Nú þarf fyrir alvöru að losna við allt stjórnmálaliðið! ALLA FLOKKA!

Ég hef eins og þið sjáið tekið mér frí frá blogginu um tíma. Meðal annars vegna annarra tilfallandi verka. En nú er ég að fara að setja allt á fullt aftur.

Ég hef líkað notað timann til að hugsa um hvernig við gætum vakið upp með okkur hugmyndir hvernig mætti losna við stjórnmálaflokka og velja fólk í Persónukjör. En til þessa þurfum við að vanda mjög vel til verka.

En ég er að þróa hugmyndapakka um hvernig hægt væri fyrir alvöru að ná fram persónukjöri á Íslandi, í stað flokka.

Þetta verk er mjög vandasamt og þarf að byggja það upp mjög vandlega og gera sérstaka stóra áætlun sem væri skipt niður í smærri þætti. Tími minn hefur farið í þetta verk og ég er enn að þessu á fullu.

Síðan þarf ég líka að hugsa um heimasíðu mína.

Ég vinn á stórum vinnustað þar sem fullt af fólki fer um daglega. Ég hef verið að spyrja þá sem ég kannast við og aðra sem ég get hvað þeir vilji næst í stjórnmálunum á Íslandi. Svörin hafa nær undantekningarlaust verið: PERSÓNUKJÖR!

Í fyrra skrifaði ég bloggrein um hugsanaleiðingar:

Hér birti ég þessa grein aftur til að skýra út hvernig ég vinn stundum við að setja saman hugmyndir.

Ég er vanur að fá alveg fullt af hugmyndum. Sumar þeirra eru það góðar að ég ákveð að þróa þær áfram. Stundum enda þær inni á Internetinu (eins tildæmis bréfið sem ég setti saman og skrifaði á ensku og sendi á fréttastofur erlendis, í nóvember og desember um ástand Íslands og ýmislegt fleira).

En oft set ég hugmyndir mínar á vogarskál áhrifa þeirra.

Þegar að hugmynd er að koma upp þarf að skoða hana frá öllum hliðum og þróa áfram. Stundum er hægt að þróa hugmynd nokkuð vel áfram á ánægjuvoginni en síðan sést að hætta verður um frekari þróun hennar.

Mér hefur dottið í hug að skoða áhrif hugmyndar og setja upp á VOGarskál. Öðrum megin er ánægjugildið og gleðigildið. Hinum megin er óánægju og vonbrigðagildið. Í miðjunni er síðan VOGið sjálft slýpað upp og tilbúið.

Við byrjun, þegar að hugmynd kviknar og verður til þá fær hún frekar veikt ánægjumat. Því lægra sem ánægjumatið og því lengra sem það stendur (gleðiáhrif), því veikara er það. Á leiðinni upp í þróunarleið hugmyndarinnar getur hún tekið við vonbrigða og óánægjuáhrifum. Neikvæðni sem getur eyðilagt hugmyndina alveg. Því þarf að passa vel upp á hugmyndina þegar að hún er á byrjunarstigi. Þegar að vonbrigaðagildi hugmyndarinnar er orðið of sterkt er oft mjög erfitt að rétta hugmyndina af þannig að geta notað hana. Þetta fer þó allt eftir hvernig hugmyndinni er raðað upp. Ef það er vitað að hugmynd þurfi að taka við vonbrigðagildi á leiðinni þá er gott að geta passað upp á og stjórna hvar og hvenær það kemur fyrir (sjá hér fyrir neðan).

Ef upp kemur mjög stór og góð hugmynd þarf að vega hana vandlega og meta. Finna út hvernig sé best hægt að setja hana fram. Þannig getur stórri hugmynd þurft að vera skipt niður í stig. Þá þarf að fara í hvert stig hennar fyrir sig og athuga hvar þar fer fram og hvernig það stig er sett fram. Á leiðinni þarf stundum að vera með 1 vonbrigðastig (jafnvel stórt). Það er oftast sett á 3ja eða 4ða stig af 5 stigum samtals. Síðan er hægt smám saman að taka það út. En eftir þetta er auðveldara að passa að það komi ekki fram aftur, sérstaklega af því að ánægjugildið er orðið svo hreint og sterkt!

