Hvað á að gera við löggjafarvaldið?

Þetta er leikþáttur nr. 2 um stjórnarskrármál.

Gaumi er ímyndaður spyrill minn.

Gaumi>Sæll Guðni

Sæll

Gaumi>Hvað viltu ræða um í dag?

Mig langar að koma dálítið inn á hvað væri mögulegt að gera við löggjafarvaldið. Einnig að skoða dálítið stjórnarskrána með tilliti til þess.

Gaumi>Hversvegna?

Það er alveg ljóst að undangengnum mánuðum að gera þarf eitthvað róttækt til þess að losa um vald. Er þá sérstaklega nausynlegt að endurskoða löggjafarvaldið! En það vald hefur verið mjög mikið misnotað. Sést það meðal annars á því hvernig alþingismenn höndla valdið inni á alþingi.  Einkum á síðustu mánuðum frá hruni.

Gaumi>Ertu þá að segja að persónur eigi erfitt með að meðhöndla löggjafarvaldið?

Já! Meðal annars vegna togstreitu á milli manna úr mismunandi flokkum. Það þarf að losa um þessa togstreitu.

Við vitum jú að almenningur á Íslandi á að kjósa sér lið úr flokkum til að fara með vald til að setja lög yfir þjóðina. Jafnvel lög sem eru mismunandi réttlát. Síðan höfum við lítið að segja með framhaldið. Alþingismenn fara þannig með vald sitt eins og þeim sýnist og að mestu án tillit til sjónarmiða þjóðarinnar.

Gaumi>Sjónarmiða? Kusum við ekki yfir okkur þetta fólk til að treysta þeim fyrir þeirra sjónarmiðum og val úr þeim til að setja sem lög yfir þjóðina?

Nei!  Vegna þess að meirihluti þjóðarinnar á erfitt að koma með sín sjónarmið og hugmyndir inn þegar að þær hugmyndir koma fram. Það hefur mjög lítil áhrif eftir að vera búið að kjósa valdið yfir sig. Löggjafarvaldið.

Gaumi>En hvað gætum við gert?

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að ekki megi culturvera valdið til mannfólksins. Tildæmis með því að setja það á hlutleysismörk þannig að almenningur á Íslandi losni við þetta yfirvald yfir sér sem lendir alltaf í ávirðingum og endalausu karpi og rifrildi sín á milli. Það er langt í frá að almenningur sé ánægður með alþingi og alþingismenn.

Gaumi>En hvernig má culturvera valdið á fólkið og setja það á hlutleysismörk? Ertu búinn að skoða eitthvað hvernig það mætti útfæra þann möguleika?

Já, ég er að því. Ég hef tildæmis verið að velta því fyrir mér  hvort ekki mætti gera stjórnarskrána virkilega flotta og professional með því að láta lögin snúast um lög inni í stjórnarskránni sjálfri.

Gaumi>Hvað áttu þá við?

Ég skal útskýra: Ég hef áhuga á að aðalflokkar laga, tildæmis þeir sem eru í stjórnarskrá nú þegar og svo ný lög sem væru gerð í framtíðinni væru sett sem undirflokkar á lögin og raðað þannig vandlega niður.

Gaumi>Ha? Hvað viltu þá gera við öll lögin sem koma frá alþingi?

Sjáðu til, lögin frá alþingi eru oft þau langflest sem alþingismenn dettur sjálfum í hug (kannski 2 til 4 saman úr fleirum en einum flokki) að koma með. Jafnvel getur eins og staðan er í dag verið sett í gang umræða um lög sem einhver vinur þessara alþingismanna styngur uppá að sett verði af stað. Tildæmis úr fjármálageiranum. Undanskilið frá þessu eru frekar fá lög, en nefna má þó fjárlögin sem farið er að ræða um þegar að alþingismenn koma saman eftir sumarfríin.

Þetta er því dálítið laga-kaos þar sem menn eyða tíma sínum í endalaust karp um hin og þessi atriði, eða henda þeim í nefndir sem eiga síðan að skila afsér eftir ákveðinn tíma. En meðan að alþingið býður þá er síðan sett í gang sama ferlið með önnur lög. Við sjáum oft þannig fullt af lögum á alþingi sem tildæmis þingmenn ríkisstjórnarflokka hafa ætlað að setja af stað ná ekki einu sinni umræðu vegna þess að önnur mál hafa ekki náð að klárast tímanlega.

Gaumi>Viltu þá raða þessu upp?

Já! Mjög skipulega. Hugsa mætti sér að raða lögum og lagabálkum beint á stjórnarskrána og setja skipulega í gang umræðu um ákveðin lög á ákveðnum tímum. Þannig væru lögin tekin fyrir þegar að þess þarf. 

Ég skal nefna dæmi:           Stjórnarskrá

Flokkun á stjórnarskrárlögum - eldri lög eru sett inn í hornklofa til að smella á og ný lög inn í hornklofa líka nema að nýjasta útgáfan er sett upp sem breyting með dagsetningu.

I. Kafli formáli - kafli um Ísland

1. grein um greiningu á lýðveldinu [eldri lög] [ný undirlög, breytingar á stjórnarskrá 2011]

2.  grein um valdskiptinguna [eldri lög] [ný lög, breytingar á stjórnarskrá íslands sem tóku gildi 17 Júní 2012]

II. Kafli  Forseti Íslands [eldri lög]

1. grein xxxx [breyting gerð 17 Júní 2012]

2. grein xxx

og svo framvegis

III. Mannréttindi [eldri lög]

1. grein um almenn mannréttindi [ný lög með breytingu 17. Júní 2012]

2.  grein eldri borgarar [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

3. grein fatlaðir [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

4. grein um mannréttindi minnihlutahópa

 og svo framvegis.............

IV. Kafli  Stjórnlagaþing

1. grein  [lög sem tóku gildi 17. Júní 2012]

Næstu greinar öll nánari útfærsla á starfsemi stjórnlagaþings....

V. Kafli  - Ríkistjórn [eldri lög]

1. grein [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

Næstu greinar með öllum útfærslum á hvað ríkistjórn  sem hefur framkvæmdavaldið gerir og framkvæmir...............

VI. Kafli - Kjör  til stjórnsýslunnar  [eldri lög]

1. grein - skipting á valdið [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

2. grein - kosning inn á valdskiptinguna [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

3. grein - umsjón valdsins  [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

4. grein......................

VII. Þjóðkirkja og trúarhópar [eldri lög]

1. grein -  leitan eftir samskiptingu trúarhópa íslensks þjófélags  [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

 2. grein - þjóðkirkjan og trúarhópar útskýring á niðurstöðu laga  [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2014]

3. grein...............................

VIII. Kafli - Fjárlög

1. grein......................

2. grein................

VIV. Kafli - Lög um fjármálastarfsemi [eldri lög]

1. grein..........lög um bankastarfsemi  [breytingar gerðar sem tóku gildi 17. Júní 2012]

2. grein......... lög um erlenda fjárstarfsemi 

3. grein.........lög um gjaldeyrisviðskipti

4. grein..............lög um starfsemi seðlabanka Íslands

5. grein.............lög um viðskipti innanlands

.....................

X..............................

Auðvitað veit ég að lögin eru fjölþætt en þessi flokkun væri vel framkvæmanleg.

Þannig væri skipulega hægt að sjá um að lög stjórnarskárnar sjái um að snúast um lög landsins sjálfs. Þá væri ekki ákvarðanataka í höndum hentrisamra þingmanna mismunandi flokka..........

(tildæmis væri þannig ekki hægt að einhver sérstakur flokkur setti í gang umræður um lög sem þeir sjálfir vilji að gangi yfir þjóðina en meirihluti þjóðarinnar sé á móti að þau lög verði sett á þjóðina).

Gaumi>En hverjir eiga að vera umsjónarmenn?

Í hugmyndum mínum starfar stjórnlagaþingið alltaf og skipar öll valdstigin sem fólkið hefur kosið sjálft í.  En það þarf sérstakt aðhald að öllu valdi.

Gaumi>Hvað með almenning?

Flott þú spurðir! Almenningur hefði þá sérstakan ALMANNARÓM sem fólk getur komið inn með hugmyndir sínar og fengið þær ræddar. Tillögum gætu þannig borist frá almenningi til sérstakra kosinna umsjónamanna (almannaþingmenn sem gætu verið 5 tildæmis) sem sæju síðan um að bera breytingar undir stjórnlagaþingið og stjórnarskrána. 

Gaumi>En hvað með alþingi og alþingismenn?

Þeir sæju um að búa til þau lög sem sett væru skipulega á þá og skila þeim til baka á stjórnlagaþingið (og síðan sem lög á stjórnarskrána). Þeir fengju engu ráðið um hvaða lög væru tekin fyrir en gætu komið með sínar tillögur um það inn á stjórnlagaþingið (alveg eins og almenningur). Þó færi umræða breytingar á lögum eftir sérstöku tímasettu kerfi og öll lög eiga rétt á skipulegum endurskoðunum..........

Ég vona að fólk sé að skilja hvað ég á við. Því svona fyrirkomulag gæti haldið utan um raunverulegt lýðræði!

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Með þessu fyrirkomulagi sjást tildæmis strax þær breytingar sem eru gerðar. Helgast það af dagsetningu lagana sem farið er skipulega  yfir!

Alþingi hefði tilgangi að gegna að taka við lögum, búa þau til og skila þeim til baka.

Ég veit þetta er erfitt að kingja fyrir þá sem segja að það eigi að vera erfitt að breyta stjórnarskránni. En það er samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. 

Það mundi síðan breytast með nýju fyrirkomulagi stjórnarskrárinnar. Þar sem farið er yfir lög skipulega eftir flokkun þeirra.

Guðni Karl Harðarson, 28.9.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

En hverjir koma þá að fjárlögunum ef alþingi hefur ekki áfram löggjafarvaldið?

Það mætti hugsa sér sérstaka útfærslu með það atriði þar sem stjórnlagaþing (fyrir hönd stjórnarskrár), almannaþing af almannarómi, og ríkistjórn. Þar að segja eingöngu við gerð fjárlaga en ekki á nein önnur lög. Þetta er útfærsluatriði!

Guðni Karl Harðarson, 28.9.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vil benda líka sérstaklega á þetta atriði!

Með því að taka fyrir frummálin fyrst í endurgerð stjórnarskránni þá má vinna þau erfiðustu á seinni tímum.

Nefnum sem dæmi að erfiða málið: auðlindamál klárist ekki á þeim stutta tíma sem þingið hefur til endurgerðar stjórnarskránar og þau þurfi að vinna að sameiginlega af ALÞINGI, ALMANNAÞINGI og Stjórnlagaþingi.

Guðni Karl Harðarson, 28.9.2010 kl. 20:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðni þú kemur þarna inn á marga góða punkta. Ég hef því miður ekki tíma til að lesa þetta vandlega, því er er að fara í smáfrí.  En ég ætla að lesa þetta yfir vandlega þegar ég hef tíma. Þakka þér fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2010 kl. 14:41

5 identicon

Heil og sæl bæði; Guðni Karl og Ásthildur Cesil, æfinlega !

Þessu er fljótsvarað; Guðni minn. Þessa andstyggð; sem Alþingi reynist vera, í okkar samtíma, á að AFNEMA, endanlega - og við tæki 18 manna Byltingarráð okkar fremsta fólks, meðal þjóðfrelsissinna - VOPNAÐ helzt; til þess að halda aftur af valdagráðgum hvítflibbum og blúndukerlingum, fornvinur góður.

Annars; eru flestir valkostir álitlegir, í framtíðinni, en þetta helvítis kraðak, sem við búum nú við, svo sem.

Með; hinum allra beztu kveðjum, sem jafnan áður /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 15:05

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hafðu það gott í fríinu Ásthildur

Guðni Karl Harðarson, 29.9.2010 kl. 15:51

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi.

Það mætti kannski byrja á því að losa um vald með því að taka löggjafarvaldið  af alþingi og láta þá síðan aðeins sjá um að snýða lögin til og skila þeim til baka.

Sjáðu þá hvernig vinnubrögðin myndu breytast.

Með bestum kveðjum æfinlega,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 29.9.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband