Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Ísland er landið mitt - nýjar myndir úr hringferð
Jæja, nú er ég að fara smám saman í gang eftir sumarhlé á blogginu mínu. Ég ætla rétt að vona að ég muni hafa eitthvað vitrænt fram að færa á næstunni. En ég ætla að byrja hægt, eins og að setja hér inn nokkrar myndir sem ég tók í ferðalagi sem ég fór kringum landið.
Mér finnst sjálfum ég aðeins vera fara að slappast í myndatökunni. Enda gaf ég mér ekki sérstakan tíma, meðal annars að ég var ekki einn á ferð. Síðan var eltingaleikur við HM leiki í ferðinni sem setti líka strik í reikninginn. Ég beið tildæmis ekki eftir neinum sérstökum andartökum í myndatökunni varðandi ljós og skugga, svo dæmi sé tekið.
En hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. Ég vil taka það fram að ein myndin er breytt, þar að segja að tekinn var vegurinn burt úr vinstra meginn í einni Mývatns myndinni (fyrsta myndin).
Njótið heil
ath. myndir hafa verið smækkaðar niður fyrir vefinn og hafa því tapað gæðum og eru því ekki góðar ef tvisvar er smellt á mynd (stórar). Nægjanlegt er að smella einu sinni á mynd til að skoða.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. júní 2010
Maður til fyrirmyndar, eða hvað?
Fyrirmyndarkort til sölu, aðeins ætlað alþingismönnum og ráðherrum á Íslandi.
>Hann hefur hins vegar engan hug á að segja af sér sem þingmaður þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að því að nýta kortið í eigin þágu.
Þó ekki hafi þekkst að alþingismenn á Íslandi hafi nýtt sér slíka þjónustu sem getið er í þessari frétt hér, má spyrja sig hversu oft íslenskir alþingismenn hafi notað sér aðstöðu sína að nota peninga úr ríkissjóði í ferðir erlendis. Man ég eftir slíkum ferðum ýmissa ráðherra þar se
m þeir notuðu peninga úr ríkissjóði til að borga dýr hótel og ferðir. Óhóflega.
Það sem ríkjandi spilling viðgengst á Íslandi hyggst ég bjóða þetta kort sérstaklega til sölu. Öll kort sem seljast þarf íslenska ríkið og alþingi sérstaklega að greiða úr ríkissjóði af notkun allra korta sem seljast. Eru þingmenn og ráðherrar sérstaklega hvattir til að nota kortið í eigin þágu.
Þetta kort er sérstaklega ætlað fyrir alþingismenn og ráðherra þegar að þeir ferðast erlendis og sérstaklega ef á eigin vegum. Því þá nýtist notkun kortsins sem best. Öll notkun kortins í einkaþágu greiðist úr ríkissjóði Íslands sem og ef þeir vilja nýta sér fyrsta flokks Lúxus Hótel, risnu í opinberum erindagjörðum. Sérstaklega mætti nefna ferðir til Kanada og eða Bandaríkjana. Sem og sérstakar ferðir til að selja Ísland til yfirherra tiltekinna Evrópuþjóða. Eða á alla slíka fundi þar sem ráðherra/r sækjast eftir við embættismenn slíkra þjóða. Því fleiri, því betra.
Í hverri ferð sem þingmaður eða ráðherra fer og notar kortið þá fær hann sérstakar ívilnanir. Eins og tildæmis ef viðkomandi þingmaður hyggst nota sér sérstaka þjónustu sem er í boði erlendis eins og tildæmis í Amsterdam og fleiri borgum. Þjónusta sem er nú bönnuð á Íslandi. (verður að vera með)
Öll notkun kortsins gefur góða vildapunkta sem hægt verður að nota heima á Íslandi þegar sérstakir fulltrúar erlendra fyrirtækja eru boðnir til landsins til að kaupa þær auðlindir sem eru í boði sérstaklega fyrir þá. Þannig er hægt að nota vildarpunkta sérstaklega til að borga ýmislegt fyrir það fólk því best er að bjóða mest og best til að þeir verði nú hrifnir af landa og þjóð. Sérstaklega mætti bjóða þeim nóg af þeim sér-íslenska mjöð sem hellir þá blindfulla, en þannig væru þeir tilbúnir til að samþykkja allt.
Er eitthvað þvílíkt til á Íslandi þar sem alþingismenn ætla sér ekki að segja af sér þrátt fyrir einhverskonar spillingu? Ha? nei, nei, ég trúi því ekki........................
Ráðherra kláms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. júní 2010
Landnámsdagurinn í gær
Í gær skrapp ég fínasta veðri í skemmtiferð austur í Þjórsárdal að Þjóðveldisbænum þar sem dagskrá var í tilefni Landnámsdagsins sem haldin var í þriðja sinn.
Víkingahópurinn Hringhorni og handverkshópurinn Þingborg voru með skipulagða dagskrá.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók og einnig 1 mynd sem ég tók inni í Gjánni í Þjórsárdal.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. maí 2010
Mig dreymdi,,,,,,,,,,,,,
Að íslendingar tækju sig til og kæmu saman á einni risa-þjóðhátíð á Þingvöllum. Þar sem sameining með þjóðinni yrði náð til að byggja upp fyrir alvöru til framtíðarinnar. Að við hættum öllum þessum látum og rugli og tækjum okkur til við að vinna saman að uppgangi Íslands.
Að sýna umheiminum hvað það er að vera íslendingur!
Alvöru draumur, eða óskhyggja?
Í alvöru:
Í nótt dreymdi mig nokkuð sérstakan og ákveðinn draum um að götur Reikjavíkur væru allar þaktar stórum steinum og mörgum þeirra sérstaklega röðuðum upp eftir einhverskonar brautum. Það var eins og það væri einhver sérstök hátíð í gangi og í einum af atriðunum var ég þátttakandi í einhverskonar hlaupaleik meðfram steinum eftir öllu Austurstræti. En fullt af fólki var inni á sjálfum Austurvelli.
Ég vellti því fyrir mér hvort þessi draumur sé á einhvern hátt hægt að rekja til Ösku eða Goss? En nú væri gott að fá einhvern draumaráðningar sérfræðing til að ráða í........
Þess má geta að mínir draumar eru margir mjög sérstakir og oft eins og ég sé þátttakandi í heilu lífsskeiði í sumum þeirra. Svoleiðis hefur það verið allt frá því ég var lítill.
Ökumenn varaðir við ösku á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. maí 2010
Að snúa hlutunum við - er endir Búsáhaldabyltingarinnar í náinni framtíð?
*Kraftur þeirra sem vilja fyrir alvöru breyta*
Inversion; umsnúningur eða endurröðun beinist meðal annars að því að gera byltingu með því að snúa við valdi og gera algjörlega nýtt stjórnskipulag. Markmið Búsáhaldabyltingar á Íslandi er því númer eitt að losna við spillingu, og breyta valdastrúkturnum þannig að gera allt til þess að koma í veg fyrir að spilling fáist þrifist. Búa síðan til nýjan struktur sem tengir almenning inn í stjórnunina með því að taka hana sem venjulega vinnu. Losa umfram því við græðgi og dreyfa valdi. Hluti af hugmyndum mínum í skjalinu: "Okkar Ísland" er einmitt þessi umsnúningur sem fellst í því að tryggja það að valdið, lögin koma frá fólkinu sjálfu.
Hér í þessum pistli langar mig til að koma inn á þessa tengingu sem varð til á bloggi mínu smám saman. En hver einstök eining er partur af heildinni. Í þeim tilgangi vil ég meðal annars koma inn á mitt framlag og þátttöku í Búsáhaldabyltingunni og sína fram á tengingu við hugsanlegar aðstæður til breytingar að stjórnkerfi Íslands.
Mín þátttaka og framlag að aðdraganda Búsáhaldabyltingar
Í október 2008 mun ég hafa verið mikið að blogga um hvernig hægt væri að losna við þáverandi ríkistjórn á Íslandi. Daglega kom ég þá með pistla um ástandið í þjóðfélaginu. Á bloggi mínu hafði ég byggt þannig upp kraft og eldmóð með mér og reyndi ég allt til að koma fram með hugmyndir hvernig hægt væri að losna við stjórnina. Þannig fékk ég þá hugmynd að skrifa á ensku um ástandið á Íslandi inn á alþjóðlegri Politics forum. Í bréfinu leitaðist ég eftir að fá svör hvað hægt væri að gera. Fullt af svörum komu og nokkur umræða myndaðist um tíma (ég hafði sjálfur á árum áður tekið þátt í ýmsum forum á Internetinu og þekkti því nokkuð vel um hvernig umræða á forum fór fram). En ca. 10 til 12 dögum seinna fékk ég þau viðbrögð sem ég var að sækjast eftir, frá manni sem stjórnaði svokallðri "gangstalking" vefsíðu. En gangstalking merkir meðal annars að fyrirtæki, ríkistjórnir eða valdahópar fá fólk til aðstoðar við sig til að áreita fólk kerfislega með sí endurteknum hætti þangað til það gæfi eftir. Ýmsum meðulum beitt eins og tildæmis angra það með því að láta sjást að fylgst væri með því, trufla það við vinnu. Hleypa úr dekkjum bíla þess og svo framvegis.
Þannig fékk ég hugmyndina að "inverse eða reverse gangstalking" (að snúa hlutunum við) sem fólst í því að nú væri það almenningur sjálfur sem kerfislega áreitti ríkistjórn í stað þess að vera áreitt sjálf. En segja má að fólkið sem tók þátt í byltingunni var eiginlega að beyta svipuðum meðulum sem ríkistjórn hafði verið að nota á almenning sem var/er: áreiti, yfirgangur og ofurvald.
Ég hvað fast að því að einhver svona úrræði væru þau einu sem hægt væri að nota til að gera byltingu án blóðsúthellingar. Ég heimsótti því heimasíðu Harðar Torfasonar og kom fram með þá hugmynd að almenningur gæti áreitt ríkistjórn með sífelldum hávaða og látum. Nefndi þar að fólk gæti safnast saman með öll þau áhöld sem hægt væri að nota eins og: Potta, Trommur og Pönnur og svo framvegis. Dreifa sér síðan í kringum Alþingi og gera allan þann hávaða sem hægt væri að gera til að trufla störf alþingis. Andstaða fólksins alls átti síðan sinn þátt í því að þáverandi ríkistjórn hröklaðist frá völdum.
Vissulega getur vel verið að fleira fólk hafi komið með einhverjar svipaðar hugmyndir en þetta var bara mitt framlag..........
En í reynd er það ekki nóg því þessum svokallaða viðsnúningi er alls ekki lokið. Friðsöm bylting getur tekið marga mánuði að klárast og felst meðal annars að losa þjófélag við spillingu og yfirgang stjórnvalda. Að hreinsa til. Finna svo leiðir til að dreyfa valdi eins og hægt er. Til þess að skoða um efnið má kynna sér ýmislegt um byltingar eins og tildæmis um Pólitík og byltingar í Burma sem hér er svo dæmi sé tekið.
Mjög áhugaverður lestur um efnið er bókin: Mental Culture in Burmese Crisis Politics
Houtman, Gustaaf. Mental Culture in Burmese Crisis Politics: Aung San Suu Kyi and the National League for Democracy. Study of Languages and Cultures of Asia and Africa Monograph Series No. 33. Tokyo University of Foreign Studies, Institute for the Study of Languages and Cultures of Asia and Africa, 1999,
sem lesa má á Internetinu.
slóð> http://homepages.tesco.net/~ghoutman
hér er beint í kafla 11:> http://homepages.tesco.net/~ghoutman/chapter_11.htm#11.3
Hér kem ég með stuttar tilvísanir úr kafla 11 úr bókinni (feitletrað er mitt):
Lesið útskýringar númer 2 hér sérstaklaga
The above discussion suggests that the mechanism of government is not conceived as independent in and of itself. Rather, these depend on and derive legitimacy from larger ideas about order governed not by ordinary secular laws. The idea that government is maintained, on the one hand, through supernatural magic in order to manipulate loka, and on the other through mental culture to transcend loka remains with us at all times. Hence, one would expect that the concept of political opposition and resistance would partake of this quality also. Let me consider here to what extent Burmese concept of revolution draws on such meanings.
The term for revolution in Burmese is tawhlanyeì [eta\lHn\er:]. Taw in this context is an affix that denotes power, sacredness, reverence or royalty, as in sacred relics [Dåt\eta\], holy abbot or teacher of royalty [Sraeta\], or royalty [eta\wc\]. Hlan means to change the position of things, such as to turn inside out or to turn up. It thus means inversion or revolution.
2. Robert Taylor's analysis
In his article Burmese concepts of revolution, Robert Taylor analyses the concept of revolution in the context of modern politics since the 1930s. On the whole, he makes an interesting argument over the distinct uses of the terms ayeìdaw bon, as a lesser concept for revolution implied in the 1948 struggle for national independence, versus taw hlan yeì, the real concept of revolution as implied in the 1962 Ne Win revolution. So far, so good. However, Taylor makes this sweeping statement that in the classical, precolonial Theravada Buddhist-derived political thought of Burma, the concept of political and social revolution did not exist, and that political change meant primarily the substitution of one ruler by another of the same kind. While saying this, he proposes no reference to the Buddhist interpretations of the term. At least he could have browsed through Sarkisyanz' Buddhist backgrounds of the Burmese revolution to know that the meanings he attributes to the taw hlan yeì concept need some reference to Buddhist ideas in order to work.
As I see it, there are three problems with Taylor's work. First, his perspective on Burmese politics is blinkered on the Ne Win period, as if 1962 was the magic moment that made everything right. Second, he generalises about other periods as if they were inferior, unchanging, always in turmoil, and so forth, as compared to the post-1962 era, which was revolutionary, well-calculated and pragmatically conceived. Third, the way he illustrates these concepts has remarkably limited depth, as if only Ne Win's ideas mattered, and as if he had finally re-engineered the Burmese language to correctly express appropriate political ideas.
There follows below a corrective of his arguments that in pre-colonial Buddhist-derived political thought the concept of political and social revolution did not exist. I have already shown in chapter 9, how the early personalities advocating vipassana, in particular U Hpo Hlaing and Ledi Sayadaw, were characterised as revolutionary (tawhlan yeì). In chapter 10, I argued that, in the absence of a secular political space, the Sangha is the custodian for harbouring rebellion. Here, I will argue that the concept of revolution can be interpreted in a radically different way from Taylor's approach, taking into consideration a broader range of meanings over a longer period of time. These indicate that revolution has always been there, but it is conceived of as primarily realised in the person, not the collective this point Taylor misses entirely.
3. Early uses of taw-hlan-yeì
There are at least three early uses of this term. First, the redemption of Vessantara's children from Zuzaka, the Brahmin, is sometimes referred to as taw hlan thi. Prince Vessantara, who was to become Gautama Buddha two lives later, gave his children away to Zuzaka, the Brahmin, in his quest for the perfection of charity, and said take them as their master. However, when Vessantara's parents eventually redeemed the children, it was expressed as tawhlan thi, indicating that they had freed the children from ownership by this Brahmin who behaved so despicably towards them.
Second, royalty and monks, i.e. those who are not in bondage to the king, are sometimes able to go after greater forms of freedom. For example, the same concept is used in the Pagan inscriptions to indicate the revolution against greed [that produces the condition] of slavery This indicates an early underpinning of revolution as arising primarily in the mind, not necessarily as an ideology, but more as a practice that uproots greed. Such is accomplished by gifts and charity (paradoxically, as perfected by Vessantara who gave away his children in the first place, and by mental culture). Third, this very same verb, used in a passive sense, used to be part of the formal question asked of a monk to know whether he is eligible to be ordained, are you a free from service to the king? In the modern ordination texts the question is posed as follows:
[ordainer asks] Are you someone who is truly free [taw hlan] and are not one of the four kinds of slaves,
[initiate answers] Yes, venerable. I am a free [taw hlan] and worthy person.
The monk is admitted to the ordination ceremony only if he can answer that he is indeed free. This emphasis on prior freedom as a requisite to ordination indicates that those who become monks have autonomy from royal and any other kind of service. Once a monk, this freedom is subject to certain guarantees, as the domain of the Sangha is relatively autonomous. It was from this relatively independent Sangha hierarchy, furthermore, that kings drew their highest servants. The Sangha was the path of labour mobility and the nexus for relations between village and capital that a king needed in order to sustain and legitimate his authority.
Fourth, and here it is possible to link the second and the third concept, this revolution idea is sometimes explicitly linked to the uprooting of the self. There is an overlap between emancipation from the king, from slavery and from I. The term for I in Burmese is your holiness slave and to become a monk means no longer requiring to use this term for oneself. In a booklet entitled Revolution against the self Teizàwbatha argues that the revolution concept in the initiation rite described above implies that monks are revolutionaries against the self as they are engaged in uprooting self, the buildings of the enemy, samsara and wrong-viewedness, by uprooting craving [tanha t%Ha]. This, he argues, is what is implied in the Buddhist concept of emancipated one [ariya Ariya].When we juxtapose these ideas about revolution, we realise that what the Burmese mean by revolution needs to be understood in terms of the Buddhist domain. Indeed, only drawing from Buddhist practices permits true freedom from the kilesa, and thus to uproot the self. Here, since ultimate freedom from slavery is to uproot I, these ideas bind mental culture to revolution. The fact that this interpretation is not without merit is evident in the powerful use of mental culture terminology in the speeches by historical political revolutionary figures, including monks and secular leaders.
Evidently this is not irrelevant to the post-1962 concept of revolution considering Maung Maung's analysis of Ne Win's role in what is known as the Revolutionary Government. Maung Maung begins his description in the same way as the royal chronicles, in which history is a form of contemplation on impermanence. Furthermore, U Nu's rule, overthrown by Ne Win, had presented politics as being about setting in place the possibility for people to attain to nibbana. The first seven pages of Maung Maung's account of the Ne Win period are devoted to the assertion that not only is the individual subject to samsara, but so is the community, the village, the district and the country. Since he follows Aung San in saying that politics is samsara (rosalega líkt íslenska orðinu samsæri), Burma's journey is also a journey of samsara. It is important on this samsara journey to make the sasana flourish. However, the BSPP asserted that on an empty stomach, it is impossible to be moral. So without the necessities of life it is impossible to be totally free from the mental defilements of greed and anger. Therefore, under Ne Win socialism the revolution was represented as the pragmatic preparation for nibbana within the material world. This suggests that, according to Buddhist criteria, Ne Win's revolution was a lesser and not a greater revolution. I therefore believe Taylor is quite wrong even to characterise the Ne Win period as revolutionary it was Hpo Hlaing, U Nu, and now Aung San Suu Kyi, who are the revolutionaries. They motivate people, Ne Win did not.
Hence, to understand revolution it is not enough to juxtapose an unchanging pre-colonial Theravada idea void of revolutionary potential against Ne Win's modern idea the two blend and the later concept feeds on the earlier. Ne Win's concept was never as radical as what Taylor imagined it to be. The revolution was one of the spirit which it was in the interest of the army, in control over loka, to deny.
***
Eins og þeir geta séð sem hafa tekið sér tíma til að lesa þetta efni þá er ýmislegt áhugavert í lestri þessum þó túlka mætti og heimfara efni þess inn í nútímann með þeirri forskrift lífsins sem er nú. En hugmyndir koma fram meðal annars með lestri af ýmsum bókmenntum um pólitík og heimspeki.
*Nýjar leiðir fyrir Ísland*
En nú þarf að byrja fyrir alvöru þau verk að endurbyggja Ísland með nýjum tækifærum fyrir almenning. Við höfum nú tækifærin til þessarar enduruppbyggingar og megum alls ekki missa af þeim!
Grandvaraleysi stjórnvalda er að trúa og treysta á "ofurgengi" fjármálaafla heimsvaldasinna sem, þótt þeir segi annað, notfæra sér slæma fjárhagsstöðu landa og ríkja til að ná yfirhöndinni og með því ofurhald á heiminum. Svokallað "New World order" er því ekkert annað en heimsyfirráð í krafti peningamanna, þeirra ríkustu.
Það er alveg ljóst eins og komið hefur svo fram á undanförnum árum, að Ísland hefur ekkert með að gera að standa í einhverjum ofurpeningaviðskiptum fjármálaspekulanta. Landið okkar er svo lítið og eitt og sér. Við þurfum að byggja upp af okkrar krafti þar sem þátttaka allra í þjófélagi byggist á sanngirni, án ofurvalds, græðgi og spillingu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. maí 2010
Siðferði stjórnmálamanna?
Það er oft hjákátlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum sverja sig frá þátttöku í þeirri spillingu sem teygir sig út í þjóðfélagið með þeirra aðgerðum "eins og það að segja að það hafi engvar reglur verið brotnar!"
Auðvitað hafa sumar þeirra aðgerðir verið siðlausar. Mér þótti það nokkuð sérstakt að sjá stjórnmálamenn mæta á Þjóðfund þar sem þessi mál voru rædd. Sérstaklega þar sem skýrslan kom út nokkrum mánuðum á eftir.
Þessi siðferðismál hafa síðan verið rædd fram og til baka en sitt sýnist hverjum. Mikið er það erfitt fyrir þetta fólk að átta sig á þessum siðferðismálum. Sama úr hvaða flokki þeir koma.
Það hljóta að vakna upp spurningar hvað sé það sem er að í íslensku þjóðfélagi sem gerir það að verkum að fólk sem lendir inn í hringiðu þessarar valdastjórnunar sér alls ekki flýsina í eigin auga og getur ómögulega séð hvað það hefur gert rangt. Er þetta einhver vöntun í stjórnunarkennslu kannski? Eða þegar að fólk lendir inn í málum sem það tekur þátt þá hverfur siðferðismatið og getan til að sjá hvað það hafi gert rangt?
Búsáhaldabyltingin var aðferð fólksins að segja að það vildi ekki hafa spillta eða siðlausa stjórnmálamenn. Þjóðfundur líka. En fleiri svona aðgerðir og fundir þurfa til að halda áfram að losa okkur við siðlausa stjórnmálamenn. Þessari hreinsun er langt í frá lokið!
Það er bara því leiðin sem þetta fólk sjálft vill að verði farin!: með góðu? eða illu?
Það er að vera augljóst að stjórnmálaflokkar munu ekki geta tekist á við þessi siðferðismál. Því verða þeir auðvitað að gefa eftir. Hinsvegar mun alltaf fleira fólk sem mun hafa fengið nóg!
Upplausn= kaos og endalaus átök milli manna og flokka
Þessi upplausn mun taka mörg ár að takast á við og endalaust strögl vegna átaka meðal fólks innan flokka og flokksfélaga. Einmitt og meðal annars vegna tengslana og fjárstuðningsins.
Persónukjör= undirbúningur að leið til takmarks
Vegna þess að velja persónur til stjórnunar er upphaf að nýju afli fólksins án mikilla átaka. Þannig væri hægt að gera sérstakt átak í því að velja leiðir að takmarkinu. Leiðir til að losna við siðleysi og spillingarinnar innan þess. En eins og ég hef svo áður skrifað þá er að mínu mati besta leiðin að skipta landinu niður í svæði og breyta um stjórnkerfi. Líka vegna þess að þá er búið að búa til batterí þar sem ekki hægt væri að komast til valda vegna fjárausturs í framboð.
Að skipta Íslandi í 5 svæði er því ekki nein bull hugmynd heldur raunsæismat og skynsemi.
Í Silfri Egils í dag var rætt um upplausn í stjórnmálakerfinu. Flokkarnir séu þannig á sig komnir að þeir virðist ekki geta tekið á við þessa upplausn. Rök þeirra stjórnmálamanna sem hafi hagað sér á ósiðsamlegan hátt séu þau sömu og auðmanna: " Við brutum engar reglur".Páll Vilhjálmsson blaðamaður var einn af gestum Egils og sagði að með því að flykkjast um heiðarlegt grínframboð" væri almenningur að svara flokkunum sem hafa neitað að takast á við þau vandamál sem blasa við eftir hrunið. Flokkarnir virðist hafa takmarkaða möguleika á að víkja þeim frá trúnaðarstörfum sem hafi þegið óeðlilega háar fjárhæðir. Rök þeirra stjórnmálamanna sem hafi hagað sér á ósiðsamlegan hátt séu þau sömu og auðmanna: Við brutum engar reglur". En að mati Páls snýst þetta ekki um reglur, heldur um siðferði. Hann telur þá stjórnmálamenn sem hafa vikið úr embættum og sagt af sér trúnaðarstörfum hafa verið að fórna smámunum.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að ein ástæða þessa sé sú að margir kostuðu miklum fjármunum til þess að ná kjöri. Þar að leiðandi eru þingmenn ófúsari að láta þingsæti sín af hendi, fórnarkostnaður sé það mikill.
Mjög sérstakt viðhorf hjá þessari Stefaníu, því fjármunir þessi koma ekki nema að litlu leiti úr vasa stjórnmálamanna sjálfra. Á hún þá við að þeir sem hafa látið peninga í sjóð til að stiðja framboð einhverrar persónu, vilji fá peninga sína til baka? Kannski auðmennirnir sem hafa stutt framboð með fjármúgum vilji þá ekki losa takið?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. maí 2010
Rækta ríkið og undirbúa fyrir persónukjör?!
>Hörður Torfason segir í tilkynningu að nokkra sunnudaga í maí verði kaffihúsaspjall um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá.
Búsáhaldabyltingin er alls ekki búin því enn á eftir að hreinsa út spillinguna. Hinsvegar mætti nú fara að upplýsa hver átti sterkan þátt í hugmyndinni að henni.
Á vissum tíma í framtíðinni mun fólkið í landinu segja HINGAÐ og EKKI LENGRA! Persónukjör er það sem margir vilja! En ég vil nota tækifærið og segja frá því að ég vinn á stórum stað þar sem fullt af fólki kemur daglega. 'Eg hef þar sem ég hef getað verið að spyrja fólk hvað það vilji varðandi stjórnmálin. Nær undantekningarlaust er svarið: PERSÓNUKJÖR!
Hinsvegar verðum við að treysta á okkur sjálf til að byggja upp Ísland en ekki erlent lið til þess. Því verkamaðurinn á að vera verðugur launa sinna með uppgangi Íslands. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun og mun standa staðfastlega að henni! Þegar að ég kom inn í Samstöðu og síðan Borgarahreyfinguna (sem var) var ég þegar á þessari skoðun og hafði lengi verið.
Skoðið nú endilega eina þá flottustu heimasíðu sem er í gangi á Íslandi:
Hér er slóðin að henni:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
Þar er síðan líka hægt að ná í allt skjalið.
Raddir fólksins með kaffihúsafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Nú þarf fyrir alvöru að losna við allt stjórnmálaliðið! ALLA FLOKKA!
Ég hef líkað notað timann til að hugsa um hvernig við gætum vakið upp með okkur hugmyndir hvernig mætti losna við stjórnmálaflokka og velja fólk í Persónukjör. En til þessa þurfum við að vanda mjög vel til verka.
En ég er að þróa hugmyndapakka um hvernig hægt væri fyrir alvöru að ná fram persónukjöri á Íslandi, í stað flokka.
Þetta verk er mjög vandasamt og þarf að byggja það upp mjög vandlega og gera sérstaka stóra áætlun sem væri skipt niður í smærri þætti. Tími minn hefur farið í þetta verk og ég er enn að þessu á fullu.
Síðan þarf ég líka að hugsa um heimasíðu mína.
Ég vinn á stórum vinnustað þar sem fullt af fólki fer um daglega. Ég hef verið að spyrja þá sem ég kannast við og aðra sem ég get hvað þeir vilji næst í stjórnmálunum á Íslandi. Svörin hafa nær undantekningarlaust verið: PERSÓNUKJÖR!
Í fyrra skrifaði ég bloggrein um hugsanaleiðingar:
Hér birti ég þessa grein aftur til að skýra út hvernig ég vinn stundum við að setja saman hugmyndir.
Ég er vanur að fá alveg fullt af hugmyndum. Sumar þeirra eru það góðar að ég ákveð að þróa þær áfram. Stundum enda þær inni á Internetinu (eins tildæmis bréfið sem ég setti saman og skrifaði á ensku og sendi á fréttastofur erlendis, í nóvember og desember um ástand Íslands og ýmislegt fleira).
En oft set ég hugmyndir mínar á vogarskál áhrifa þeirra.
Þegar að hugmynd er að koma upp þarf að skoða hana frá öllum hliðum og þróa áfram. Stundum er hægt að þróa hugmynd nokkuð vel áfram á ánægjuvoginni en síðan sést að hætta verður um frekari þróun hennar.
Mér hefur dottið í hug að skoða áhrif hugmyndar og setja upp á VOGarskál. Öðrum megin er ánægjugildið og gleðigildið. Hinum megin er óánægju og vonbrigðagildið. Í miðjunni er síðan VOGið sjálft slýpað upp og tilbúið.
Við byrjun, þegar að hugmynd kviknar og verður til þá fær hún frekar veikt ánægjumat. Því lægra sem ánægjumatið og því lengra sem það stendur (gleðiáhrif), því veikara er það. Á leiðinni upp í þróunarleið hugmyndarinnar getur hún tekið við vonbrigða og óánægjuáhrifum. Neikvæðni sem getur eyðilagt hugmyndina alveg. Því þarf að passa vel upp á hugmyndina þegar að hún er á byrjunarstigi. Þegar að vonbrigaðagildi hugmyndarinnar er orðið of sterkt er oft mjög erfitt að rétta hugmyndina af þannig að geta notað hana. Þetta fer þó allt eftir hvernig hugmyndinni er raðað upp. Ef það er vitað að hugmynd þurfi að taka við vonbrigðagildi á leiðinni þá er gott að geta passað upp á og stjórna hvar og hvenær það kemur fyrir (sjá hér fyrir neðan).
Ef upp kemur mjög stór og góð hugmynd þarf að vega hana vandlega og meta. Finna út hvernig sé best hægt að setja hana fram. Þannig getur stórri hugmynd þurft að vera skipt niður í stig. Þá þarf að fara í hvert stig hennar fyrir sig og athuga hvar þar fer fram og hvernig það stig er sett fram. Á leiðinni þarf stundum að vera með 1 vonbrigðastig (jafnvel stórt). Það er oftast sett á 3ja eða 4ða stig af 5 stigum samtals. Síðan er hægt smám saman að taka það út. En eftir þetta er auðveldara að passa að það komi ekki fram aftur, sérstaklega af því að ánægjugildið er orðið svo hreint og sterkt!
**********
Eins og áður sagði hef ég oft verið að fá góðar hugmyndir. Það versta við margar hugmyndirnar er að ég hef oft alveg gleymt að selja þær til notenda. Þær hafa því stundum týnst í afnotagildi fyrir þá sem taka á móti hugmyndinni.
Því hef ég ákveðið að setja hátt verð á hugmyndir mínar framvegis og ætla í þeim tilgangi að búa til nýjan gjaldmiðil sem ég eingöngu nota sjálfur. Þennan gjaldmiðil kalla ég VOG En það samansett úr nokkrum orðum sem geta komið fyrir vegna áhrifa hugmyndarinnar. Síðan er VOG gjaldmiðlinum raðað á VOGarskálina
Þannig ef hugmynd mín er að þróast og er í boði fyrir almenning þá getur þessi gjadmiðill merkt ýmislegt þar sem v,o,g, er skammstöfun fyrir orð sem hafa áhrif á hugmyndina. Þannig þarf kaupandi að spyrja seljandann (mig) hvað VOG merkir í verðinu hverju sinni!
Tökum dæmi: ég er tilbúinn með mjög góða hugmynd og vil selja hana á mjög háu VOG verði. Kannski 1.500.000 VOG. En hvað merkir gjaldmiðillinn þegar að verðið er orðið svona hátt?
V= VIÐURKENNING og VIRÐING
O= SÚREFNI HUGMYNDAR
G= GJALDGENGI hugmyndar meðal fólks og líftími hennar
Síðan getur VOG þýtt eitthvað allt annað Þetta fer dálítið eftir verðinu, en það þarf að spyrja.
Skiljið þig hvað ég er að fara? Hverju ég er að reyna að koma á framfæri?
Svo ég komi annars betur inn á þetta:
Þá hef ég verið að fá allskonar hugmyndir og þær misstórar. Ég hef bæði sent þær frá mér sem hefur stundum orðið til þess að sést hafa árhif hugmyndarinnar útávið (góð árhif) eftir smá tíma en án þess að þau áhrif tengjast beint til míns sjálfs sem höfundar hugmyndarinnar.
Ég reikna fastlega með að ný hugmynd sé alveg að fæðast núna hjá mér! Kannski mjög góð og framkvæmanleg.............Það er spurningin!
Allir sem vilja get lesið um stórar og smáar hugmyndir mínar hér á Bloggi mínu. Og síðan hvað hefur komið út úr þeim!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 18. apríl 2010
Hver er tilgangurinn?
Neðst í grein fréttamanns stendur:
>Samtök flugmanna í Bretlandi segja að ástandið kalli á aðgerðir í bankakreppu-stíl
Er þetta rétt haft eftir fréttamanni eða er verið að búa til umræður á bloggi vegna ástandsins?
Hvernig er þessi "bankakreppu-stíll" annars?
Get ég nú loksins farið að stórgræða á hinni rómuðu hugmynd minni að "Kreppu brúsunum" sem ég var með hér á bloggi mínu í fyrra?
Hugsa mætti sér síðan að setja líka ösku á brúsa og selja sem "Öskufall"?
Er einhver á leið frá París? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. apríl 2010
Hver dj........?
Mér finnst þessi hrikalega ásýnd vera lýsandi dæmi um reiðina sem kraumar undir niðri í þjóðarsálinni. Myndin lýtur út eins og argandi reið vera sem spennir upp ásjónu sýna til mannfólksins um að beina nú sjónum að því að fara að laga málin. Alveg dæmigert táknrænt útlit sem lýsir ástandi þjóðarinnar.
Mér er spurn. Hver er reiður? Hverjir eru reiðir?
Er þjóðin reið út ríkisstjórnina vegna þess hvernig hún hefur tekið á málum?
Er þjóðin reið út í ríkisstjórnina fyrir að ætla sér að leggja ánauð á landsmenn út af Icesave?
Er þjóðin reið út í spillinguna í stjórnkerfinu?
Er þjóðin reið út í fjárglæpamennina?
Er ég reiður út í ríkisstjórnina fyrir sömu hluti?
Já hverjir eru ekki reiðir?
Uppsöfnuð reiði sem lýsir sér með þessari táknrænu ásjónu upp frá landinu.
Síðan má vellta ýmsu fleiru fyrir sér eins og tildæmis þessu:
Er andleg ásjóna að sýna reiði sína yfir Íslandi?
Hver er þá þessi ásjóna? Einhver dj.....? Eða kannski reiði Drottins?
Eða er þetta reiði andlegra alheims anda sem vill beina sjónum íslendinga að fara nú fyrir alvöru að taka á málunum?
Já, það er að minnsta kosti ekki mikið rætt um Icesave málið þessa dagana heldur gengur karpið á alþingi út á að ræða um skýrsluna góðu. Nóg að gera þar á bænum við næsta tilgangslausar umræður.
Nú svo er spurningin hvort ekki einfaldlega semja við þessar andlegu verur um að hjálpa okkur að gera aðra byltingu. Því það er nokkuð sem svo sannarlega virðist þurfa að gera því ekki ætlar þessi ömurlega ríkisstjórn að fara frá völdum og það þrátt fyrir að hafa sýnt þjóðinni svo yfirgengilegar ofríkisfullar tilhneigingar undanfarna mánuði.
Hver veit? Kannski er ný bylting málið?!
Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)