**********

Eins og áður sagði hef ég oft verið að fá góðar hugmyndir. Það versta við margar hugmyndirnar er að ég hef oft alveg gleymt að selja þær til notenda. Þær hafa því stundum týnst í afnotagildi fyrir þá sem taka á móti hugmyndinni.

Því hef ég ákveðið að setja hátt verð á hugmyndir mínar framvegis og ætla í þeim tilgangi að búa til nýjan gjaldmiðil sem ég eingöngu nota sjálfur. Þennan gjaldmiðil kalla ég VOG En það samansett úr nokkrum orðum sem geta komið fyrir vegna áhrifa hugmyndarinnar. Síðan er VOG gjaldmiðlinum raðað á VOGarskálina

Þannig ef hugmynd mín er að þróast og er í boði fyrir almenning þá getur þessi gjadmiðill merkt ýmislegt þar sem v,o,g, er skammstöfun fyrir orð sem hafa áhrif á hugmyndina. Þannig þarf kaupandi að spyrja seljandann (mig) hvað VOG merkir í verðinu hverju sinni!

Tökum dæmi: ég er tilbúinn með mjög góða hugmynd og vil selja hana á mjög háu VOG verði. Kannski 1.500.000 VOG. En hvað merkir gjaldmiðillinn þegar að verðið er orðið svona hátt?

V= VIÐURKENNING og VIRÐING



O= SÚREFNI HUGMYNDAR



G= GJALDGENGI hugmyndar meðal fólks og líftími hennar



Síðan getur VOG þýtt eitthvað allt annað Þetta fer dálítið eftir verðinu, en það þarf að spyrja.

Skiljið þig hvað ég er að fara? Hverju ég er að reyna að koma á framfæri?

Svo ég komi annars betur inn á þetta:



Þá hef ég verið að fá allskonar hugmyndir og þær misstórar. Ég hef bæði sent þær frá mér sem hefur stundum orðið til þess að sést hafa árhif hugmyndarinnar útávið (góð árhif) eftir smá tíma en án þess að þau áhrif tengjast beint til míns sjálfs sem höfundar hugmyndarinnar.

Ég reikna fastlega með að ný hugmynd sé alveg að fæðast núna hjá mér! Kannski mjög góð og framkvæmanleg.............Það er spurningin!

Allir sem vilja get lesið um stórar og smáar hugmyndir mínar hér á Bloggi mínu. Og síðan hvað hefur komið út úr þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eins hafa hugmyndir mínar farið í skjalið mitt: "Okkar Ísland"

Sem og á ég fullt af hugmyndum í fórum mínum, þar að segja inni á tölvu minni.

Guðni Karl Harðarson, 29.4.2010 kl. 01:35

2 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !

Við skulum vera raunsæir; Guðni minn - og gera ráð fyrir vopnuðum átökum, eigi raunveruleg þjóðskipulagsbreyting, að geta orðið að veruleika.

Þetta lið; fer ekkert frá, með góðu, þér að segja.

Með beztu kveðjum; sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 01:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vantar einmitt hugmyndir, samræmingu á gjörðum og samstöðu um að framkvæma.  Einungis þannig getum við hreinsað Ísland og aflúsað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 10:07

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar Helgi!

Ég er vel raunsær Óskar. Það væri vel hugsanlegt að við förum í vopnuð átök ef þau mun ekki gefa eftir! Það þarf að gera þeim það ljóst.

Endilega fylgstu nú vel með blogginu mínu á næstunni. Og athugaði að hver bloggrein er hluti af stærri greinum og aðeins partur af heildinni

Með beztu kveðjum,

Guðni Karl Harðarson

Guðni Karl Harðarson, 30.4.2010 kl. 11:34

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur við þurfum öll að leggja okkar hugmyndir saman í púkkið og mynda úr þeim eina heild.

Aflúsunin er rétt byrjuð. Þar að segja; Búsáhaldabyltingin er enn í gangi. Á réttum tíma þarf að skipta um liðið í brúnni! ÞAU VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ EF ÞAÐ VERÐUR EKKI MEÐ GÓÐU ÞÁ VERÐUR ÞAÐ MEÐ ILLU! Út á það gengur meðal annars næsta atriðið, að skýra það út fyrir þeim!

Kveðja,

Guðni

Guðni Karl Harðarson, 30.4.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband