blaðamann virðist sem hún hafi ekki slitið símtalinu en snéri sér að einhverjum sem var hjá henni og mátti greinilega heyra hana segja: Núna nota ég trikkið sko, þeir eru að fara að blása þetta upp, að það hafi verið eitthvað elítuboð á Hafsúlunni. Hvort þetta sé rétt, þessi orðrómur. Þá nota ég trikkið sem Andrés kenndi mér, bara að segja þeim að senda þér, að þú sért að rjúka inn á fund, bara að senda tölvupóst, sagði Steinunn Birna. Gera má ráð fyrir því að Steinunn hafi þarna verið að vísa í almannatengilinn Andrés Jónsson.
*Neyðarlegt fyrir hana. Þau ættu þó kannski að snúa þessu upp í beinlínusamband
* Ætli blaðamaður sé búinn að komast að því hversu margir íslenskar Elítur hafi verið í veislunni? Og hversu margir erlendir blaðamenn?
* Ætli blaðamaður sé búinn að fá upplýsingar um hvenær og hvernig eigi að endurtaka leikinn?
*Er það kannski svona sem á að fara með rekstursfé Hörpunnar? Þeir spila sig hátt sem komast í feitt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 21. ágúst 2011
VÁ áhrifin
Nú þarf að fara að undirbúa Ísland undir nýja framtíð. Því fyrr sem við getum byrjað, því betra.
Nú þurfum við íslendingar að setja í gang ný tækifæri fyrir íbúana. Stjórnvöld á Íslandi skulda fólkinu sem varð undir vegna ákvarðanatöku fjárglæframannana, réttinn til að ákvarða framtíð sína.
Vá áhrifin
Við íslendingar þurfum að leitast eftir rosalegum áhrifum verka okkar. Eitthvað sem við getum séð og sagt VÁ við, þetta er rosalegt. Og við sem eigum verkin gætum þannig verið stolt að þeim. Fólk sem kemur og sér á að geta verið lissa. Stara á verkin af undrun og aðdáun.
Hægt væri að byrja smátt að leitast eftir að setja í gang svona Vá áhrif til nýjunga og síðan smátt og smátt auka og stækka umfangið.
En í VÁ áhrifum eru atriði sem snúa að heildinni, svo sem: samheldni, eftirvænting, kraftur, hvatning, undursamlegt, aðdáunarvert. Einnig hófsemi, aðhald, nægjusemi og fleiri atriði.
Á Íslandi þarf að vera til sérstök hvatning fyrir íbúana að vinna saman að framgangi fjölskyldunnar og heildarinnar. Svona hvatning þarf ekki að snúast um að við eigum að græða sem mest. Heldur frekar að byggjast á því að allir sem taki þátt njóti góðs af framtaki sínu og þátttöku. Meðal annars með því að njóta verkana sem og að hafa sanngjarna afkomu af verkum sínum.
Ísland á fullt af tækifærum fyrir íbúana. Einmitt vegna smæðar landsins og náttúrulegrar getu landsins okkar. Við þurfum að finna leiðir fyrir okkur sjálf sem allir njóta jafnt góðs af þegar að verið er að setja í gang verkefni.
Við íslendingar þurfum að vinna saman að því að endurreisa Ísland með því að finna nýjar leiðir saman.
Við þurfum að taka sameiginlegan þátt í að finna þennan Vá áhrifaþátt í öllum okkar verkum. Gera eitthvað rosalega spennandi og skemmtilegt sem við höfum ekki gert áður. Eitthvað sem allir vilja taka þátt í. Við þurfum að sækjast eftir setja í gang ný verk með nýjum formerkjum. Við þurfum að sýna þolinmæði saman til að vinna að góðum verkum sem geta verið til eflingar mannlegs þjóðfélags. Þar sem við hinn almenni borgari getum jafnt notið góðs af.
Við þurfum að efla mannsandann til þeirra verka og vinna sameiginlega að framgangi Íslands.
Við þurfum að finna leiðir til þess að endurvekja framgang Sjávarþorpana. Koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Við þurfum að stórefla framgang gömlu þorpana með nýjum VÁ tækifærum. Við þurfum að setja í gang sérstaka tryggingu fyrir starfsfólk og íbúa Sjávarþorps fyrir því að halda eða/fá ný störf ef fyrirtækið á staðnum stendur illa. Finna leiðir til endurreisnar.
Það sama á við um Bændasamfélagið!
Við þurfum að setja í gang sérstaka tryggingu fyrir atvinnu þegar að fyrirtæki fara í gjaldþrot.
En er þetta allt hægt ef við göngum inn í ESB? Þegar að ég hugsa um þessi mál þá sé ég hvergi að manneskjan hafi þessi tækifæri til að búa sér til alvöru nýja framtíð með þessum Vá áhrifum. Tökum sem dæmi að ef við göngum inn þurfum við alltaf að vera fá leyfi til að gera hlutina. Og síðan alltaf að þurfa að standa í því að þurfa að hugsa um það hvort það sé nú í lagi fyrir ESB reglugerðum ef við ætlum að setja í gang eitthvað spennandi atriði. Við eigum ekki einu sinni að þurfa að hugsa um það hvort það sé í lagi erlendis frá (leita í reglugerðir) ef við höfum áhuga að gera eitthvað.
Þessvegna, meðal svo margs annars, þarf að fara að ákveða að draga umsóknina um inngöngu í ESB til baka. Helst það strax.
Veltið því fyrir ykkur afhverju ég sé að skrifa um þessa þætti. Afherju ég sem hef unnið við nánast hvert einasta verkamanna starf sem hægt er að vinna við, út um allt land og það án þess að hafa náð sérstökum peningalegum ávinningi, heldur öfugt, hafi þennan sérstaka áhuga fyrir því að við íslendingar búum okkur sjálfir nýja VÁ framtíð án inngöngu í þetta títtnefnda samband.
Það er meðal annars vegna þess að VÁ tækifærin okkar eru í sjálfum okkur, saman!
Vilja snúa við samrunaþróun ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 19. ágúst 2011
Rosalegt
Ég sit hérna við tölvuna í hádegismat að borða íslenska Sjávarréttasúpu og virði fyrir mér stöðu markaðarins. Og skoða nokkur línuritakort. Allsstaðar það sama. Allar vísitölur á niðurleið.
Ég stari stóreygur á upphafssíðu Stockcharts.com . Nú er það svart maður, allt RAUTT utan eitt fyrirtæki sem er 13% upp. Allir bandaríkjamarkaðanir í niðurleið.
Algjört hrun nær hvar sem er leitað niður.
Bankar leiða lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Svo virðist
Já, svo virðist sem spá mín í fyrradag standist fullkomlega:
Sjáið $Dax í dag. Hraðfellur, sjáið langan rauðan (mínus) lengst til hægri. Þetta er nákvæmlega eins og ég fastlega bjóst við.
Það sama er að gerast þegar að aðrar markaðstölur eru skoðaðar.
munið að smella tvisvar á mynd:
Lækkun í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Bendi bara á
Vinsamlegast lesið hina bloggrein mína í dag: "Opnið augu ykkar"
Vill ESB-umsóknina á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Opnið augu ykkar!
Ég reyni að koma þessu frá mér á einfaldan hátt.
Það er Ísland sem á að opna augu sín og hætta við að vilja ganga inn í svona samband sem riðlar til falls. Staðreyndin er sú að ,,,,,það er miklu líklegra að þetta samband muni ganga erfiðlega að standa saman og reisa sig við úr þeim vanda sem flest "skuldsettu" ríki þess eiga í. Staðreyndin er sú að því meira sem fallið verður vilja þau að mest allt vald verði framselt til Brussel. Ríki og lönd munu því hafa litlu sem engu að ráða um fjármálastjórnun landa þeirra né annarar stjórnunar.
Staðreyndin er líka sú að ,,,,,við íslendingar eigum að treysta á okkar getu til að reisa Ísland upp úr kreppunni. Sem og að vera nógu djarfir til að búa til og setja í gang nýtt kerfi sem byggir á samheldni íbúana að vinna saman að uppgangi landsins okkar.
Íslendingar hafa lang flestir verið duglegt og vinnusamt fólk. Við eigum að treysta á vinnuafl landsins og vinna að hvatningu fólks til búa okkur nýja framtíð. Það er enginn að segja að það sé auðvelt verk. En augu heimsins í framtíðinni munu líta til Íslands og sjá hvað við höfum gert til að reisa landið okkar við. Þegar hinir munu eiga enn í stórvanda og mörg ríki og lönd munu eiga í miklum fjármálaerfiðleikum og vera við fátækrarmörk.
Staðreyndin er sú að það er vinnuaflið sem er kveikja framtíðarmöguleika okkar. Ef ekki væri fyrir vinnuaflið þá hefði þjóðin enga getu. Það sama á við aðrar þjóðir, því ef ekki er vinna fyrir fólkið þá hafa þjóðir enga getu til að reisa sig við úr vanda.
Delors: ESB á barmi hengiflugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Aðeins þetta
Ég sé að það er svo margt gott búið að blogga hjá skoðanabræðrum mínum! Litlu við að bæta nema þetta.
Ég vona svo sannarlega að það verði staðið við það að taka það fyrir á alþingi að draga umsóknina til baka, nú í haust.
Ég sé fyrir mér að þjóðin muni strax þá láta sitt álit í ljós með afgerandi hætti.
Ég treysti á að alþingismenn muni leita eftir afgerandi stuðningi frá almenningi. Ekki bara með skoðanakönnun, heldur með öðrum afgerandi hætti.
Það er þjóðin sem velur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Staðreind um markaðinn
Markaðir hafa ekki verið lægri síðan fyrir ári síðan (ath. miðað við stöðu þegar að fall markaða var fyrir 4 dögum eða miðvikudaginn 10 ágúst). Sumir lengra síðan, eins og DAX.
Með því að skoða línurit og hafa tvö ár slegið inn kom eftirfarandi í ljós:
$DAX (German Dax composite) hefur ekki verið lægri síðan í lok Febrúar 2010.
$INE (iShares MSCI Italy index) féll á miðvikudag niður fyrir lægstu stöðu sem var í Júní 2010.
$FTSE (London Financial Times index) féll á miðvikudag niður að sömu stöðu og í Júlí 2010.
$CAC (French CAC 40 index) fallið niður fyrir stöðu í Júlí 2009. Eða staða fyrir meira en tveimur árum.
$IBEX (Spain Bolsa de Madrid IBEX 35 index) féll niður að svipaðri stöðu sem var 25. Mars 2009 eða tvö og hálft ár.
Hér er staða $DAX í dag með smá skoðun frá mér:
Munið að smella tvisvar á mynd til að skoða í fullri stærð
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá að $DAX falli niður fyrir 5400 á fimmtudag. Þetta er allt svo "Volatile" í "Bear" markaði að ég á ekki eftir að sjá þetta fara neitt upp á næstunni.
Svo er svona svört toppstjarna mjög slæmt í mjög hraðfallandi markaði. Ég býst við að við sjáum svipað merki á morgun og er í dag. Ens síðan stærra mínusmerki áfram (eins og stóra rauða).
Sjáið svörtu línuna og örina sem ég setti inn á línuritið sem bendir á stefnu markaðarins.
Lækkun í helstu kauphöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Gervivöxtur
Hversvegna er (oft pínulítill) Hagvöxtur þjóða oft í öfugu hlutfalli við skuldir þeirra, þegar að þjóð eða ríki á í erfiðri skuldastöðu?
Það er vegna þess að það er verið að reyna að fjármagna neyslu með lántökum. Að reyna að setja í gang aukna neyslu. Sjáið tildæmis í Bandaríkjunum sem undanfarin ár hafa tekið lán eftir lán til að fjármagna peningakerfið. Sem og setja í það endalausa "blank slate" tékka sem engin verðmæti eru á bakvið né inneign eru fyrir. Má þar tildæmis nefna útgefin ríkisskuldabréf sem seðlabanki þjóða eða ríkja kaupa af ríkissjóði og veita útí hagkerfið. Svipað og Evrópuþjóðinar eru að fara að reyna með skuldabréfaútgáfu sem nefnd hefur verið í fréttum.
Svo gerist það að þessar þjóðir geta ekki lengur aukið skuldirnar vegna þess að þeir hafa ekki efni á að borga meira úr ríkissjóði (vegna allra skuldana). Né efni á að gefa út fleiri skuldabréf. Hvað gerist þá? Þá hrynja markaðir og peningakerfið riðlast.
Hvaða ráða er þá gripið til? Sumir vilja auka skattana, segjast ætla að gera það með því að hækka skatta á hærri launaflokka. En aðrir vilja auka niðurskurð.
En báðar aðferðirnar munu þó hafa slæm áhrif á hagkerfið og hafa mjög slæm áhrif á kjör þeirra lægri og lægstlaunuðu. Fyrri aðferðin leiðir til hækkunar vöruverðs og ýmissa gjalda. Þannig mun skattur á hærri launaða einstaklinga (sem eru tildæmis í rekstri) í reynd leiða til hækkandi verðlags. Seinni aðferðin mun leiða til þess að venjuleg þjónusta dregst saman og leiðir oft til aukinnar verðálagningar á þjónustuna. Þar að segja að um leið og þjónusta dregst saman eykst gjaldtaka fyrir þjónustuna sem stendur eftir. Ekki öfugt.
Síðan gerist það að þjóð getur ekki lengur fjármagnað það að setja í gang aukna neyslu með því að taka fleiri lán. Þjóðin eða ríkið er í reynd gjaldþrota. Þannig hefur gerst með Ísland og þannig er að gerast með Bandaríkin.
Allar aðgerðir til að reyna að bjarga hruni markaða og fjármálakerfa mun þannig mistakast, nema að eitthvað kraftaverk gerist.
Hverjir hagnast? Þeir sem eru efnaðastir munu ávallt hagnast. Jafnvel á hruni markaða og vegna þess að þeir taka í reynd við peningum frá þeim þjóðum sem skulda mest. Þetta eru afætur heimsins sem nota sér allar þær aðstæður sem myndast til að hagnast á þeim. Topparnir sem hinir sem stjórna og hafa valdið langar til að vera með og skríða fyrir.
Hvað eiga þjóðir að gera? Auka neyslu? Draga saman?
NEI! Þær eiga að kyppa snarlega Hagkerfinu úr sambandi og byrja upp á nýtt á nýjum forsendum. Þeim sem lægri og miðstéttir geta hagnast á. En sú stefna byggist á deilingu þjóðkerfa niður á smærri einingar og byggja afkomukerfið á framleiðslu þegnana og verðmætasköpun. Ekki aukinni neyslu, eða auknum sköttum, eða draga saman innan sama hagkerfis.
Minni hagvöxtur á evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)